Morgunblaðið - 01.03.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 45
dægradvöl
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7 4. 0–0
d6 5. d4 Bd7 6. dxe5 dxe5 7. Rc3 Rg6 8.
Bg5 Be7 9. Bxe7 Dxe7 10. Rd5 Dd8 11.
Dd3 0–0 12. Had1 Bg4 13. c3 Rce7 14.
h3 Rxd5 15. exd5 Bh5 16. Df5 Bxf3 17.
Dxf3 f5 18. Hfe1 Dd6 19. c4 Hf6 20.
Dc3 e4 21. c5 Df4 22. Dd2 Hd8 23. Dxf4
Rxf4 24. Bc4 Kf8 25. h4 Rg6 26. g3 Re5
27. Be2 f4 28. Hd4 e3 29. gxf4 exf2+ 30.
Kxf2 Rg6 31. Kf3 Rxh4+ 32. Kg4 Rf5
33. Hd3 Staðan kom upp á meist-
aramóti Hellis sem lauk fyrir skömmu.
Sigurbjörn Björnsson (2.297) hafði
svart gegn Hrannari Baldurssyni
(2.145). 33. … Hxd5! 34. Hxd5 Re3+
35. Kg3 Rxd5 svartur er nú peði yfir
og með vænlegt tafl. Framhaldið varð:
36. Bf3 Rxf4 37. Hd1 Re6 38. b4 c6 39.
Hd7 Hf7 40. Hd6 Ke7 41. a4 Hf5 42. a5
a6 43. Bxc6 bxc6 44. Hxc6 Hg5+ 45.
Kh4 Hd5 46. Kg3 Hd4 47. Hb6 Rc7 48.
Kf3 Kd7 49. Hb8 g5 50. Ke3 Hxb4 og
hvítur gafst upp.
Á freistingum gæt þín.
Norður
♠109
♥84
♦G432
♣KDG62
Vestur Austur
♠ ♠42
♥D10762 ♥ÁKG5
♦KD86 ♦10975
♣5 ♣D75
Suður
♠ÁKG863
♥93
♦Á
♣Á974
Suður spilar 4♠ Hvernig á spila
með tígulkóng út? Í sveitakeppni væri
sjálfsagt að toppa spaðann til að tryggja
tíu slagi, en í tvímenningi er sú freisting
áleitin að fara inn í borð á lauf og svína í
trompi. Og þá fer samningurinn niður ef
vestur spilar hjarta og fær stungu í
laufi! Nokkrir sagnhafar í tvímenningi
Bridshátíðar lentu í þessum ósköpum.
En hitt sást líka að vörnin gæfi sagn-
hafa tvo yfirslagi á silfurfati. Í þeim til-
fellum lagði vestur niður tíguldrottn-
ingu þegar hann komst inn á tromp?!
Yfirleitt nota keppnisspilarar kall/
frávísun í háspil makkers í fyrsta slag,
en í þessari stöðu ætti talning að gilda -
kóngur út og Gxx(x) í borði. Sagnhafi
drepur ef hann getur, svo það er
ástæðulaust að kalla eða vísa frá.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 alþýðuskólar, 8
reikar, 9 atvinnugrein,
10 kjaftur, 11 myrkur, 13
ójafnan, 15 skekkja, 18
vísa frá, 21 drepsótt, 22
kyrru vatni, 23 átfrekju,
24 smjaður.
Lóðrétt | 2 gól, 3 harma,
4 beltið, 5 beitan, 6 lof, 7
vitskertan, 12 álít, 14
sefa, 15 hrósa, 16 kút, 17
framleiðsluvara, 18
kuldastraum, 19 falskt,
20 lengdareining.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 nálús, 4 stoða, 7 prófa, 8 arður, 9 kóp, 11 aðan,
13 gráð, 14 árann, 15 svað, 17 áköf, 20 ætt, 22 arkar, 23
játar, 24 innan, 25 norpa.
Lóðrétt: 1 nepja, 2 ljóma, 3 stak, 4 skap, 5 orðar, 6 af-
ræð, 10 ósatt, 12 náð, 13 Gná, 15 svaði, 16 aukin, 18 kut-
ar, 19 ferma, 20 ætan, 21 tjón.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
1 Dalvíkingar fá heilt menningar-hús að gjöf. Hver er gefandinn?
2 Landsfundir Sjálfstæðisflokksog Samfylkingar verða um sömu
helgi í apríl nk. Hvenær?
3 Bjarni Daníelsson er að hverfafrá sem óperustjóri Íslensku óp-
erunnar og er þegar kominn með
vinnu. Hvaða vinnu?
4 Búnaðarþing verður sett nk.sunnudag. Hver er formaður
Bændasamtakanna?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Þrjár íslenskar systur í Bandaríkjunum
sem tengjast kvikmyndagerð hafa áhuga
á að láta gera kvikmynd vestra sem bygg-
ist á sögu Thelmu Ásdísardóttur, Myndin
af pabba. Hvað heitir fyrirtæki systranna?
Svar: Elf Films. 2. Málverk í kúbískum stíl
eftir Kjarval var boðið upp í Kaupmanna-
höfn í gær. Hvað heitir verkið? Svar: Hvíta-
sunnudagur. 3. Tveir íslenskir rithöfundar
voru sæmdir heiðursorðu spænskra yf-
irvalda í tilefni af opnun Cervantes-seturs
hér á landi. Hverjir eru þeir? Svar: Guð-
bergur Bergsson og Álfrún Gunnlaugs-
dóttir. 4. Harpa Þorsteinsdóttir, knatt-
spyrnukona og landsliðsmaður úr
Stjörnunni, hefur samið við eitt besta
kvennalið Englands þar sem reyndur ís-
lenskur knattspyrnumaður leikur með
karlaliðinu. Hvað lið er þetta? Svar: Carlot-
in Athletic.
Spurt er …
ritstjorn@mbl.is
TVÆR einkasýningar Péturs Arnar
Friðrikssonar og Helga Hjaltalín
Eyjólfssonar eru nú hlið við hlið í
Kling og Bang gallerí ásamt þriðju
sýningunni Markmið sem er staðsett
í glugganum og er samstarfsverk-
efni þeirra tveggja til margra ára.
Markmiðssýningar þeirra félaga
innihalda iðulega strákslega leik-
gleði með tilheyrandi tækni-
tilraunum og tilhneigingum að fara
yfir margvísleg mörk. Sýningin í
glugganum vísar í aðrar sýningar
markmiðs og lítur svoldið út eins og
búðargluggi (enda er þetta búð-
argluggi) í ímyndaðri frístundaversl-
un sem skarar áhugasvið Markmiðs.
Í þessu samhengi verða sumar abs-
úrd hugmyndir þeirra félaga ekki
svo absúrd heldur meira í takt við
raunveruleikann.
Helgi og Pétur hafa líka verið
duglegir að halda einkasýningar
hvor í sínu lagi. Þar gefst áhorf-
endum oft tækifæri til að átta sig á
frá hvorum þeirra einstök element í
Markmiðssýningunum eru, en þó
bara upp að vissu marki. Einkasýn-
ingarnar eru sem slíkar óháðar sam-
vinnunni og fela í sér einstaklings-
bundnar áherslur hvors listamanns
fyrir sig. Í þessu tilfelli eru þó einka-
sýningar þeirra í samræðu við hvor
aðra og endurspegla því meir en áð-
ur samræður þar á milli og leiða
hugann að Markmiði.
Tréskúlptúrar og innsetningar
Helga Hjaltalín fela í sér hugarheim
þar sem listrænar menningarlegar
og alþýðlegar áherslur hverfast um
ákveðinn punkt tilgangsleysis og
jafnvel leiðinda.
Stundum er sagt að hægt sé að
forðast leiðindi með því að upptaka
tíma sinn og huga vinnu, með því að
hafa nóg fyrir stafni. Skapandi vinna
og handverk er oft talin vel til fallin
og ein slík leið. Þverstæðan í list
Helga er að listheimurinn, menn-
ingin sjálf, skapandi vinna og hand-
verkið virðist vera rót leiðindanna.
Verkin endurspegla því bæði sjúk-
dóminn og einkenni hans. Verkin ná
engum staðli, hvorki sem nytjahlutir
né handverk og geta því bara verið
hugmyndafræðileg list sem end-
urspegla stöðu sína. Hálfsmíðuð
standklukka án klukkuverks og hálf-
gerðir milliveggir og veggjaklæðn-
ingar árétta hugmyndir um hið inn-
antóma sem felst í yfirborði. Hin
mikla vinna sem liggur í verkunum
og algert tilgangsleysi þeirra má
skilja sem kaldhæðna sýn, ekki bara
á listheiminn heldur einnig hvers-
dagslífið. Þó er einhver tvískinn-
ungur í dæminu með tilliti til þess að
upphafning leiðindanna, ágæti
þeirra sem sjá í gegnum fals tilver-
unnar og hafa manndóm í sér að láta
sér leiðast hafa verið lofsungin af há-
menningarvitum í meira en hundrað
ár.
Meðan Helgi heldur sig við hin
svoldið fyndnu listrænu leiðindi list-
heimsins þá endurspeglar sýning
Péturs Arnar mun örvæntingarfyllri
sýn á lífið tilveruna og listina. Lítill
vélgengur skúlptúr á vegg sem
minnir á slidesmyndavél sýnir sama
tóma ramman aftur og aftur eins og í
honum felist valmöguleiki. Skúlptúr
á gólfi sem líkist vegakeilu sem not-
aðar eru til að vara ökumenn við
hættum reynist innihalda lágvært
urr ef eyrað er lagt upp að. Stórt
hljóðverk í kjallaranum spilar hljóð-
tíðni sem endurspeglar tíðni manns-
líkamans og virkar róandi. Lokaður
glerkassi sem inniheldur kerfi upp-
gufunar og útfellingar saltaðs vatns
er verk sem þróast yfir sýningartím-
ann. Í heild er sýningin óaðlaðandi
og býður ekki upp á neitt sjónarspil
eins og sýning Helga. Hins vegar
felur hún í sér dýrslega eðlisávísun,
tilfinningu fyrir hættulegum,
kannski skapandi, krampakenndum
viðbrögðum sem fæðast í þeim núll-
punkti sem skapast þegar allri
merkingu hefur verið eytt.
Freistandi er að ímynda sér að
sýningarnar séu ádeila á listastofn-
unina eða listheim samtímans. Sér-
staklega með tilliti til þess að Helgi
og Pétur vinna báðir við það að
hengja og stilla upp myndlist á ís-
lenskum listasöfnum og koma þann-
ig að listheiminum á margvíslegan
hátt. Það er bara svo þreytt klisja að
næsta freisting er að segja að þeir
séu að deila akkúrat á þá klisju. Að
vissu leyti eru ádeilur auðvelda leið-
in, það er miklu auðveldara að sýna
fram á tilgangsleysi, tómleika
hræsni og fáránleika þess sem er
heldur en að sýna fram á valkost og
láta eitthvað gerast.
Tilgangslausar tilraunir og leiðindi listarinnar
MYNDLIST
Kling og Bang gallerí, Laugavegi 21
Sýningin stendur til 4. mars. Opið
fimmtudag til sunnudaga kl. 14–18
Markmið – Pétur Örn Friðriksson, Helgi
Hjaltalín
Morgunblaðið/Ásdís
Innantómt „Hálfsmíðuð stand-
klukka án klukkuverks áréttar
hugmyndir um hið innantóma sem
felst í yfirborði.“
Þóra Þórisdóttir