Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 48

Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ X-faxtorinn Ég er svo hneyksluð á henni Ellý, í X-faktorsþáttunum, að hún skyldi senda heim systkinin, sem unnu hug og hjörtu margra, þau stóðu sig al- veg frábærlega. Þetta var ein hneis- an. Og svo kórónaði hún allt með því að senda Sigga frá Akureyri heim, sem heillaði marga með fallegri framkomu og góðum söng. Ég myndi persónulega fara fram á að hún véki sæti, og einhver sem vissi hvað list væri, kæmi í staðinn. Páll Óskar er fagmaður á sínu sviði og heyrir maður það, en hann má alveg hætta að auglýsa kynferði sitt í þátt- unum. Einar Bárðarson finnst mér vera heiðarlegur og vandur að virð- ingu sinni. Smá í sambandi við nagladekk; sumir eru með þeim og aðrir á móti. En hví keyrir fólk ekki á loftbólu- dekkjum? Þau duga bæði vetur og sumar og hafa engin áhrif á götur, né eru mengunarvaldur. Svanhildur Leósdóttir. Tvær fyrirspurnir Ég hef alltaf fengið fiski-afskurð fyrir kisurnar mínar gefins í fisk- búðum í mínu hverfi. En sameining fyrirtækja hefur orðið til þess að það er ekki í boði lengur þar sem ég hef verslað. Er einhver sem veit hvar hægt er að fá kattafisk fyrir lítið, ca. 100 kr. fullan poka. Annað: Er það viðtekin venja að nemandi í grunnskóla þurfi að gera samning við umsjónarkennara um að koma ekki of seint í skólann? Í Laugarlækjarskóla er sá hátturinn hafður á að umsóknarkennari gerir samning við nemandann um að koma ekki of seint í skólann. Ef hann kemur of seint þá er barna- verndarnefnd blandað í málið og heimili viðkomandi barns athugað. Og ef barn kemur of seint í tíma, kannski 1-3 mínútur, er skrifað skróp í kladdann, ekki of seint. Mig langar að vita hvort þetta sé viðhaft í fleiri skólum? Mig langar líka að spyrja hvort yfirvöld haldi að þetta sé til að hvetja börnin? Laufey Elsa Sólveigardóttir. Týndur köttur Norski skógarkötturinn Silvio er týndur. Býr á Brekkugötunni í Hafnarfirði. Hann er lítill, loðinn, steingrár með hvítan blett á bring- unni og hvíta snoppu. Hann er ekki með ól en er eyrnamerktur og gæf- ur. Vinsamlegast hafið samband í síma 660-1502, email: iris@lh.is. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Þegar Víkverji ókeftir Ártúns- brekku og Miklubraut í vinnuna í gærmorgun, var alveg greinilegt að svifryk hafði minnkað og útsýni aukist. Síðan fékkst þessi upplifun Víkverja staðfest með mælingum síðar um daginn. Göturnar voru rakar og sýnilegt að þar hafði „magn- esíumbíllinn“ verið á ferðinni með rykbindi- efni. Raunar má ekki gleyma fleiri hreins- unartækjum frá borg- inni en skiljanlegt er að magnesíumbíllinn steli aðeins sen- unnni. x x x Þó veltir Víkverji því fyrir sérhvort hann (og önnur hreinsi- tæki) fari nógu vel inn í kverkar í jaðri gatnanna því þar er grátt og þykkt ryklag sem maður verður að gæta sín mjög á að aka ekki yfir ef ætlunin er að forðast að skaprauna þeim sem á eftir kemur og hverfur í rykmökkinn. En Víkverji ætti nú ekki að vera kvarta, ekur á nagla- dekkjum svo best er að taka til í eigin garði. Síðan vaknar sú spurning hvort byggingaverktakar við niðurrif húsa og margvíslegar ry- kaukandi framkvæmdir í borginni sleppi allt of vel frá sinni ábyrgð á meðan ökumenn á nagladekkjum taka all- an skellinn? Annað í þessari rykumræðu allri vakti furðu Víkverja á mánudag 26. febrúar þegar varað var við miklu svifryki. Fallegur dagur vissulega en þrælmengaður og samt kom upplýsingafulltrúi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar fram og sagði að þá væri gott að ferðast á hjóli. Víkverji hefði ekki viljað hjóla þennan dag í öllu rykinu, svo mikið er víst. Kannski hefði þetta gengið ef all- ir hefðu hjólað og lagt bílnum eða tek- ið hann af nagladekkjum. Víkverji hefur ekið á nagladekkjum í 3 mánuði og er þetta fyrsti veturinn í 10 ár sem hann notar nagladekk. Þessi um- skipti komu til vegna þess að Víkverji varð að aka úti á landi um áramótin og þorði ekki öðru en taka nagladekk. Þau víkja fyrir ögn umhverfisvænni dekkjum á næstu dögum, það ákvað Víkverji í ryklausu umferðinni í gær- morgun. Hann borgarbúum, Reykja- víkurborg og eiganda magn- esíumbílsins, Hreinsitækni ehf., til hamingju með árangurinn. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is        Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sl. 66, 9.) hlutavelta ritstjorn@mbl.is Hlutavelta | Þessar brosmildu vinkonur, Margrét Hlín Harð- ardóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir og Kristín Heiða Bjarnadóttir, allar að verða 8 ára, héldu tom- bólu og söfnuðu fyrir lega fyrir og mun senda peninginn til styrktar fá- tækum börnum í Afríku. Rauða krossinn alls 11.500 kr. Rauði kross- inn þakkar þeim kær- dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.650 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 200 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 300 kr. Í dag er fimmtudagur 1. mars, 60. dagur ársins 2007 / AKUREYRI / KEFLAVÍK SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára PERFUME kl. 6 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 8 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 10:40 B.i. 16 ára BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 8 LEYFÐ MAN OF THE YEAR kl. 10 B.i. 7 ára ROCKY BALBOA kl. 8 B.i. 12 ára PERFUME: THE STORY OF A MURDERER kl. 10:10 B.i. 16 ára BREAKING AND ENTERING kl. 8 - 10 B.i. 12 ára THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 6 LEYFÐ ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 ára HANNIBAL RISING kl. 10:10 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BREAKING AND ENTERING JUDE LAW JULIETTE BINOCHE ROBIN WRIGHT Með “Íslandsvininum og sjarminum Jude Law” ásamt óskarsverðlauna leikkonunni Juliette Binoche Frá leikstjóra English Patient og Cold Mountain FORELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee LIB - TOPP5.IS eeee H.J. MBL. eeee FRÉTTABLAÐIÐ BYGGÐ Á METSÖLU SKÁLDSÖGU PATRICK SÜSKIND eee VJV, TOPP5.IS Stærsta opnun á fjölskyldumynd í Bandaríkjunum í ár Frá þeim sömu og færðu okkur Chronicles Of Narnia SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÓSKARSVERÐLAUN m.a. besta leikonan í aukahlutverki2 eeee VJV, TOPP5.IS eeee S.V., MBL. eee S.V., MBL. Korthafar fá 2fyrir1 MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Læknar áPromises- stofnuninni í Malibu þar sem Britney Spears er nú í meðferð telja að hún hafi lagst í drykkju vegna fæðing- arþunglyndis. Slúðurvefurinn TMZ.com hefur eftir heimildamanni að læknar telji þetta líklega ástæðu fyrir atferli söngkonunnar undanfarið, en einnig telji þeir koma til greina að hún sé haldin tvíhverfri lyndisröskun. Britney eignaðist son, Jayden James, í september, eða réttu ári eftir að hún eignaðist fyrsta barn sitt, Sean Preston. Fregnir herma að hún sé nú að lesa bók Brooke Shields, Down Came the Rain, þar sem Shields seg- ir frá sinni eigin baráttu við fæðing- arþunglyndi.    Sjónvarpsþáttaröð verður gerðum búferlaflutninga Viktoríu og Davíðs Beckham frá Evrópu til Ameríku. Framleiðandinn er Simon Fuller, maðurinn á bak við Americ- an Idol. Vanity Fair greindi frá þessu í gær. Sjónvarpsstöðin NBC hefur gert samning um sex hálfrar klukkustundar langa þætti, sem ekki verða gerðir samkvæmt handriti, þar sem sýna á og segja frá öllu sem því fylgir þegar stjörnur flytja „stuðningsnet“ sitt, þ. á m. fjölmiðla- fulltrúann, stílistann og einkaþjón- inn, milli heimsálfa, og kaupa sér nýtt hús og bíl, svo fátt eitt sé nefnt. Þættirnir verða hugsanlega sýnd- ir í sumar, að því er blaðið segir. Fuller var framkvæmdastjóri Kryddpíanna á sínum tíma, og segist lengi hafa haft áhuga á að búa til sjónvarpsþætti sem byggðir væru á lífi Viktoríu. Sjálf hefur hún sagst ánægð með samninginn og að hún hlakki til að starfa á ný með Fuller. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.