Morgunblaðið - 01.03.2007, Qupperneq 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 1. MARS 60. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 200 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Norðaustan
5–13 m/s og víða
él, þó síst vest-
anlands. Frost
0–10 stig, kaldast verður
í innsveitum. » 8
Heitast Kaldast
0°C -10°C
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands
lækkaði í gær, annan daginn í röð, og fylgdi
þar fordæmi margra erlendra kauphalla.
Lækkaði vísitalan um 1,47%.
Hlutabréf héldu áfram að falla í verði í
Asíu og Evrópu í kjölfar mikilla lækkana í
kauphöllum á þriðjudag. Japanska Nikkei-
vísitalan um 2,85% og kínverska Hang
Seng-vísitalan um 2,46%. Hlutabréfa-
vísitölur lækkuðu almennt í Evrópu, breska
FTSE-vísitalan um 1,82%, þýska DAX um
1,53% og franska CAC um 1,29%.
Norræn hlutabréf fóru ekki varhluta af
þróun á heimsmarkaði og lækkuðu norræn-
ar hlutabréfavísitölur allar, mismikið þó.
Sænska vísitalan lækkaði um 2,13%, sú
danska um 1,25% og sú norska um 1,7%.
Atburðir þriðjudagsins hófust með hruni
í kauphöllinni í Sjanghæ, en þá féll vísitala
þeirrar kauphallar um ein 9%. Athygli vek-
ur hins vegar að sú sama vísitala hækkaði
um tæp 4% í viðskiptum gærdagsins.
Bandarískar vísitölur héldu hins vegar
sjó í gær og hækkuðu lítilsháttar, Dow Jon-
es um 0,4%, Nasdaq um 0,3% og S&P 500-
vísitalan um 0,5%. | Viðskipti
Áfram órói í
kauphöllum
Morgunblaðið/Kristinn
FJÓRÐA sinfónía Atla
Heimis Sveinssonar
verður heimsfrumflutt í
tónlistarhöllinni Rudolf-
inum í Prag undir lok
mánaðarins. Það er
Tékkneska fílharm-
óníusveitin sem flytur
verkið og er flutning-
urinn liður í árlegri tón-
listarhátíð sem að þessu
sinni er að mestu helguð
samtímatónskáldum frá Norðurlöndunum.
Sinfóníuna samdi Atli Heimir í nágrenni
Prag síðasta vor þegar hann dvaldi í lista-
mannasetri í eigu hjónanna Ingibjargar Jó-
hannsdóttur og Þóris Gunnarssonar, að-
alræðismanns Íslands í Tékklandi. Þar hafa
hjónin boðið íslenskum listamönnum að
dvelja sér að kostnaðarlausu frá 2005. | 17
Fjórða sinfónía
Atla flutt í Prag
Atli Heimir
Sveinsson
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
STARFSMENN Íslensku frið-
argæslunnar sem vinna að
sprengjueyðingu í Suður-Líbanon
komu líbönskum hermanni sem sat
fastur í flaki logandi bifreiðar til
bjargar síðastliðinn þriðjudag.
Friðargæsluliðarnir voru á leið
heim til borgarinnar Týrus eftir
langan vinnudag við sprengjuleit
og -eyðingu þegar þeir sáu logandi
bifreið sem oltið hafði út af veg-
inum og farið margar veltur.
Brugðu Íslendingarnir skjótt við
og slökktu eldinn til að ráðrúm
gæfist til þess að bjarga mann-
inum úr flakinu. Með her-
manninum í bifreiðinni var kona en
henni hafði tekist að koma sér út
úr bifreiðinni af sjálfsdáðum. Frið-
argæsluliðarnir tóku að sér stjórn
aðgerða á vettvangi og bráðatækn-
ir úr íslenska hópnum sinnti með-
ferð hinna slösuðu. Tvímenning-
arnir voru að lokinni aðhlynningu
fluttir á sjúkrahús í Týrus á sér-
útbúnum sjúkrabíl hópsins.
Reyndust áverkar konunnar
minniháttar en hermaðurinn var
nokkuð slasaður. Líðan þeirra er
stöðug og eftir atvikum.
Halda heim á leið í apríl
Íslensku friðargæsluliðarnir í
Suður-Líbanon eru þrír talsins,
tveir þeirra eru sprengjusérfræð-
ingar hjá Landhelgisgæslunni og
einn bráðatæknir hjá Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins. Þeim til að-
stoðar eru bílstjóri og túlkur og
ferðast hópurinn um á tveimur bíl-
um, sérútbúnum sprengjuleitarbíl
og sjúkrabíl. Hópnum er úthlutað
verkefnum af Sprengjuhreins-
unarmiðstöð Sameinuðu þjóðanna
í Týrus og vinnur hann í nánu sam-
starfi við Räddningsverket, hjálp-
arstofnun á vegum sænskra
stjórnvalda.
Meginmarkmið sprengjuhreins-
unarverkefnis Sameinuðu þjóð-
anna er að hreinsa upp klasa-
sprengjur eftir átök Ísraela og
Hizbollah síðastliðið sumar. Talið
er að um milljón klasasprengjur
liggi á víð og dreif um suðurhluta
landsins. Reiknað er með að
hreinsuninni ljúki fyrir árslok, en
íslensku friðargæsluliðarnir snúa
heim í apríl.
Björguðu hermanni úr logandi flaki
Líbanon Starfsmenn friðargæslunnar vinna að sprengjueyðingu.
Starfsmenn Íslensku friðargæslunnar vinna að sprengjueyðingu í Líbanon
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
STJÓRN Skógræktarfélags
Reykjavíkur hefur beðið lögmann
félagsins að leggja fram kæru á
hendur Kópavogsbæ vegna um-
hverfisspjalla í Heiðmörk og er
bótakrafan 38 milljónir króna.
Um 1.000 tré skemmd
Stefán P. Eggertsson, stjórnar-
formaður Skógræktarfélags
Reykjavíkur, segir að stjórnin hafi
fengið skógfræðinga hjá Skóg-
ræktarfélagi Íslands til að meta
trjáskemmdirnar í Heiðmörk
arsamtök Íslands fram kæru
vegna umræddra umhverfis-
spjalla en þá ákvað Skógræktar-
félag Reykjavíkur að verða við ósk
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar,
borgarstjóra í Reykjavík, og
fresta því í viku að leggja fram
kæru. Þá sagðist borgarstjóri vilja
finna lausn á málinu og var bjart-
sýnn á að sættir næðust.
Stefán P. Eggertsson segir að
stjórn Skógræktarfélags Reykja-
víkur efist ekki um góðan vilja
borgarstjóra en ekki hafi verið
ástæða til að draga það enn frekar
að senda kæruna inn. Skógrækt
ríkisins hefur líka lagt inn kæru.
vegna lagningar vatnsleiðslu fyrir
Kópavogsbæ. Þeir hafi komist að
þeirri niðurstöðu að um 1.000 tré
gæti verið að ræða og auk þess
hafi þeir talið að gera ætti bóta-
kröfu upp á 38 milljónir króna.
Fyrir viku lögðu Náttúruvernd-
Bótakrafan 38
milljónir króna
Í HNOTSKURN
» Reykjavíkurborg ósk-aði eftir því 9. febrúar
sl. að framkvæmdir í Heið-
mörk vegna lagningar
vatnsleiðslu fyrir Kópa-
vogsbæ yrðu stöðvaðar og
hafa þær legið niðri síðan.
ÞEIR félagar Kári Hafsteinsson og Stefán Hauksson á bátnum Sleipni ÁR – 19 komu með um þrjú tonn eftir daginn af þorski og ýsu til Þorláks-
hafnar í gær. Þeir sögðu að þoskurinn hefði verið óvenju vænn og fallegur. Þeir voru því afar ánægðir með daginn.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Óvenju vænn og
fallegur þorskur
TVEIR fulltrúar kanadíska olíufélagsins
Irving Oil voru hér á landi í síðustu viku til
að kanna möguleika félagsins til að hasla
sér völl á smurolíumarkaðinum.
„Við komum fyrst og fremst til Íslands
til að kynna okkur markaðinn,“ segir Lou
MacDonald í samtali við Viðskiptablað
Morgunblaðsins í dag, en hann starfar í
markaðsdeild smurolíudeildar Irving-
olíufélagsins. „Við vorum eingöngu að
kanna markaðinn fyrir smurolíur en höf-
um ekkert með bensín eða aðrar olíu-
afurðir að gera.“
Fyrir 12 árum lýsti Irving-olíufélagið
yfir áhuga á að byggja bensínstöðvar á
höfuðborgarsvæðinu ásamt birgðastöð.
Eftir að hafa skoðað málið í rúmlega eitt
ár hætti félagið við þessi áform.
Matt Mannette, sem einnig starfar að
markaðsmálum á smurolíudeild Irving-
olíufélagsins, segir að þeir félagar hafi
rætt við nokkra aðila hér á landi um hugs-
anlegt samstarf og niðurstöður úr þeim
viðræðum lofi góðu. | Viðskipti
Irving-olíufélagið
kannar smurolíu-
markaðinn
LETTNESKA flugfélagið LatChart-
er, sem er í eigu Loftleiða Icelandic,
dótturfyrirtækis Icelandair Group,
hefur gert samning við flugfélagið
Virgin Nigeria Airlines, dótturfyr-
irtæki Virgin Atlantic Airways, um
daglegt flug á tveimur breiðþotum af
gerðinni Boeing 767-300ER, milli
Lundúna og Jóhannesarborgar með
viðkomu í Lagos í Nígeríu. Gert er
ráð fyrir að flugið hefjist í apríl.
Sigþór Einarsson, framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs Icelandair Group
og stjórnarformaður LatCharter,
segir þetta stærsta samning félagsins
til þessa. Andvirði hans sé um 7,3
milljarðar kr. á næstu fjórum árum.
Í desember sl. var frá því greint að
breska leiguflugfélagið Astraeus,
sem er að 51% í eigu Fons, hefði gert
samning við Virgin Airlines um að
fljúga daglega fyrir félagið til Nígeríu
og Jóhannesarborgar. Ekki varð hins
vegar af samningum. | Viðskipti
Samdi við
Icelandair