Morgunblaðið - 19.03.2007, Blaðsíða 18
18 F MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
JARÐIR - LANDSPILDUR
- SUMARHÚS
YFIR 100 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR
OG UM 60 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM
Sjá nánar á www.fmeignir.is
www.fasteignamidstodin.is
FJÁRFESTAR
BYGGINGAVERKTAKAR
Hjá Fasteignamiðstöðinni er til sölu umtalsvert af framtíðar-
byggingarlandi og lóðum í Reykjavík, og í nágrannasveitar-
félögum. Einnig á Reykjanesi og í nágrenni við Selfoss,
Hveragerði, Borgarnesi og Egilsstaði.
Nánari uppl á skrifstofu FM (Magnús)
Hlíðasmára 17 síma 550-3000.
SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ
Sölumenn FM aðstoða.
Sjá mikinn fjölda eigna og mynda
á fmeignir.is og mbl.is.
Sími 550 3000
www.fasteignamidstodin.is
Opið
mánudaga - fimmtudaga kl. 9-12 og 13-17.30
föstudaga kl. 9-12 og 13-17
SPÍTALASTÍGUR
Erum með í sölu mikið endurnýjaða 113
fm hæð og kjallara (2 íbúðir) í eldra húsi í
Þingholtunum. Eign sem vert er að skoða
fyrir þá sem vilja eign með sál. Verð 35,5
millj. 50513
BOÐAHLEIN - ELDRI BORGAR-
AR
Erum með í sölu endaraðhús auk bílskúrs
í byggðakjarna DAS fyrir eldri borgara, á
svæði Hrafnistu í Hafnarfirði. 60616
FROSTAFOLD - GRAFARVOG-
UR
Erum með í sölu 141 fm íbúð, 4 svefnh., á
tveimur hæðum í 6 íbúða húsi við Frosta-
fold. Íbúðinni fylgir 24,5 fm bílskúr. Mikið
úsýni af suðursvölum. 40200
SÓLEYJARIMI
Í sölu 112 fm íbúð á jarðhæð með sérinn-
gang í nýju húsi. Stutt í þjónustumiðstöð-
ina í Spönginni. Verð 28 millj. 30871
BLIKAHÖFÐI - MOSFELLSBÆR
Erum með í sölu fallega 116 fm endaíbúð
með sérinngang af svölum á þriðju hæð,
auk 27 fm bílskúrs. Vandaðar innréttingar.
Mikið útsýni. Verð 31,9 millj. 30876
KLEPPSVEGUR
Erum með í sölu afar snyrtilega 119 fm
íbúð á 4. hæð í vel við höldu fjölbýli. Arinn
í stofu. Áhugaverð eign sem vert er að
skoða. Verð 24 millj. 30877
ÞRASTARÁS - HAFNARFJ.
Erum með í sölu á efstu hæð með miklu
útsýni fallega 104 fm íbúð með sérinn-
gang af svölum. 21178
SKÓGARÁS
Erum með í sölu 2ja-3ja herb. 67 fm íbúð
á jarðhæð við Skógarás. Mjög barnvænt
umhverfi. Stutt í skóla og aðra þjónustu.
Verð 16,5 millj. 21179
HRAUNBÆR
Erum með í sölu nokkuð endurnýjaða 2
herb. íbúð á fyrstu hæð. Ný innrétting og
tæki í eldhúsi, nýtt plastparket á gólfum.
Ekkert áhvílandi. Verð 14,9 millj. 10865
BLIKASTÍGUR - ÁLFTANES
Erum með í sölu áhugvert nýtt afar vand-
að einbýlishús á sjávarlóð. Húsið er tilbúið
til innréttinga. Aukaíbúð. Stór bílskúr. Verð
85 millj. 70958
ESJUGRUND - KJALARNES
Vel staðsett einbýlishús með sjávarútsýni.
5 svefnherbergi, tvöfaldur bílskúr, ný eld-
húsinnrétting. Verð 43,9 millj. 70946
4ra herbergja
5 herbergja
Landsbyggðin
2ja herbergja
Rað- og parhús
Einbýli 3ja herbergja
Hinrik Olsen • Páll Guðmundsson • Guðmundur Kjartansson • Hulda Heiðarsdóttir
Karl Ómar Björnsson • Tinna Dahl Christiansen • Svanhildur Kristinsdóttir • Magnús Leópoldsson
Hæðir
JUNKARAGERÐI - REYKJA-
NESBÆ
Um er að ræða einb. Junkaragerði í
Reykjanesbæ. Húsið er 166,2 timburhús,
hæð og ris á steyptum kj. byggt árið 1930
en hefur allt verið meira og minna endurb.
ÞINGVELLIR
Erum með í sölu skemmtilega staðsett
sumarhús í fögru umhverfi örstutt frá
Þingvallavatni. Verð 9 millj. 130978
Máltæki eiga sína sögu,sum jafnvel margar,þannig þróast það meðtímanum eða í aldanna
rás. Ein skýring er að baki máltæk-
inu sem prýðir þennan pistil sem fyr-
irsögn og er í stuttu máli þessi. Í litlu
afskekktu þorpi í Þýskalandi var fyr-
ir öldum framið morð, nokkuð sem
ekki hafði gerst á þeim slóðum svo
lengi sem elstu menn mundu. En að
sjálfsögðu var yfirvald á staðnum, lík-
lega hreppstjóri, sem rannsakaði
málið og unni sér ekki hvíldar fyrr en
sá seki var fundinn, hnepptur í dýfl-
issu og þar játaði hann glæpinn.
Þetta var reyndar smiðurinn á staðn-
um, snillingur í höndum og eini smið-
ur þorpsins. Að sjálfsögðu var hann
dæmdur til hengingar en þetta var
reiðarslag fyrir íbúana; að missa
þennan eina smið sem þar að auki var
svo góður fagmaður. Nú voru góð ráð
dýr og settust öldungar á rökstóla um
hvernig mætti bjarga málum. Einn
var ráðsnjallari öðrum. Hann benti á
að ekki mætti missa eina smiðinn í
þorpinu. Hins vegar væru tveir bak-
arar þar starfandi og það væri full-
mikið, einn bakari bakaði meira en
nóg fyrir alla. Lausnin var sú að
þyrma lífi smiðsins en hengja annan
bakarann í staðinn.
Og það var gert.
Það kom neyðarkall frá góðborg-
ara sem var að endurbyggja hús sitt
og sparaði ekkert. Eitt af því sem var
valið var gólfhiti, sögðu ekki allir að
það væri besta hitakerfið? Grönnum
plaströrum var smellt í rásir á þunnri
harðplastplötu. Eftir að búið var að
tengja kerfið var hafist handa um að
leggja endanlegt gólfefni sem óhætt
væri að ganga á. Gegnheilt parket
var límt á plastplöturnar en þá kárn-
aði gamanið. Eftir skamman tíma frá
parketlögn fóru að myndast rifur á
milli borða og þau að verpast.
Hvað var að gerast, lá það ekki í
augum uppi? Gólfhitakerfið var auð-
vitað drasl, því að láta draga sig inn í
þessa déskotans tísku? En förum
hægt, förum afar hægt. Nú skulum
við ekki rasa að fullyrðingum því þá
er alltaf hætta á að bakarinn fari í
gálgann, en svo er einfaldlega til sú
lausn að það verði enginn hengdur.
Hins vegar er ekki nokkur vafi á að
þarna höfðu verið gerð mistök en um-
fram allt; ekki kenna gólfhitanum um
að parketið gliðni og verpist, það er
ekki hans sök. Ástæðan er einfald-
lega hraðinn í húsbyggingum í dag,
menn gleyma því að oft eru þeir með
lífrænt efni í höndum, svo sem ein-
hvers konar tré, sem verður að fá að
aðlaga sig aðstæðum áður en það er
þvingað í hlutverk. Sá sem þarna ger-
ir mistök er sá sem leggur parketið,
mjög líklega smiður sem þó sleppur
vonandi við snöruna. Hvað er hægt
að gera, þarf að rífa allt parketið upp?
Nú eru til betri kunnáttumenn til að
svara þessu en sá sem hér párar og
það er einfaldlega óskað eftir því að
slíkur sérfræðingur komi fram á
sjónarsviðið og upplýsi alla þá sem
kunna að lenda í þessu. Einn kunn-
áttumaður sagði reyndar að ef þetta
væri ekki mikil gliðnun eða verping
mætti slípa parketið aftur og setja
fyllingu í raufar, en umfram allt; ekki
taka þetta sem hundrað prósent ráð-
gjöf.
En hengjum aldrei bakara fyrir
smið.
Svolítið meira um refsingar. Fyrir
tæpum 4.000 árum var uppi valda-
mikill þjóðhöfðingi er Hammúrabí
hét í Mesópótamíu, sem nú er stríðs-
hrjáða ríkið Írak þar sem Bush er að
kenna innfæddum vestrænt lýðræði
með einkavinum sínum við Atlants-
haf. Hammúrabí setti mjög ákveðin
lög sem einkenndust af „auga fyrir
auga, tönn fyrir tönn“. Sem dæmi má
nefna að ef byggingameistari reisti
hús sem hrundi og banaði húsbónd-
anum þá var byggingameistarinn
þegar tekinn og líflátinn. Hins vegar
ef þannig vildi til að húsbóndinn var
ekki heima þegar húsið hrundi en
húsfreyjan að elda kvöldverðinn og
lét þar líf sitt var byggingameistarinn
ekki líflátinn. Það var að sjálfsögðu
kona hans sem mátti gjalda fyrir lát
kynsystur sinnar með lífi sínu.
Ef lög Hammúrabís væru í gildi
hér á landi í dag má búast við að
mörgum iðnaðarmönnum gengi slak-
lega að fastna sér konu.
Að hengja bakara fyrir smið
LAGNAFRÉTTIR
Sigurður Grétar Guðmundsson
Gliðnun Þetta þarf ekki að gerast ef parketið er rétt meðhöndlað fyrir
lögn og fær að aðlaga sig aðstæðum og réttu hitastigi
siggigretar@internet.is
Höfundur er pípulagningameistari.