Morgunblaðið - 19.03.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.03.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 F 37 Atvinnuhúsnæði til leigu/sölu Suðurhraun - G.bæ - 5-6 þús. fm. Glæsilegt og stórt atvinnuhúsnæði á besta stað í Hraunum í Garðabæ. 5.000 fm, þar af 1.000 fm skrifstofu- og starfsmannaaðstaða. Samþykkt stækkun í vestur upp á 1.000 fm þannig að þessi hluti gæti verið u.þ.b. 6.000 fm. Viðbygging verður tilbúin 1. júní 2007. Húsið er fjölnotahús, þ.e. með fjölmörgum innkeyrsludyrum, góðum skrifstofum, starfsmannaaðstöðu, kaffistofu og fl. Mikil lofthæð í sölum. Lóðin er 12.700 fm og er malbikuð og mjög vel staðsett. Einnig má geta þess að hinn nýi Álftanesvegur mun liggja með húsinu að sunnanverðu og er auglýsingagildi þess því mikið. Heildarstærð hússins með nýbyggingu verður samtals 6.000 fm. 2.000 fm í austur eru í leigu til BYKO og Vídd. Uppl. veitir Karl s. 892 0160 og Aron s. 861 3889 eða á karl@kirkjuhvoll.com - aron@kirkjuhvoll.com • Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf. • www.kirkjuhvoll.com Atvinnuhúsnæði til leigu/sölu Grensásvegur - Reykjavík Heilt hús á horni Grensásvegar og Fellsmúla Vandað og vel staðsett 1.440 fm skrifstofuhúsnæði. Um er að ræða heila húseign á 4 hæðum með lyftu. Eignin skiptist í fjölmörg skrifstofuherbergi, opin vinnurými, kaffistofur, snyrtingar og skjalageymslur. Tilbúið til afhendingar strax. Næg bílastæði; 8 í bílageymslu og 26 á steyptum palli við húsið. Samtals 33 bílastæði fylgja þessari eign. Húsið hefur mikið auglýsingagildi. Leigist eingöngu í einu lagi Uppl. veitir Karl s. 892 0160 og Aron s. 861 3889 eða á karl@kirkjuhvoll.com - aron@kirkjuhvoll.com • Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf. • www.kirkjuhvoll.com Lag og texti Malvinu Reynolds og flutningur bandaríska þjóðlaga- söngvarans Pete Seegers er fyrir löngu orðin alþjóðaeign. Hún segir svolítið skemmtilegt um fasteigna- markaðinn, lífið og dauðann. Þór- arinn Guðnason snaraði textanum yf- ir á íslensku á glæsilegan hátt. Litlir kassar á lækjarbakka, litlir kassar úr dinga-dinga-ling. Litlir kassar, litlir kassar, litlir kassar, allir eins. Einn er rauður, annar gulur, þriðji fjólublár og fjórði röndóttur allir búnir til úr dingalinga, enda eru þeir allir eins. Og í húsunum eiga heima, ungir námsmenn sem ganga í háskóla, sem lætur þá inn í litla kassa, litla kassa, alla eins. Þeir gerast læknar og lögfræðingar og landsbankastjórnendur, og í þeim öllum er dingalinga, enda eru þeir allir eins. Þeir stunda sólböð og sundlaugarnar og sjússa í Naustinu og eignast allir börn og buru og börnin eru skírð og fermd. Og börnin eru send í sveitina og síðan beint í Háskólann sem lætur þau inn í litla kassa og út úr þeim koma allir eins. Og ungu mennirnir allir fara út í bisness og stofna heimili, og svo er fjölskyldan sett í kassa, solitla kassa, alla eins. Einn er rauður, annar gulur, þriðji fjólublár og fjórði röndóttur allir búnir til úr dingalinga, enda eru þeir allir eins. Litlir kassar á lækjarbakka, litlir kassar úr dinga-dinga-ling. Litlir kassar, litlir kassar, litlir kassar, allir eins. Litlir kassar á lækjarbakka að lokum tæmast og fólk sem í þeim bjó er að sjálfsögðu sett í kassa. svarta kassa og alla eins. Litlir kassar á lækjarbakka Morgunblaðið/Golli Kassar Allt sem við flytjum inn kemur meira að segja í kössum eins og þessi mynd frá Sundahöfn sýnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.