Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 F 23
Sími
570 4824
LEYNISBRAUT-FALLEGT EINBÝLI.
Nýtt á skrá sérlega fallegt 166,4 fm einbýli,
þar af er bílskúr 34 fm. Þrjú rúmgóð
svefnherbergi; fataskápur í öllum. Stofa,
borðstofa og sjónvarpshol. Fallegt
baðherbergi með baðkari og sturtuklefa,
flísalagt. Rúmgott eldhús með fallegri
innréttingu. Gegnheilt parket á öllum gólfum
nema forstofu og baði. Verð 37,9 millj.
BJARKARGRUND-EINBÝLI Á
EINNI HÆÐ. Nýtt á skrá 178 fm
einbýlishús, þar af er bílskúr 22,8 fm. Fjögur
svefnherbergi, samliggjandi stofur.
Endurnýjað baðherbergi og eldhús. Parket
og flísar á gólfum. Skipti á minni eign kemur
til greina. Verð 33,4 millj.
EINIGRUND-RAÐHÚS Nýtt á skrá 194
fm raðhús a tveimur hæðum, þar af er
bílskúr 29,2 fm. Fjögur svefnherbergi, stofa,
borðstofa og sólstofa. Rúmgóðar
suðursvalir. Stutt í skóla, verslun og alla
íþróttaiðkun. Verð 29,9 millj.
GARÐABRAUT Nýtt á skrá vel skipulögð
og björt 3ja herb. 78,2 fm íbúð með fallegu
útsýni af 3. hæð ( efstu ) auk 14,4 fm
sérgeymslu í kjallara, alls 92,6 fm.
Suðursvalir með fallegu útsýni. Parket á
öllum gólfum nema baði og eldhúsi. Verð
14,8 millj. Áhv. 8,6 millj.
GARÐABRAUT - LAUS FLJÓTLEGA
Falleg björt og vel skipulögð 3ja herb. 102 fm
íbúð á 1 hæð með fallegur útsýni af
suðursvölum. Tvö svefnherbergi, rúmgóð
stofa sem nýtist einnig sem borðstofa.
Parket og flísar á gólfum. Suðurhlið húss
klædd. Verð 14,1 millj. áhv. hagstæð lán
4,15%
GARÐABRAUT-NÝL.FJÖLB.
LYFTUHÚSNÆÐI Nýtt á skrá. Falleg og
björt 3ja herb. íbúð á 2 hæð. Vestursvalir.
Tvö rúmgóð svefnherbergi og stór stofa.
Þvottahús á hæðinni. Sameign lítur mjög vel
út. Verð 17,5 millj.
HÁTEIGUR - EINBÝLI Nýtt á skrá
sérlega reisulegt og vel viðhaldið 184,3 fm
einbýlishús auk 25,8 fm sérstæðs bílskúrs
eða samtals 210,1 fm. 4 svefnherb. og tvær
samliggjandi stofur. Í kjallara er þvottahús
og stórar geymslur ( mögul. að innr. sem
íbúð ). Verð 24,9 millj.
HEIÐARGERÐI-ÞARFNAST
ENDURNÝJUNAR Nýtt á skrá 75,6 fm 3ja
herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli. Íbúðin er með
sérinngangi, 20,4 fm bílskúr fylgir. Innan
íbúðar eru tvö svefnherb. og rúmgóð stofa,
eldhús og baðherbergi þarfnast endurnýjunar.
Sameiginlegt þvottahús á 1. hæð. Verð 10.9
millj. áhv. 7,1 millj. Íbúðin er laus strax.
HOLTSFLÖT-EINBÝLI Nýtt á skrá 156,6
fm einbýli á einni hæð auk 36,6 fm bílskúrs
eða samtals 193,2 fm. Húsið selst fullbúið að
utan og fokhelt að innan. Gert er ráð fyrir 4
svefnherb. og tveimur stofum. Frábær
staðsetning. Verð 30,7 millj. áhv. hagstæð
lán 23 millj.
JÖRUNDARHOLT-EINBÝLISHÚS
LAUST STRAX Fallegt 141 fm
einbýlishús á einni hæð auk 38 fm bílskúr
eða alls um 179 fm. Innan hússins eru þrjú
svefnherbergi, tvö baðherbergi.
Hjónaherbergi með sérbaðherbergi. Stofa,
eldhús og borðstofa í einu alrými með
fallegum arni í miðju rými. Sólstofa inn af
borðstofu. Fallegt hús á eftirsóttum stað í
næsta nágrenni við golfvöllinn. Verð 32,9
millj. Skipti möguleg á eign í RVK
JÖRÐ Í MELASVEIT
Jörðin Ás er í Leirár og Melahreppi. Jörðin
er staðsett mitt á milli Akranes og
Borgarness, í um 22 km fjarlægð frá
Akranesi. Jörðin er 110 hkt. Á jörðinni er
139,6 fm einbýlishús sem er hæð og ris,
hlaða, fjárhús og hesthús. Jörðin liggur niður
að sjó, glæsilegt útsýni yfir flóann og
fjallahringinn. Jörðin liggur frá austri í vestur
niður að sjó. Tilvalið tækifæri fyrir fjárfesta
eða þá sem vilja búa í aðeins 50 mín.
fjarlægð frá Reykjavík. Verð tilboð.
LAUGABRAUT EFRI HÆÐ Nýtt á skrá.
Falleg og björt 92 fm íbúð á efri hæð með
sérinngangi. Tvö svefnherbergi og rúmgóð
stofa. Rafmagnstafla endurnýjuð, rafmagn
endurídregið nýir tenglar og rofar. Þak málað
sumar 2006, nýlegt járn að hluta til. Skolplögn
mynduð 2003. Endurnýjaðir gluggar og gler
að hluta. Eignin er staðsett í næsta nágrenni
við leikskóla, sjúkrahús og grunnskóla. Verð
15,5 millj. áhv. 8,2 millj.
HÖFÐABRAUT -RISÍBÚÐ Nýtt á skrá
falleg og mikið endurn. 3ja herb. rishæð með
sameiginlegum inngangi. Háaloft fylgir
íbúðinni sem mögulegt er að breyta,
manngengt. Búið að klæða og einangra
gólf(ull) 2 nýir velux gluggar fylgja. Hús klætt
að utan á 2 hliðar, Málað að utan 2004.
Eignin er staðsett miðsvæðis á Akranesi,
stutt frá grunnskóla og Jaðarsbökkum
íþróttasvæði. Verð 15,7 millj. áhv. 8,3 millj.
REYNIGRUND EINBÝLI Sérlega vel
skipulagt og bjart 144 fm einbýlishús á einni
hæð ásamt 28 fm sérstæðum bílskúr. Í
húsinu eru fjögur svefnherbergi, öll með
fataskápum. Samliggjandi sjónvarpsstofa,
stofa og borðstofa. Bílskúrinn er fullbúinn
með geymslulofti, og geymslukjallari undir
bílskúr ( sem nemur gólffleti ) Verð 29,5 millj.
SKARÐSBRAUT Nýtt á skrá stór og
rúmgóð 3ja herb. 110 fm íbúð á 2. hæð, með
stórum suðursvölum. Húsið er Steniklætt að
mestum hluta. Tvö rúmgóð svefnherbergi.
Stór stofa sem nýtist einnig sem borðstofa.
Falleg og björt íbúð á góðum stað. Járn á
þaki endurnýjað fyrir nokkrum árum. Verð
TILBOÐ. áhv. 9,2 millj.
SKARÐSBRAUT-BÍLSKÚR Nýtt á skrá
björt og rúmgóð 3ja herb. 104 fm íbúð á 2
hæð með suðursvölum. Íbúðinni fylgir 32 fm
bílskúr. Sameign í kjallara er nýlega máluð,
endurnýjaður dyrasími, Vatnslagnir
endurnýjaðar að hluta, tréverk endurnýjað,
gler og gluggar endurnýjaðir (allt nema
svalarhurð), malbikað plan, Nýtt járn á þaki.
Múrviðgert 2004, málað að utan 2005. Verð
17,4 millj.
Traust þjónusta í 20 ár
AKRANES
FASTEIGNASALAN GIMLI, KIRKJUBRAUT 5, SÍMI 570 4824, FAX 570 4820
FASTEIGNASALAN
GIMLI
REYKJAVÍK, GRENSÁSVEGI 13
SÍMI 570 4800
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali.
FASTEIGNASALAN
GIMLI
AKRANESI, KIRKJUBRAUT 5
SÍMI 570 4824
Hákon Svavarsson,
lögg. fasteignasali.
Nú fer senn að líða að afhendingu
glæsilegra íbúða við Hagaflöt 9 eða
þann 15. apríl n.k. Um er að ræða
3ja og 4ra herb. íbúðir í 5 hæða
lyftuhúsi. Íbúðirnar verða afhentar
fullbúnar án gólfefna. Kynnið ein-
staka greiðsluskilmála.
Innifalið í verði íbúðanna er gjafa-
bréf frá Harðviðarvali frá kr.
550.000.- til 750.000.-
Sýningaríbúð innréttuð með hús-
gögnum á 1. hæð, við Hagaflöt 9.
Hafið samband við okkur í síma 570-4824 og pantið skoðun,
eða komið á Hagaflöt og sjáið með eigin augum.
HAGAFLÖT 9 OG 11
AFHENDING FLJÓTLEGA Á HAGAFLÖT 9
SÓLEYJARGATA -SÉRINNGANGUR
Nýtt á skrá 3ja herb. íbúð á neðri hæð í
þríbýli með sérinngangi. Tvö svefnherbergi,
baðherbergi endurnýjað flísalagt. Stofa
ágætlega rúmgóð. Eldhús með
viðarinnréttingu. Verð 10,7 millj. áhv.
hagstæð lán frá Glitni 9,7 millj. 4,15%
SUÐURGATA - SÉRINNGANGUR
Nýtt á skrá 2ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli
með sérinngangi. Búið er að endurnýja
ofnalagnir að mestu, rafmagnstöflu og
neysluvatnslagnir. Stendur til að setja nýtt
járn á þakið ( búið að kaupa). Íbúðin er
nýmáluð að innan. Þakkantur viðgerður að
hluta. Verð 8,5 millj.
VALLARBRAUT Nýtt á skrá 4ra herb.
endaíbúð á 1 hæð. 3 svefnherb. og þvottahús
innan íbúðar. Suðursvalir. Nýlegir gluggar í
sameign, malbikuð bílastæði, báðir gaflar
hússins klæddir með Steni. Vel staðsett eign
skammt frá leikskóla grunnskóla og
Jaðarsbökkum íþróttasvæði. Verð 16,5 millj.
VESTURGATA-EINBÝLI Viðhaldið 253
fm einbýli á tveimur hæðum með innb. 22 fm
bílskúr. Fimm svefnherbergi, stór stofa og
sólstofa. Endurnýjað baðherbergi. Falleg
innrétting í eldhúsi. Parket á gólfum. Húsið
getur verið laust fljótlega. Verð 30,8 millj.
áhv. 10,8 millj. Húsi getur verið laust fljótlega
VESTURGATA-GLÆSIEIGN MIKIÐ
ENDURN. Nýtt á skrá 165 fm mikið
endurnýjuð íbúð á 2 hæð. Fallegir franskir
gluggar, Máluð að innan fyrir 2 árum, klætt
með járni á eina hlið, hluti hús hvítmálaður
sumar 2006, bílastæði fylgja eiginni. Forstofa,
eldhús, stofa - Eikarparket (ársgamalt), 3 af
4 svefnherbergjum er með gegnheilu
eikarparketi. Verð 18,5 millj. áhv. hagstætt
lán frá Kb 13,1 millj.
DALSFLÖT-EINBÝLI Nýlegt einbýlishús
á einni hæð, með innbyggðum bílskúr. Alls
166,2 fm. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi.
Mustang náttúrusteinn á allri eigninni fyrir
utan bílskúr en þar eru flísar. Lóð og
innkeyrsla ófrágengin. Húsinu geta fylgt góð
áhvílandi lán, einnig má athuga skipti á
ódýrari eign. Verð 33,9 millj.
KRÓKATÚN - SÉRINNGANGUR Björt
og afar rúmgóð 5 herb. 120 fm íbúð í kjallara í
tvíbýli með sérinngangi. Íbúðin er lítið
niðurgrafin með stórum gluggum. Innan
íbúðar eru 3 rúmgóð svefnherbergi,
fataskápur í einu þeirra. Tvær stórar
samliggjandi stofur, plastparket á öllum
gólfum nema annað sé tekið fram. Búið er að
endurnýja járn á þaki áhv. hagstæð lán frá
Kb, greiðslubyrði ca 84.000 kr á mán.
Það er skemmtilegt að heyra fugla-
söng, hvort heldur er í garðinum
þegar vora tekur eða þegar sumar-
sólin skín, eða þá inni þótt um hávet-
ur sé.
Hvort þeim fuglum sem inni sitja í
búrum, jafnvel þótt þau séu tíðum
opin, þyki það eins skemmtilegt skal
látið ósagt.
Í því sambandi væri kannski rétt
að hafa í huga dæmisögu danska
sagnajöfursins H. C. Andersens um
næturgalann, sem ekki vildi syngja
fyrir kínverska keisarann meðan
hann var lokaður inni í búri sínu.
Verra er það með hænur sem
geymdar eru í þröngum búrum og þá
verður íslenska landnámshænan að
teljast heppin, sem má vera úti að
vild – ja, nema fuglaflensan stingi
sér niður.
Morgunblaðið/BFH
Morgunblaðið/Eggert
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Árni Torfason
Fuglahús
og fuglabúr
Morgunblaðið/RAX