Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 F 45 2ja HERB. Klapparhlíð – 2ja herb. Vorum að fá mjög fallega 65,5 m2, 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli við Klappar- hlíð 18 í Mosfellsbæ. Eikarparket á stofu, eldhúsi, gangi og svefnherbergi, en flísar á forstofu, baði og sér þvottahús. Mjög mikið útsýni er úr íbúðinni til Reykjavíkur. Glæsileg sundlaug, skóli og leik- skóli í næsta nágrenni.Verð kr. 17,9 m. NÝBYGGINGAR Litlikriki 28 – 219 m2 einbýlis- hús Erum með fallegt 219,2 m2 einbýlishús í bygg- ingu, með TVÖFÖLDUM bílskúr í við Litlakrika 28 í Mosfellsbæ. Húsið er staðsteypt hús á einni hæð með hefðbundnu timburþaki, með alzink báru- járni. Íbúðin verður 177,0 m2 og bílskúrinn verður 42,2 m2. Húsið afhendist í vor, fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð, en rúmlega fokhelt að inn- an.Verð kr. 38,4 m. Stóriteigur – 206,5 m2 einbýlishús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög fallegt og mikið endurnýjað 206,5 m2 einbýlishús í botnlanga við óbyggt svæði við Stórateig í Mosfellsbæ. Húsið er 156,5 m2 ásamt 50 m2 tvöföldum bílskúr. Húsið hefur mikið verið endurnýjað sl. 2 ár, m.a. gólfefni, innihurðar og innréttingar. Íbúðin er mjög fallega innréttuð, flísar og hlynur á gólfum og hvítar innréttingar. Þetta er falleg eign sem vert er að skoða. Verð kr. 49,8 m. Arnartangi – 94 m2 raðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög fallegt 94 m2 endaraðhús á einni hæð við Arnartanga 42 í Mos- fellsbæ. Þetta er lítið timburhús með 3 svefnherbergjum, eldhúsi, baði, þvottahúsi og rúmgóðri stofu. Stór suðurgarður með timburverönd og falleg aðkoma að húsinu. Mögulegt er að fá að byggja bílskúr rétt hjá húsinu. Þetta er tilvalin eign fyrir laghenta. Verð kr. 24,3 m. Bjargartangi – 177 m2 sérhæð Stór og björt 152,2 m2 sérhæð auk 25 m2 geymslu sem mögulegt er að stækka í 50 m2 bílskúr við Bjargartanga 10 í Mosfellsbæ. 3 svefnherbergi, baðherbergi m/kari, sér þvottahús, stór geymsla, lokað eldhús m/borðkrók, sjónvarpshol, borðstofa og stofa með arni. Stór sameiginleg lóð. Gott bílastæði hellulagt og aðkoma frá Álfatanga. Verð kr. 34,9 m. Barrholt – 225 m2 einbýlishús Fallegt 224,7 m2 einbýlishús á einni hæð með bílskúr og vinnustofu við Barrholt í Mosfellsbæ. Um er að ræða “hefðbundið” 174 m2 einbýlishús í Mosfellsæ, en á síðasta ári var byggt við húsið 50 m2 vinnustofa sem eftir er að fullklára. Hún gæti einnig vel nýst sem stór bílskúr, unglingaherbergi eða auka íbúðarrými. Frábær staðsetning, rétt við alla þjónustu og skóla. Verð kr. 49,5 m. Lindarbyggð – Glæsilegt parhús Til sölu mjög glæsilegt 177,1 m2 parhús á einni hæð á fallegum stað í lokuðum botnlanga í Lindar- byggð í Mosfellsbæ. Húsið er teiknað af Ingimundi Sveinssyni, arkitekt og mjög bjart og rúmgott. Stór stofa með góðri lofthæð og borðstofa við hlið eldhúss. 4 góð svefnherbergi, sjónvarpshol og glæsi- legt baðherbergi. Bílskýli hefur verið lokað af og gæti vel nýst sem t.d. unglingaherbergi. Fallegur suðurgarður og hellulagt bílaplan. Þessar eignir eru sjaldséðar á fasteignasölum.Verð kr. 41,8 m. Einbýlishús við Varmá Erum með fallegt einbýlishús í sölu á einstökum stað við Varmána, rétt við Reykjalund. Um er að ræða 166,7 m2 einbýlishús í byggingu með bílskúr. Húsið, sem er tilbúið til innréttinga, er tvílyft timburhús, klætt að utan með aluzink bjárujárni. Einstök 1.500 m2, skógivaxin eignarlóð, með lækj- arniðinn á lóðarmörkum. Þetta er eign sem vert er að gefa gaum. Verð kr. 48,5 m. Tröllateigur 141-150 m2 íbúðir Til sölu tvær 150 m2 íbúðir í nýju fjórbýlishúsi í byggingu við Tröllateig 41 í Mosfellsbæ. Húsið er eitt síðustu húsa í nýju hverfi sem er að rísa við miðbæð Mosfellsbæjar. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttasvæði. Íbúðirnar eru 4ra – 5 her- bergja og afhendast fullbúnar með innréttingum, en án gólfefna, þó verður baðherbergi og þvotta- hús flísalagt. Íbúðirnar verða afhentar í apríl nk. Verð frá kr. 31,5 – 32,5 m. Litlikriki – Raðhús í byggingu *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 4ra íbúða raðhúsa- lengju til sölu við Litlakrika 16-22 í Mosfellsbæ. Húsin eru á einni hæð og verða 154 m2 -164 m2 að stærð með bílskúr. Húsin afhendast rúmlega fokheld, þ.e. auk fokheldis, verða útveggir ein- angraðir og tilbúnir undir sandspartl og þak verð- ur einangrað og rakavarið. Fyrstur kemur fyrstur fær. Verð kr. 30,5 – 32,5 m. Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali Sími: 586 8080 Fax: 586 8081 www.fastmos.is ATVINNUHÚSNÆÐI Urðarholt – 371 m2 306,1 m2 atvinnuhúsnæði ásamt 65,1 m2 millilofti í miðbæ Mosfellsbæjar. Í dag er Mosfellsbakarí með verslun og framleiðslusal í húsinu. Þetta er stórt atvinnuhúsnæði á góðum stað í vaxandi bæj- arfélagi – hús sem vekur upp ýmsar spennandi hugmyndir. Verð kr. 53,5 m. Urðarholt – 150 m2 Erum með 150 m2 atvinnuhúsnæði á jarðhæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Gott verslunarpláss og inn af því hefur verið innréttuð íbúðaraðstaða. Gott gluggapláss er út á bílastæðið og gott aðgengi. Rýmið er til sölu eða leigu og getur verið laust til afhendingar fljótlega. LÓÐIR OG LÖND Byggingarlóðir í Mosfellsbæ **VERIÐ ALVEG RÓLEG ** Allar lóðir á svæði 3A og 2 eru SELDAR, en við hefjum sölu á nýjum lóð- um á svæði 3B um næstu helgi. – TILBOÐUM VERÐUR ÞÁ SVARAÐ INNAN 24 KLST. Þetta er eitt af fallegustu byggingarlöndum á höfuðborgar- svæðinu, með Leirvogsá og Köldukvísl á sitt hvora hönd. Á svæðinu verða eingöngu byggð einbýlis-, rað- og parhús. Kynntu þér málið á www.leir- vogstunga.is eða hafðu samband við okkur hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. 9,7 ha land í Mosfellsdal. 9,7 hektara land á fallegum stað í Mosfellsdalnum. Rammaskipulag á þessum stað í Mosfellsdalnum gerir ráð fyrir ca 1 hektara lóðum undir einbýlishús ásamt hesthúsum/gróðurhúsum. Suðurá liggur meðfram landinu að austanverðu og Æsustaðafell er að sunnanverðu. Smábýli 5 – Kjalarnesi Erum með ca 5,8 hektara lóð undir einbýlishús á fallegum útsýnisstað í jaðri Esjunnar. Þetta er frá- bært tækifæri fyrir þá sem vilja hafa rúmt í kring- um sig, en þó í aðeins 10 mínútna fjarlægð frá allri þjónustu. Verð kr. 27,0 m. REYKJAVÍK Mávahlíð – 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Falleg 80,8 m2, 3ja herbergja íbúð í kjallara í 3býlis húsi við Mávahlíð 6. Þetta er björt og rúmgóð íbúð, með stórri stofu, eldhúsi m/borðkrók, holi, 2 samhliða svefnherbergjum og baðherbergi m/sturtu. Þetta er flott íbúð á vinsæl- um stað í 105 Rvk. Verð kr. 19,5 m. Reykjavík - Fasteignamarkaðurinn er með í sölu glæsilegt einnar hæðar einbýlishús inn- réttað eftir hönnun Rutar Káradóttur. Eign- in er alls 205,8 fm, íbúðarrými 175,9 fm og bílskúr 29,9 fm. Komið er í góða forstofu með flísum á gólfi, inn af henni er flísalögð gestasnyrting með sturtu. Tvískipt hol með flísum á gólfi, fremri hluti þess er með mik- illi lofthæð og stórum skáp sem skermar af stofuna, innri hlutinn er innréttaður sem vinnurými (yfir innri hlutanum er milliloft sem er hugsað sem leikaðstaða barna). Tvö góð barnaherbergi með plankaparketi (eik) og góðum fataskápum. Hjónaherbergi með föstum innréttingum og góðu fataherbergi inn af. Flísalagt baðherbergi með baðkari og vönduðum innréttingum (óklárað en er í vinnslu), Stórar stofur með föstum innrétt- ingum, innbyggðum arni og flísum á gólfi, út- gangur út á suðurverönd. Stórt og glæsileg eldhús með eikarinnréttingu. Flísalagt þvottahús með innréttingum og er þaðan inn- angengt í bílskúrinn. (Bílskúrinn er ófrá- genginn en verður kláraður fyrir afhendingu eignarinnar). Allar innréttingar eru sérsmíð- aðar, spónlagðar með eik, innihurðir eru extra háar rennihurðir. Eikarparket og flísar á gólfum. Glæsileg lýsing hönnuð af Lúmex. Lóðin er frágengin með torfi og trjágróðri en stéttar og bílastæði er með malargrús. Til- boða er leitað í þessa eign. Gvendargeisli 16 Tilboð Fasteignamarkaðurinn er að selja einnar hæðar einbýli, innréttað eftir hönnun Rutar Káradóttur. Lýsing er hönnuð af Lúmex.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.