Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is STJÓRN Vladímírs V. Pútíns Rúss- landsforseta treysti enn yfirráð sín yfir orkuauðlindum þjóðarinnar þeg- ar útibú ríkisfyrirtækisins Rosnefnt keypti á þriðjudag 9,44% hlut í Júkos-olíufyrirtækinu. Víst er að stjórnvöld stefna að frekari ríkis- væðingu á þessu sviði enda hyggst Pútín forseti sýnilega freista þess að auka skriðþunga Rússa á alþjóða- vettvangi með því móti. Hluthafar í Júkos líkja aðför stjórnvalda að fyr- irtækinu við þjófnað, sem njóti verndar ríkisins. Undir markaðsvirði RN-Razvítíje, dótturfyrirtæki Rosnefnt, keypti hlutinn á uppboði, sem fram fór glæsilegri skrifstofu- byggingu Júkos í miðborg Moskvu. Þótt einungis tveir aðilar tækjust á um tæplega 10% hlut Rosneft í Júkos, sem var í vörslu síðarnefnda fyrirtækisins, tókst að knýja fram tíu umferðir á uppboðinu áður en eignin var slegin RN-Razvítíje. Fyrir hlut- inn fengust 197,8 milljarðar rúblna, rúmir 500 milljarðar króna, og var upphæðin aðeins tæpum sex millj- örðum króna yfir byrjunarverðinu. Miðað við stöðu hlutabréfa daginn áður var upphæðin tíu prósentum undir markaðsvirði. Uppboðið tók aðeins nokkrar mín- útur og fékk dótturfyrirtæki Rosnefnt einungis samkeppni frá TNK-BP, fyrirtæki sem hið breska BP á helmingshlut í. Sögðu sérfróðir að TNK-BP hefði einungis tekið þátt í uppboðinu til að tryggja að það gæti farið fram. Á föstudag í liðinni viku var óvænt frá því skýrt að TNK-BP myndi bjóða í bréfin. Sama dag átti John Browne, framkvæmdastjóri BP, fund með Vladímír Pútín í Moskvu. Innvígðir segja að vestræn olíufyrirtæki setji lítt fyrir sig þær mjög svo umdeilanlegu aðferðir, sem stjórnvöld beiti til að „endurþjóð- nýta“ lykilfyrirtæki á sviði olíu- og gasvinnslu. Mikilvægast sé talið að tryggja aðgang að auðlindum Rússa og samstarf við opinber fyrirtæki. Júkos hafði Rosneft-bréfin í sinni vörslu þar sem síðarnefnda fyrirtæk- ið notaði þau í fyrra til að greiða fyrir síðasta hlut Júkos í Júgansneftgaz- olíuvinnslusvæðinu í vesturhluta Síb- eríu. Með þessum gjörningi komst Rosneft í hóp ofurfyrirtækja á borð við ríkisrisann Gazprom. Júkos var um skeið annað stærsta olíufyrirtæki Rússlands og annaðist um fimmtung framleiðslunnar. Rússneska ríkið og Rosneft knúðu fyrirtækið í gjaldþrot árið 2006 vegna skulda og ógreiddra skatta sem samtals nema um 1.700 milljörð- um króna. Forráðamenn Júkos héldu því fram að bréf fyrirtækisins hefðu verið vanmetin og að með end- urskipulagningu og áframhaldandi rekstri myndi það reynast fært um að greiða þær álögur, sem ríkið hafði lagt á það. Þessari beiðni var hafnað. Almennt er þó litið svo á að aðförin að Júkos og fyrrum eiganda þess, auðkýfingnum Míkhaíl B. Khodor- kovskíj, sé í eðli sínu pólitísk. Hér ræðir um aðgerð, sem framkvæmd var í þrennum tilgangi. Í fyrsta lagi taldi Pútín forseti sýnilega mikilvægt að hefta Khodor- kovskíj, sem fjármagnað hafði ýmsa starfsemi á stjórnmálasviðinu er var ráðamönnum í Kreml lítt að skapi. Stjórnvöld knúðu fram gjaldþrot Júkos með því að gera fyrirtækinu að greiða skattaskuld, sem ljóst var að það fengi aldrei staðið undir. Khod- orkovskíj var handtekinn síðla árs 2003 og dæmdur í átta ára fangelsi. Í annan stað vildi Pútín með þessu afturkalla „einkavæðingu“ þá sem fram fór í valdatíð forvera hans, Bor- ís N. Jeltsíns, þegar lykilfyrirtæki á orkusviðinu voru fengin mönnum, sem stjórnvöld höfðu velþóknun á. Fullyrða má að þar ræði um stærsta þjófnað síðari tíma, hið minnsta. Al- mennur stuðningur er við þessa stefnu Pútíns í Rússlandi. Í þriðja lagi hyggst Pútín nýta rík- isrekin orkufyrirtæki til að treysta stöðu Rússlands og auka skriðþunga ríkisins á alþjóðavettvangi. Yfirráð sín yfir orkufyrirtækjum hefur for- setinn þegar nýtt til að berja á stjórnvöldum í nokkrum nágranna- ríkjum og á Vesturlöndum gera ráðamenn sér ljóst að gríðarlegar auðlindir Rússa munu gera þeim kleift að standast margvíslegan póli- tískan þrýsting á komandi árum. Stjórnarmenn Pútíns Uppboðið á þriðjudag var hið fyrsta, sem fram mun fara á síðustu leifum veldis Khodorkovskíjs. Í apríl verður boðinn upp 20% hlutur Júkos í Gazprom Neft (áður Síbneft), einu af dótturfyrirtækjum Gazprom. Víst þykir að Gazprom hreppi hnossið. Síðan verða boðnar upp fimm olíu- hreinsistöðvar, sem enn teljast eign Júkos. Þær munu næstum því ábyggilega koma í hlut Rosneft. Stjórnarformaður Rosneft, Ígor Í. Setsjín, er einn nánasti aðstoðar- maður Vladímírs Pútíns. Líklegt er að Edúard K. Rebgún, þrotabús- stjóri í Júkos-málinu og sá sem hafn- aði beiðni um að fyrirtækinu yrði áfram leyft að starfa, taki brátt sæti í stjórn Rosneft. Risar Pútíns hirða leifar Júkos-veldisins  Vladímír V. Pútín Rússlandsforseti vinnur skipulega að „endurþjóðnýtingu“ olíu- og gasfyrirtækja  Umdeildum uppboðum beitt til að endurheimta þjóðarauð Rússa, sem fenginn var útvöldum Í HNOTSKURN »Rosnefnt ræður nú yfir 22milljörðum Bandaríkja- dala, rúmlega 1.400 millj- örðum króna, sem fyrirtækið hefur fengið að láni á afar hagstæðum kjörum á Vest- urlöndum. »Barclays, ABN Amro ogCitibank eru í hópi þeirra banka, sem tryggt hafa þessa fjármuni. Lánin eru veitt á 0,25% vöxtum. »Fjármunum þessum hyggj-ast forráðamenn Rosneft verja til að kaupa upp leif- arnar af veldi auðkýfingsins Míkhaíls B. Khodorkovskíjs. Reuters Úr leik Míkhaíl Khodorkovskíj var handtekinn haustið 2003 og síðar dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik. Auður hans tryggði pólitísk áhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.