Morgunblaðið - 31.03.2007, Side 30

Morgunblaðið - 31.03.2007, Side 30
hönnun 30 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Svart/hvíti draumurinn er eins og þráhyggja í tískuheiminum. Hann er vitaskuldklassískur en öðru hverju blossar hann upp, blómstrar í ótrúlegustu formum ogflottheitum. Svoleiðis er það árið 2007. Draumurinn er alls staðar í fatnaði og fylgi- hlutum, húsgögnum og húsmunum. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og láta sig dreyma í svart/hvítu. Það er einfaldleikinn og andstæðurnar í tvennunni sem gefa henni hið fágaða yfir- bragð, svalan stílinn. Hið svart/hvíta getur samt um leið verið dramatískt – og það er ekki takmarkandi. Það fer vel með öðrum litum, jafnt gylltum sem silfruðum eða litsterkum eins og sterkbleikum, límónugrænum og rósrauðum, túrkísbláum eða appelsínugulum. Svart/hvíti draumurinn nýtur sín hvað best í fallegum formum og skemmtilegum mynstrum og samsetningum. Fólk með minimalískt formskyn fellur í stafi yfir aðdáun- arverðri naumhyggjunni í forminu, sem litirnir svartur og hvítur ná enn sterkar fram. Þeir sem eru „maxímal“ dá svart/hvíta espressó-blómabollann sinn. Fegurðin í svart/ hvíta draumnum er sú, að hún er fyrir alla. Töff Tímaritahirsla, 8.900 kr. Tekk-Company. Háglans Hliðar- borð, 24.900 kr. Habitat. Klassík Sófi, 216.000 Natuzzi. Morgunblaðið/Ásdís Andstæður Púði, 3.700 kr. Ego Dekor. Fágun og rómantík Kertastjaki, 4.950 kr. kertahringur, 650 kr. kerti, 250 kr. Lene Bjerre. Svart/hvíti draumurinn Blómstrandi Tveir espressó bollar í öskju, 2.380 kr. Garðheimar. Formfegurð Lampa- fótur, 6.500 kr. skermur, 5.900 kr. Habitat.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.