Morgunblaðið - 31.03.2007, Qupperneq 32
lifun
32 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
V
ið vorum fyrst til að flytja
í hverfið,“ segir Edda
þegar hún gengur með
blaðamanni um nýja
heimilið sitt, sem stend-
ur við Hjálmakur í Garðabæ. Að utan
berast hamarshögg og hljóð í vinnu-
vélum enda allt á fullu á lóðunum í
kring. „Vinnumennirnir eru rosalega
iðnir – byrja klukkan sjö á morgnana
og eru oft að til tólf á kvöldin. Maður
sefur ekkert út um helgar,“ heldur
hún brosandi áfram.
Húsið er hannað af Baldri Svavars-
syni hjá arkitektastofunni Úti og inni
en Edda flutti inn ásamt eiginmanni
og þremur börnum um miðjan des-
ember síðastliðinn eftir tæplega átta
mánaða byggingaferli. „Við fengum
reyndar mjög góða hjálp frá fjöl-
skyldum okkar beggja en aðallega þó
frá pabba mínum sem er pípari. Við
vissum náttúrulega ekkert hvað við
vorum að fara út í – höfðum aldrei
byggt áður eða komið nálægt slíku
svo það var rosalega gott að hafa ein-
hvern til að redda iðnaðarmönnum og
leiðbeina um hvað væri næsta skref
hverju sinni. Ég lærði a.m.k að þolin-
mæði er númer eitt, tvö og þrjú þeg-
ar kemur að húsbyggingum.“
Eitt það fyrsta sem blasir við þeg-
ar gengið er inn er hversu opin rýmin
eru og björt enda stórir gluggar á
flesta kanta. Hjarta heimilisins er í
eldhúsinu enda er það vel rúmgott
auk þess sem hátt er til lofts í þessum
hluta hússins, heilir 3,7 metrar. „Við
erum alltaf hérna,“ segir Edda en
borðstofan er í raun hluti af eldhús-
inu. Innréttingin og borðplatan nær
eftir öllum veggnum endilöngum,
hvorutveggja í hvítum lit en á móti
koma brúngráar flísar á gólfi og
veggur málaður í svipuðum tón.
„Eldhúsið ber alveg þennan lit því
það er svo opið og þetta hefði verið
svo litlaust annars út af innrétting-
unni.“
Margnota afdrep í kjallara
Opið er milli eldhúss, borðstofu og
stofu, þótt frístandandi veggur skilji
aðalrýmin að. Yfir sófanum í stofunni
blasir við risastórt listaverk sem við
fyrstu sýn virðist vera hefðbundið
málverk, en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að það er málað beint á
vegginn og setur mikinn svip á stof-
una. „Verkið gerði vinkona mín, Ing-
unn Fjóla Ingþórsdóttir í samvinnu
við kennara sína í Listaháskóla Ís-
lands. Ég er mjög ánægð með þetta
því verkið kemur með lit í húsið sem
er annars svolítið svarthvítt að öðru
leyti.“
Húsgögnin fluttu þau flest með sér
en Edda hannaði sjálf og sérsmíðaði
ferhyrningslaga leðurbekk fyrir eitt
hornið í stofunni. Í ljós kemur að
fleiri leðurhúsgögn í húsinu eru runn-
in undan hennar rifjum sem og nokk-
ur listaverk á veggjum. Hún gerir þó
lítið úr þessari listsköpun sinni:
„Þetta hefur bara verið dundur hjá
mér í gegn um tíðina,“ segir hún hóg-
vær.
Lýsingahönnun var í höndum Lú-
mex en sett var upp kerfi, sem breyt-
ir lýsingu í stofunni samkvæmt fyr-
irfram ákveðnum aðstæðum. Þannig
er hægt með einu handtaki að stilla
inn á sjónvarpslýsingu, kvöldverðar-
lýsingu og jafnvel þrifalýsingu ef því
er að skipta.
Frístandandi veggur skilur stof-
una og sjónvarpsstofu að og handan
hennar er svo svefnherbergisálman,
en gengið er í hana upp nokkrar
tröppur. Þar eru þrjú jafnstór barna-
herbergi, rúmgott baðherbergi og
hjónaherbergi með fataherbergi inn
af sem húsfreyjan segir hið mesta
þarfaþing. Úr sjónvarpsholinu er líka
Andstæður Svart og hvítt kallast á í stofunni. Stóllinn og leðurhnallurinn
taka sig vel út undir einföldum, svörtum hillum á hvítum, fríttstandandi
vegg sem skilur að stofuna og sjónvarpsholið.
Miðrými Úr sjónvarpsholinu er bæði gengið niður í kjallara og upp í svefnherbergisálmuna. „Það er svolítil sólarvörn í
rúðunum svo hitinn verði ekki óbærilegur en að auki völdum við „screening gluggatjöld“ sem sést út um en ekki inn.“
Hjarta heimilisins „Ég vildi hafa stórt eldhús og tengja það borðstofunni,“ segir Edda sem hér situr með arkitekt-
inum, Baldri Svavarssyni. „Mér finnst frábært að hafa svona gott borðpláss og sömuleiðis skápapláss. Þar kem ég
öllu fyrir og líka smáhlutum eins og gjafapappír, kertum, servíettum og öðru slíku.“
Elstu íbúarnir
í nýjasta
hverfinu
Einn af öðrum gægjast þeir upp úr húsþökum og
steyptum grunnum, byggingakranarnir í Akralandi í
Garðabæ. Þrátt fyrir að enn séu lóðir ófrágengnar og
malarvegir upp að húsum leynast raunveruleg heimili
inn á milli þar sem fjölskyldur hafa hreiðrað um sig.
Meðal frumbyggja er Edda Björk Kristjánsdóttir
sem sýndi Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
splunkuný húsakynni sín í vikunni.
Stofan Verkið er eftir vinkonu Eddu, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir sem mál-
aði það beint á vegginn. Gegnumgangandi form í verkinu eru ferhyrningar
af ýmsum stærðum og gerðum en þeir eru gerðir úr fjölum sem festar eru
á vegginn. Allar stærðir á kössunum eru reiknaðar út frá litla glugganum í
vinstra horninu á veggnum. „Hana langaði að gera abstrakt verk og ég gaf
henni bara frjálsar hendur,“ útskýrir Edda.
Einfalt Þrír efri skápar úr Ikea eld-
húsinnréttingu. Ofan á er gler sem
Edda málaði svart að neðanveðru.