Morgunblaðið - 31.03.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 31.03.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 33 Baðið Ljós og skuggar spila stórt hlutverk í útliti baðherbergisins. Innfelld ljós undir baðkerinu kallast á við birtuna sem kemur inn um gluggann. Morgunblaðið/Sverrir Dyngja Heimasætan, Dilja er búin að hreiðra vel um sig í herberginu sínu. Mynstrið á veggnum er álímt og tónar við bleiku munina sem ráða ríkjum. „Við vissum náttúrulega ekkert hvað við vorum að fara út í – höfðum aldrei byggt áður eða komið ná- lægt slíku...“ gengið niður á jarðhæð með stórum bílskúr, þvottahúsi, öðru baðherbergi auk herbergis sem hefur margþætt hlutverk. „Þetta er svona vinnu-, gesta-, leik- og aukasjónvarps- herbergi,“ útskýrir Edda. „Þetta finnst mér algjör lúxus, ekki síst út af krökkunum. Um helgar gista alltaf einn eða tveir aukakrakkar með öll- um þeim látum sem því fylgir og þá er alveg frábært að hafa svona afdrep fyrir þá. Mér finnst líka frábært að hafa svona stað þar sem hægt er að henda pappírum og öllu þessu dóti sem maður vill ekki hafa flæðandi út um allt hjá sér.“ Beðið eftir pallinum Alls er húsið tæplega 300 fermetr- ar að stærð og segist Edda sérstak- lega ánægð með hvernig til tókst við hönnun þess. „Þegar við vorum að leita að arkitekt keyrðum við um hverfi og skrifuðum niður heimilis- föng. Þá kom í ljós að Baldur hafði hannað sex hús af tíu sem okkur fannst flott.“ Sjálfur segist hönnuður- inn hafa fengið nokkuð frjálsar hend- ur þegar hann settist niður við að teikna og Edda tekur undir það. „Við sögðum bara hvað við vildum og vor- um strax ánægð með teikningarnar. Auðvitað voru svolitlar tilfærslur en formið á húsinu var klárt nánast frá upphafi.“ Eins og vera ber í nýbyggðu húsi standa örlítil frágangsatriði út af borðinu. Til að mynda er enn beðið eftir hurðum innandyra og það er eft- ir að ganga frá lýsingu í herbergjum svo eitthvað sé nefnt. Mesta óþreyjan er þó tengd garðinum og pallinum, sem Edda vonast til að verði kominn upp fyrir sumarið. „Það verður frá- bært að geta gengið beint út úr stof- unni í góðu veðri en auðvitað má bú- ast við því að það taki sinn tíma að ganga frá lóðum og götum í hverfinu. Reyndar fluttum við í Sjálands- hverfið þegar það var alveg nýbyggt og núna, þegar við fórum tveimur ár- um seinna, var allt orðið glerfínt. Þannig að þetta er alveg ótrúlega fljótt að koma.“ X S TR E A M D E S IG N IX 0 7 03 0 15 Innréttingar Faxafen 8 • 108 Reykjavík Sími 577 1170 • Fax 577 1172 • www.innx.is Þinn draumur Opið alla virka daga frá 9 - 18 og á laugardögum frá 11 - 16 ...okkar veruleiki Okkur hjá Inn X finnst að allir eigi skilið fullkomið eldhús. Við bjóðum upp á stílhreinar og sérlega notendavænar ítalskar innréttingar. Þarlendir sérfræðingar, með eldheita ást á matargerð hafa náð fullkomnun í aðlögun eldhúsumhverfis að þörfum þeirra sem njóta þess að elda - og borða góðan mat. Innréttingarnar frá Inn X, sem eru unnar í gæðavottuðum verksmiðjum, vinna á útliti, gæðum, stíl og nýtingu. Þó er það verðið sem kemur mest á óvart. Fjölbreytnin í gerðum, litum og lögun er ótrúleg. Ekki er ólíklegt að nú þegar sé búið að hugsa fyrir þínum sérstöku óskum og eldhúsið þitt bíði eftir þér. Komdu til okkar í Inn X og leyfðu hönnuðum okkar að aðstoða þig við að setja saman draumaeldhúsið þitt. Þín veröld - veldu Inn X Innrétting á mynd er Tidra. Hægt er að velja um 5 liti af Tidra innréttingum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.