Morgunblaðið - 31.03.2007, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÖRYGGISMÁL
Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra flutti merka ræðu áfundi Samtaka um vestræna
samvinnu og Varðbergs í fyrradag.
Þetta var stefnumarkandi ræða af því
tagi, sem ráðherrar eiga að flytja en
gera sjaldan. Með þessari ræðu hefur
dómsmálaráðherra tryggt flokki sín-
um, Sjálfstæðisflokknum, að frum-
kvæðið í öryggismálum okkar Íslend-
inga verði áfram í hans höndum.
Ræða Björns Bjarnasonar er
grundvallarplagg um öryggismál,
sem taka verður mið af í umræðum
um þennan málaflokk á næstu árum.
Í ræðu sinni sagði Björn Bjarnason
m.a.:
„Öryggis- og varnarmálin eru nú
enn frekar en áður innanríkismál
fremur en utanríkismál. Vissulega
eru meginstoðir landvarnarstefnu Ís-
lands enn sem fyrr varnarsamning-
urinn við Bandaríkin og þátttaka
okkar í NATO. Við gæzlu öryggis
borgaranna skiptir samstarf við aðr-
ar stofnanir en hermálayfirvöld aust-
an hafs og vestan hins vegar meira
máli en fyrr í sögu okkar, þegar lagt
er mat á hættur, sem að kunna að
steðja.
Þessar staðreyndir birtast okkur í
samkomulaginu, sem gert var við
Bandaríkjamenn síðastliðið haust,
þar sem lögð eru á ráðin um sam-
vinnu við bandarísku strandgæzluna,
alríkislögregluna, tollgæzlu og
landamæraverði. Öryggisgæzla í
þágu flugs og siglinga hefur flutzt í
hendur borgaralegra yfirvalda hér og
annars staðar með alþjóðareglum um
flugvernd og siglingavernd. Banda-
ríska heimavarnarráðuneytið kemur
að þeim málum en ekki varnarmála-
ráðuneytið, svo að dæmi sé tekið.
Inntakið í samstarfinu um öryggis-
mál við Bandaríkjamenn breyttist
verulega með hinu nýja samkomulagi
á grundvelli varnarsamningsins.
Áherzlan fluttist frá landvörnum í
hefðbundnum skilningi þess orðs til
heimavarna, þar sem borgaralegar
stofnanir koma sífellt meira til sög-
unnar.“
Með þessum orðum er dómsmála-
ráðherra að undirstrika það grund-
vallaratriði að öryggis- og varnarmál
séu nú frekar en áður innanríkismál
en utanríkismál.
Björn Bjarnason skýrði frá því í
ræðu sinni, að hann hefði lagt fram í
ríkisstjórninni í byrjun þessa mán-
aðar frumvarp um almannavarnir og
öryggismál, sem byggi á því að sett
verði á fót miðstöð, sem tengi saman
alla aðila, sem koma að öryggismál-
um innanlands, hvort heldur vegna
náttúruhamfara eða vegna hættu af
mannavöldum. Frumvarp þetta hefur
verið sent þingflokkum stjórnar-
flokkanna. Þar er m.a. gert ráð fyrir
nýju almannavarna- og öryggismála-
ráði, sem starfi undir formennsku
forsætisráðherra.
Ráðherrann skýrði einnig frá því,
að ríkislögreglustjóri hefði gert til-
lögu um 240 manna launað varalið
lögreglu og almannavarna vegna sér-
staks löggæzluviðbúnaðar. Sagði
dómsmálaráðherra að með þessum
liðsafla gæti lögreglan kallað út um
1000 manna þjálfað lið til verkefna á
sínu sviði.
Björn Bjarnason gerði grein fyrir
hugmyndum um stofnun sérstakrar
öryggis- og greiningarþjónustu lög-
reglu, sem gera mundi Íslandi kleift
að taka þátt í margvíslegu alþjóðlegu
samstarfi á þessu sviði og sagði síð-
an:
„Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug-
velli var í sérstöku trúnaðarsamstarfi
við stofnanir á vegum NATO, þegar
embætti hans heyrði undir utanrík-
isráðuneytið. Með brotthvarfi varn-
arliðsins hefur utanríkisráðuneytið
þessi verkefni enn í sínum höndum.
Embætti sýslumannsins hefur nú
verið flutt undir stjórn dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins og starfar
sem embætti lögreglustjórans á
Suðurnesjum. Til að samhæfa öflun
og úrvinnslu allra upplýsinga um
öryggismál, hvort sem þær koma frá
NATO eða öðrum, er eðlilegt að þær
renni nú til hinnar nýju greiningar-
deildar og Landhelgisgæzlu, sem
hafa lögbundið hlutverk við öryggis-
gæzlu á sjó og landi. Slík skipan þjón-
ar öryggishagsmunum þjóðarinnar
bezt.“
Í ræðu sinni minnti Björn Bjarna-
son á, að á komandi árum mundi mik-
ilvægi siglingaleiðanna í kringum Ís-
land stóraukast vegna flutninga á
olíu og gasi frá Barentshafi til Norð-
ur-Ameríku og sagði síðan:
„Hvergi er lögð meiri áherzla á að
tryggja öryggi en á slíkum siglinga-
leiðum og þar á ég við öryggi í víð-
tækum skilningi, bæði gegn hryðju-
verkum og sjóslysum. Mengunarslys
vegna skaða við olíu- og gasflutninga
eru ein skelfilegustu umhverfisspjöll
samtímans. Nýskipan Landhelgis-
gæzlu Íslands verður að taka mið af
þessum breytingum.“
Ræða Björns Bjarnasonar á fundi
Samtaka um vestræna samvinnu og
Varðbergs byggist á yfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar við brottför banda-
ríska varnarliðsins. Í ræðu hans eru
efnisatriði þeirrar yfirlýsingar út-
færð frekar og ljóst að mikil vinna
hefur verið lögð í þá útfærslu og
stefnumörkun, sem ráðherrann
kynnti.
Með brottför varnarliðsins skapað-
ist ákveðið tómarúm í öryggismálum
okkar Íslendinga. Nú hefur verið
fyllt upp í það tómarúm að verulegu
leyti. Miklu skiptir að breið pólitísk
samstaða takist um þessa stefnu-
mörkun. Í því sambandi minnti dóms-
málaráðherra á þann þátt í yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar sem sneri að
stofnun samstarfsvettvangs fulltrúa
stjórnmálaflokkanna, þar sem fjallað
yrði um öryggi Íslands á breiðum
grundvelli.
Þótt öryggismál þjóðarinnar í kjöl-
far brottfarar varnarliðsins hafi ekki
verið mikið til umræðu það sem af er
þessu ári er ljóst að við hljótum að
koma þeim í fastan og ákveðinn far-
veg.
Ræða Björns Bjarnasonar sýnir að
ríkisstjórnin hefur ekki setið auðum
höndum. Vonandi verður þessum
hugmyndum og áformum vel tekið af
fulltrúum annarra stjórnmálaflokka.
Þessi mikilvægu málefna þurfa
ekki að vera deilumál á milli flokka
eftir að þau eru komin í innlendan
farveg. Þjóðarsamstaða skiptir máli.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Staða efnahagsmála á Ís-landi er mun betri enhún var á sama tíma ífyrra, og hefur hagkerfið
að mestu staðið af sér ágjöf síð-
asta árs. Var þetta meðal þess
sem kom fram í máli forsætisráð-
herra og formanns bankaráðs
Seðlabanka Íslands á ársfundi
bankans í gær.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra sagði í ávarpi sínu að staða
efnahagsmála væri almennt talin
góð og horfur hér á landi jákvæð-
ar.
„Það hefur vissulega gengið á
ýmsu undanfarin misseri enda
miklar framkvæmdir við virkjan-
ir og stóriðju auk þess sem mikill
atgangur hefur verið á íbúðalána-
markaðnum. Þetta hefur óneit-
anlega reynt á þanþol hag-
stjórnarinnar í landinu en allt
bendir nú til þess að þjóðarbúið
komist senn á sléttari sjó og að
framundan séu rólegri tímar.“
Sagði Geir að spár gerðu ráð
fyrir lækkandi verðbólgu og
minnkandi viðskiptahalla á árinu,
en í því fælist jafnframt að hag-
vöxtur yrði minni á þessu ári en
verið hefur að undanförnu.
Staða ríkissjóðs sterk
„Við í ríkisstjórninni höfum
lengi verið þeirrar skoðunar að
hagkerfið myndi hæglega standa
þessa sveiflu af sér og að hér
myndi nást það sem á vondri ís-
lensku er kallað „mjúk lending“.
Miklar breytingar á skipulagi
efnahagsmála sem hér hafa orðið
á síðustu 15 árum eða svo hafa
styrkt hagkerfið til muna og gert
það betur í stakk búið en áður til
að mæta tímabundnum sveiflum.“
Sagði Geir stöðu ríkissjóðs afar
sterka og betri en víðast hvar
annars staðar, bæði hvað varðar
afkomu og eignastöðu, enda
skuldirnar nú orðnar hverfandi.
Þá vék forsætisráðherra í máli
sínu að skattalækkunum ríkis-
stjórnarinnar og þeirri gagnrýni
sem kom í kjölfar þeirra.
„Sumir hafa haldið því fram að
ríkisstjórnin hefði ekki átt að
beita sér fyrir þeim skattalækk-
unum sem komið hafa til fram-
kvæmda á undanförnum árum.
Þessari skoðun hefur áður verið
andmælt, meðal annars hér úr
þessum ræðustóli af forverum
mínum í embætti forsætisráð-
herra og með góðum rökum.
Sterk staða ríkissjóðs og miklar
tekjur, t.d. af fjármagni og fyr-
irtækjum, hafa skapað skilyrði til
að lækka skatta einstaklinga án
þess að valda þenslu. Eitt af því
sem sagt var um skattalækkanir
ríkisstjórnarinnar á sínum tíma
var að þær væru „efnahagslegt
glapræði“. Ekki hafa það
orð að sönnu. Hitt er ef
arvert að þeir fjármunir s
issjóður hefur afsalað sér
mennings í formi skattalæ
á þessu ári eru sennilega
innan við helmingur þess s
vinnulífið greiðir út
greiðslur á árinu. Svo mjö
íslensk fyrirtæki sótt í sig
ið,“ sagði forsætisráðherra
Þá vék Geir að umræðu
sem verið hefur um hugs
upptöku evru sem gjaldm
Íslandi.
„Sumir virðast halda a
taka evru í stað íslensku
unnar myndi leysa öll van
jafnt hjá fyrirtækjum, he
sem opinberum aðilum. H
mikið af ranghugmyndum
Í fyrsta lagi er ljóst að
fullkomlega óraunhæft a
um upptöku evru án aðil
Evrópusambandinu. Um
eru kunnáttumenn samm
hafa bent á ýmis dæmi þ
ákvarðanir um einhliða u
erlends gjaldmiðils sem
myntar skorti þann trúv
leika sem nauðsynlegur e
hagstjórnina,“ sagði Ge
Haarde forsætisráðherra.
Bankarnir stóðust próf
Davíð Oddsson, for
bankastjórnar Seðlabank
Vel sóttur fundur Fjölmenni var á 46. ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Á fundinum sagði Davíð Odd
tíma. Þar væri heldur að rofa til, en ennþá væri aðgátar þörf. Í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra
Þjóðarbúið se
Bjartari horfur Davíð Oddsson og Geir H. Haarde sögðu verðbólg
Annar og léttari tónn var
yfir ársfundi Seðlabanka
Íslands í gær en á sama
tíma í fyrra, þegar
banka- og hagkerfið ís-
lenska lá undir harðri
gagnrýni erlendra grein-
ingaraðila. Forsætisráð-
herra segir allt útlit fyrir
að hagkerfið muni ná
mjúkri lendingu og
standa sveifluna af sér.
Gert er ráð fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlaba
verði mun minni en verið hefur. Hins vegar verð
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is