Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 35
Börnin eru það mikilvægasta ílífi hverrar fjölskyldu og íþeim býr mannauður fram-tíðarinnar. Samfylkingin
hefur ákveðið að setja málefni barna
og ungmenna í forgang í kosningabar-
áttunni og samningum um næstu rík-
isstjórn ásamt með málefnum eldri
borgara. Í stefnuskjalinu Unga Ísland
sem í heild má skoða á heimasíðunni:
www.samfylking.is setjum við fram
aðgerðaáætlun í um 60
liðum fyrir næsta kjör-
tímabil. Þessari stefnu
munum við fylgja eftir í
samstarfi við foreldra,
sveitarfélög og fé-
lagasamtök.
Gott samfélag bygg-
ist ekki síst á því að okk-
ur takist að skapa öllum
börnum sem best og
jöfnust tækifæri og
virkja þau til góðs
þroska. Við þurfum að
skapa þeim skilyrði til
að blómstra og verða
sterkir og sjálfstæðir
einstaklingar. Upp-
byggjandi samvera fjöl-
skyldna, þroskandi frí-
stundalíf með
jafningjum og farsæl
skólaganga gegna lyk-
ilhlutverki á þessu sviði.
Að samræma
fjölskylduábyrgð
og vinnu
Börn gegna stóru
hlutverki í íslensku samfélagi. Ís-
lenskar fjölskyldur eiga ennþá fleiri
börn að jafnaði en flestar þjóðir Evr-
ópu þó á þessu hafi orðið mikil breyt-
ing á sl. áratugum. Atvinnuþátttaka
foreldra er um leið meiri á Íslandi en
annars staðar og vinnutími langur.
Það er því óvenju mikið álag á íslensk-
um fjölskyldum og ný rannsókn sýnir
að 90% foreldra segjast eiga erfitt
með að samræma fjölskylduábyrgð og
vinnu. Hún sýnir einnig að langflestir
foreldrar telja mikilvægast í því sam-
bandi að eiga kost á sveigjanlegum
eða styttri vinnutíma. Rannsóknir á
viðhorfum barna og ungmenna segja
okkur að þau vilja það sama, meiri
tíma til samvista með sínum nánustu.
Eitt af okkar forgangsmálum er því að
leita samninga stjórnvalda og aðila
vinnumarkaðarins um þetta stóra
verkefni. Þessir aðilar þurfa sameig-
inlega að standa að framkvæmd
sveigjanlegrar fjölskyldustefnu í at-
vinnulífinu, svo draga megi úr álagi á
heimilunum og auðvelda atvinnuþátt-
töku foreldra ungra barna án þess að
hagsmunum barnanna sé fórnað.
Styðjum foreldra
í uppeldishlutverki þeirra
Mikil atvinnuþátttaka er styrkur
okkar samfélags, en hún ásamt hinum
langa vinnutíma gerir íslenskar fjöl-
skyldur engu að síður viðkvæmar fyr-
ir áföllum. Það er því mjög mikilvægt
að fjölskyldurnar eigi greiðan aðgang
að góðri þjónustu sem léttir þeim
amstur hins daglega lífs og skapar
börnum öryggi og gott umhverfi. Við
leggjum því til margháttaðar aðgerðir
til að styðja og styrkja foreldra í upp-
eldishlutverki þeirra m.a. með ráðgjöf
og fræðslu, lengra fæðingarorlofi,
bættu rekstrarumhverfi fjölskyldna
ekki síður en fyrirtækja, við viljum
auðvelda öllum börnum þátttöku í
íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur
mikið forvarnargildi og við viljum búa
betur að skólagöngu barna og tryggja
að öll börn fái notið menntunar við sitt
hæfi. Við teljum líka nauðsynlegt að
létta foreldrum róðurinn með því að
draga úr þeim miklu skerðingum sem
nú eru í barnabótakerfinu. Af öðrum
aðgerðum sem létta undir með for-
eldrum má nefna aukna tannvernd
barna með ókeypis eftirliti og forvarn-
araðgerðum og að námsbækur í fram-
haldsskólum verði nemendum að
kostnaðarlausu.
Ef eitthvað ber út af?
Því miður eiga margar fjölskyldur
við erfiðleika að stríða. Margháttaðar
atferlis- og geðraskanir virðast fara
vaxandi. Um þriðjungur framhalds-
skólanema lýkur ekki námi. Barnafá-
tækt er umtalsverð, tvöfalt meiri hér
en annars staðar á Norðurlöndum og
ójöfnuður hefur aukist. Ógnir vímu-
efna, afbrota og glapstiga eru að sama
skapi vaxandi á Íslandi líkt og hjá öðr-
um þjóðum. Börn innflytjenda hafa
veikari stöðu í samfélaginu en önnur
börn og eru því að
mörgu leyti í meiri
áhættu og því þarf að
bæta stöðu þeirra sér-
staklega. Kynferð-
isafbrot gegn börnum
eiga sér því miður stað.
Allt þetta eru ógnir við
velferð barna og við far-
sæla þróun samfélags-
ins til framtíðar. Það er
því skylda stjórnvalda á
hverjum tíma að hafa á
þessu vakandi auga og
grípa til gagnráðstaf-
ana sé þeirra þörf. Við
leggjum hér til fjölda
raunhæfra aðgerða til
að styðja bæði börnin
og foreldra þeirra. Nú-
verandi stjórnvöld hafa
því miður sofið á verð-
inum. Það munum við
ekki gera.
Hlutverk fagstétta
og rannsókna
Með hinum langa
vinnudegi Íslendinga er
mikið lagt á þær fjölmörgu fagstéttir
sem eru í stuðningskerfi fjölskyldn-
anna í landinu, kennara og annað fag-
fólk í skólum landsins, heilbrigð-
isstéttir og þá sem fást við andlega
líðan barnanna ef eitthvað ber út af.
Það er ekki hægt að ræða um stöðu
barna á Íslandi án þess að ræða um
hlutverk og stöðu þessara stétta. Við
þurfum að búa vel að þeim, efla
menntun þeirra og sýna þeim þá virð-
ingu sem þeim ber.
Einn hóp vil ég einnig nefna í þessu
sambandi og það eru þeir fjölmörgu
sem sinna rannsóknum á hag barna í
íslensku samfélagi. Þær eru gríð-
arlega mikilvægt framlag til stefnu-
mótunar í málefnum barna og ung-
menna. Þegar aðgerðaáætlun
Samfylkingarinnar verður útfærð
munum við hafa samráð við þann
mikla fjölda vísindamanna í heil-
brigðis-, félags- og uppeldisgreinum
sem hefur helgað rannsóknir sínar
börnum og ungmennum.
Markmið og aðgerðaáætlun
Samfylkingarinnar
Í málefnum barna og ungmenna
höfum við sett okkur skýr markmið og
skilgreint níu aðgerðasvið, með alls
um sextíu aðgerðum sem við munum
vinna að á næsta kjörtímabili. Með
þessum aðgerðum viljum við: Bæta
hag barnafjölskyldna; auka stuðning
við foreldra til að sinna uppeldis-
hlutverki sínu; virkja og styrkja hæfi-
leika allra nemenda í skólakerfinu;
leita allra leiða til að draga úr fátækt
barna; auka vernd barna gegn kyn-
ferðisafbrotum; auka stuðning við
börn innflytjenda; auka stuðning við
börn og fjölskyldur barna og ung-
menna, sem eiga í vanda vegna vímu-
efna eða hegðunarerfiðleika, og einnig
við börn foreldra sem eiga við sama
vanda að etja; bæta lagaumhverfi í
málefnum barna og réttarstöðu
þeirra. Um aðgerðirnar má lesa á
heimasíðu Samfylkingarinnar.
Við gerum okkur grein fyrir því að
þetta er ekki tæmandi. Þetta eru
metnaðarfull markmið sem fjöldi aðila
þarf að vinna sameiginlega að eigi ár-
angur að nást. En stjórnvöld verða að
leggja sitt af mörkum og það munum
við gera.
Börnin okkar verðskulda það.
Unga Ísland –
fjárfestum í fólki
framtíðarinnar
Eftir Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur
»Með sextíuaðgerða
áætluninni Unga
Ísland, setur
Samfylkingin
málefni barna
og ungmenna
í forgang
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
reynst
ftirtekt-
em rík-
r til al-
ækkana
a langt
sem at-
í arð-
ög hafa
g veðr-
a.
u þeirri
sanlega
miðils á
að upp-
u krón-
ndamál,
eimilum
Hér er
á ferð.
það er
að tala
ldar að
þetta
mála og
þess að
upptöku
heima-
verðug-
er fyrir
eir H.
fið
rmaður
ka Ís-
lands, vék í máli sínu að umtali
og umræðu þeirri sem var um ís-
lenska hag- og bankakerfið á
sama tíma í fyrra og lofaði við-
brögð viðskiptabankanna við
þeirri umræðu.
„Ekki er vafi á því að sú um-
ræða og það sem henni fylgdi
gerði bönkunum erfitt fyrir um
hríð. Bankarnir brugðust hart við
þeirri óþægilegu stöðu sem upp
var komin. Mikið átak var gert til
að útskýra uppbyggingu og
skipulag íslensku bankanna. Þar
var ekkert fum og fát, heldur
miklu fremur festa og öryggi sem
skilaði árangri. Bankarnir löguðu
nokkra þætti í rekstri og rekstr-
arumhverfi sínu að málefnalegri
gagnrýni sem birst hafði og eins
kváðu þeir niður þætti sem ómál-
efnalegri voru með skýringum,
greinargerðum og hreinskilnum
upplýsingum, jafnt á stórum
fundum sem smáum, og maður á
mann, eftir því sem gafst best. Á
sama tíma þurftu bankarnir um
stund að leita á önnur lánamið en
hefðbundin voru og er ekki vafi á
að þessar aðstæður reyndu mjög
á innviði og stjórnun þeirra. Ekki
verður annað sagt en að þeir sem
í hlut áttu hafi staðist hið erfiða
próf. Fjármögnunarvandinn eins
og hann blasti við okkur um
þetta leyti fyrir ári er úr sögunni
og kjör á eftirmarkaði komin í
eðlilegra horf á ný og traust á
markaði hefur verið endurvakið.“
Sagði Davíð þetta mikið þakkar-
og fagnaðarefni, en að hitt stæði
þó auðvitað eftir að mönnum séu
nú ljósari en áður þær hættur
sem víða geta leynst í framtíð-
inni. „Alþjóðleg skilyrði á mark-
aði geta breyst snögglega. Láns-
fjáraðgengi, sem á undanförnum
misserum hefur verið með ein-
dæmum hagfellt fyrir íslenska
banka sem og aðra, kann að
breytast skyndilega við óvæntar
aðstæður. Mikilvægt er að vera
við því búinn að slíkt geti gerst.“
Draga þarf úr ójafnvægi
Þá sagði Davíð að þótt und-
anfarið ár hefði ekki verið eft-
irsóknarverðir tímar fyrir fjár-
málafyrirtæki sé ljóst að þau hafi
örugglega lært sína lexíu og séu
bæði varkárari sjálf og betur á
varðbergi fyrir utanaðkomandi
áhrifum en áður var.
Davíð sagði ástandið vera
betra nú en fyrir ári en það
skipti miklu máli, enn sem fyrr,
hvernig Íslendingar héldu sjálfir
á sínum eigin málum.
„Brýnast er að draga hratt úr
ójafnvæginu í þjóðarbúskapnum
og endurheimta stöðugleika. Til
þess þarf að draga úr innlendri
eftirspurn. Það gerist að hluta til
sjálfkrafa með lokum þeirra stór-
framkvæmda sem staðið hafa yf-
ir.“
Þá sagði Davíð að þrátt fyrir
að margt hefði breyst til batn-
aðar frá því á sama tíma í fyrra,
hefðu ekki allar breytingar verið
jákvæðar. „Viðskiptahalli liðins
árs verður lengi í minnum hafður
og honum tókst jafnvel að slá við
svartsýnustu spám. Sem betur
fer sjást nú örugg merki um að
úr honum dragi hægt og bítandi,
en líkur standa þó til að sá bati
verði hægari en við höfðum áður
vænst, sérstaklega vegna vaxta-
byrði af völdum erlendra
skulda.“
Davíð sagði baráttuna við verð-
bólgu ennþá vera mikilvægasta
verkefni Seðlabankans. Benti
hann á að bankastjórn Seðla-
bankans ákvað á fimmtudag að
stýrivextir skyldu vera óbreyttir,
14,25%, líkt og þeir hefðu verið
frá því í desember. „Daginn fyrir
síðasta ársfund bankans hækkaði
bankastjórnin hins vegar vexti
sína um 0,75 prósentur og eru
þessar tvær ákvarðanir væntan-
lega nokkur vísbending um hvar
Seðlabankinn telur sig standa í
baráttunni við verðbólguna um
þessar mundir. Sá slagur er for-
gangsverkefni og er ekki vafi á
að góður árangur í þeirri rimmu
er mikið hagsmunamál fyrir
þjóðina í heild og ekki síst fyrir
það unga fólk sem tekið hefur á
sig miklar skuldbindingar í því
skyni að tryggja sér húsnæði um
skeið eða til framtíðar.“
Um 32 milljóna hagnaður
Benti Davíð á að þrátt fyrir að
skuldir íslenskra heimila við
lánastofnanir hafa aukist mjög
mikið á undanförnum árum hefur
greiðslubyrði þó ekki vaxið sem
hlutfall af tekjum vegna annarra
og betri lánskjara sem nú bjóð-
ast, auk hækkandi tekna.
„Vanskil eru ennþá með allra
lægsta móti. Hvort tveggja er
þetta mjög jákvætt. En það
breytir ekki því að Seðlabankinn
hefur áhyggjur af því að ýmsir
kunni að hafa reist sér hurðarás
um öxl, eða a.m.k. teflt á mjög
tæpt vað, því að ekki þurfa að
verða miklar breytingar til að
skuldsettir einstaklingar lendi í
erfiðleikum, sem í sumum tilfell-
um gætu reynst óviðráðanlegir.
Vaxandi verðbólga gæti því orðið
rothögg fyrir mörg heimili.“
Á fundinum fjallaði Helgi S.
Guðmundsson, formaður banka-
ráðs Seðlabankans, um ársreikn-
ing bankans og ársskýrslu, en
Helgi var jafnframt fundarstjóri.
„Samkvæmt rekstrarreikningi
varð hagnaður af rekstri bankans
á liðnu ári að fjárhæð 11,8 millj-
arðar króna. Hann skýrist nánast
að öllu leyti af gengishagnaði. Að
honum slepptum varð 48 milljóna
króna hagnaður fyrir framlag til
ríkissjóðs,“ sagði Helgi.
Samkvæmt lögum nemur fram-
lag til ríkissjóðs þriðjungi hagn-
aðarins, þ.e. 16 milljónum króna.
Hagnaður bankans eftir framlag
til ríkissjóðs og án gengishagn-
aðar nam því 32 milljónum króna
á árinu.
Morgunblaðið/RAX
dsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, litla verðbólgu veigamesta verkefni bankans, bæði til lengri og skemmri
kom fram að búist er við að markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu muni nást á þessu ári.
enn á sléttari sjó
Morgunblaið/RAX
guhorfur vera betri nú en áður.
anka Íslands verði náð á þessu ári og að viðskiptahallinn
ður hagvöxtur minni á árinu en undanfarin misseri.