Morgunblaðið - 31.03.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 31.03.2007, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 16. janúar 2006 skipaði þáverandi forsætisráðherra nefnd sem fjalla átti um lífeyris-, búsetu- og þjónustumál aldraðra. Nefndin skilaði niðurstöðum 19. júlí og sama dag sendi ríkisstjórnin og Landssamband eldri borgara frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem góðu samstarfi í nefndinni var fagnað og ákveðið var að beita sér fyrir framkvæmd þeirra tillagna sem þar voru fram settar. Meðal þeirra atriða sem þar komu fram og hafa nú orðið að veruleika eru hækkun lífeyris, hækkun heimilis- uppbótar, lækkun skerðinga, minni áhrif vegna tekna maka, upptaka frítekjumarks og einföld- un kerfisins. Frá því að yfirlýs- ingin var sett fram hefur það gerst að hluti þeirra atriða sem taka áttu gildi 2009 var færður fram og tók þess í stað gildi nú um síðustu ára- mót. Vegna þessarar vinnu náðu eldri borgarar fram úrbótum á sín- um kjörum sem nemur 29 millj- örðum króna á samnings- tímabilinu eða um sjö milljörðum árlega frá 2007–2010. Þessi sam- eiginlega vinna beggja aðila, þ.e. ríkisstjórnar og landssambands eldri borgara, sýnir svo ekki verð- ur um villst að góður árangur næst þegar menn leggjast saman á árar. Árni M. Mathiesen Yfirlýsing ríkisstjórn- ar og eldri borgara Höfundur er fjármálaráðherra. AÐ undanförnu hefur sú síbylja verið kyrjuð að raforka til stóriðju sé niðurgreidd. Yfirleitt er engin tilraun gerð til að rökstyðja þessa fráleitu fullyrðingu. Staðreyndin er sú að rafmagns- sala til stóriðju er ábatasöm fyrir raforkufyrirtækin og eigendur þeirra. Í dag selur Landsvirkjun 65% raforkuframleiðslu sinnar til stóriðjufyrirtækja og hefur það hlutfall vaxið verulega á und- anförnum árum. Á sama tíma hef- ur rekstrarafkoma fyrirtækisins batnað um leið og raforkuverð til almennings hefur lækkað að raunvirði og er með því lægsta sem þekkist á Vesturlöndum. Til viðbótar má benda á að vax- andi raforkusala til stóriðjufyr- irtækja hefur styrkt raforkukerfi landsmanna en það birtist í fátíð- ari rafmagnstruflunum en ella. Friðrik Sophusson Raforkusala til stóriðju er ábatasöm Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. ÞRÍR forsætisráðherrar, Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Geir Haarde, hafa hunsað vilja Al- þingis frá 2001 þegar þingið sam- þykkti að unnin yrði heildar- stefnumótun í málefnum barna og ungmenna. Á grundvelli þessarar stefnumótunar átti að gera 5 ára framkvæmdaáætlun í samráði við opinberar stofnanir og félagasamtaka sem vinna að mál- efnum barna og ung- linga. Markmið stefnumótunarinnar var að tryggja hag og velferð barna og unglinga á öllum sviðum þjóðlífsins og búa þeim sem best og jöfnust skilyrði til uppvaxtar og þroska. Fram- kvæmdaáætlunina átti að leggja fyrir Alþingi árið 2002. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður barna hefur í meira en áratug kallað á þessa stefnumótun en á hinum Norð- urlöndunum hefur verið í gildi í marga áratugi heildarstefnumótun og aðgerðaáætlun í málefnum barna og unglinga. Skýrsla sem unnin var á vegum forsætisráðu- neytisins og 130 sérfræðingar komu að sýndi að mikil brotalöm er í þessum málaflokki, en börn og ungmenna á landinu eru um 84 þúsund. Gagnrýnt var að alla heildarsýn vanti og skortur sé á samhæfingu og pólitískri stefnu- mótun. Miklum agnúum var lýst á bóta- og velferð- arkerfinu varðandi hag barna m.a. að bætur velferðarkerfisins séu svo naumt skammtaðar að þær hrökkvi ekki fyrir lágmarks- framfærslukostnaði – og skorti þar mikið á, enda væri fátækt fólks oft fast í svonefndri fá- tæktargildru. Sér- staklega var nefnt að úrbóta sé þörf í mál- efnum fátækra barna, nýbúabarna, barna með geðrask- anir og barna og ungmenna í vímuefnavanda. Einnig kom fram hve fljótt dregur úr skólasókn ungmenna því einungis innan við helmingur tvítugra ungmenna stundar nám. Fram kom einnig að slys á börnum og unglingum sem leita á slysadeild séu tíðust á Ís- landi í samanburði við Norð- urlöndin, en hlutfallslega slasast helmingi fleiri börn á Íslandi en t.d. í Svíþjóð. Grafalvarlegt er líka að fram kemur að kynferðisleg misnotkun barna sé stórum út- breiddari en álitið hafði verið og nær fimmta hvert barn sem nær 18 ára aldri hefur orðið fyrir henni. Jafnvel þó svona svört skýrsla liggi fyrir þá hefur rík- isvaldið hunsað vilji Alþingis frá árinu 2001 um stefnumótun og að- gerðaáætlun til að bæta hag barna og ungmenna. Bitnað afar illa á barnafjölskyldum Skerðingar á bóta- og velferð- arkerfinu hafa komið afar þungt niður á barnafjölskyldum. Þar ber hæst rúmlega 10 milljarða króna skerðing á barnabótum og skerð- ing á skattleysismörkum sem væru í dag 137 þúsund í stað rúm- lega 90 þúsund ef þau hefðu fylgt launavísitölu. Jafnframt hefur ver- ið komið aftan að unga fólkinu og íbúðarkaupendum almennt með því að skerða vaxtabætur. Það er gert á sama tíma og verðlag á íbúðarhúsnæði hefur tvöfaldast á sl. 5 árum og útborgun á sam- bærilegri þriggja herbergja íbúð aukist úr 1 milljón í 5 milljónir. Niðurgreiðsla ríkisins á tann- læknakostnaði barna hefur dregist svo saman að það stefnir í tvískipt tannheilsukerfi en fólk með lágar og meðaltekjur á afar erfitt með að standa undir kostnaði við tann- heilsu barna sinna. Endurreisum barnvænt samfélag Eitt brýnasta verkefnið nú er að endurreisa barnvænt samfélag eins og við í Samfylkingunni höf- um boðað. Ég fullyrði að enginn flokkur hefur sinnt betur mál- efnum barna og ungmenna á þingi en þingflokkur Samfylkingarinnar. Í aðdraganda alþingiskosninga nú leggjum við fram mjög ítarlega stefnumótun í þessum málaflokki undir kjörorðinu stöndum vörð um börnin okkar – fjárfestum í fram- tíðinni. Lögð er fram heildstæð stefnumótun og aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna. Sérstaklega verður gripið til að- gerða til að draga úr fátækt barna. Fyrstu skrefin verða m.a. að auka stuðning við barna- fjölskyldur með verulegum end- urbótum á barnabótakerfinu, stór- auknum stuðningi við tannheilsu barna og námsbækur verði fram- haldsskólanemum að kostn- aðarlausu. Jafnframt verður strax aukin aðstoð við unga fíkniefna- neytendur og börn með hegð- unarerfiðleika. Einnig munum við auka vernd barna gegn kynferð- isafbrotum. Aðgerðaáætlunin felur líka í sér lengingu á fæðingarorlofi úr 9 mánuðum í 1 ár. Fæðing- arorlof einstæðra foreldra verður aukið þannig að orlofstíminn verði ekki skemmri en hjá hjónum eða sambúðarfólki. Stefnt er að gjald- frjálsum leikskóla og að öll börn geti tekið þátt í íþrótta- og tóm- stundastarfi óháð efnahag. Það skiptir máli hverjir stjórna til að barnvænt samfélag verði end- urreist. Forysta okkar jafn- aðarmanna í ríkisstjórn mun tryggja það. Börnin í forgang Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur: »Markmið stefnumót-unarinnar var að tryggja hag og velferð barna og unglinga á öll- um sviðum þjóðlífsins og búa þeim sem best og jöfnust skilyrði til upp- vaxtar og þroska. Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. Borgaðu fyrir fólksbíl. Fáðu jeppling. Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðsmenn um land allt Akureyri 464-7940 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 *Á meðan birgðir endast. Verð frá2.590.000,- Subaru Forester með 2.0 lítra vél og 158 hestöflum. 200.000 KR. KAUPAUKI Vindskeið, heilsársdekk og 16” álfelgur.* Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Sigurberg Guðjónsson hdl. Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is Ísak V. Jóhannsson, sölustjóri 822 5588 534 2000 www.storhus.is Glæsilegt skrifstofuhúsnæði í þessu sögufræga húsi við Skógarhlíð í Reykjavík. 150 fm á 2. hæð sem skiptist í 4 rúmgóðar skrifstofur, rúmgott opið vinnurými, salerni og sameiginlegt eldhús á jarðhæð. Einnig í sama húsi á jarðhæð ca 90 fm og 60 fm skrifstofuhúsnæði. Húsnæðið er allt ný endurnýjað á glæsilegan hátt. isak@storhus.is GLÆSILEGT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Á ÞÓRODDSTÖÐUM Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.