Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 43 Orlando Home Sales Are you visiting Orlando soon? Our team is in Orlando, Florida and ready to show you some of the best deals in this great buyer's market. To set up an appointment in April while you are in Orlando, please contact: Thorhallur Gudjonsson from Gardatorg (354) 896-8232 Meredith Mahn from Domus Pro (321) 438-5566 For more information, visit us at: www.LIVINFL.com Domus Pro Inc. Vacation Home Sales Division 001-321-438-5566 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is GLAÐHLAKKALEGUR mæti ég til starfa, laust fyrir klukkan átta að morgni, tilbúinn að takast á við fjöl- breytileg verkefni dagsins. Byrja á því að bjóða góðan daginn á kaffistofunni og fá mér einn kaffibolla, þar sem ég mæti alltaf korteri fyrir upphaf vinnutíma. Það geri ég bara því andinn í skólanum er góður og gaman að byrja daginn á smá spjalli um dag- inn og veginn. Að því búnu fer ég fram í anddyri til að taka á móti nemendum. Aðstoða þá við að raða skóm í hillur, hjálpa sumum úr vetrarfatnaði, spjalla við þau um hitt og þetta og reyni að láta þeim líða vel þegar þau mæta til starfa. Þegar bjallan hringir aðstoða ég kennarana við að koma öllum í fallegar raðir fyrir utan sína stofu. Allir komnir í stofuna sína og byrj- aðir að læra þannig að ég geng um ganginn og hengi upp þann fatnað sem eftir varð á gólfinu ásamt því að ég kem óskilamunum til síns heima. Fer síðan fram og tek til við að raða skólamjólk- inni í réttar töskur. Ein mjólkurtaska fyrir hvern bekk í skólanum. Er síðan tilbúinn að afhenda töskurnar umsjón- armönnum sem koma fyrir frímínútur. Þá verð ég að drífa mig í útigallann. Kem mér fyrir í anddyri skólans og hjálpa kennurum að senda nemendur út í frímínútur. Oftast þarf maður að aðstoða við að renna upp, losa fasta rennilása, snýta einum eða tveimur, reima fyrir þennan eða hinn, loka hurð og bregða sér út fyrir. Í frímínútunum geng ég um skóla- svæðið. Gæti þess að ekkert komi uppá milli nemenda. Boltaleikirnir gangi eðlilega fyrir sig og ekki sé verið að kasta snjó í mann og annan. Er bjallan hringir þarf að sjá til þess að allir standi í fallegri röð uns kennarinn hleypir inn. Þá þarf oft að þurrka ganga og sjá til þess að allir skór kom- ist í réttar hillur. Ekki óalgengt að að- stoða þurfi þá minnstu úr kuldaskón- um. Þegar allir eru komnir inn í sína stofu fæ ég smá tíma til að kasta mæð- inni og fá mér kaffitár. Get þó ekki dvalið lengi við það því ég þarf að fylgja 7 ára nemendum í sundlaugina. Kem mér því aftur í útifötin og fylgi þeim að skólabílnum þar sem þau standa í fal- legri röð. Inn í bíl og passað uppá að allir séu með beltin spennt og sitji fal- lega í sætum sínum. Er komið er í sundlaugina þarf að gæta þess að allir fari í réttan klefa en svo dríf ég mig aft- ur út í bíl því ég þarf að nota tímann til að undirbúa matarhlé nemenda. Fer því í að raða hnífapörum í skúff- ur, draga fram ræstingarvagninn, setja vatnskönnur á borð ásamt glösum en verð því næst að koma mér aftur niður í laug að sækja krakkana. Í sundlauginni þarf yfirleitt að kíkja inn í klefa og athuga hvort allir séu mættir út í bíl. Sjá svo um að allir spenni sig og séu stilltir og prúðir. Þegar í skólann er komið fylgi ég nemendum að sinni stofu, hjálpa þeim að koma sundfötunum á snagann sinn og sé til þess að þau gangi í röð í mat- salinn. Í matsalnum aðstoða ég þau yngstu við að komast í sætið sitt með matinn, þurrka af borðum, fylli á vatns- könnur, fer með óhreint leirtau í upp- vask, sópa gólf og lít til með að allir nærist vel. Þegar þau yngstu hafa mat- ast þarf að passa uppá að þau fari út í frímínútur og að þau eldri fari í fallega röð við mötuneytið. Þá fer ég ýmist út til að gæta að þeim yngri eða sinni sömu hlutverkum í matsalnum með eldri nemendum og ég gerði hjá þeim yngri. Eftir hádegis- og frímínútnahlé nemenda gefst mér tími til að fá mér smá hádegisbita áður en leið mín liggur í heilsdagsskólann. Þar sinni ég ýmsum hlutverkum yfir daginn. Ég tek á móti börnunum, passa að þau skrái sig inn og séu að koma á réttum tíma. Aðgæti ef einhvern vant- ar, hvort viðkomandi sé heimavið vegna veikinda eða bara seinn úr sinni heimastofu. Síðan þarf að koma nemendum í hópa við að leira, lita, fara með þau í útileiki og aðstoða þau við eitt og ann- að. Inn á milli útbý ég síðdegishress- ingu fyrir börnin því vinnudagur þeirra er líka langur. Einnig þarf að vera í góðum samskiptum við for- ráðamenn sem hafa samband, fylgjast vel með því hvenær börnin eiga að fara heim, hvort þau verði sótt eða komi sér sjálf og vita sem mest um hvernig dag- ur þeirra hefur þróast þegar for- ráðamenn sækja þau. Þegar þetta allt er búið fer klukkan að nálgast fjögur og vinnudegi að ljúka. Þau eru sem sagt ýmiss störfin sem ég sinni sem skólaliði í skólanum mínum. LEIFUR S. GARÐARSSON, skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði. Skólaliði í einn dag Frá Leifi S. Garðarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.