Morgunblaðið - 31.03.2007, Page 47

Morgunblaðið - 31.03.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 47 þeim á framfæri á hógværan en bein- skeyttan hátt. Það vissu allir hvar þeir höfðu Stefán. Þegar við hjónin komum að Hólum 1981 var Stefán fyrir nokkru hættur þar sem kennari og fluttur á Sauð- árkrók. Hann varð síðar „ríkisstjóri“ í áfengisverslun ÁTVR á Króknum. Oft var tekið létt spjall í búðinni. Eitt haustið var þar mikil umferð og fjöldi fólks. Ég segi svona í léttu gríni við Stefán: „Það er mikil traffík hjá þér núna. Margir að koma að versla. Hvað stendur til?“ „Já,“ segir Stefán og brosir á sinn sérstæða og hlýja hátt, „ég sé alltaf þegar heimabrugg- ið hefur mistekist hjá Skagfirðing- um, þá eykst salan í áfengisverslun- inni, en ef tekist hefur vel þá er nánast ekkert að gera hérna.“ Það var alltaf stutt í kímnina. Stefán var mikill Hólamaður og bar afar hlýjan hug til Hólastaðar og þess sem þar var að gerast. Við hjón- in eigum ljúfar minningar frá kynn- um okkar við Stefán og þökkum hon- um samfylgdina, vináttu og góð ráð gegnum árin. Blessuð veri minning Stefáns Guð- mundssonar. Við sendum Margréti og fjölskyld- unni allri einlægar samúðarkveðjur. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Stefán Guðmundsson, félagi okkar úr morgunsundinu á Sauðárkróki er látinn. Stefán átti langa samfylgd með Sundlauginni á Króknum. Þegar bygging sundlaugarinnar stóð fyrir dyrum fyrir löngu síðan og búið var að stika fyrir grunninum, tafðist verkið eitthvað. Vorið 1956 reyndist erfitt að fá vinnuvélar til að hefja framkvæmdir enda Skagfirðingar að brjóta land til nýræktar eins og aðrir landsmenn. Frumkvöðull sundlauga- framkvæmdanna, Guðjón heitinn Ingimundarson, var orðinn uggandi. Eina bjarta vornótt hringdi síminn hjá Guðjóni, og rödd hinum megin spurði hvort ekki væri rétt að fara að taka grunninn! Þar var Stefán, þá ungur ýtumaður hjá Ræktunarsam- bandinu, kominn, skröltandi á belt- unum framan úr sveit og vildi nýta bjarta vornóttina. Hófust þá fram- kvæmdir. Stefán var alla tíð síðan vinur Sundlaugarinnar og þótti vænt um hana. Stefán var um langt árabil einn af trúföstum félögum morgunsyndara sem byrja hvern virkan dag rétt fyrir klukkan 7 í sundlauginni og heita pottinum. Hann setti svip sinn á hóp- inn. Var löngum frár á fæti, syndur sem selur og ágætlega á sig kominn. Hann var hlýr í lundu þarna í morg- unsárið, hæglátur og kíminn. Hann var hagmæltur, lumaði oft á vísum sem hæfðu hverju tilefni, oft smá- stríðinn en aldrei meinlegur. Með Stefáni Guðmundssyni er genginn góður félagi sem sárt er saknað. Morguninn sem okkur sundfélög- um Stefáns bárust fréttirnar af and- láti hans, mátti líta þrjár „dívur“, all- ar komnar af léttasta skeiði, eins og flest okkar hinna í morgunhópnum, þar sem þær stóðu í röð í vatninu við norðurbakkann og gerðu æfingar í blíðviðrinu. Þær studdu vinstri hendi við bakkann en teygðu þá hægri til himins og sveigðu sig tignarlega til hliðanna, algerlega samtaka. Það var líkt og þær væru að veifa í kveðju- skyni til félaga okkar og vinar, Stef- áns Guðmundssonar, sem kvaddi þennan heim allt of snemma fyrir fá- einum dögum. Við, sundfélagar Stefáns, sendum Margréti konu hans; börnum þeirra og öðrum nánum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, félagi og vinur. Morgunhópurinn í Sundlaug Sauðárkróks. ✝ Jón Sigurðssonfæddist í Núps- kötlu á Melrakka- sléttu 17. júlí 1946. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 23. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Álfhildur Gunn- arsdóttir húsfreyja, f. 9.6. 1924, d. 5.8. 2003, og Sigurður Þórarinn Haralds- son, f. 15.4. 1916, d. 5.9. 1995. Þau bjuggu í Núpskötlu. Systkini Jóns eru Haraldur, f. 2.8. 1943, Vigdís Valgerður, f. 24.1. 1954, og Kristbjörg, f. 22.10. 1968. Dóttir Jóns og Elínar Ingólfs- dóttur, f. 30.12. 1946, er Ragn- heiður, f. 22.8. 1973, gift Guð- mundi Antonssyni, f. 18.4. 1956. Synir þeirra eru Þorsteinn Már, f. 9.4. 2002, og Breki, f. 1.6. 2004. Jón kvæntist 11.12. 1979 Krist- rúnu Þóru Clausen, f. 17.2. 1953, þau skildu. Börn þeirra eru Lilja Rós Clausen, f. 29.10. 1977, sonur hennar er Arnar Freyr Heiðarsson, f. 20.6. 2000, og Ár- mann Freyr, f. 23.5. 1983. Börn Krist- rúnar eru Halldóra Jóhannsdóttir, f. 12.6. 1970, og Tryggvi Þór Tryggvason, f. 28.12. 1974. Fyrrverandi sam- býliskona Jóns er Hrafnhildur Ein- arsdóttir, f. 30.7. 1950. Jón starfaði sem ungur maður á síldarplönum á Raufarhöfn. Hann var kokkur til sjós. Lærði bifvéla- virkjun á BSA á Akureyri 1965– 69 og starfaði mikið við réttingar á bílum á verkstæðum í Reykja- vík. Auk þess átti hann trillu sem hann reri á um tíma. Síðast starf- aði hann hjá Flugmálastjórn á Reykjavíkurflugvelli sem braut- ryðjandi. Útför Jóns verður gerð frá Snartarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt þennan heim og fetað nýjan stíg. Það er mjög erfitt fyrir okkur að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért dá- inn. Þrátt fyrir erfið veikindi von- uðum við alltaf að þú fengir heilsuna aftur og gætir notið lífsins nýr og betri maður. Við erum þó þakklát fyrir að hafa verið hjá þér kvöldið áð- ur en þú fórst í aðgerðina. Það var gott að geta kvatt þig almennilega. Þau verða alltaf minnisstæð orðin þín þarna um kvöldið, þegar þú sagð- ist ekkert vera kvíðinn og að leiðin lægi bara upp á við eftir aðgerðina. Hvíldu í friði, elsku pabbi, og hafðu þökk fyrir allt. Þín börn, Ármann Freyr og Ragnheiður. Hann situr í húsi undir hamri við brimsorfna vík og hlustar á öldurnar líða yfir landið (Einar Már Guðmundsson) Elskulegur bróðir minn er látinn, allt of snemma eins og svo margir, en eigi má sköpum renna. Ég átti þá von fyrir þína hönd að þú myndir öðlast bata og fengir tækifæri til að framkvæma drauma þína, sem voru margir, og njóta. Við deildum áhuga á ættfræði og mörg samtöl okkar urðu býsna löng þegar rætt var um menn og málefni. En þú varst hafsjór af fróðleik um ýmislegt og uppfræddir mig. Oftar en ekki hafðir þú komið höndum yfir fágætar bækur sem opnuðu nýja sýn á málefnin. En ég mun geyma með mér þín síðustu ráð mér til handa og jafnvel fara eftir þeim. Samúðarkveðjur til allra aðstand- enda. Vigdís. Framundan eru páskar, ein mesta hátíð kristinna manna er við minn- umst upprisu Jesú Krists, en auðvelt er fyrir þann sem þekkir náttúruna á Melrakkasléttu árið um kring að hugsa sér að einmitt þar komist fólk einna næst því að upplifa upprisuna, frá myrkri, auðn og kyrrð vetrarins til miðnætursólar og iðandi fuglalífs um Jónsmessuna. Þarna við ysta haf fæddist Jón bróðir minn, í gamla torfbænum í Núpskötlu og ólst upp við kjör þess tíma og nægjusemi sem reyndar fylgdi foreldrum okkar alla tíð. Eins og tíðkaðist til sveita tók hann snemma þátt í störfum heima fyrir. Til eru sögur af skotvopnanotkun þeirra bræðra frá ungaaldri sem ekki mun hafa verið öllum að skapi en sú kunnátta var og er nauðsynleg á þessum stað til að halda niðri vargi, ekki síst sjálfum melrakkanum og þeim óboðna gesti minknum, sem feðgarnir voru óþreytandi við að elta uppi um árabil. Eitt af skyldustörf- unum á tímabili var að fara með póstinn á bæi á Vestur-Sléttu, en faðir okkar var þá landpóstur. Oftast voru hestar notaðir í þessar ferðir en þegar Jón hafði eignast reiðhjól hjól- aði hann gjarnan með póstinn og þó okkur sem búum á þessu svæði finn- ist vegurinn um Sléttuna ekki vera merkilegur í dag var hann eðlilega mun verri um 1960. Strax sem strák- ur var Jón liðtækur í eldhúsinu, en móðir okkar var einkar lagin við að gefa lausan tauminn þeim sem áhuga höfðu til þeirra verka, þessi reynsla nýttist honum auðvitað vel síðar, ekki síst er hann fór að starfa sem kokkur til sjós. Jón stundaði um tíma bílaréttingar við frumstæðar aðstæður heima í Núpskötlu en seinna eignaðist hann eigin bát, Blysfara ÞH27, sem hann reri á til handfæraveiða, oft við annan mann, t.d. reri eiginmaður minn með hon- um sumarið 1988. Ekki þótti þeim fé- lögum gáfulegur hásetinn sem senda þurfti í land vegna sjóveiki og gerðu óspart grín að undirritaðri á eftir en bróðir minn var mikill grallari og sagði oft sögur af uppátækjum sín- um frá yngri árum. Hann kallaði gjarnan eigur sínar skondnum nöfn- um eins og Græna byltingin, Töfra- teppið og Svörtuloft, „Kaupfélags- stjórasvítan“ var um tíma til reiðu í Krummahólum sem ég og mitt fólk nutum góðs af. Þá átti hann það til að finna upp saklaus uppnefni eins og Sjálfbjörg og Krita gamla, sem til- heyra mér. Bróðir minn var vel gef- inn, hann var fróður um menn og málefni, þar á meðal um báta og út- gerðir, enda vel lesinn og hafði gam- an af því að segja sögur. Að eigin dómi hafði hann þó hlotið miður æskilegt gen sem leiddi til áfengis- sýki en með viljastyrk og aðstoð tókst honum að losna frá þessum óvini og var eftir það ötull liðsmaður hjá SÁÁ og tíðrætt um þau mál. Líkt og farfuglarnir var hann væntanleg- ur norður og talaði oft um að „sækja sér vorið“. Ýmislegt bendir til að það vori snemma í ár nú þegar hann er lagður af stað í sína síðustu ferð norður. Ég er þakklát fyrir þá til- viljun að ég var hjá honum á hinstu stundu og vil að leiðarlokum þakka honum alla hans greiðvikni í minn garð, ekki síst umhyggju hans fyrir Agnari í vetur. Kristbjörg. Jón Sigurðsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN MAGNÚSSON, Kirkjuvegi 10, Keflavík, er látinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 4. apríl kl. 11.00. Lilja Þórðardóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Karl Antonsson, Númi Jónsson, Ásdís Gunnlaugsdóttir, Sigurveig Una Jónsdóttir, Jónas Pétursson, Sif Jónsdóttir, Iljaz Sada, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BORGÞÓR JÓNSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 28. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 16. apríl kl. 15.00. Halldóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Borgþórsson, Margrét Tryggvadóttir, Arndís Borgþórsdóttir, Ísleifur Gíslason, Jón Gunnar Borgþórsson, Kristín Jóhannsdóttir, Ólafur Borgþórsson, María Lea Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ÞORSTEINS JÓSEFS STEFÁNSSONAR frá Jaðri, Vopnafirði. Bestu þakkir til allra sem önnuðust hann síðustu árin og einnig til þeirra sem heimsóttu hann og sýndu honum vináttu og tryggð. Heiðrún Þorsteinsdóttir, Hermann Hansson, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Viðar Bjarnason og fjölskyldur. ✝ Móðir okkar, STEINUNN ARNÓRSDÓTTIR BERGLUND, lést í Stokkhólmi miðvikudaginn 28. mars. Útförin fer fram í Stokkhólmi fimmtudaginn 26. apríl. Margaretha Berglund, Kristína Berglund Fries. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR frá Ólafsfirði, til heimilis á Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést miðvikudaginn 28. mars. Útförin verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 7. apríl kl. 14.00. Margrét Jóna Halldórsdóttir, Þorberg Ólafsson, Ólöf Þórey Halldórsdóttir, Einar Sigurðsson, Eyja Þorsteina Halldórsdóttir, Finnbogi Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞRÁINN GUÐMUNDSSON fyrrverandi skólastjóri, Sóleyjarima 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 4. apríl kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Margrét Guðmundsdóttir, Ingibjörg Þráinsdóttir, Guðmundur Ómar Þráinsson, Bergþóra Haraldsdóttir, Hulda Þráinsdóttir, Helgi Kristinn Hannesson, Margrét Þráinsdóttir, Héðinn Kjartansson, Lúðvík Þráinsson og barnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.