Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 55
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Barðstrendingafélagið og Borgfirðingafélagið |
Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, í dag kl. 14.
Dalbraut 18–20 | Fjölbreytt félagsstarf alla daga.
Mánudaga myndlist, leikfimi, brids. Þriðjudaga fé-
lagsvist. Miðvikudaga samvera í setustofu með
upplestri. Fimmtudaga söngur með harm-
onikkuundirleik. Föstudaga postulínsmálun og úti-
vist þegar veður leyfir. Heitt á könnunni og með-
læti.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og
Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9–
16.30 er fjölbreytt dagskrá m.a. opnar vinnustofur
og spilasalur, léttar gönguferðir um nágrennið o.fl.
Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Fimm-
tud. 10. maí leikhúsferð í Borgarleikhúsið að sjá
„Ást“. Skráning hafin á staðnum og í s. 575-7720,
allir velkomnir. Strætisvagnar S4, 12 og 17.
Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglu-
manna | heldur hefðbundinn sunnudagsfund deild-
arinnar á morgun 1. apríl kl. 10 á Grettisgötu 89, 1.
hæð. Félagar, fjölmennið.
Kirkjustarf
Boðunarkirkjan | Hlíðasmára 9, 3. hæð, Kópavogi.
Vinalegur söfnuður sem boðar Orð Drottins Jesú
Krists og Biblíuna. Samkomur alla laugardaga kl. 11.
Fræðsla fyrir börnin. Í dag prédikar Ragnheiður
Laufdal.
Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58–60, 3.
hæð. Fundur í Kristniboðsfélagi karla mánudaginn
2. apríl kl. 20. Herra Sigurbjörn Einarsson talar um
Hallgrím Pétursson. Fundurinn er öllum opinn, kon-
um og körlum.
70ára afmæli. Í dag, 31.mars, verður sjötug
Anna Jenný Marteinsdóttir,
Suðurvör 2, Grindavík. Af því
tilefni mun hún eyða deginum
í faðmi fjölskyldunnar.
60ára afmæli. Í dag, laug-ardaginn, 31. mars, er
sextug Eyvör Baldursdóttir,
fv. strætisvagnastjóri,
Prestastíg 3, Reykjavík.
dagbók
Í dag er laugardagur 31. mars, 90. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.)
Geðsvið Landspítala – háskóla-sjúkrahúss og Endurmennt-unarstofnun Háskóla Íslandsstanda fyrir námskeiðinu Of-
virkni fullorðinna dagana 7. og 8. maí.
Jón Friðrik Sigurðsson, forstöðusál-
fræðingur á geðsviði LSH, er skipu-
leggjandi námskeiðsins ásamt Ernu
Guðrúnu Agnarsdóttur:
„Leiðbeinendur á námskeiðinu eru
dr. Susan Young dósent og Gísli H.
Guðjónsson, prófessor í réttarsálfræði,
sem bæði starfa við Institute of Psychi-
atry í Lundúnum,“ segir Jón Friðrik.
„Ekki þarf að kynna Gísla fyrir íslensk-
um lesendum, en Susan er virt fræði-
kona á sviði ofvirkni fullorðinna, og tal-
in meðal þeirra fremstu í sínu fagi.“
Einkenni og tengd vandamál
Viðfangsefni námskeiðsins er sál-
fræðileg meðferð unglinga og fullorð-
inna með einkenni ofvirkni og athygl-
isbrests: „Farið verður yfir ferilinn frá
greiningu til meðferðar, fjallað ítarlega
um kjarnaeinkenni ofvirkni og athygl-
isbrests eins og minnisvandamál, erf-
iðleika með tímastjórnun, lausn vanda-
mála og hvatvísi, og tengd vandamál
eins og erfiðleika með félagsleg tengsl,
kvíða, pirring og reiði,“ segir Jón Frið-
rik.
„Þegar börn og ungmenni greinast
með ofvirkni og athyglisbrest hvílir það
oft á foreldrum að hjálpa börnum sín-
um að ná stjórn á vanda sínum,“ segir
Jón Friðrik, en um helmingur þeirra
sem greinast með ofvirkni og athygl-
isbrest í æsku hefur enn einhver ein-
kenni á fullorðinsárum. „Að greina
þennan vanda og veita meðferð getur
veirð vandasamt fyrir meðferðaraðila
og mjög krefjandi fyrir skjólstæðing-
inn,“ segir Jón Friðrik. „Þarf oft að
leggja mikla áherslu á að hvetja ein-
staklingana til að taka breytingum á lífi
sínu, sem sumar eru mjög krefjandi.“
Nánari upplýsingar og skráning er á
vef Endurmenntunarstofnunar á slóð-
inni www.endurmenntun.is. Nám-
skeiðið er ætlað sálfræðingum og lækn-
um og öðrum sem taka þátt í meðferð
unglinga og fullorðinna með athygl-
isbrest og ofvirkni.
Heilsa | Námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar og LSH 7. og 8. maí
Ofvirkni fullorðinna
Jón Friðrik Sig-
urðsson fæddist í
Reykjavík 1951.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá MH
1971, BA í sálfræði
frá Háskóla Ís-
lands 1976, meist-
araprófi frá Há-
skólanum í Stirling
1988 og doktorsprófi frá Institute of
Psychiatry, Kings College 1998. Jón
Friðrik hefur starfað við kennslu,
rannsóknir og klínísk störf. Hann er
nú forstöðusálfræðingur á geðsviði
LSH og dósent við læknadeild HÍ og
kennslufræði- og lýðheilsudeild HR.
Jón Friðrik er kvæntur Ásrúnu Matt-
híasdóttur lektor og eiga þau tvö
börn.
Tónlist
Salurinn, Kópavogi | Í dag kl. 17. Blásarasveit Reykjavíkur
undir stjórn Kjartans Ólafssonar flytur verk eftir 3 tón-
skáld, þ. á m. útskriftarverk Benedikts Hermanns Her-
mannssonar úr LHÍ. Einleikari: Una Sveinbjarnardóttir. Að-
gangur ókeypis og allir velkomnir.
Myndlist
Gallerí Lind | Myndlistarmaður aprílmánaðar hjá Gallerí
Lind er Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir sem sýnir olíu-
málverk unnin á þessu ári. Hrafnhildur Inga hefur haldið
nokkrar einkasýningar undanfarin ár, nú síðast í Hafn-
arborg. Sýningin opnar kl. 17 þann 30. mars og stendur til
13. apríl.
Listasafn ASÍ | Í dag kl. 14 opnar Borghildur Óskarsdóttir
sýningu sína „Opnur“. Uppistaðan í sýningunni er ættar-
og fjölskyldusaga sem tengist hinum ýmsu stöðum á sunn-
anverðu landinu, náttúrunni þar og húsunum. Sýningin
stendur til 29. apríl, opið kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Sjá
nánar www.asi.is.
Listasalur Mosfellsbæjar | Kjarna, Þverholti 2, í Bókasafni
Mosfellsbæjar. Opnun í dag kl. 15. Sjömílnaskór, samsýning
7 listamanna: Þórdís Aðalsteinsd., Unnar Örn, Oddvar
Hjartars., Ingibjörg Birgisd., Heiða Harðard., Eyþór Árnas.
og Berglind J. Hlynsd. Stendur til 28. apríl. Opið virka daga
kl. 12–19 og laugard. kl. 12–15.
Næsti bar | Ingólfsstræti 1a. Í dag kl. 17 opnar Bagga mál-
verkasýningu.
Suðsuðvestur | Sýning Snorra Ásmundssonar, „Ég og
vinnustofa mín“, samanstendur af sjálfsmynd, teikningum
af listunnendum og myndbandi sem tekið er upp á vinnu-
stofu listamannsins.
Fyrirlestrar og fundir
Sögufélag, Fischersundi 3 | Aðalfundur Sagnfræðinga-
félags Íslands hefst kl. 16. Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 17
flytur Hrefna M. Karlsdóttir fyrirlestur, „Deilur um veiðar á
almennu hafsvæði. Síldveiðarnar í Norðursjó 1950–1976“.
Aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Blessuð sértu borgin
mín 2007. Borgaraþing í dag kl. 13. Þingið fjallar um Íbúða-
lýðræði. Fyrirlesarar verða Snorri F. Hilmarsson, Audun
Engh frá Noregi, Einar Eiríksson og Bryndís Schram. Í pall-
borði verða samgönguráðherra, umhverfisráðherra og
þingmenn úr Reykjavík auk fulltrúa í borgarstjórn.
Fréttir og tilkynningar
Hann – hún & heimilið | Ný lífsstílsverslun opnar laug-
ardaginn 31. mars. Ber hún nafnið Hann – hún & heimilið og
er til húsa í Bæjarlind 16, Kópavogi. Verið velkomin í glæsi-
lega verslun og þiggið kaffibolla.
Útivist og íþróttir
Samfylkingin í Reykjavík | Samfylkingin gengur um Elliða-
rárdalinn í dag, laugardag. Mæting við Rafstöðina kl. 13.
Gengið um dalinn í 1 klst. í góðum félagsskap frambjóðenda
í Reykjavík. Allir velkomnir.
VERKIÐ Stúlka er eftir ástralska myndhöggvarann Ron Mueck. Það er nú til sýnis á Contemporary
Art Center á Malaga og virtust margir vera áhugasamir um að skoða þetta risavaxna stúlkubarn.
Stara á stúlku
Reuters
Auglýstu atburði á
þínum vegum hjá okkur
Hafðu samband við auglýsingadeild
Morgunblaðsins í síma 569 1100
• Tónleika
• Myndlistarsýningar
• Leiksýningar
• Fundi
• Námskeið
• Fyrirlestra
• Félagsstarf
• Aðra mannfagnaði
SKÁLHOLTSSTAÐUR býður upp á
fjölbreytta dagskrá í dymbilviku og
á páskum. Í Skálholtsskóla eru sér-
stakir kyrrðardagar í dymbilviku
frá miðvikudagskvöldi fram á laug-
ardag. Umsjón með þeim hafa sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir og
Kristinn Ólason.
Boðið er upp á fjölbreytta dag-
skrá í helgi og kyrrð staðarins, seg-
ir í fréttatilkynningu. Fáein pláss
eru laus og er skráning og frekari
upplýsingar í síma 486 8870 og með
netfanginu rektor@skalholt.is.
Á skírdagskvöld verður guðs-
þjónusta í Skálholtsdómkirkju kl.
21, prestur séra Egill Hallgrímsson.
Á föstudaginn langa er messa kl.
16, prestur séra Sigurður Sigurð-
arson vígslubiskup. Að kvöldi föstu-
dagsins langa verður tónlistarstund
í kirkjunni sem Barna- og unglinga-
kór Biskupstungna annast undir
stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar
organista. Tónleikarnir hefjast kl.
20.30. Á páskadag er guðsþjónusta
kl. 8 árdegis og sama dag er hátíð-
arguðsþjónusta kl. 14.
Fjölbreytt dag-
skrá í Skálholti
MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA
Íslands og Mannréttindastofnun
Háskóla Íslands munu 2. apríl nk.
standa fyrir ráðstefnunni „Mann-
réttindasamningar Sameinuðu
þjóðanna. Áhrif þeirra, fram-
kvæmd og tengsl við mannréttinda-
sáttmála Evrópu.“
Á ráðstefnunni flytja nokkrir
helstu sérfræðingar mannréttinda-
mála í Evrópu fyrirlestra um þetta
áhugaverða málefni.
Valgerður Sverrisdóttir utanrík-
isráðherra flytur ávarp.
Ráðstefnan verður haldin í Nor-
ræna húsinu og stendur frá 13.30-
17. Upplýsingar um fyrirlesara og
nánari dagskrá má sjá á www.laga-
deild.hi.is
Ráðstefna um
mannréttindi
UMFERÐARÓHAPP varð á mótum
Kringlumýrarbrautar og Suður-
landsbrautar í Reykjavík miðviku-
daginn 28. mars milli klukkan 8 og
9. Umferð þar er stjórnað með um-
ferðarljósum. Lentu þar saman
fólksbifreið af VW Polo-gerð og
vöruflutningabifreið af gerðinni
Volvo.
Ágreiningur er uppi um stöðu
umferðarljósa þegar áreksturinn
varð og því eru þeir vegfarendur
sem kunna að hafa orðið vitni að
óhappinu beðnir um að hafa sam-
band við lögreglu í síma 444 1000.
Lýst eftir
vitnum