Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 9 FRÉTTIR Nafn Guðbjartur Hannesson. Starf Skólastjóri í Grundaskóla á Akranesi. Fjölskylduhagir Giftur Sigrúnu Ás- mundsdóttur iðjuþjálfa og á tvær dætur, Birnu og Hönnu Maríu. Kjördæmi Norðvestur, 1. sæti fyrir Samfylkinguna. Helstu áhugamál? Skóla- og félagsmál og ferðalög. Hvers vegna pólitík? Ég var áður í sveitarstjórnarpóli- tík en ástæðan fyrir því að ég fer aft- ur í pólitík er að mig langar að breyta þessu samfélagi til meiri jafn- aðar. Mig langar að stöðva þá þróun sem mér finnst hafa verið til aukins misréttis og klofnings meðal þjóðar- innar, t.d. milli landsbyggðar og höf- uðborgarsvæðisins og milli ríkra og fátækra. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Já, að sjálfsögðu. Það er mjög áhugavert að vera þar sem maður getur haft áhrif og komið á framfæri hugsjónum sínum. Svo ætla ég að vona að Alþingi nýtist vel í það. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Fyrstu málin verða þessi velferð- armál. Málefni aldraðra, mál öryrkja og fatlaðra, málefni barna og fé- lagsmálin almennt. Það eru velferð- armálin sem mér finnst vera mjög brýnt að fara að fjalla um aftur. Menn hafa verið alltof mikið með hugann við fjármál og viðskipti. Þarf breytingar? Já, það þarf breytingar. Það þarf ekki síst hugarfarsbreytingu. Við höfum verið í hálfgerðum rússíbana í fjármálum og þensluáhrifum í tengslum við það og nú þurfum við að tryggja að við gleymum ekki því sem mestu máli skiptir. Nýir frambjóðendur | Guðbjartur Hannesson Velferðar- málin fyrst á dagskrá Í rússíbana Við höfum verið í hálf- gerðum rússíbana í fjármálum, seg- ir Guðbjartur Hannesson. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 REYNIR Jónsson hefur verið ráð- inn í starf framkvæmdastjóra Strætó bs. í stað Ásgeirs Eiríks- sonar. Stjórn félagsins ákvað þetta á fundi sínum í gær og hefur Reynir þegar hafið störf. Reynir sagði í samtali við Morg- unblaðið að nýja starfið legðist vel í sig. Fyrsti dag- urinn hefði farið í að kynnast starf- seminni betur og hitta sem flesta starfsmenn. Spurður hvort hann ætlaði að stuðla að miklum breytingum á Strætó bs. sagði Reynir að það ætti eftir að koma í ljós. Stærsta verk- efnið í fyrirtæki sem þessu væri að veita góða almenna þjónustu fyrir eins lítinn kostnað og hægt væri. Hjá Strætó ynni gott starfsfólk með mikla reynslu og þekkingu og það ætlaði hann sér að nýta vel. Liðtækur í kórinn Hvort hann væri með meirapróf, og myndi leysa bílstjórana af líkt og forverinn gerði, sagði Reynir ekki svo vera. Viðskiptafræðiprófið myndi vonandi duga. Það hefði hins vegar komið í ljós í gær í samtali við einn starfsmann að hann væri með raddpróf og því vel liðtækur í kór fyrirtækisins. Síðustu þrjú ár hefur Reynir starfað sjálfstætt sem stjórnunar- og viðskiptaráðgjafi. Á árunum 2000 til 2004 starfaði hann sem ráð- gjafi hjá Deloitte viðskiptaráðgjöf. Þar á undan starfaði Reynir um fjögurra ára skeið við viðskipta- þróun og framkvæmdastjórn hjá Yellowtel A/S og dótturfélagi þess, Infolinje. Reynir er menntaður viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt stundað meistara- nám í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla. Hann er kvæntur Ástu Dís Óladóttur, doktorsnema og kennara við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Þau eiga fjögur börn. Ráðinn til Strætó bs. Nýr Reynir Jónsson hóf störf í gær. LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu var kölluð í austurborgina vegna manns sem reist hafði tjald á einka- lóð og lét fara vel um sig. Maðurinn, sem reyndist vera ferðamaður frá Nýja-Sjálandi, var að elda sér morg- unverð. Honum var leyft að klára ár- bítinn en gerð grein fyrir að þarna gæti hann ekki dvalist. Tjaldaði á einkalóð Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Glæsilegur sumarfatnaður fyrir ferðalög og hátíðir Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Ný sending Svartar sparibuxur iðunn tískuverslun Laugavegi 51 sími 561 1680 Jakkaföt 20% afsláttur í dag laugardag GLEÐILEGT SUMAR! www.gardheimar.is allt í garðinn á einum stað! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 NÝ S END ING NÝ S END ING NÝ S END ING NÝ S END ING Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnishornin á laxdal.is ÚRVAL AF STUTTJÖKKUM                                   !""###$  %       &  '   (   )          *+++ *% ,           - -    ' ,  .*/ ,  * ""0"000* .001 / ,  *. .00#     234'5663678 93/2367)3:&7'& )3:4;<36 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.