Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 45 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 24.apríl 2007, kl 13 -16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar. 1. stk. IsuzuTrooper 4x4 dísel 01. 2003 1. stk. IsuzuTrooper 4x4 dísel 02. 2001 1. stk. IsuzuTrooper 4x4 dísel 04. 2000 1. stk. Land Rover Defender 4x4 dísel 04. 2002 1. stk. Land Rover Defender 4x4 dísel 07. 2001 1. stk. Land Rover Defender 4x4 dísel 05. 1999 1. stk. Land Rover Diccovery 4x4 dísel 06. 1998 1. stk. Nissan Patrol 4x4 dísel 08. 1994 1. stk. Mitsubishi Pajero 4x4 bensín 03. 1995 1. stk.Toyota Hi Lux Double cab með pallhúsi 4x4 dísel 05. 1995 1. stk.Toyota Hi Lux Double cab með pallhúsi 4x4 bensín 08. 1994 1. stk. Mitsubishi L-200 Extra cab með pallhúsi 4x4 dísel 06. 1999 1. stk. Skoda Octavia 4x4 bensín 10. 2003 1. stk. Subaru Legacy Wagon 4x4 bensín 05. 1999 1. stk. Suzuki Baleno Wagon 4x4 bensín 04. 1997 1. stk. Opel Vectra-B 4x2 bensín 05. 2000 1. stk. Opel Omega 4x2 bensín 05. 2000 1. stk. Renault 19 RN fólksbifreið 4x2 bensín 04. 1994 1. stk. Ford Escort station 4x2 bensín 02. 1998 1. stk. Ford Escort fólksbifreið 4x2 bensín 07. 1998 1. stk. Ford Escort station 4x2 bensín 07. 1998 1 stk. Ford Escort station 4x2 bensín 08. 1999 1. stk. FordTransit 150L sendibifreið, háþekja 4x2 dísel 09. 1998 1. stk. Dodge B-250 sendibifreið 4x2 bensín 02. 1999 1. stk. VolkswagenTransporter sendibifreið 4x2 bensín 10. 1991 1. stk. Man 8.163 LC vörubifreið með palli og krana 4x2 dísel 08. 1999 1. stk. Hagglund snjóbíll belti dísel 02. 1990 1. stk. Ufsi (Power Systems) rafmagnsaflgjafi, t.d. fyrir tölvukerfi. Til sýnis hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2, Selfossi: 1. stk. Vatnstankur á hjólum 10. 1976 1.stk. Veghefill Caterpillar140G m/greiðu og snjóvæng 6x4 dísel 1990 1. stk. Loftþjappa C Holman 400-125S 1997 1. stk. Gegnumrekstrartæki Grundoram Gigant 1992 Til sýnis hjá Vegagerðinni Miðhúsavegi 1, Akureyri: 1. stk. Dráttarvél M. F 50 EX með/ámoksturstækjum 4x4 dísel 06. 1989 Til sýnis hjá Rarik, Höfn Hornafirði: 1. stk. Ski Doo Skandic 377 vélsleði belti, bensín 00. 1983 Til sýnis hjá Rarik, Sauðárkróki: 1. stk.Yamaha V-MAX 500 DX vélsleði belti, bensín 12. 1995 1. stk. Ski-Doo Safari vélsleði belti, bensín 01. 1988 Tilboð/Útboð Félagsstarf Morgungöngur FÍ - á fjöll við fyrsta hanagal 7. – 11. maí. Eyjafjallajökull með Maríu Dögg laugardaginn 5. maí. Skíðaferð yfir Drangajökul um hvítasunnuhelgina. Fullbókað er í ferð FÍ á Hvanna- dalshnjúk 26. maí. Brennisteinsfjöll og Krýsuvík með Landvernd 6. maí. Fræðslu- og skemmtiferð um Þjórsárdal 3. júní. Þjórsárver – sumarleyfisferð 1.–6. ágúst. Fjölskyldu, skemmti- og fræðsluferð í Þórsmörk með Skógræktinni og Landgræðslu rÍkisins 8.–10. júní. Árbókin 2007 um Austur- Húnaþing er í prentun. Greiðsluseðill fyrir árgjaldi verður sendur félagsmönnum FÍ í lok apríl. Göngugleði á sunnudögum – allir velkomnir, ókeypis þátttaka. www.fi.is 22.4. Ölver - Grjóteyri Brottf. frá BSÍ kl. 10:30. Fararstj. Ragnar Jóhannesson. V. 3.500/3.900 kr. 27.4.-1.5. Drangajökull - Ath. breytt ferðalýsing Brottf. kl. 8:30. Fararstj. Sylvía Hrönn Kristjáns- dóttir. V. 10.600/12.700 kr. 27.-29.4. Vatnajökull - Jeppa- ferð Brottför kl. 18:00. V. 6.900/7.900 kr. 16.- 20.5. Vatnajökull - Jeppaferð Brottför kl. 18:00. V. 15.900/ 18.900 kr. Skráningar í ferðir á skrif- stofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is Sjá nánar á www.utivist.is Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is JÓN Viktor Gunnarsson fagnaði sumri með því að ná sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum stórmeistara- titli á alþjóðlega minningarmótinu um Þráin Guðmundsson sem lauk sl. fimmtudag. Jón hlaut 6½ vinning af 9 mögulegum og varð í 2. sæti á eftir Lettanum Nordmunds Miezis. Marg- ir ungir íslenskir skákmenn stóðu sig prýðilega á þessu móti og má þar nefna árangur Guðna Stefáns Péturs- sonar og Sverris Þorgeirssonar sem náðu árangri vel umfram ætlaða getu og hækka báðir um nálega 35 stig. Guðmundur Kjartansson átti frábær- an endasprett og hlaut 5 vinninga af 9 mögulegum og þeir Ingvar Ásbjörns- son og Hjörvar Steinn Grétarsson stóðu sig vel. Þá hækkar Ingvar Þ. Jóhannsson einnig umtalsvert á stig- um. Mót af þessu tagi eru mikilvæg fyr- ir þroska ungra skákmanna og eru fjöður í hatt SÍ og raunar Hellis og TR en þessir aðilar stóðu sameigin- lega að tveimur sterkum mótum með stuttu millibili. Mótaraðir henta ágætlega þegar menn herja á titil- áfanga. Það minnkar pressuna að geta gengið að öðru móti eftir að einu lýkur. Tveir áfangar náðust í þessari hrinu; Ingvar Þ. Jóhannesson náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og Jón Viktor áfanga að stórmeist- aratitli. Framan af móti beindust sjónir manna að Héðni Steingrímssyni, sem undanfarin misseri hefur teflt víða um lönd. Héðinn varð Íslandsmeist- ari 15 ára gamall, yngstur allra, árið 1990. Voru þó engir veifiskatar meðal þátttakenda: Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefáns- son og Þröstur Þórhallsson svo nokkrir séu nefndir. Hann ætti að eiga góða möguleika á að bæta sig verulega. Hann er góður í byrjunum en þarf að skerpa sig í taktík. Héðinn vann þrjár fyrstu skákir sínar en í fjórðu umferð tapaði hann fyrir sig- urvegara mótsins Nordmunds Miez- is. Þrátt fyrir það var hann á ágætu róli en í sjöundu umferð mætti hann Jóni Viktori og þurftu báðir að vinna: Alþjóðlega minningarmótið, 7. umferð: Jón Viktor Gunnarsson – Héðinn Steingrímsson Sikileyjarvörn Jón tók þá skynsamlegu ákvörðun að sneiða hjá „eitraða peðs afbrigð- inu“ sem mjög var í deiglunni í einvígi Spasskís og Fischers sumarið 1972. Leiðin sem hann valdi á þó ekki að valda miklum erfiðleikum. Í stað þess að hróka stutt gat hann reynt 14. … d5 með hugmyndinni 15. e5 d4! Kannski skiptir svartur of snemma upp á d3 en þegar upp kemur staða þar sem biskuparnir standa and- spænis riddurunum skortir þá rými til athafna. Með 31. Dh2! er hvítur kominn með sóknarstöðu sem erfitt er að eiga við og með hinum bráð- snjalla leik 34. Rxf5! sem byggist á hugmyndinni 34. … Hxf5 345. He8+ Kf7 36. Df8 mát brýtur hvítur niður varnir svarts. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Rb3 Be7 9. Df3 Rbd7 10. 0– 0–0 Dc7 11. Bd3 b5 12. Kb1 b4 13. Re2 Bb7 14. g4 0–0 15. Bxf6 Rxf6 16. g5 Rd7 17. Hhg1 Rc5 18. h4 Rxd3 19. cxd3 f5 20. De3 Hae8 21. Hc1 Db8 22. Rg3 Bd8 23. exf5 exf5 24. Dd4 Bf3 25. Hgf1 Bg2 26. Hfe1 g6 27. h5 Db6 28. Dc4+ d5 29. Dc2 Bf3 30. hxg6 hxg6 31. Dh2 Bc7 32. Dh6 Hxe1 33. Hxe1 Bxf4 34. Rxf5 Da7 35. Re7+ Svartur gafst upp. Jón Viktor tilheyrir kynslóð skák- manna á borð við Braga Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson, Arnar Gunnars- son, Davíð Kjartansson og Stefán Kristjánsson. Sá síðastnefndi braut ísinn fyrir nokkrum árum og þarf að- eins að bæta við sig nokkrum Elo- stigum til að öðlast stórmeistaratit- ilinn. Árangur þessara tveggja ætti að ýta við hinum. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Nordmunds Miezis (Lettlandi) 7 v. 2. Jón Viktor Gunnarsson 6½ v. 3.–7. Mark Hebden (Englandi), Héðinn Stein- grímsson, Colin McNab (Skotlandi), John Shaw (Englandi) og Jha Sriram (Indlandi) 6 v. 8.–10. Vijayalakshmi Subbaraman (Indlandi), Inna Gaponenko (Úkraínu) og Aloyzas Kvei- nys (Litháen) 5½ v. 11.–15. Chris Ward (Englandi), Robert Bellin (Englandi), Mikhael Ivanov (Rússlandi), Stef- án Kristjánsson og Guðmundur Kjartansson 5 v. 16.–22. Bragi Þorfinnsson, Ingvar Þ. Jóhann- esson, Snorri Bergsson, Björn Þorfinnsson, Kristján Eðvarðsson, Viesturs Meiers (Lett- landi) og Guðni Stefán Pétursson 4½ 23.–29. Emory Tate (Bandaríkjunum), Char- les Lamoureux (Frakklandi), Graham Buck- ley (Englandi), Sverrir Þorgeirsson, Tómas Björnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Benedikt Jónasson 4 v. 30.–32. Jón Árni Halldórsson, Sigurbjörn Björnsson og Róbert Lagerman 3½ v. 33.–34. Sævar Bjarnason og Hrannar Bald- ursson 3 v. 35.–38. Ingvar Ásbjörnsson, Rúnar Berg, Stefán Bergsson og Andrzej Misiuga (Pól- landi) 2½ v. Það var vel til fundið hjá stjórn Skáksambandsins að helga þetta mót minningu Þráins Guðmundssonar. Mér er til efs að nokkur annar maður hafi setið lengur í stjórn SÍ. Hann, sem forseti SÍ á miklum uppgangs- tímum frá 1986–1989, í stjórn SÍ sem hélt „einvígi aldarinnar“ 1972, ritaði bók um sögu Skáksambandsins, var ritstjóri Skákblaðsins um skeið og fararstjóri á fjölmörgum ólympíu- mótum, vann sér traust allra með dugnaði, ósérhlífni og framsýni. Fyrsti stórmeistaraáfangi Jóns Viktors Gunnarssonar SKÁK Alþjóðlegt minningarmót SÍ um Þráin Guðmundsson 11.–19. apríl Helgi Ólafsson Stund milli stríða Stefán Kristjánsson og Jón Viktor Gunnarsson. helol@simnet.is WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin, skilgreinir afleiðingar um- ferðarslysa sem eitt stærsta heil- brigðisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Í ljósi þess er aðildarlöndum SÞ ætlað að halda sérstaka alþjóð- lega Umferðaröryggisviku og vekja með því athygli fjölmiðla, stjórnmálamanna og sérstaklega ungs fólks á þeim miklu fórnum sem eru færðar í umferðinni. Næsta vika er tileinkuð þessu átaki Sameinuðu þjóðanna undir kjörorðinu „Road Safety is no Accident. Vikan er skipulögð af Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni í samvinnu við UNECE, Efnahagssam- vinnunefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu. Samgöngu- ráðuneytið, Umferðarstofa, Um- ferðarráð og aðildarfélög þess hafa skipulagt fjölbreytta dag- skrá frá mánudegi til sunnudags. Talið er að umferðarslys á Ís- landi kosti á bilinu 21–29 millj- arða króna á ári. Í flestum til- fellum eru orsakir alvarlegra umferðarslysa áhættuhegðun ökumanna og því er ljóst að mik- ilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir slysin er breytt viðhorf og ábyrgari hegðun í umferðinni. Á hverjum degi látast um 3000 manns í umferðarslysum í heim- inum. Það er rétt rúmlega sami fjöldi og fórst í árásinni á World Trade Center 11. september. Í heiminum deyja u.þ.b. 500 börn á hverjum degi í umferðarslysum. Það þýðir að á 3ja mínútna fresti deyr barn í umferðinni í heim- inum. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að u.þ.b. 1500 börn slasist alvarlega eða eitt barn á mínútu, segir í frétt frá Umferðarstofu. VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð á Suðurnesjum, efnir í dag, laugardaginn 21. apríl, til dagskrár um það sem nú tekur við eftir að Bandaríkjaher hefur að mestu yfirgefið landið. Dag- skráin hefst kl. 16 og stendur fram á kvöld, með góðu kvöld- matarhléi. Kjartan Þ. Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, segir frá yf- irstandandi vinnu við að ráðstafa eignum sem herinn skildi eftir og að hreinsa eftir hann. Hernaðar- andstæðingar og Vinstri grænir tjá hugmyndir sínar um hvað eigi að taka við þegar herinn er far- inn. Áhersla er á skoðanaskipti og frjóa umræðu, segir í frétta- tilkynningu. Sungin verða lög sem m.a. urðu til í andófinu gegn herset- unni og lesin ljóð og annað efni sem tengist veru hans og áhrifum hér og víðar um heim. Funda um hvað tekur við á Kefla- víkurflugvelli Alþjóðleg um- ferðaröryggis- vika SÞ ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.