Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 35
fyrrverandi húsnæði bandaríska
hersins á Keflavíkurflugvelli, og það-
an gætu þeir ekið kvölds og morgna
til náms í Reykjavík. Undir þessa
hugmynd tók Jón Magnússon, fram-
bjóðandi Frjálslynda flokksins.
Satt best að segja veldur það mér
nokkrum vonbrigðum og áhyggjum
að Vinstri grænir og Frjálslyndi
flokkurinn skuli ekki hafa meiri
metnað fyrir hönd Félagsstofnunar
stúdenta og stúdenta við Háskóla Ís-
lands en raun ber vitni. Í raun er
þetta skammarleg framkoma við
stúdenta og stúdentaráð og mikil
vanvirða við þá miklu uppbyggingu
stúdentagarða sem átt hefur sér stað
við Háskóla Íslands á undanförnum
árum og áratugum.
Framsóknarflokkurinn mun ekki
taka þátt í slíkum hreppaflutningum
á stúdentum við Háskóla Íslands. Á
þess háttar vinstri gölnum hug-
myndum verða aðrir að bera ábyrgð.
Höfundur er alþingis-
maður Framsóknarflokksins
í Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 35
MEGINUPPSLÁTTUR Morg-
unblaðsins við upphaf landsfundar
Sjálfstæðisflokksins hljóðaði svo:
„Skerðingar á bótum lækki úr 40%
í 35%“. Hér var verið að vísa til
tillögu formanns
flokksins um hags-
bætur til handa
eldri borgurum.
Ennfremur kom
fram að formað-
urinn vildi beita sér
fyrir að tryggja öll-
um ellilífeyrisþegum lágmarkslíf-
eyri frá lífeyrissjóði, t.d. 25 þús.
krónur, og í þriðja lagi að fólk, 70
ára og eldra, geti aflað atvinnu-
tekna án þess að það hefði áhrif á
lífeyrisbætur viðkomandi. Þetta
telur formaðurinn vera grundvall-
arbreytingar og málsmetandi fólk
innan flokksins hefur lýst þessar
tillögur, sem allar voru sam-
þykktar, merkustu tíðindin af
landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Nú er frá því að segja að allt
eru þetta vissulega hænufet í
framfaraátt. En hænufet eru það
og litlu verður Vöggur feginn ef
þetta eru merkustu sporin sem
stigin voru á þessum stóra og
mikla fundi. Fjallið tók jóðsótt og
fæddist lítil mús.
Skal það nú útskýrt.
Í fyrsta lagi man ég ekki betur
en Alþingi Íslendinga hafi strax
um síðustu áramót samþykkt að
lækka skerðingar úr 40% í 38,35%.
Lækkunin sem hér er verið að
leggja til er því úr 38,35 prósent-
um í 35%. Þegar þetta er svo
reiknað út í peningum kemur í ljós
að einhleypur ellilífeyrisþegi með
kr. 50 þús. í tekjur frá lífeyrissjóði
heldur eftir rétt rúmum eitt þús-
und krónum, þegar tekið er tillit
til skatta og bótaskerðinga. Þetta
er nú öll kjarabótin! Hækkunin er
auðvitað meiri hjá þeim sem hærri
lífeyrissjóðsgreiðslur hafa og er þá
enn og aftur verið að gera betur
fyrir þá sem meira mega sín.
Í öðru lagi er 25 þús. kr. trygg-
ingin sýnd veiði en ekki gefin. Af
þeim 25 þús. krónum sem ætlunin
er að greiða þeim sem ekki hafa
lífeyrisréttindi verður aftur að
taka tillit til skatta og bótaskerð-
inga og þá heldur lífeyrisþeginn
eftir kr. 7.500 eða um 30% upp-
hæðarinnar. Hér má lika benda á
að með þessari breytingu geta efn-
aðir fjármagnseigendur, sem hafa
tekjur af sínu fjármagni, en ekki
tekjur úr lífeyrissjóði, væntanlega
gert tilkall til þessarar viðbót-
argreiðslu.
Og svo má spyrja: Til hvers að
borga í lífeyrissjóð, ef þú færð
þetta hvort eð er út úr kerfinu?
Í þriðja lagi er sett fram sú til-
laga að 70 ára og eldri geti aflað
sér launatekna án þess að al-
mannatryggingabætur skerðist.
Þessi hugmynd er virðingarverð,
að því leyti að hún hvetur til at-
vinnuþátttöku, en hefur auðvitað
þann annmarka að skilja aldurs-
hópinn 67 ára til sjötugs útundan
og felur þannig í sér mismunun og
misrétti. Þessu fólki kæmi miklu
betur að fá skattleysismörkin
hækkuð, eins og öll sanngirni
mælir með og allir sitja þá við
sama borð. Skattleysismörk eru
nú kr. 90 þús. en ættu að vera nær
140 þús. kr. ef miðað hefði verið
við launavísitölu.
Á landsfundi Samfylkingarinnar
var sömuleiðis fjallað um hag eldri
borgara. Þar voru staðfestar til-
lögur og stefna flokksins í mál-
efnum aldraðra, sem fela í sér 1)
lækkun á sköttum lífeyrissjóðs-
greiðslna úr 35,7% tekjuskatti nið-
ur í 10%, 2) hækkun skattleys-
ismarka, 3) hækkun frítekjumarks
í kr. 100 þús. á mánuði, 4) afnám
tekjutengingar við laun maka og
svo í fimmta lagi að ráðist verði í
stórátak varðandi hjúkrunarrými
fyrir aldraða.
Lesendur og kjósendur geta nú
borið saman, hvor kosturinn er
hagstæðari. Öllum er væntanlega
ljóst að ofangreindum tillögum
Samfylkingarinnar verður ekki
hrint í framkvæmd nema í áföng-
um, vegna þess að þær kosta sitt.
En Samfylkingin vill setja málefni
eldri borgara í forgang, í anda
jafnaðar og réttlætis. Lækkun
skattsins á lífeyrisgreiðslur, stig-
hækkandi skattleysismörk og
átakið í byggingu hjúkrunarrýma
eru þar efst á blaði.
Sérstök ástæða er til að vekja
athygli á grein Péturs Blöndals
alþm. í Mbl. 17 apríl sl. þar sem
hann hafnar með öllu að skattur af
lífeyristekjum verði lækkaður í
10%. Sjálfstæðisflokkurinn vill
hins vegar og þvert á móti við-
halda því félagslega órettlæti að
sparifjáreigendur borgi ýmist 10%
skatt eða 35,7% skatt eftir því
hvers eðlis sparnaðurinn er. Þarf
frekar vitnanna við?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur set-
ið að völdum í sextán ár samfleytt.
Nú á síðustu stundu fyrir kosn-
ingar setja sjálfstæðismenn fram
tillögur, sem þeir kalla grundvall-
arbreytingar og merkustu tíðindin
úr sínum röðum, en eru hvorki
fugl né fiskur. Hænufet. Örvænt-
ingarfull tilraun til að bæta fyrir
vanrækslusyndirnar. Af því að
þeir vita upp á sig skömmina. Þeir
hafa skilið gamla fólkið eftir á
köldum klaka. Aldraðir hafa orðið
útundan í öllu góðærinu.
Spilin hafa verið lögð á borðið.
Nú er það ykkar að velja, kjós-
endur góðir.
Litlu verður Vöggur feginn
Eftir Ellert B. Schram
Höfundur er í 5. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Reykjavík
norður.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
verið og verður alltaf stærsti
stjórnmálaflokkur landsins vegna
þess að í honum rúmast ólíkt
fólk með ólíkar
skoðanir á ólíkum
málum. For-
ystumenn flokks-
ins hafa frá stofn-
un hans haft ríkan
skilning á þessu,
stuðlað að öllum
helstu framfaramálum Íslendinga
og sameinað fólk úr öllum stétt-
um og landshlutum undir merki
flokksins. Með styrk sínum hefur
flokkurinn haft mikil áhrif á mót-
un hins íslenska þjóðfélags og
stuðlað að velgengni og velferð
allra landsmanna.
Umhverfismál hafa verið í
deiglunni síðustu misserin. Sam-
fylkingin hefur sýnt í þeim mál-
um eins og flestum öðrum ótrú-
legt stefnuleysi. Vinstri grænir
hafa náð betri fótfestu á kostnað
þeirra m.a. með því að skipta um
skoðanir eftir veðri og vindi.
Hráskinnaleikurinn er alger. Svo
er komin ný Íslandshreyfing sem
er líka græn, blá og rauð.
Fjölmargir einstaklingar sem
hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn til
margra ára eru nú allt í einu
orðnir vinstri sinnaðir eða græn-
ir og telja það betra til þess að
hafa áhrif á landsmálin. Fólk
þarf ekki endilega að vera
grænt, rautt, blátt eða vinstri
sinnað til þess að þykja vænt um
landið sitt, vera á móti eyðilegg-
ingu ósnortinnar náttúru, mal-
biki yfir hálendið eða hval-
veiðum.
Það er miklu áhrifameira að
vera gamla flokknum sínum trúr,
styrkja innviði hans og vinna
með honum að hagsmunamálum
sínum og landsins alls í stað þess
að stofna nýjar hreyfingar sem
koma litlu í verk, eru á móti
flestu og gera atkvæði fjölda
landsmanna vægislaus.
Benjamin Disraeli sem var
vinsæll forsætisráherra Breta
viðhafði þau fleygu orð að það
væri betra að láta grundvall-
arreglurnar lönd og leið og
standa með flokknum sínum.
Eftir þessum heilræðum hafa
margir farið. Alls ekki allir. Það
virðist vera tíska í íslenskum
stjórnmálum að halda að það sé
eitthvað betra að vinna að
áhuga- og stefnumálum sínum
með því að hlaupa á milli flokka
eða stofna nýja í stað þess að
gera það í gegnum þann stjórn-
málaflokk sem fólk hefur verið
trútt áratugum saman. Þessar
tiltölulega smáu hreyfingar, fylk-
ingar eða flokkar koma fáu í verk
vegna smæðar og máttleysis.
Sagan er þessum flokkabrotum
ekki hagstæð og flest þeirra hafa
dagað uppi eftir stuttan líftíma.
Þeir sjálfstæðismenn sem
hugsa sér að kjósa aðra flokka í
næstu alþingiskosningum ættu að
líta um öxl og velta þeim stór-
kostlega árangri fyrir sér sem
sjálfstæðisflokkurinn sameinaður
hefur áorkað frá upphafi vega.
Með samstilltu átaki hefur flokk-
urinn þann kraft sem þarf til
þess að standa vörð um velferð-
armál Íslendinga og leiða þjóðina
til enn frekari dáða. Sjálfstæð-
isflokkurinn á hæfa og velviljaða
forystu sem hefur alla burði til
þess að vinna landinu og lands-
mönnum öllum vel á komandi ár-
um.
Að vera flokknum sínum trúr
Jón Kjartansson telur áhrifameira að vera
flokknum sínum trúr
Höfundur er bóndi og með-
limur í Sjálfstæðisflokknum.
Fréttir á SMS
Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir!
Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
Sumarhús í Skorradal
- Til sýnis um helgina -
Húsin eru til sýnis í dag laugardag
og á morgun sunnudag.
Nánari uppl. gefur Runólfur í síma
892 7798
Skrifstofur okkar í
Reykjavík og Hafnarfirði
eru opnar alla virka daga
frá kl. 9-17
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali
Sími: 533 6050 www.hofdi.is
Fallegt og vinalegt 61 fm. sumar-
hús á einni hæð í landi Dagverðar-
ness í Skorradal. Landið er gróið
og skógi vaxið með útsýni yfir
Skorradalsvatn og víðar. Bústað-
urinn skiptist m.a. í stofu, eldhús,
baðherbergi og tvö svefnherbergi.
Gólf eru flísalögð og með hitalögn.
Stór verönd með geysifögru útsýni.
Verð 17,9 millj.
Um er að ræða 59,5 fm. sumarhús
á einni hæð í Landi Dagverðarness í
Skorradal. Bústaðurinn sk: m.a. í 3
svefnh. eldhús, WC og rúmgóða
stofu. Í húsinu er rafmagn og vatn
sem hitað er upp m/hitatúbu. Góðar
innr. eru í eldhúsi, forstofu og baðh.
Verönd og sólp. eru framanvið húsið
með geysi fögru útsýni yfir
Skorradalsvatn og víðar.
Verð 18,9 millj.
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Sími 533 4800
286 fm einbýli sem skiptist í hæð, ris og kjallara á frábærum stað mið-
svæðis í Reykjavík. Bílskúr þar af 23,2 fm. Eignin sk: í forstofu, borðstofu,
tvö herbergi, eldhús, borðstofa, stofu og geymslu á hæðinni. Í kjallara er
þvottahús, hol, geymsla, baðherbergi auk sér 2ja herbergja íbúðar með
sérinngangi. Einnig er sér 2ja herbergja íbúð í risi. V. 75,0 m
Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00
Unnarstígur 2 – Opið hús
300 fm glæsilegt enbýlishús við Unnarstíg á mjög góðum stað í miðbæ
Reykjavíkur, þar af 18,4 fm bílskúr. Húsið er hæð, kjallari og ris. Möguleiki á
að hafa sér íbúð í kjallara. Ýmiskonar eignaskipta koma til greina. Nánari
upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. V 82,0 m
Opið hús í dag milli kl. 12.00 og 13.00
Unnarstígur 8 – Opið hús