Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞÆR fundust í auka svefn- herbergi hjá eft- irlaunaþega, tvær litlar aflangar myndir með tveimur heilögum persónum. Þær þekktust strax sem tíndur partur af alt- aristöflu í San Marco á Ítalíu sem endurreisnarmálarinn Fra Angelico málaði. Í gær seldust þessar tvær myndir á uppboði í Dorset í Bretlandi fyrir 1,7 milljónir punda sem er nýtt met á uppboði sem er haldið utan London. Það var einkasafnari sem keypti myndirnar en fulltrúi frá ráðuneyti menningar og lista á Ítalíu bauð líka æstur í verkin, staðráðinn í að ná þeim til baka, en þær hurfu líklega frá Flórens þegar Napóleon hertók Ítalíu. Myndirnar voru á vegg hjá frú Jean Preston, en hún fann þær í kassa með dóti í Ameríku á sjötta áratugnum og lét föður sinn, sem var safnari, kaupa þær fyrir 200 pund. Hún vissi ekki hvaða myndir þetta voru en keypti þær því henni fannst þær „voða sætar“. Preston lést á seinasta ári og þá fundust myndirnar hjá henni. Sá fundur var nokkurt áfall fyrir listheiminnn sem og fjölskyldu Preston sem vissi ekki að hún væri með slíkan auð upp á vegg. Stærsti hluti altaristöflunnar er enn í San Marco í Flórens og sýnir Madonnu og barn. Átta minni myndir af dýrlingum umkringdu myndina, sex af þeim eru í söfnum og galleríum um heiminn og þær tvær sem tíndust voru hjá Preston en eru nú komnar í eigu ónefnds einkasafnara sem kannski sýnir þær aldrei almenningi. Dýrlingar á uppboði Partur af altaristöflu eftir Fra Angelico Frá Ítalíu. FULLTRÚAR elstu barna- bókaverðlauna Breta, Carnegie Medal, hafa valið bækur eftir tíu fyrrverandi verð- launahafa til að marka sjötíu ára afmæli verð- launanna í ár. Almenningur mun síðan velja eina bók af þessum topp tíu lista og verður henni og höfundi hennar veitt sérstök viðurkenning á afmælishátíðinni 21. júní næstkom- andi. Þessir tíu höfundar og bækur þeirra eru: Storm eftir Kevin Crossley- Holland (1985). A Gathering Light eftir Jennifer Donnelly (2003). The Owl Service eftir Alan Garner (1967). The Family From One End Street eftir Eve Garnett (1937). The Borrowers eftir Mary Norton (1952). Tom’s Midnight Garden eftir Philippa Pearce (1958). Northern Lights eftir Philip Pull- man (1995). The Machine-Gunners eftir Ro- bert Westall (1981). Skellig eftir David Almond (1998). Junk eftir Melvin Burgess (1996). Carnegie Medal verðlaunin voru fyrst afhent árið 1936 og var topp tíu listinn valinn úr hópi verðlauna- hafa frá upphafi og er samsettur af þeim bestu. Sex rithöfundar hafa verið til- nefndir til hinna almennu barna- bókaverðlauna í ár og verða þau líka afhent 21. júní. Bestu bækurnar Í KÚLUNNI í Þjóðleikhúsinu hefjast í dag sýningar á brúðu- leikritinu um Mjallhvít í upp- færslu brúðuleikhússins 10 fingra sem Helga Arnalds stjórnar. Hér er á ferðinni sag- an sígilda um Mjallhvít og dvergana sjö eins og við þekkj- um hana flest en í sýningunni leiðir sögukonan, Helga Arn- alds, börnin í gegnum hana á nokkuð óvenjulegan hátt með töfrabrögðum, myndskyggnum, brúðum, grímum og söng. Allar sýningar leikhússins eru mjög myndrænar og eru byggðar upp með brúðum, grímum og skuggaleikhúsi. Leikhús Brúðuleikrit um Mjallhvít Mjallhvít í Þjóðleikhúsinu. HINIR árlegu vortónleikar Breiðfirðingakórsins fara fram í Grafarvogskirkju í dag, 21. apríl, kl. 17. Óperudúettinn, sem samanstendur af Davíð Ólafssyni bassa og Stefáni Stefánssyni tenór, mun einnig syngja nokkur lög. Kórstjóri er Hrönn Helgadóttir og undir- leikari Peter Máté. Það eru tíu ár síðan kórinn var endurvakinn, eftir að hann hafði ekki verið starfræktur um árabil og því um að gera að skella sér á tónleikana og upplifa frá- bæra stemningu. Miðaverð er 2000 kr. en í forsölu hjá kórfélögum 1500 kr. frítt fyrir 14 ára og yngri. Tónleikar Breiðfirðingakórinn með vortónleika Vortónleikar kórsins eru í dag. SUMUM nægir einfaldlega ekki að hengja upp málverk fyrir ofan sófann sinn, heldur verða að halda úti heilu mynd- listagalleríi heima hjá sér. Skotgalleríið er eitt slíkt gallerí, sem rekið er í anda elsta starfandi heimagallerís á landinu, Gallerí Gangs, Helga Þorgils Friðjónssonar. Í dag kl. 17 opnar Skotgall- eríið tíundu sýningu sína, þar sem Halldór Hrafn sýnir myndlist. Þetta er nokk- urskonar myndræn umfjöllun um upplifun hans af stöðu íslenskrar myndlistar í dag og er ýmsu teflt til, m.a herbergi fullu af vatni. Myndlist Skotgallerí opnar sýningu í dag Rennandi vatn í fossi. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is „ÞAÐ er eiginlega tvöfaldur megin- tilgangur á bak við þessa bók; að þeir sem ekki þekkja Halldór Lax- ness eignist með henni lítið ritsafn við vægu verði og að það veki áhuga til þess að lesa meira eftir skáldið,“ segir Halldór Guðmundsson um Halldór Laxness – Úrvalsbók, sem kemur út á mánudaginn, á afmælis- degi skáldsins og degi bókarinnar. Halldór hefur valið til bókarinnar 24 verk eftir Nóbelsskáldið; stóra hluta úr nokkrum helztu skáldsög- um hans, tvær skáldsögur í heilu lagi, smásögur, greinar, ljóð og aðra texta frá ýmsum tímum. Efnið er birt með hefðbundinni nútímastaf- setningu. „Við höfum heyrt að margir yngri lesendur hafi látið stafsetningu skáldsins trufla sig og því ákváðum við að fara að fordæmi hans sjálfs, þegar hann gaf út Ís- lendingasögurnar með nútímastaf- setningu af því að hann taldi hina samræmdu fornnorrænu stafsetn- ingu vefjast fyrir nýjum lesendum. Við eigum að vera, eins og hann, óhræddir við að matreiða menning- ararfinn á nýjan hátt.“ Halldór vísar líka til þess að Laxness heimilaði sjálfur að verk hans væru gefin út með hefðbundinni nútímastafsetn- ingu í skólaútgáfum. Kynning að hverju verki Halldór Guðmundsson skrifar formála að Úrvalsbókinni, Þjóð- skáld 20. aldar, og einnig skrifar hann kynningu að hverju verki í bókinni, stóru og smáu, þar sem hann segir frá tilurð verksins og tengslum þess við ævi og starf höf- undarins. Halldór er vel vígður til bókar sem þessarar; fyrir þremur árum kom út ævisaga Halldórs Laxness eftir hann og hann hefur lengi stundað rannsóknir á verkum hans. En þrátt fyrir handgengnina segir hann það hafa sannazt í undirbún- ingi Úrvalsbókarinnar, að sá á kvöl- ina sem á völina. Annars vegar eru fjöldinn og fjölbreytnin sem úr var að velja mikil, en úrvalinu hins veg- ar ætlað í einni bók að skila skáld- inu Halldóri Laxness til nýrra les- enda á 21. öldinni. „Það hefði verið hægur vandi að hafa aðra svona bók, eða jafnvel tvær.“ Í Úrvalsbók- inni eru Brekkukotsannáll og Kristnihald undir jökli í heild, hlut- ar úr Barni náttúrunnar, Sölku Völku, Sjálfstæðu fólki, Íslands- klukkunni, Gerplu og Í túninu heima, ljóðin Unglingurinn í skóg- inum, S.S. Montclare, Vor hinsti dagur er hniginn, Um hina heitt- elskuðu, Maístjarnan og Mar- íukvæði, sem birtist nú í fyrsta skipti á bók. Af greinum; Af ís- lensku menningarástandi, Um Jón- as Hallgrímsson, Upphaf mann- úðarstefnu og Hernaðinn gegn landinu og einnig eru birt formáli við Vopnin kvödd og ræða á Nób- elshátíðinni 1955. Smásögur eru Ungfrúin góða og húsið, Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933, Temúdsjín snýr heim og Dúfna- veislan. Úrvalsbókin er 933 blaðsíð- ur með skrám um bækur eftir og um Halldór Laxness. Útgefandi er Vaka-Helgafell/Edda útgáfa hf. „Flippað skáld“ Halldór Laxness – Úrvalsbók er gefin út bæði innbundin og í kilju og þeirri innbundnu fylgir diskur með kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttir, sem hún gerði eftir bók föður síns, Kristnihald undir jökli. Mismunandi textar eru á kápusíðum; hefðbund- inn á þeirri innbundnu, en á kiljunni er meira höfðað til nýrra lesenda: „Hefurðu aldrei nennt að lesa Lax- ness? Fengið nóg af honum í skóla? Haldið að hann væri hátíðlegur og leiðinlegur? Að það væri eitthvert skringilegt mál á þessum bókum og stafsetningin tóm vitleysa?… Hér geturðu fundið uppreisnarmanninn í Halldóri, kraftmikla sögumanninn, flippaða skáldið og hvassa greina- höfundinn og ef til vill séð eitt og annað í nýju ljósi …“ Úrvalsbók sem á að skila höfundarverki Halldórs Laxness til nýrra lesenda á nýrri öld Tuttugu og fjögur verk með kynningum Höfundarverkið Skáldið virðir fyr- ir sér höfundarverk sitt í október- mánuði 1989 þegar 70 ár voru liðin frá útkomu Barns náttúrunnar. Á bak við Halldór er Ólafur Ragn- arsson, útgefandi hans. HALLDÓR Laxness tók af skarið í deilum um stafsetningu fornrita, þegar hann hóf undirbúning að út- gáfu Íslendingasagna með nútíma- stafsetningu. Gagnrýni á útgáfu Hins íslenska fornritafélags beindist að samræmdri stafsetningu fornri, sem á sögunum var. Þessi sam- ræmda stafsetning var hreint ekki forn, heldur seinni tíma tilbúningur fræðimanna til þess að lesturinn yrði fólki auðveldari en upprunaleg stafsetning fornritanna. Hins vegar voru margir ósáttir við samræmdu stafsetninguna og töldu hana lítt til þess fallna að laða fólk að Íslend- ingasögunum, heldur þvert á móti fældi hún menn frá þeim. Laxdæla saga kom út 1941 í út- gáfu Halldórs Laxness með nútíma- stafsetningu. Útgáfan olli miklum deilum og kallaði á lagasetningu um útgáfurétt fornritafélagsins og sam- ræmda stafsetningu forna. Haustið 1942 kom Hrafnkels saga Freysgoða út með nútímastafsetningu; Hrafn- katla – Halldór Kiljan Laxness gaf út með lögboðinni stafsetningu ís- lenzka ríkisins. Útgefendur voru skráðir Ragnar Jónsson í Smára og Stefán Ögmundsson prentari. Mál var höfðað gegn þremenningunum og þótt þeim væri opinberlega gefið að sök að hafa gefið bókina út í leyf- isleysi, var ljóst að það var fyrst og fremst stafsetningin sem var söku- dólgurinn. Í sakadómi voru þeir dæmdir til að greiða 1000 krónur hver fyrir brot á einkaleyfi fornritafélagsins, en voru sýknaðir af ákærum um breytingar til tjóns fyrir menningu og tungu þjóðarinnar. Hæstiréttur sýknaði þremenn- ingana af öllum ákærum; ábyrgðin var öll lögð á Halldór Laxness en hann sýknaður, þar sem lagafyr- irmæli um samræmda stafsetningu forna stæðist ekki stjórnarskrár- ákvæði um prentfrelsi. Stafsetning fyrir dómi LÚÐRASVEITIN Svanur hefur átt annasaman vetur og lýkur honum nú og fagnar komu sum- ars með vortónleikum í dag, 21. apríl, kl. 16 í Neskirkju. „Okkur í lúðrasveitinni Svan hefur alltaf fund- ist töff að spila í lúðrasveit. Það hefur kannski ekki alltaf verið „samhljóma“ hinu íslenska al- menningsáliti og er lúðrasveitastarf kannski ekki jafn umfangsmikið á Íslandi og við hefðum viljað. En okkur finnst skemmtilegt að spila, skemmta okkur innan lands sem utan og fara á lúðrasveitamót. Horfum við sérstaklega til Þýskalands í þeim efnum, þangað sem við höld- um reglulega á alþjóðleg lúðrasveitamót, en það er vandfundnara það land í heiminum þar sem lúðrasveitamenningin er meira lifandi,“ segir Guðný Jónsdóttir, varaformaður Svansins, og bætir við að það megi segja að Björk hafi blásið á lúðaorðsporið sem loðað hefur við íslenskar lúðrasveitir gegnum tíðina með því að bjóða lúðrasveitastelpum með sér í tónleikaferð um heiminn og þar með gert það mjög spennandi og eftirsóknarvert að spila á blásturshljóðfæri. „Við í Svaninum vonum því að áhugi Íslend- inga á lúðrasveitalífi og tónlist hafi vaknað úr dvala og þeir fjölmenni á vortónleika okkar í dag og sjái hvað býr í ungu lúðrasveitafólki. Það verður enginn sem kemur svikinn um hressilega og lifandi tónleika sem sóma sér vel í sum- arbyrjun.“ Einleikari á tónleikunum verður Einar Jó- hannesson klarinettuleikari og Rúnar Óskarsson verður við stjórnvölinn. Á efniskránni má meðal annars finna verkin „Sögur af sæbjúgum“ eftir Össur Geirsson og lagasyrpu úr West Side Story eftir Leonard Bernstein, en Einar Jó- hannesson mun stíga á svið og leika einleik í verkinu „Clarinet on the town“ eftir Ralph Her- mann. Björk blés á lúðaorðsporið Blástur Lúðrasveitin Svanur heldur vortónleika. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.