Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 107. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
GRETTIR Á RÍTALÍN
GLÍMA HELJARMENNISINS VIÐ GLÁM HELDUR
ÁFRAM Í SÖNGLEIKNUM GRETTI >> 50
KARLAKÓR REYKJA-
VÍKUR Í KJÓLFÖTIN
TIL FORTÍÐAR
ÚR SMALAFÖTUNUM >> 22
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
HUGMYNDIR um að reisa olíuhreinsunar-
stöð hér á landi eru aldeilis ekki nýjar af
nálinni. Málið var fyrst athugað snemma á
sjöunda áratugnum og hefur reglulega
skotið upp kollinum á þeim tæplega fimmtíu
árum sem liðin eru.
Hugmyndir um byggingu olíuhreinsunar-
stöðvar hér á landi virðast fyrst hafa komið
upp á árinu 1961 þegar Eyjólfur Konráð
Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins og síðar
alþingismaður, og fleiri áhugamenn leituðu
eftir samstarfi við erlenda aðila. Stjórnvöld
tóku málið síðan upp á sína arma með því að
stóriðjunefnd hóf viðræður við bandarískan
fjárfesti, J.H. Whitney & Co., á árinu 1963.
Þetta var á sama tíma og Búrfellsvirkjun
var undirbúin og viðræður voru um bygg-
ingu álvers í Straumsvík. Málið var lagt á
hilluna til að hægt yrði að einbeita kröft-
unum að álmálinu en einnig kom það til að
skiptar skoðanir voru um málið, íslensku ol-
íufélögin voru því andvíg, einhverjir höfðu
áhyggjur af áhrifum þess á útflutning til
Sovétríkjanna og einnig var samsetning
markaðarins hér talin óhagstæð.
Hugmyndin var aftur tekin upp undir lok
sjöunda áratugarins þegar síldveiðarnar
brugðust og viðræður teknar upp við nýjan
aðila. Athuganir leiddu til þess að samþykkt
voru lög frá Alþingi um olíuhreinsunarstöð
á Íslandi. Ekki varð úr framkvæmdum því
hagkvæmniathugun var neikvæð. Þótt at-
huganir sem gerðar voru nokkrum árum
síðar sýndu að slík stöð væri hagkvæm,
miðað við forsendur sem þá voru, náði málið
ekki lengra og loks voru lögin afnumin.
Nýjar hugmyndir
Aðild Íslands að Barentsráðinu varð til
þess að þráðurinn var tekinn upp enn á ný á
árinu 1997, þá í samvinnu við rússnesk og
bandarísk fyrirtæki og byggðist það á fyr-
irhugaðri olíuvinnslu í norðurhluta Rúss-
lands og því að Ísland yrði í flutningaleið
olíuskipanna til helstu markaðssvæða.
Einkum var litið til Austurlands um stað-
setningu en Skagafjörður kom til álita um
tíma og lét Fjárfestingarskrifstofa Íslands
vinna forathugun vegna stöðvar við Kolkós.
Álverið í Reyðarfirði var talið álitlegri kost-
ur. Ólafur Egilsson, þáverandi sendiherra í
Rússlandi, hafði milligöngu um málið á
þessum tíma, eins og nú þegar Vestfirðir
eru komnir inn í umræðuna.
Reuters
Olía Leiðslur og geymslutankar eru meðal
mannvirkja í olíuhreinsunarstöðvum.
Lífseig
hugmynd
rædd á ný
Olíuhreinsunarstöð
undirbúin í hálfa öld
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
UMSÓKNUM útlendinga um
dvalarleyfi hér á landi fjölgar enn
og eru þau flest tengd atvinnu-
þátttöku. Fyrstu þrjá mánuði árs-
ins höfðu þegar verið gefin út
3.797 leyfi en á sama tíma í fyrra
voru gefin út 3.509 leyfi. Útlend-
ingastofnun býst við áframhald-
andi fjölgun umsókna en á síð-
ustu 2–3 árum hefur umsóknum
um dvalarleyfi fjölgað gífurlega.
„Það sem við höfum séð það sem
af er ári gefur ekki vísbendingu
um annað en að umsóknum um
dvalarleyfi haldi áfram að fjölga,“
segir Ragnheiður Böðvarsdóttir,
staðgengill forstjóra Útlendinga-
stofnunar, og bendir á að oft
komi toppar á vorin og sumrin. Á
síðasta ári voru gefin út 12.669
dvalarleyfi og hafði þeim þá fjölg-
að um 100% frá árinu 2004 þegar
þau voru 6.042 talsins. Útgefnum
atvinnuleyfum fer hins vegar
fækkandi. Í mars í fyrra voru gef-
in út 797 atvinnuleyfi en í mars á
þessu ári voru þau 301. Á síðasta
ári voru alls gefin út 5.486 leyfi til
atvinnu.
Árið 2006 fékk 5.391 ríkisborg-
ari Evrópska efnahagssvæðisins
útgefið dvalarleyfi eða um 43% af
öllum útgefnum dvalarleyfum á
Íslandi. Sé litið til þjóðernis eru
Pólverjar langfjölmennastir eða
rúmlega 5.200 þeirra sem fengu
dvalarleyfi hér á síðasta ári. Til
samanburðar fengu tæplega 1.200
Pólverjar dvalarleyfi árið 2004.
Næstfjölmennastir eru Litháar.
Vegna anna hjá Útlendinga-
stofnun er meðalafgreiðslutími á
umsókn um dvalarleyfi nú 60 dag-
ar en var áður 30 dagar. „En við
vinnum auðvitað eins hratt og við
getum og oft tekst okkur að af-
greiða umsóknir á skemmri
tíma,“ segir Ragnheiður.
Á tímabilinu frá 1. ágúst 2006
til 28. febrúar 2007 fengu 8.711
útlendingar kennitölu hjá þjóð-
skrá en af þeim hafa einungis
2.227 tekið upp fasta búsetu hér á
landi, þ.e. fengið dvalarleyfi og
verið færðir af svokallaðri utan-
garðsskrá inn í þjóðskrá. Margir
standa því stutt við og rúmlega
1.400 eru búsettir erlendis og
koma jafnvel aldrei hingað til
lands. Fá þeir í mörgum tilfellum
kennitölu vegna viðskipta hér á
landi.
Umsóknum um dvalarleyfi
hér á landi fjölgar enn
8.133 karlar fengu dvalarleyfi á Íslandi á síðasta ári en 3.256 konur
ARNA Sól Sævarsdóttir, sjö ára
Akureyrarmær, var ræst fyrst í
göngukeppni sjö ára og yngri á
Andrésar andar-leikunum í Hlíð-
arfjalli við Akureyri í gær og var
einbeitt á svip, eins og sjá má,
þegar henni var hleypt af stað í
blíðskaparveðri um hádegisbil.
Stúlkurnar gengu einn kíló-
metra og þær sem næstar fóru á
eftir Örnu Sól biðu rólegar en
spenntar hjá Stefáni Jónassyni
ræsi; Helga Dís Magnúsdóttir frá
Ólafsfirði (með rásnúmer 6) og Ís-
firðingarnir María Björg Fjöln-
isdóttir (7) og Auður Líf Bene-
diktsdóttir (8).
Hátt í 800 börn, 6–14 ára að
aldri, taka þátt í Andrésarleik-
unum að þessu sinni, en þeir hóf-
ust á fimmtudaginn og lýkur í
dag. Þetta er í 31. skipti sem leik-
arnir eru haldnir í Hlíðarfjalli.
Þar er nægur snjór og gott færi.Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Arna Sól
var einbeitt
BORGARYFIRVÖLD munu í dag funda með eigendum Lækjargötu 2
og Austurstrætis 22, auk forsvarsmanna Vátryggingafélags Íslands,
um hvaða skref verði tekin til uppbyggingar eftir stórbrunann á mið-
vikudag. Í gærmorgun tilkynntu borgaryfirvöld að óheimilt væri að
rífa húsin að svo stöddu og eftir fund í ráðhúsi Reykjavíkur var ákveð-
ið að loka svæðinu með þar til gerðu neti.
Lögreglan yfirtók brunavettvang aftur í gær til að kanna ákveðin
atriði betur en síðdegis á fimmtudag hafði svæðið verið afhent VÍS. Að
sögn Ásgeirs Baldurs, forstjóra VÍS, vonast hann til að fá botn í málið
sem fyrst, rekstraraðilum og félaginu til góðs. „Við gerum ráð fyrir að
þetta sé tjón upp á hundruð milljóna króna, það er bæði eignir og
rekstur. Við höfum því tilkynnt endurtryggjendum okkar þetta, þann-
ig að þeir eru meðvitaðir um tjónið.“ | 4
Framhaldið lík-
lega ákveðið í dag