Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 33 Frá 1995 hefur oft verið óskað eftir því að prestar fái að koma að staðfestri samvist með sama hætti og hjónavígslu. Frá sama tíma hef- ur biskupsembættið fjórum sinnum form- lega neitað slíku; árin 1995, 1996, 2004 og 2006. Í engu þessara tilfella hefur embættið séð ástæðu til að ræða um vígslu í staðfesta samvist á breiðari vettvangi þjóðkirkj- unnar, eins og nú er gert varðandi blessun staðfestrar samvistar sem þó á sér 8 ára sögu. Um leið og þessi leið er valin í áliti kenningarnefndar (sbr grein mína í gær) er hvorki gerð tilraun til að ræða um vígslu í staðfesta samvist né skýra meintan sérleika vígslu, sem þó mætti ætla að væri til stað- ar, fyrst forðast er að nefna það eld- fima orð. Hvers vegna hafa kennimenn kirkjunnar ekki útskýrt að í lút- ersku samhengi er rangt að gera vígslu hjóna hærra undir höfði en henni ber; sem benedictio = þ.e. fyrirbæn um blessun hjúskaparins, Guði til dýrðar? Vígsla para í skiln- ingi Þjóðkirkjunnar er guðsþjón- usta. Lúter vildi þó helst að lög- gerningurinn ætti sér stað í kirkjunni og bjó til forskrift þar um: Parið skyldi binda sitt band með vottfesti yfirvalda við kirkjudyr, áð- ur en þau gengju til altaris. Síðar fékk presturinn forræði yfir hvoru tveggja og vígsla er því bæði lög- gerningur og blessun. Prestar eru þá í þjónustu tveggja ríkja að skiln- ingi Lúters. Hvers vegna er haldið slíkum dul- úðarhjúp yfir lúterskri vígslu að engu er líkara en að um sé að ræða kaþólskan hjónabandsskilning þar sem helgun hjóna er guðleg frá- tekning og sveipuð þeim leynd- ardómi (latína: sacramentum; gríska: mysterion) sem samsvarar ævarandi og óslítanlegri einingu Krists og kirkjunnar (Ef. 5.32)? Lútersk hjónavígsla er ekki hluti af frelsunarkerfi hinnar almennu kirkju. Mótmælendakirkjur yf- irgáfu þennan skilning á 16. öld. Hjónaband/vígsla hefur ekkert með sáluhjálp að gera. Vígsla er fyr- irbænar- og blessunarguðsþjónusta. Sama val fyrir alla Kirkjuleg aðkoma hjúskaparmála hefur verið með ýmsu móti í sög- unni en fólk hefur get- að valið um borg- aralega eða kirkjulega vígslu allt frá 1917, án þess að tilheyra kirkj- unni. Má fullyrða að sá akur sem þannig býðst sé boðandi kirkju mik- ilvægur. Hið opinbera hefur hingað til ekki haft forystu um að af- nema vígslurétt presta og forstöðumanna trú- félaga. Þvert á móti hafa nefndir á vegum forsætisráðuneytisins tvívegis hvatt þjóðkirkjuna til að verða við þeirri ósk að vígja sam- kynhneigð pör; 1994 og 2004. Vægi kirkjulegra athafna er að þessu leyti eftirtektarvert. Hið sama á við í Svíþjóð, sbr. nýútkomna skýrslu á vegum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þar er ekki lagt til að vígsluréttur verði alfarið í höndum borgaralegra yfirvalda, heldur þvert á móti vísað í þá hefð að annað hvert sænskt hjónaband er skráð innan trúfélaga. Sænska kirkjan hefur einnig lagt áherslu á þá hefð og lýst sig reiðu- búna til að taka við löggerningi staðfestrar samvistar. Það sama ætti okkar íslenska þjóðkirkja einn- ig að gera um leið og hún tekur í sína þjónustu þýddu sænsku bless- unarformin sem nú eru til kynn- ingar innan Þjóðkirkjunnar. Þar með yrði því jafnræði náð, að allir geti valið um borgaralega eða kirkjulega stofnun hjúskapar síns, hvort sem lífsformið fer að lögum 31/1993 eða 87/1996 . Tvenn hjúskaparlög Hvort lögum um hjúskap verður steypt saman hér á landi í framtíð- inni, líkt og nú er lagt til í Svíþjóð á eftir að koma í ljós. Staðan er sú að tvenn lög gilda og engin breyting hefur verið boðuð af hálfu hins op- inbera. Þess vegna er nú kominn tími til að á „vettvangi Þjóðkirkj- unnar“ verði „tekin formleg afstaða til aðkomu presta að stofnun stað- festrar samvistar.“ Framundan er prestastefna og vonandi taka prestar til við að ræða um vígslu og hætta að karpa um það hvað sú athöfn eða lífsform á að heita. Sem stendur er það „staðfest samvist“ Orðið „vígsla“ í okkar lút- erska samhengi getur ekki verið ásteytingarsteinn. Auk hinnar lút- ersku merkingar hefur það fyrir löngu fengið svo víða merkingu að engin forsenda er til að allt strandi á því. Kirkjan hefur ekki mótmælt því að borgaralegar athafnir eru vígslur þó hún hafi reynt að andæfa því að talað sé um borgaralega fermingu. Hliðstæðar athafnir Það er einkum tvennt sem skilur á milli kirkjuathafna sam- og gagn- kynhneigðra í dag. Fyrra atriðið er mannréttindamál, því einungis gagnkynhneigð pör geta valið um það hvort þau giftast borgaralega eða innan síns trúfélags. Síðara at- riðið lýtur að því að athöfn gagn- kynhneigðra er löggerningur en ekki athöfn samkynhneigðra. Því þarf blessunarathöfn staðfestrar samvistar að fela í sér löggerning- inn, til að vera hliðstæð hjónavígslu. Um leið þarf löggjafinn að heimila öllum trúfélögum að hafa um þetta eigin lögsögu líkt og í Svíþjóð. Þjóð- kirkjan ætti að sýna frumkvæði í þessum efnum og óska eftir heimild til þess að vígðir þjónar hennar fái að lögfesta staðfestra samvist. Komist prestastefna að þeirri nið- urstöðu að rétt sé að óska eftir slíkri heimild,verða án efa fleiri en ég reiðubúnir til að vinna að framgangi slíkrar tillögu á kirkjuþingi í haust. „Þjóðkirkjan og staðfest samvist – umhugsunarefni Hulda Guðmundsdóttir skrifar um þjóðkirkjuna og samkynhneigð » Þjóðkirkjan ætti aðsýna frumkvæði og óska eftir heimild til þess að vígðir þjónar hennar fái að lögfesta staðfesta samvist. Hulda Guðmundsdóttir Höfundur er kirkjuþingsfulltrúi leik- manna í Snæfellsness-, Dala- og Borgarfjarðarprófastsdæmum. Á UNDANFÖRN- UM vikum hefur ver- ið töluverð umræða um kosti og galla þess að leiða raforku um jarðstrengi í stað hefðbundinna raflína í lofti. Margir telja að út frá umhverfissjón- armiðum sé mun ásættanlegra að leggja jarðstrengi þar sem lagning þeirra hefur t.d. í för með sér minna rask og að sjónmengun af völdum þeirra er hverfandi að loknum fram- kvæmdum. Þrátt fyrir þessa kosti geta jarð- strengjum þó fylgt ýmis umhverf- isvandamál en þau ráðast fyrst og fremst af þeirri tækni sem notuð er til einangrunar jarðstrengsins. Jarðvegs- og loftmengun eru þekktir fylgifiskar jarðstrengja. Þannig eru eldri jarð- strengir oft einangraðir með gervi- efnum. Við hitnun og bruna á einangr- uninni geta myndast eitraðar loftegundir sem ýmist bindast í jarð- veginum eða ferðast um umhverfið í vatni og andrúmslofti og enda gjarnan í lífkeðjunni. Þessar loftegundir geta truflað starfsemi lífvera í jarðveginum og þar með virkni hans í heild. Einnig eru jarðstrengir oft lagðir í steyptan stokk og síðan einangraðir með olíu. Ol- ían er vanalega sett á undir þrýstingi til að þrýstast út um rifur sem myndast og mengar því umlykjandi jarðveg. Afleið- ing af olíumengun jarðvegs getur t.d. verið gróðurdauði, takmörkuð örveru- virkni sem stuðlar að ófrjósemi jarð- vegs sem og mengun yfirborðs og grunnvatns og þar með neysluvatns. Hreinsun olíu úr jarðvegi er flókið úr- lausnarefni og á heimsvísu er takmörk- uð reynsla á slíkri hreinsun úr eldfjalla- jarðvegi sem þekur meginhluta landsins. Auk mengunarhættu þurfa slíkir strengir reglulegt viðhald og er því þörf á vegi meðfram strengnum. Ný tegund jarðstrengja hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum ár- um og áratugum en þeir nefnast XLPE strengir (Cross linked polyethylene ca- bles). Þeir eru einangraðir með gervi- efni sem myndar einungis koldíoxíð og vatn við bruna eða hitnun og er jafn- framt einangrandi á víðu hitastigsbili. Strengir sem þessir þola upp í 275 kV spennu (sbr. Fljótstalslínur 3 og 4 sem byggðar eru fyrir 420 kV en verða reknar á 220 kV). Helsti kostur þess- ara strengja er að þeir þurfa ekki jafn mikið viðhald (enginn vegur á yf- irborði) og hefðbundnir háspennu- strengir og mengunarhætta af rekstri þeirra er hverfandi. Ekki geta höf- undar þó dæmt um hvort slíkir streng- ir séu rekstrarlega hagkvæmir fyrir flutning á rafmagni í þeim mæli sem framtíðarvonir sumra standa til. Sögulega er jarðvegsmengun til- tölulega lítið vandamál á Íslandi utan nokkurra afmarkaðra svæða. Ef vilji er til að leiða inn notkun jarðstrengja í ríkari mæli á Íslandi þurfum við að vanda okkur því ekki viljum við bæta við jarðvegsmenguðum svæðum þvers og kruss um landið. Látum okkur nægja að þurfa að kljást við jarðvegs- mengun á gömlum athafnasvæðum hersins, umhverfis iðjuver og önnur iðnaðarsvæði og í kringum vegakerfi landsins. Jarðstrengir það sem enginn sér Rannveig Guich- arnaud og Bergur Sigfússon skrifa um nýja tegund jarðstrengja Rannveig Guicharnaud »…þurfum við aðvanda okkur því ekki viljum við bæta við jarðvegsmenguðum svæðum þvers og kruss um landið. Höfundar eru doktorsnemar í jarð- vegsfræði við Háskólann í Aberdeen. Bergur Sigfússon Fáðu úrslitin send í símann þinn WWW.EBK.DK Komið og kynnið ykkur dönsk gæða sumarhús sniðin að óskum kaupandans og íslenskri veðráttu. Húsin (bústaðarnir) eru 84 m2 með 12,5 m2 yfirbyggðri verönd. 3 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og stór björt stofa með lokrekkjum. Þar getið þið rætt ykkar byggingaráform á fundi med 2 dönskum sölu- og byggingaráðgjöfum. Nánari upplýsingar fást hjá sölu- og byggingarráðgjöfum EBK: Anders Ingemann Jensen 0045 40 20 32 38 eða Trine Lundgaard Olsen 0045 61 62 05 25. EBK Huse A/S hefur yfir 30 ára reynslu við að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæða hönnun og er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðnum, með 4 deildir í Danmörku og 4 deildir i Þýskalandi. Einnig margra ára reynslu við byggingu húsa á Íslandi, í Svíþjóð, Þýskalandi og Færeyjum. Laugardag Þ. 28. og sunnudag 29. april kl. 13-16:00 Heimilisfang: Vatnshólsvegur 4, Syðri - Reykjum, 801 Selfoss BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. 13-17, Sun. og helgidaga: 11-17 7 1 9 3 OPIÐ HÚS DANSKIR GÆÐA SUMARBÚSTAÐIR (HEILÁRSBÚSTAÐIR) Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Opið hús - Klapparstíg 5 Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Glæsileg 94,7 fm íbúð með bílskýli í miðbæ Reykjavíkur. Svefnherbergi og rúmgóð stofa með glæsilegu útsýni. Einstök eign á frábærum stað. tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholt 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388. Í dag laugardag frá kl. 13 - 14 sýnum við sjarmerandi íbúð í skuggahverfinu. Einstakt tækifæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.