Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 51
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
GYÐJAN í vélinni er heiti á leik-
sýningu sem frumsýnd verður í
varðskipinu Óðni þann 10. maí. Það
eru þær Guðlaug Elísabet Ólafs-
dóttir, Halla Margrét Jóhannes-
dóttir, Katrín Þorkelsdóttir, Mar-
grét Vilhjálmsdóttir og Sigrún Sól
Ólafsdóttir sem fara með aðal-
hlutverkin í sýningunni sem er
hluti af listahátíð í Reykjavík.
„Þetta er mjög sérstök sýning,“
segir Árni Grétar Jóhannsson,
kynningarstjóri sýningarinnar.
„Þessar leikkonur sem saman skipa
Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildi
voru bekkjarsystur í Leiklistarskól-
anum og hafa haldið hópinn síðan
þá með alls konar uppákomum og
þess háttar. Núna ákváðu þær að
leiða saman hesta sína í sýningu
sem er rosalegur bræðingur því
þarna verður steypt saman leiklist,
myndlist, tónlist og hinu og þessu,“
segir Árni Grétar, en Vatnadans-
meyjafélagið Hrafnhildur var stofn-
að árið 1991.
Káetur og klósett
Í sýningunni er brugðið upp
táknmyndum af konunni gegnum
árþúsundir og saga hennar og sam-
hengi viðrað á nýstárlegan hátt.
Saumuð verða hjartasár, keppir
fylltir og málshættir bróderaðir.
Hugurinn baðaður í hlaupi, hun-
angi, royal-búðingi og majónesi,
eins og það er orðað í tilkynningu.
Að sögn Árna Grétars er tekið á
móti áhorfendum á bryggjunni og
þeir síðan leiddir um skipið þar
sem meðal annars er gengið um
ganga og geymslur, káetur og kló-
sett.
Fjöldi listamanna kemur að sýn-
ingunni, svo sem Davíð Þór Jóns-
son tónlistarmaður sem sér um tón-
listina og Halla Gunnarsdóttir
myndlistarmaður sem verður með
innsetningar.
Árni Grétar segir að fáir miðar
séu í boði á sýninguna sem er
styrkt af menntamálaráðuneytinu
og Reykjavíkurborg, en Landhelg-
isgæslan er sérlegur samstarfsaðili
verkefnisins.
Vatnadansmeyjar í varðskipi
Allsérstök leik-
sýning sett upp á
Listahátíð
Morgunblaðið/ÞÖK
Gyðjan Í sýningunni er brugðið upp táknmyndum af konunni gegnum árþúsundir.
www.listahatid.is
TÓNLISTIN skipar stóran sess í Gretti eins og jafnan vill vera með söng-
leiki.
Hallur Ingólfsson er tónlistarstjóri sýningarinnar og hefur hann sér til
fulltingis þrjá hljóðfæraleikara. Hallur leikur sjálfur á trommur en auk
hans skipa hljómsveitina þeir Þorbjörn Sigurðsson (píanó og gítar), Jón
Atli Helgason (bassi) og Elís Pétursson (gítar).
Hallur er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlistarflutningi og
-smíðum fyrir leikhús. Hann segir það þó talsvert ólíkt að semja sjálfur tón-
list og að flytja áður samið efni.
„Ég byrja bara á að hlusta vel á tónlistina og finna hvað er gott í henni
og leyfa því að njóta sín,“ segir Hallur.
Tónlistin úr Gretti árið 1980 kom út á vínylplötu á sínum tíma og varð
feykivinsæl. Ólafur Haukur Símonarson, einn höfunda verksins, upplýsti
að til stæði að endurútgefa þau lög á geisladisk. Auk þess kemur tónlistin í
verkinu nú að sjálfsögðu einnig út á plötu.
„Breytingarnar urðu einhverjar á tónlistinni í okkar meðförum, það var
óhjákvæmilegt og það stóð aldrei til að við spiluðum tónlistina eins og hún
var. En við breyttum alls ekki bara til að breyta,“ segir Hallur og bætir við
að hljómsveitin hafi ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að færa tónlistina í
einhvern ákveðinn búning.
„Hún er þó rokkaðri, talsvert kraftmeiri og dramatískari en áður.“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Tónlistarstjórinn Hallur Ingólfsson sér um tónlistina í Gretti.
Meira rokk og dramatík
SÖNGKONAN Madonna hefur hitt
hina þriggja ára Grace sem hún ætl-
ar að ættleiða frá Malavíu en hún er
stödd þar núna ásamt ættleiddum
syni sínum David og dótturinni Lo-
urdes. Tríóið heimsótti mun-
aðarleysingjaheimilið þar sem Grace
dvelur í vikunni. Þrátt fyrir að Ma-
donna hafi neitað því við fjölmiðla að
hún sé að ættleiða aftur, (hún segist
vera í Malaví vegna hjálparstarfs),
þá hefur hún sagt við vini sína að
hún sé að leita að systur fyrir David
sem hún ættleiddi á seinasta ári
einnig frá Malaví.
Stórstjarnan féll fyrir Grace þeg-
ar hún sá hana á myndbandi frá
munaðarleysingjaheimilinu sem hún
styrkir fjárhagslega. Grace á enga
ættingja og hefur búið á heimilinu
frá þriggja mánaða aldri.
En þrátt fyrir að Madonna hafi
hitt litlu stúlkuna er hún ekki búin
að taka endanlega ákvörðun um
hvort hún ættleiðir hana eða ekki.
Enda hefur hún líka hitt tíu önnur
börn í Malavíu sem koma til greina
til ættleiðingar.
Madonna
enn í Malaví
Reuters
Tríó Madonna, David og Lourdes.