Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 31 Nýjar rannsóknir sýna okk-ur að íslenskar konur fáfjórðungi lægri með-allaun en karlar og þegar tekið hefur verið tillit til þátta sem hafa áhrif á laun eins og mennt- un, starfsaldur, starfs- stétt og starfsábyrgð, þá stendur enn eftir tæplega 16% launa- munur sem ekki er hægt að útskýra með neinu öðru en kyn- ferði. Þá segja þessar kannanir okkur að ekkert hefur miðað í jafnlaunaátt s.l. 12 ár í tíð núverandi rík- isstjórnar. Það er sannarlega kominn tími til að skipta um forystu í stjórn- arráðinu. Ekkert lagast í tíð ríkisstjórnarinnar Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í jafnlaunamálum var rækilega stað- fest í rannsókn sem gerð var á veg- um félagsmálaráðuneytisins. Hún sýndi að óútskýrður launamunur kynjanna væri tæp 16% og hefði ekki breyst frá árinu 1994. Launakönnun sem Capacent Gall- up gerði á síðasta ári fyrir VR sýndi svipaða niðurstöðu. Báðar rannsókn- irnar hafa leiðrétt fyrir þáttum eins og ábyrgð, starfsaldri, menntun o.fl. Önnur rannsókn sýndi að launa- munur kynja almennt er hér meiri en í löndum ESB og Noregi. Þetta er rannsókn Lilju Mósesdóttur pró- fessors sem hún kynnti í liðinni viku. Rannsóknin sem náði til 25 aðild- arríkja ESB, Íslands og Noregs leiddi í ljós að launamunur kynjanna hérlendis var 28%. Meðaltal ESB- ríkja var 15%. Rannsóknin var gerð árið 2004 og er þar miðað við með- allaun á greidda vinnustund. Á Ís- landi var launamunur kynjanna mestur. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er meiri en kynsystra þeirra í sam- bærilegum löndum. Þær hafa á und- angengnum áratugum flykkst í framhaldsskóla, öldungadeildir, há- skóla og hvers kyns endurmenntun til að styrkja stöðu sína á vinnu- markaði. Samt miðar ekki betur en þetta. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því að þetta eru lögbrot. Það er ekki heimilt að mismuna fólki eftir kynferði. Kynbundinn launa- munur meiri meðal láglaunastétta Ein af niðurstöðum Lilju Mósesdóttur er sú að launamunur sé meiri hjá láglauna- stéttum en þeim sem hafa meiri menntun og hærri stöður. Þetta er afleitt fyrir konur sem eru fleiri í láglaunastörfum en karlar. Hennar tilgáta er sú að þetta sé m.a. vegna vanmats á hefðbundnum kvenna- störfum, vanmats sem sé meira hér en t.d. á Norðurlöndunum. Launaleynd eykur kynbundinn launamun Rannsókn Guðbjargar Andreu Jónsdóttur o.fl. hjá Capacent árið 2007 sýndi að í fyrirtækjum þar sem ríkti launaleynd var kynbundinn launamunur meiri en þar sem ekki var launaleynd. Samfylkingin hefur sett það sem eitt áhersluatriða í komandi rík- isstjórn að afnema launaleynd en í því felst að öllum er frjálst að upp- lýsa um laun sín og atvinnurek- endum er ekki heimilt að semja við fólk um að það afsali sér þeim rétti. Á landsfundi okkar um síðustu helgi fengum við þrjá af framsækn- ari stjórnendum þessa lands, þau Bjarna Ármannsson, Svöfu Grön- feldt og Þórólf Árnason, til að ræða um leiðir til að draga úr kynbundnu launamisrétti og lýstu þau öll yfir stuðningi við þessa aðferð. Eitt af okkar fyrstu verkefnum verður að leita eftir samstarfi við aðila vinnu- markaðarins um þetta verkefni. Reykjavíkurborg minnkaði kyn- bundinn launamun um helming. Þegar Reykjavíkurlistinn stjórn- aði borginni gerðum við jafnrétti kynjanna meðal borgarstarfsmanna að einu af okkar lykilmálum. Ég lagði metnað minn í það sem borg- arstjóri að vera í forystu fyrir auknu jafnrétti í borgarkerfinu. Þegar ég hætti sem borgarstjóri árið 2003 voru jafn margar konur og karlar í æðstu stjórnunarstöðum borg- arinnar og óútskýrður launamunur kynja hafði minnkað um helming. Þetta sýnir að þar sem er vilji, þar er vegur. Við erum ekki að glíma við náttúrulögmál. Næsta ríkisstjórn verði ríkis- stjórn jafnréttis kynjanna Samfylkingin lýsti á landsfund- inum um síðustu helgi yfir skýrum pólitískum vilja til að koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og er reiðubúin að axla ábyrgð á árangri í næstu ríkisstjórn. Til þess mun hún samþætta jafnréttissjónarmið inn í stefnumótun stjórnvalda á öllum sviðum og fela forsætisráðuneytinu ábyrgð á að fylgja henni eftir. Meðal þess sem lögð verður áhersla á er að ríkið gangi á undan með góðu for- dæmi í baráttunni við kynbundinn launamun með því að minnka hann um helming hjá hinu opinbera á næsta kjörtímabili. Markmiðið verð- ur að útrýma honum að fullu. Enn- fremur að markvisst verði unnið að jöfnu hlutfalli kvenna og karla í hópi forstöðumanna ráðuneyta og rík- isstofnana sem og í nefndum og ráð- um á vegum ríkisins. Fleiri tillögur sem stuðla að jafnrétti kynjanna voru samþykktar sem lesa má um á heimasíðu okkar; www.samfylk- ing.is Það er hægt að tryggja konum réttlát laun Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur »Kynbundinn launa-munur er óréttlæti sem við getum leiðrétt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. fyrsti og eini kaþólikkinn sem setið hefur í Hvíta húsinu fram til þessa. Stjórn- málamenn af öðrum uppruna, litarhætti eða trúarbrögðum hafa aldrei átt nokkurn möguleika á að verða frambjóðendur til forseta. Frambjóðendur sem ekki passa inn í staðalímyndina Nú virðast ætla að verða merkileg kafla- skipti sem verða athyglisverð. Allt í einu er komið fram fólk sem passar ekki alveg inn í staðalímynd forseta þessa voldugasta ríkis heims, þ.e. hvítur karlmaður sem er mótmælendatrúar. Þar má fyrst nefna Barak Obama, öld- ungadeildarþingmann demókrata frá Ill- inois, sem á afrískan föður og hvíta móður. Aldrei fyrr hefur blökkumaður náð jafn langt á þessari braut og Obama. Hann er í augnablikinu talinn eiga jafn mikla mögu- leika á framboði og Hillary Clinton. Hillary er fyrsta konan sem á mjög sterka möguleika á að verða forseta- frambjóðandi demókrata 2008. Fram að þessu hefur engin kona náð svo langt. Hún er nú öldungadeildarþingmaður frá New York og mun engum vægja til að ná sett- um markmiðum. John McCain, öldungadeildarþingmað- ur frá Arizona, sem um tíma virtist vera sá maður sem repúblikanar myndu velja sem frambjóðanda, er fyrsta væntanlega for- setaefnið sem er yfir sjötugt, en kemur samt til greina sem kandídat repúblikana. Vegur McCains hefur að vísu dalað vegna stuðnings hans við Íraksstríðið. Hann verður 72 ára á kosningaárinu. Reagan var 73 ára þegar hann var endurkosinn forseti. Mitt Romney, repúblikani og fyrrver- andi ríkisstjóri í Massachusetts, er fyrsti mormóninn sem hefur náð svo langt að verða hugsanlega tilnefndur sem forseta- efni. Hann er harður íhaldsmaður á bandarískan mælikvarða og sonur fyrr- verandi ríkisstjóra í Michigan sem hét George Romney og lét sig líka dreyma um Hvíta húsið. Mormónar hafa alla tíð átt á brattann að sækja í þjóðarpólitíkinni þó að þeir ráði lögum og lofum í Utah-ríki. Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi borg- arstjóri repúblikana í New York, sem flutti hér ræðu í afmæli Símans í fyrra, er fyrsti kaþólikkinn af ítölsku bergi brotinn sem kemur til greina sem forseta- frambjóðandi. Hann þykir mjög líklegur sigurvegari þessa dagana, hvað svo sem tíminn leiðir í ljós. Það stendur í kjós- endum að Giuliani er þríkvæntur og mjög frjálslyndur í ýmsum viðkvæmum málum eins og vígðri sambúð samkynhneigðra. Bill Richardson, fyrrverandi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum og núverandi ríkisstjóri demókrata í Nýju Mexíkó, er fyrsti frambjóðandinn af spænskum suð- ur-amerískum ættum. Hann er kaþólskur og var í innsta hring ráðgjafa Bills Clint- ons fyrrverandi forseta. Ýmsir fleiri koma til greina en þeir eru allir steyptir í gamla mótið, þ.e. hvítir mót- mælendur. Það er vonlaust að segja til um það nú hvaða einstaklingar verða valdir sem forsetaefni flokkanna. Engu að síður er ljóst að kaflaskipti munu eiga sér stað í sögu þessa risavaxna fjölmenningarsam- félags. Framboðsflóran hefur aldrei fyrr verið litríkari. Það verður gaman að sjá hvort hinn venjulegi kjósandi geti hugsað sér að velja forseta í nóvember 2008 sem ekki er hvítur karlmaður og mótmæl- endatrúar. Suður-amerískar rætur Bill Rich- ardsson, ríkisstjóri Nýju-Mexíkó. Kaþólikkinn Rudy Giuliani, fyrr- verandi borgarstjóri New York. Clinton, öld- r demókrata. Mormóninn Mitt Romney, fyrr- verandi ríkisstjóri Massachusetts. áttu, sem fer í ki síst frambjóð- anna hingað til n var ekki mót- fjallar um þá fjöl- kjast eftir emb- rseti Bandaríkjanna eða blökkumaður? Reuters Yfir sjötugu John McCain, öldunga- deildarþingmaður repúblikana. Höfundur er með BA-próf í banda- rískri sögu og stjórnmálafræði og stjórnar KOM Almannatengslum ehf. ð í æða til rðandi rnd- ekki jun og ra og ur um. anlegri annað þess kað. ða til m yfir rand- ka til m verið ndun þeirri stopp sem stjórnarandstaðan boðar – stöðvar og tefur merkasta fram- lag Íslendinga til umhverfismála í nútímanum sem er nýting ís- lenskrar sérþekkingar á end- urnýtanlegum orkugjöfum og út- flutningur þeirrar þekkingar. Við megum hins vegar ekki láta andstöðu gegn stóriðju blinda sýn. Virkjun fallvatna og jarðhita getur verið neikvæð frá náttúruverndarsjónarmiðum en nýting endurnýjanlegrar orku er jákvæð frá loftslagssjón- armiðum, hvort sem hún er til innanlandsnota eða til fram- leiðslu á alþjóðamarkaði. Okkur ber skylda að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í samfélagi þjóð- anna í þeim málum. Aðrar helstu áherslur okkar framsóknarmanna í nátt- úruverndar– og auðlindamálum eru þessar:  Stjórnarskrárbinda sameign þjóðarinnar á náttúru- auðlindum landsins.  Að Ísland uppfylli áfram al- þjóðlegar skuldbindingar sín- ar í loftslagsmálum.  Stofna auðlindasjóð. Greiðslur fyrir afnot af auðlindum í þjóðareigu renni úr honum til uppbyggingar, nýsköpunar og framfara í landinu öllu.  Halda áfram að byggja upp þjóðgarða og fjölga friðlýstum svæðum, sérstaklega á  miðhálendi landsins.  Að Landsvirkjun og dótt- urfyrirtæki hennar verði áfram í eigu ríkisins. hljópst á brott Höfundur er umhverfisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.