Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 6
6 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
KOSNINGAR 2007
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ÉG tel að þetta sé gríðarlega góður árangur
hjá Sjálfstæðisflokknum og mjög góður sig-
ur,“ sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í
gær. „Flokkurinn bætir við sig þremur þing-
mönnum eftir nær óslitna sextán ára forystu í
ríkisstjórn og fær mikla traustsyfirlýsingu að
ég tel. Við erum með fylgi sem er yfir með-
alfylgi síðustu áratuga. Niðurstaðan er sú að
við fáum níu glænýja þingmenn í hópinn og
verðum með átta konur í þingflokki okkar.
Það þýðir að þetta verður stærsti hópur
kvenna í þinginu á komandi kjörtímabili.“ Í
þingflokki sjálfstæðismanna verða nú 25 þing-
menn.
Mikilvægt að ríkisstjórnin hélt velli
Geir taldi það einnig mjög mikilvæga nið-
urstöðu alþingiskosninganna á laugardaginn
var að ríkisstjórnin hélt velli. Ríkisstjórnin
geti því starfað áfram án sérstakra stjórn-
armyndunarviðræðna, ef flokkarnir sem að
henni standa vilja það. „Þetta er auðvitað
naumur meirihluti, en ég tel að þetta sé starf-
hæfur meirihluti,“ sagði Geir. Hann sagði aug-
ljóst að það væri tæpt að vera með aðeins eins
atkvæðis meirihluta á Alþingi, en þeir Jón Sig-
urðsson, formaður Framsóknarflokksins,
væru að fara yfir stöðu mála að loknum kosn-
ingunum.
En var eitthvað sem olli Geir vonbrigðum
varðandi kosninganiðurstöðurnar?
„Ég hefði gjarnan viljað að stjórnin hefði
fengið rýmri meirihluta en þetta og ég tel að
hún hafi átt innistæðu fyrir því. Mér finnst
ómaklegt hvað Framsóknarflokkurinn fær lít-
ið fylgi miðað við hans ágætu störf við stjórn
landsins.“ Aðspurður um skýringar á því sagð-
ist Geir ekki telja að þar væri ríkisstjórn-
arsamstarfinu um að kenna, heldur hugs-
anlega innri málum í Framsóknarflokknum.
Nýliðar með fjölbreytta reynslu
Miklar breytingar verða nú á þingflokki
Sjálfstæðisflokksins. Ýmsir skörungar sem
verið hafa áberandi í stjórnmálunum hverfa
nú úr þingliði sjálfstæðismanna og af Alþingi.
Geir sagði að inn væri að koma stór hópur af
mjög efnilegu fólki sem örugglega ætti eftir að
geta sér mjög gott orð í stjórnmálunum. Í hópi
nýliðanna væri bæði ungt fólk og eins fólk með
reynslu af öðrum sviðum í þjóðfélaginu sem
ætti eftir að nýtast vel. „Við bjóðum þessa ein-
staklinga mjög velkomna í þingflokkinn okk-
ar,“ sagði Geir.
Samkvæmt fréttum í gær var talsvert um
útstrikanir á listum Sjálfstæðisflokksins í Suð-
urkjördæmi og eins í Reykjavíkurkjördæmi
suður. Geir var inntur álits á því. „Útstrikanir
eru fyrirbæri sem gert er ráð fyrir í kosn-
ingalögum okkar. Það hefur alltaf verið eitt-
hvað um þær í kosningum á undanförnum ára-
tugum,“ sagði Geir. „Það mun vera eitt dæmi
um það, reyndar gamalt, að maður hafi misst
þingsæti vegna útstrikana. En það liggur nú
ekkert staðfest fyrir um það í hve miklum
mæli útstrikanir áttu sér stað að þessu sinni.
Ég get því ekkert fullyrt um áhrif þeirra. Það
er hlutverk landskjörstjórnarinnar að reikna
út áhrifin af því.“
Pólitískur grundvöllur framhaldsins
Geir og Jón Sigurðsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, áttu fund í gær. Geir var
spurður út í efni fundarins.
„Við erum að fara yfir hvort það er pólitísk-
ur grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi.
Þetta snýst ekki bara um reikningslegan
meirihluta heldur líka hinn pólitíska grund-
völl. Það er það sem við erum að tala um. Þá
er það auðvitað fyrst og fremst í ljósi þess að
Framsóknarflokkurinn hefur misst fylgi og
við þurfum líka að fara yfir hvort það er ein-
hver áherslumunur sem hefur komið fram í
kosningabaráttunni sem þarf að taka afstöðu
til í áframhaldandi samstarfi. Ríkisstjórnin
situr einfaldlega áfram þar til ákvörðun er
tekin um eitthvað annað. Það er í sjálfu sér
einfalt.“
En hvenær verður framhaldið ákveðið?
„Við höfum ekki viljað setja neina tíma-
pressu á okkur í því, það er alveg ástæðu-
laust.“
Aðspurður sagði Geir að aðrir stjórnmála-
foringjar hefðu ekki gert sér tilboð um sam-
starf, málið væri ekki á neinu slíku stigi. „Það
gera sér held ég allir grein fyrir því að stjórn-
in heldur velli og það er það eðlilega að við för-
um yfir það hvort við viljum halda áfram
þessu samstarfi sem hefur skilað svo miklum
árangri sem raun ber vitni.“
Ástæða til að skoða kosningakerfið
Nokkuð hefur verið rætt um kerfið sem nú
var kosið eftir í annað sinn, ekki síst hvernig
uppbótarþingsætum er úthlutað. Geir var
spurður hvort honum þætti ástæða til að end-
urskoða kosningakerfið, í ljósi fenginnar
reynslu.
„Gallinn við þetta kerfi, eins og önnur kosn-
ingakerfi sem við höfum reynt hérna á Íslandi,
er að það er verið að reyna að fullnægja mörg-
um markmiðum samtímis. Út úr því geta kom-
ið skringilegir hlutir,“ sagði Geir. „Nú er búið
að prófa þetta kerfi í tvennum kosningum með
þeim jöfnunarsætum sem gert er ráð fyrir í
því. Mér finnst alveg ástæða til þess að fara
yfir það hvort við getum náð markmiðum kerf-
isins með betri hætti en þessum. Það er áreið-
anlega ekki einfalt mál. Kosningafyr-
irkomulagið sem var á undan þessu var með
svokölluðum „flakkara“ sem enginn vissi í
hvaða kjördæmi myndi lenda. Ekki var það nú
betra fyrirkomulag. En það er sjálfsagt að
skoða þetta í ljósi reynslunnar sem af þessu er
fengin.“
Geir kvaðst ekkert geta fullyrt nú um hvort
umræða um kosningakerfið yrði tekin upp á
næsta kjörtímabili. „Þetta hefur í gegnum árin
alltaf byggst á samkomulagi stjórnmálaflokk-
anna. Það er því ótímabært að svara til um
það.“
Gríðarlega góður árangur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Endurnýjun Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að vonum ánægður með sterka
kosningu flokksins og segir öflugan hóp bætast nú í þingflokk sjálfstæðismanna.
Í HNOTSKURN
»Geir H. Haarde forsætisráðherravar kosinn formaður Sjálfstæð-
isflokksins í október 2005 og hafði þá
verið varaformaður flokksins frá árinu
1999.
»Þetta voru fyrstu alþingiskosning-arnar sem Geir stýrði Sjálfstæð-
isflokknum.
»Geir var skipaður forsætisráðherraog ráðherra Hagstofu Íslands 15.
júní 2006.
»Áður hafði Geir verið utanrík-isráðherra og þar áður fjár-
málaráðherra á síðasta kjörtímabili.
»Geir var einnig fjármálaráðherra áárunum 1998–2003.
»Geir var fyrst kjörinn til setu á Al-þingi 1987 og hefur setið á þingi síð-
an.
NIÐURSTÖÐUR alþingiskosning-
anna eru mjög mikið áfall fyrir fram-
sóknarmenn, að sögn Jóns Sigurðs-
sonar, formanns Framsóknar-
flokksins. Hann segir að í sjálfu sér
hafi framsóknarmenn ekki verið
óviðbúnir niðurstöðunum eftir skoð-
anakannanir og umræður um langt
skeið. „Við komum út úr kosning-
unum með svipaða niðurstöðu og í
sveitarstjórnarkosningunum í fyrra,
þannig að við höfum stöðvað það
undanhald sem áður hafði verið,“
sagði Jón í samtali við Morgunblaðið
í gær. Engu að síður sé þetta mjög
mikið áfall og um leið hvatning um
það að byrja að byggja flokkinn aftur
upp.
Átti fund með Geir í gær
Jón og Geir H. Haarde, formaður
Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð-
herra, hittust í gær og fóru yfir ýmis
mál viðkomandi ríkisstjórnarsam-
starfi. „Við ákváðum að taka okkur
tíma til þess að fara yfir þau mál,“
sagði Jón. „Það er enginn almennur
ágreiningur í ríkisstjórninni og við
erum einfaldlega að fara yfir alla
þessa þræði og þætti með vinsam-
legum, málefnalegum hætti. Þá reyn-
ir á hvort samstaða verður um að
starfa saman áfram.“
Fyrir kosningarnar lét Jón að því
liggja að yrði fylgi við Framsókn-
arflokkinn í samræmi við slæmt
gengi hans í skoðanakönnunum yrði
flokkurinn líklega ekki áfram í rík-
isstjórn. „Þá var ég að tala um
stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði
Jón. „Stjórnarmyndunarviðræður
eru ekki hafnar. Við erum að tala
saman sem samstarfsmenn í rík-
isstjórn sem hefur meirihluta á þingi.
Það er alveg ljóst að miðað við nið-
urstöður kosninganna þá munu
Framsóknarmenn ekki hafa neitt
frumkvæði, að minnsta kosti ekki í
fyrstu áföngum, í stjórnarmynd-
unarviðræðum.“
En hefur verið rætt við Framsókn-
arflokkinn um að koma að annars
konar stjórnarmynstri?
„Það eru alls konar kviksögur á
ferðum sem fara eins og goluþytur
um eyrun,“ var svar Jóns.
Framsókn refsað
Jón sagði framsóknarmenn vera
að leita skýringa á kosningaúrslit-
unum. En mistókst kosningabar-
áttan? „Við finnum ekki að kosninga-
baráttan hafi í sjálfu sér mistekist.
Við fengum ágætar viðtökur þar sem
við fórum um og okkur tókst að halda
þær áætlanir sem við höfðum gert.
En þetta er eitt af þeim atriðum sem
við þurfum að fjalla um á næstunni
og meta,“ sagði Jón. Hann sagði vel
kunna að vera að niðurstaðan end-
urspeglaði að einhverju leyti erf-
iðleika sem hefðu verið á liðnum tíma
í Framsóknarflokknum. Það væri
eitt af því sem eftir væri að fara yfir.
Mjög góð samstaða hefði verið í
Framsóknarflokknum síðastliðið ár,
en margir hefðu haldið því fram að
það eimdi eftir af fyrri deilum.
En getur verið að áhersla Fram-
sóknarflokksins á áframhaldandi
uppbyggingu og framkvæmdir hafi
valdið því að honum, frekar en sam-
starfsflokknum, hafi verið refsað fyr-
ir stóriðjustefnuna?
„Það er alveg augljóst að okkur
hefur verið refsað fyrir þá hluti sem
sjálfstæðismenn voru verðlaunaðir
fyrir,“ sagði Jón. Hann vildi þó ekki
meina að þessi áhersla framsókn-
armanna hefði haft neikvæð áhrif.
Þvert á móti hefði hún haft mjög góð
áhrif og vakið jákvæðan áhuga á
kosningabaráttu flokksins.
Framsóknarflokkurinn fékk einn
þingmann kjörinn í Suðvest-
urkjördæmi en engan úr Reykjavík-
urkjördæmunum tveimur. Aðrir
þingmenn koma úr víðfeðmu kjör-
dæmunum utan höfuðborgarsvæð-
isins. Jón neitaði því að þetta væri til
marks um að Framsóknarflokkurinn
væri orðinn landsbyggðarflokkur.
„Framsóknarflokkurinn hefur til-
tölulega sterkt félagskerfi á höf-
uðborgarsvæðinu og hefur lengi haft
það. En hann hefur orðið fyrir áfalli í
þessum kosningum eins og alþjóð
hefur orðið vör við.“
Sjálfur náði Jón ekki kjöri, en
hann bauð sig fram í Reykjavík-
urkjördæmi norður. Hvaða áhrif hef-
ur það á stöðu hans í flokknum?
„Ég hef trúnaðarstörfum að gegna
á vegum flokksins,“ sagði Jón.
„Flokksmennirnir eiga þær trún-
aðarstöður og þeir ákveða hverjir
fara með þær.“ Aðspurður kvaðst
hann ekki eiga sérstaklega von á því
að að honum yrði sótt sem formanni.
Jón kvaðst sjá ýmsa varnarsigra í
niðurstöðum kosninganna. T.d. hefði
Framsókn fengið sama fylgi nú og í
sveitarstjórnarkosningunum í fyrra.
„Ég er með sama fylgi í Reykjavík
norður og framboðið fékk í borg-
arstjórnarkosningunum í fyrra, eftir
að flokkurinn hafði verið undir nafni
R-listans sem hluti í öðru framboði
um árabil. Þetta sýnir að við erum
komin með fasta fótfestu aftur undir
okkar eigin nafni.“
Jón telur mikla þörf á að stokka
upp kosningakerfið, en kvaðst telja
að það hefði staðist miðað við þær
forsendur sem það hvíldi á. En
hvernig kosningakerfi myndi hann
vilja?
„Ég vildi hafa jafnan atkvæðisrétt
og fleiri lítil kjördæmi. Það mætti þá
annað hvort vera írska kerfið eða
þýska kerfið. Í þýska kerfinu eru tvö
atkvæði á mann. Þar er annars vegar
landslisti og hins vegar persónu-
bundin kosning. Í írska kerfinu
greiðir kjósandinn persónulega at-
kvæði en tilgreinir valkosti.“
Jón kvaðst ekki ætla að eiga frum-
kvæði að breytingum á kosningafyr-
irkomulaginu. „Þetta er stjórn-
arskrármál og við munum taka þátt í
umræðum um þessi efni. Þetta verð-
ur að leysa sameiginlega.“
Niðurstaðan er mikið áfall
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hvatning Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir úrslit al-
þingiskosninganna vera hvatningu um að byggja flokkinn aftur upp.
Í HNOTSKURN
»Jón Sigurðsson, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, var
kosinn formaður Framsókn-
arflokksins í ágúst 2006.
»Þetta voru því fyrstu kosn-ingarnar sem Jón stýrði
Framsóknarflokknum.
»Jón varð iðnaðar- og við-skiptaráðherra 15. júní
2006 og sat utanþings til loka
kjörtímabilsins.
»Áður hafði Jón starfaðsem einn af þremur banka-
stjórum Seðlabanka Íslands
frá 1. október 2003.