Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● GLITNIR banki hefur boðað til há-
degisverðarfundar í New York á
morgun, þriðjudag, þar sem afkoma
fyrstu þriggja mánaða þessa árs
verður kynnt fyrir bandarískum grein-
ingaraðilum og fjárfestum. Þar verð-
ur jafnframt greint frá opnun útibús
Glitnis í New York næsta haust. Á
fundinum, sem fram fer í Scand-
inavian House, verða þeir í forsvari
Bjarni Ármannsson, fráfarandi for-
stjóri Glitnis, og arftaki hans, Lárus
Welding. Ekki hefur verið tilkynnt
hvenær Bjarni muni formlega ljúka
störfum hjá bankanum.
Glitnir opnar útibú
í New York í haust
● SAMANLAGT markaðsvirði félaga
þeirra sem skráð eru á aðallista
kauphallarinnar nam í lok aprílmán-
aðar ríflega 3.300 milljörðum króna
og hefur það aldrei verið hærra.
Í lok aprílmánaðar á síðasta ári
nam samanlagt markaðsvirði 1.944
milljörðum króna og hefur það því
hækkað um 69,8% á 12 mánuðum
en þá ber að taka tillit til stórra ný-
skráninga á markaði, s.s. Exista og
Icelandair. Síðan um áramót hefur
samanlagt markaðsvirði hækkað um
20,7%. Samþykki hluthafar í Actavis
Group yfirtökutilboð Novators í félag-
ið er ljóst að samanlagt markaðs-
virði mun lækka.
Markaðsvirði
í kauphöll eykst
OMX Nordic Exchange mun í dag setja á laggirnar sér-
stakan markað með afleiður á íslensk hlutabréf og vísitöl-
ur. Jafnframt verður settur á stofn lánamarkaður með
hlutabréf í Úrvalsvísitölunni.
Með afleiðunum er átt við framtíðarsamninga og val-
rétti á hlutabréf Glitnis, Kaupþings og Landsbankans,
framtíðarsamninga á Úrvalsvísitöluna, framvirka samn-
inga á vísitölu neysluverðs og sérsniðnar afleiður á hluta-
bréf skráð í kauphöllinni og Úrvalsvísitöluna.
Markaður með íslenskar afleiður verður því hluti af
hinum samnorræna markaði (LEC) með afleiður. Til við-
bótar við núverandi aðila að OMX afleiðumarkaðnum má
gera ráð fyrir að fimm íslenskir aðilar geti átt viðskipti
með íslenskar afleiður frá fyrsta degi.
Mikilvæg viðbót
Þórður Friðjónsson, forstjóri Nordic Exchange á Ís-
landi, segir að afleiður séu mikilvæg viðbót við fjárfest-
ingarkosti á íslenska markaðnum. Með hliðsjón af mikilli
aukningu viðskipta undanfarin ár og auknum áhuga er-
lendra fjárfesta sé hún einnig tímabær. Afleiðumarkaður
og virkur lánamarkaður muni vafalaust efla skoðana-
myndun á markaði og styrkja verðbréfamarkaðinn í
heild sinni.
Viðskipti með afleiður hefjast í dag
starfrækir verkefnastjórn í
tengslum við ljósmyndun og kvik-
myndatöku í Austurríki, Frakk-
landi, Portúgal, S-Ameríku, Banda-
ríkjunum og Afríku.
Stór hluti viðskiptavina í útrás
Samkvæmt tilkynningu frá Pipar
býr hollenska stofan yfir mikilli
reynslu af alhliða verkefnum en
hefur einkum unnið fyrir lyfjageir-
ann og hátæknifyrirtæki, auk hönn-
unar á umbúðum fyrir framleiðslu-
fyrirtæki. Fyrirtækið hefur einnig
haft milligöngu um stór prentverk
og frágang á margs konar bækl-
ingum fyrir Evrópumarkað. Af ís-
lenskum viðskiptavinum sem hafa
nýtt sér þjónustu fyrirtækisins má
nefna Össur, Samskip, Akureyr-
arbær og No Name.
AUGLÝSINGASTOFAN Pipar hef-
ur hafið útrás til meginlands Evr-
ópu með sameiningu við Reynders
Reclame & Project Management í
Hollandi, skammt frá Eindhoven.
Fyrirtækin munu starfa undir sam-
eiginlegu nafni og verður stjórnað
frá Íslandi. Hjá hollensku stofunni
hafa starfað upp í 50 manns, allt
eftir verkefnastöðu hverju sinni, en
stofan hefur verið með und-
irverktaka á sínum snærum.
Hollenska stofan hefur mikla
reynslu af öllum hliðum hönnunar
og markaðsmála og rúmlega 30 ára
reynslu í að vinna fyrir fyrirtæki
m.a. í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi,
Sviss, Austurríki, Bretlandi, Ítalíu,
Aruba – Curaçao og á Íslandi. Auk
þess sinnir fyrirtækið náið mörk-
uðum í Sviss og á Bretlandi og
Valgeir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri og einn eigenda Pip-
ars, segir að þessi sameining sé
rökrétt framhald af núverandi
starfsemi félagsins. Hún taki mið af
því að stór hluti viðskiptavina stof-
unnar sé fyrirtæki í útrás og sér-
fræðiþekking um erlenda markaði
sé þeim því afar mikilvæg. Þar
megi m.a. nefna Marel, TM-
software, CreditInfo Group, Open-
Hand, Mariteh International, Blum-
aris, Geotek, Triton, SecurStore,
Stracta, Maredis og Útflutningsráð
Íslands.
Valgeir segir að með fyrirhug-
aðri sameiningu og stóraukinni
þekkingu verði Pipar mun betur í
stakk búinn til að þjónusta þau fyr-
irtæki sem eru með starfsemi og
þjónustu á meginlandi Evrópu.
Sameiningin mun formlega taka
gildi á morgun, þriðjudag, og mun
stofnandi hollensku stofunnar, Ron
Reynders, verða staðsettur á skrif-
stofu Pipars hér á landi frá og með
þeim tíma. Önnur starfsemi og
verkefnastjórn mun áfram verða í
Hollandi. Það var Virtus – lög-
fræði-, fjármála- og bókhaldsaðstoð
– sem sá um sameininguna.
Auglýsingastofan Pipar í
útrás á evrópskan markað
Útrás Stjórn auglýsingastofunnar Pipars skipa f.v. Sigurður Hlöðversson,
Halla Guðrún Mixa, Valgeir Magnússon og Hákon Jónsson.
Sameinast hollenskri auglýsingastofu með góð sambönd
framleiðslu en fyrir sex árum hafi
þetta hlutfall verið 13%. Hætt sé
við að álverð geti hríðfallið ef fram-
leiðslugetan í Kína muni aukast
enn frekar og að á sama tími muni
draga úr hagvexti í heiminum.
VERÐI af samruna álrisanna Alcoa
og Alcan gæti hann mætt ýmsum
hindrunum. Í frétt blaðsins Wall
Street Journal um helgina segir
þannig frá því að þeir sem fagni yf-
irtökutilboðinu sjái ekki þá ógn
sem felist í mikilli samkeppni frá
stækkandi mörkuðum eins og Kína.
Bent er á að álfyrirtæki í Kína hafi
verið að bæta við stöðugt nýjum ál-
verum og þetta muni lækka álverð-
ið.
Þetta geti þýtt að engin þörf sé
fyrir stækkunaráform vestrænna
álfyrirtækja eins og Alcoa til að
mæta stóraukinni eftirspurn í Kína.
Eftirspurn á heimsmarkaði gæti
tvöfaldast fyrir árið 2020 og orðið
um 60 milljónir tonna á ári, þar
sem kínverski markaðurinn muni
hafa mestu þörfina. Í WSJ segir að
Kína hafi tekið til sín 25% allrar ál-
Markaðurinn í Kína gæti orðið
mögulegum álrisa afar erfiður
Reuters
Stjórinn Skyldi Alain Belda, forstjóri Alcoa, verða bænheyrður?
ÞÝSKI bílaframleiðandinn BMW
hefur áhuga á að kaupa fólks-
bílaframleiðslu Volvo af Ford. Frá
þessu greinir breska bíltímaritið
Autocar. Markaðsgreinar efast þó
um að fréttin sé á rökum reist.
Autocar segist hafa heimildir
fyrir því að BMW hafi fengið evr-
ópskan fjárfestingarbanka til þess
að greina Volvo en Ford mun einn-
ig vera á meðal viðskiptavina bank-
ans. Vitað er til þess að fyrirtækið
hefur hug á að bæta við sig vöru-
merkjum með vöxt í huga. Einn af
kostunum við að kaupa Volvo frem-
ur en önnur vörumerki mun skv.
Autocar vera að Volvo leggur mik-
ið upp úr öryggis- og umhverf-
ismálum en slíkum áherslum hefur
verið ábótavant innan BMW.
Autocar er afar virt tímarit innan
bílgreinarinnar og fer sjaldan með
fleipur en sérfræðingar setja þrátt
fyrir það spurningarmerki við frétt
blaðsins.
Morgunblaðið/Golli
BMW Orðrómur er um áhuga BMW
á sænsku Volvo-verksmiðjunum.
BMW með auga-
stað á Volvo?
Umræður um fiskveiðistjórnunbyggða á einhvers konar kvóta-kerfi standa nú yfir innan Evrópu-sambandsins. Umræðum þessum
er ætlað að verða grundvöllur væntanlegra
breytinga á hinni sameiginlegu fiskveiði-
stefnu, sem nú gildir. Rætt er um ýmsar leiðir,
sem byggjast á lögvörðum réttindum eins og
nýtingarrétti eða hugsanlega eign. Þá er talað
um að úthluta veiðiréttindum til dæmis til sjó-
manna, eða útgerða, einkafyrirtækja, sam-
vinnufyrirtækja og fiskveiðisamfélaga. Slíkar
leiðir, sem reyndar eru að einhverju leyti við
lýði við alla fiskveiðistjórnun, skilgreina í raun
réttinn til að nýta fiskveiðiauðlindina. Veiði-
réttindi eru verðmæti og þau eru seljanleg.
Viðskipti með aflaheimildir voru fyrst rædd
innan ESB í tengslum við endurskoðun hinnar
sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins,
þegar gerð var skýrsla um hugsanlegar breyt-
ingar á fiskveiðistjórnun, bæði innan ESB og á
alþjóðlegum svæðum í með það í huga að
heimila viðskipti með aflaheimildir, hvort sem
réttindin væru einstaklingsbundin eða í sam-
eign.
Staðreyndin er sú að viðskipti með fiskveiði-
réttindi eiga sér stað í flestum aðildarlöndum
ESB. Innan sumra svæðisstjórnanna er heim-
ilt að selja veiðidaga eða hluta aflaheimilda
eða leigja. Á öðrum svæðum þurfa þeir sem
vilja auka aflaheimildir sínar að kaupa skip,
sem hafa fiskveiðiréttindi.
Viðskipti með aflaheimildir eða réttindi til
sjósóknar eru mjög mismunandi gegnsæ eða
opinber. Það fer eftir veiðistjórnun á hverjum
stað. Þrátt fyrir að víðast séu ekki í gildi lög
um viðskipti með aflaheimildir eða fiskveiði-
réttindi, eiga þau sér stað í flestum löndum
ESB. Kostnaðurinn við að eignast slík réttindi
er í mörgum tilfellum umtalsverður og getur
haft veruleg áhrif á þróunina innan sjáv-
arútvegsins. Átökin um fiskveiðistjórnun
byggða á eignarrétti munu leiða til þess að við-
skiptin verði sýnilegri, draga úr lagalegri
óvissu og óöryggi og að lokum leiða til arðbær-
ari útgerðar og minnka kostnað þjóðfélagsins
vegna fiskveiða. Átökin þurfa líka að leiða til
þess að hugsanlegir gallar fiskveiðistjórnunar
af umræddu tagi verði skoðaðir, svo sem eins
og samþjöppun réttinda á hendur fárra stórra
fyrirtækja á kostnað minni sjávarbyggða.
Evrópusambandið er nú að skapa opinberan
umræðugrundvöll þar sem hagsmunaaðilum
verður kleift að koma fram með skoðanir sín-
ar. Þegar þessum umræðum lýkur, en þær
eiga að standa í þrjá mánuði, mun fram-
kvæmdastjórnin fara yfir málið og efna til ráð-
stefna og fundarhalda til þess að fara enn bet-
ur ofan í kjölinn á þessum málum. Þá verður
farið yfir alla þætti málsins og metin þörfin á
því á hærri stigum hvað beri að gera.
Þessar umræður innan ESB eru mjög at-
hyglisverðar, enda hefur kvótakerfi í einhverri
mynd oft komið þar til tals. Skýringarnar á
þessari umræðu eru tilraunir ESB til að koma
sér út úr gífurlegu styrkjakerfi og gera sjávar-
útveginn arðbæran með því að færa fisk-
veiðigetuna að mögulegum afrakstri fiski-
stofnanna. Nú íhuga menn að láta útgerðina
sjálfa um nauðsynlega hagræðingu með því að
þeir, sem betur geri, kaupi hina út. Hvaðan
skyldu þeir hafa fengið þá ágætu hugmynd?
Meira rætt um kvótakerfi innan ESB
BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
hjgi@mbl.is
» Töluvert er um viðskipti
með aflaheimildir og fisk-
veiðiréttindi innan ESB
ÚR VERINU