Morgunblaðið - 14.05.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 15
ERLENT
Kanadískir
gæðanuddpottar
Verð frá 490.000,- www.spakongen.is
ÆÐSTI hernaðarleiðtogi Talibana
í Afganistan, múllann Dadullah,
beið bana í átökum í suðurhluta
landsins um helgina, að sögn afg-
anskra embættismanna.
Fréttamönnum var sýnt lík Da-
dullah og heimildarmenn úr röð-
um Talibana staðfestu að hann
hefði fallið.
Talsmaður Atlantshafs-
bandalagsins sagði að Dadullah
hefði fallið í átökum Talibana við
afganska og vestræna hermenn í
Helmand-héraði. „Það tekur áreið-
anlega einhver við hlutverki hans
síðar en þetta er mikið áfall fyrir
uppreisnarmennina,“ sagði tals-
maður NATO í Afganistan.
Fréttamenn á staðnum sögðu að
erfitt væri að meta hvaða áhrif
dauði Dadullah hefði á uppreisn
Talibana vegna þess að uppreisn-
armennirnir störfuðu oft í litlum
og laustengdum hópum sem berð-
ust yfirleitt sjálfstætt.
Dadullah hefur í mörg ár verið
talinn einn af
grimmúðugustu
leiðtogum Talib-
ana. Hann er tal-
inn hafa fyrir-
skipað liðs-
mönnum Tali-
bana að háls-
höggva meinta
njósnara, er
sagður hafa
stjórnað skæruhernaði hreyfing-
arinnar í Helmand-héraði, skipu-
lagt sjálfsmorðsárásir og látið
ræna Vesturlandabúum, meðal
annars ítölskum blaðamanni og
tveimur frönskum starfsmönnum
hjálparstofnana, en þeir voru allir
látnir lausir síðar.
Dadullah sagði nýlega í viðtali
við fréttamann breska rík-
isútvarpsins, BBC, að hundruð
manna biðu eftir fyrirmælum frá
honum um að gera sjálfsmorðs-
árásir á erlenda hermenn í Afgan-
istan.
Hernaðarleiðtogi Talibana
sagður hafa fallið í átökum
Múllann Dadullah
AÐ minnsta kosti 60 manns biðu bana í
tveimur sprengjutilræðum í Írak í gær,
þar af 50 í árás á byggingu tveggja stjórn-
málaflokka Kúrda í bænum Mahmur í
norðanverðu landinu. A.m.k. tíu til við-
bótar létu lífið þegar bíll hlaðinn sprengi-
efni var sprengdur í loft upp á útimarkaði í
Bagdad.
Um 4.000 bandarískir hermenn leituðu
að þremur félögum sínum sem saknað er
eftir árás á bandaríska hermenn sunnan
við Bagdad á laugardag. Fjórir hermenn
og íraskur túlkur féllu í árásinni.
Utanríkisráðuneyti Írans sagði í gær að
stjórn landsins hefði orðið við beiðni
bandarískra ráðamanna um að hefja viðræður við þá um aðgerðir til að
binda enda á blóðsúthellingarnar í Írak, efla stjórn landsins og lina þján-
ingar þjóðarinnar. Tilkynnt verður síðar í vikunni hvenær viðræðurnar
hefjast og hvaða embættismenn taka þátt í þeim.
Íranar fallast á viðræður við
Bandaríkjamenn um Írak
Sorg Kona syrgir ættingja
sinn eftir árás í Bagdad í gær.
PÓLITÍSK staða Pervez Musharr-
afs, forseta Pakistans, hefur
veikst verulega vegna aðildar
bandamanna hans að átökum sem
kostuðu tugi manna lífið um
helgina, að sögn sérfræðinga í
stjórnmálum landsins. Er jafnvel
talið að átökin geti orðið Mushar-
raf að falli.
Að minnsta kosti 38 manns,
flestir þeirra andstæðingar Mus-
harrafs, biðu bana í gær og á
laugardag í átökum í borginni
Karachi. Stuðningsmenn forset-
ans börðust þá við félaga í flokk-
um stjórnarandstöðunnar og
stuðningsmenn Iftikhars Muham-
mads Chaudrys sem Musharraf
vék úr embætti
forseta hæsta-
réttar landsins
9. mars.
Andstæðingar
Musharrafs
segja að hann
hafi rekið dóms-
forsetann til að
tryggja sér
stuðning hæsta-
réttarins komi til málaferla
vegna tilrauna hans til að halda
forsetaembættinu. Musharraf
leggur nú mikið kapp á að fá
þingið til að kjósa hann forseta
til fimm ára í viðbót áður en efnt
verður til þingkosninga.
Blóðug átök gætu orðið
Pervez Musharraf að falli
Pervez Musharraf
RÚM milljón manna tók þátt í mót-
mælum í Izmir, þriðju stærstu borg
Tyrklands, í gær til að krefjast þess
að haldið yrði í veraldlega þjóð-
skipulagið sem hefur verið í land-
inu allt frá stofnun lýðveldis 1923.
Margir mótmælendanna héldu á
fána landsins og myndum af stofn-
anda lýðveldisins, Kemal Atatürk.
AP
Rúm milljón Tyrkja mótmælir
AUÐUGIR Bretar hafa lofað sam-
tals 2,5 milljónum punda, sem svarar
rúmum 300 milljónum króna, í verð-
laun fyrir upplýsingar sem leiddu til
þess að Madeleine McCann, fjögurra
ára stúlka, fyndist heil á húfi.
Stúlkunni var rænt kvöldið 2. maí
sl. úr hóteli í Algarve í Portúgal, þar
sem hún lá sofandi ásamt tveggja
ára tvíburum hjónanna Kate og
Gerry McCann. Foreldrarnir höfðu
fengið sér að borða á veitingastað
hótelsins í um 50 metra fjarlægð.
Þeir segjast hafa farið til barnanna á
um hálfrar klukkustundar fresti um
kvöldið.
Madeleine átti fjögurra ára af-
mæli á laugardag og foreldrar henn-
ar gáfu þá út yfirlýsingu þar sem
þeir hvöttu fólk til að gera allt sem á
valdi þess stæði til að finna stúlkuna.
Eggert lofar framlagi
Breska dagblaðið The News of the
World og ýmsir auðugir Bretar hafa
lofað alls 1,5 milljónum punda, tæp-
um 190 milljónum króna, í verðlaun
fyrir upplýsingar sem leiddu til þess
að Madeleine fyndist.
The News of the World sagði að
stærsta framlagið kæmi frá J.K.
Rowling, höfundi metsölubókanna
um Harry Potter. Blaðið sagði fram-
lagið „mjög höfðinglegt“ en rithöf-
undurinn vildi að ekki yrði greint frá
fjárhæðinni. Eggert Magnússon,
stjórnarformaður West Ham, er á
meðal þeirra sem hafa lofað fram-
lögum, að sögn fréttavefjar BBC. Á
meðal annarra eru sir Philip Green,
eigandi Topshop, auðkýfingurinn sir
Richard Branson og Simon Cowell,
dómari í sjónvarpsþáttunum Amer-
ican Idol.
Áður hafði breska dagblaðið The
Times skýrt frá því að skoski auðkýf-
ingurinn Stephen Winyard hefði lof-
að milljón punda, sem svarar 126
milljónum króna.
Fjölmargir þekktir fótboltamenn
og þjálfarar hvöttu mannræningjana
til að skila stúlkunni. Á meðal fót-
boltamannanna eru John Terry, fyr-
irliði enska landsliðsins, Portúgal-
arnir Cristiano Ronaldo hjá
Manchester Utd., Paulo Ferreira hjá
Chelsea, Jose Mourinho, knatt-
spyrnustjóri Chelsea og Luiz Felipe
Scolari, þjálfari landsliðs Portúgals.
Lofa andvirði 300
milljóna í verðlaun
Viðamikil leit að ungri stúlku sem rænt var í Portúgal
Auðkýfingar og fótboltastjörnur leggja hönd á plóginn
AP
Bænasamkoma Portúgali með mynd af Madeleine við helgistað í Fatima í
Portúgal þar sem María mey á að hafa birst þremur börnum fyrir 90 árum.
Angouleme. AFP. | Tvö rúmensk pör
voru handtekin eftir að þau
reyndu að selja tveggja mánaða
stúlku á bílastæði stórmarkaðar
nálægt Angouleme í suðvest-
anverðu Frakklandi, að sögn
frönsku lögreglunnar í gær.
Fimmtán ára stúlka, líklega
móðir barnsins, var flutt á sjúkra-
hús en tveir karlmenn og ein
kona á lögreglustöð.
„Hvað býður þú í barnið?“
sagði annar karlmannanna við
fólk á bílastæðinu og hélt á
barninu.
Kona gerði öryggisvörðum
stórmarkaðarins viðvart og þeir
héldu fjórmenningunum þar til
lögreglan kom á staðinn. Einn ör-
yggisvarðanna slasaðist í rysk-
ingum.
Saksóknari sagði að hópurinn
yrði ákærður í dag en ekki er
ljóst hvað verður um barnið.
Svipaður atburður átti sér stað
í Portúgal þar sem móðir fjög-
urra mánaða drengs var hand-
tekin á föstudag fyrir að reyna að
selja hann fyrir utan stórmarkað
í bæ norðan við Lissabon. Barnið
var flutt á sjúkrahús til skoðunar.
Konan er erlendur ríkisborgari
en barnið fæddist í Portúgal, að
sögn þarlendra fjölmiðla.
Móðirin gekk að fólki við stór-
markaðinn og bauð son sinn til
sölu fyrir sem svarar 800.000 til
1,3 milljóna króna. Hún reyndi að
selja barnið í nokkrar klukku-
stundir á aðalgötu bæjarins. Átta
karlmenn, sem voru með konu-
inni, voru einnig handteknir.
„Móðir barnsins stóð við út-
ganginn og ætlaði ekki að sleppa
einni kvennanna, þrábað hana að
kaupa barnið og nefndi ýmsar
verðhugmyndir,“ var haft eftir
sjónarvotti.
„Hvað býður þú í barnið?“