Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 18
|mánudagur|14. 5. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Á ferðalögum og framandi
stöðum er margt öðruvísi en
heima og því mikilvægt að vera
með viðeigandi tryggingar. »20
fjármál
Oddur Örvar Magnússon á
veiðihund sem kallaður er
Húsavíkur-Óðinn og saman fara
þeir á fuglaveiðar. »21
gæludýr
Hann er sannur herramað-ur, dálítið sjálfmiðaðuren sýnir konum kurteisieins og tíðkaðist um
miðja síðustu öld og þær hrífast af.
Hann opnar fyrir þeim dyrnar og
býður þeim til sætis, daðrar djarft og
dansar tangó. Hann gengur undir
nafninu Tino the tango lover.
– Tino, hvaða augum lítur þú kon-
ur?
„Ég lít á þær með aðdáun, virðingu
og lotningu. Eina vandamál mitt hér
á Íslandi er svo margar konur, svo
lítill tími“, svarar þessi suðræni lat-
ínó-elskhugi sem hingað er kominn
til þess að vera.
– Tino, hvaða ráð myndirðu gefa
karlmönnum í samskiptum við kon-
ur?
„Hrósa þeim og tala við þær með
hjartanu ásamt „dassi“ af klassískri
kurteisi,“ svarar hann að bragði eins
og sá sem sjálfstraustið hefur.
Kostuleg kóngaveröld
En eins og á bak við alla mikla
menn er kona og á bak við Tino the
tango lover er Halla Frímannsdóttir.
Hún sigraði reyndar í fyrstu drag-
kóngakeppninni sem haldin var hér á
landi árið 2005. Jamm, Tino er drag-
kóngur.
„Tino er ættaður frá Argentínu og
bókstaflega elskar konur, tangódans,
nautakjöt og eðalvín,“ segir Halla og
brosir í gervi Tinos. „Hann kom til
Íslands á vængjum ástarinnar og
þenur þá daglega enda margar fal-
legar gyðjur hérlendis. Tino hefur al-
gjörlega slegið í gegn, líka í steggjap-
artíum þar sem hann kennir
karlmönnum nokkur tangódansspor,
háttvirta mannasiði og fleygar dað-
urlínur sem gott er að hafa í brjóst-
vasanum úti á galeiðunni.“
Halla tók fyrir rúmum tveimur ár-
um þátt í dragkónganámskeiði hjá
Maríu Pálsdóttur leikkonu sem hún
segir hafa verið alveg stórskemmti-
legt. „Ég hafði aldrei spáð í það
hvernig er að vera maður og mig
langaði bara að vita það,“ segir Halla
sem hefur gaman af því að reyna sig í
nýju umhverfi og aðstæðum.
– Og hvernig er að vera karl-
maður?
„Það er pungsveitt atriði en gríð-
arlega skemmtilegt. Á námskeiði
Maríu var okkur konunum kennt auk
ýmissa „mannasiða“ að setja á okkur
skegg og snyrta skeggbrodda. Eng-
inn karlmaður er heldur trúverðugur
með tvö brjóst og til þess að þrýsta
þeim niður og fá karlmannlegri vöxt
þurfa dragkóngar að klæðast níð-
þröngu magabelti,“ segir Halla à la
Tino the tango lover og hlær inni-
lega.
Að gera eitthvað öðruvísi
„Það má heldur ekki gleyma þeirri
upplifun að búa til karlmann-
skynfæri. Að skapa dragkóng
snýst meira um að búa til kar-
akter en minna um búninga
eins og hjá dragdrottning-
unum. Það þarf þess
vegna að rannsaka at-
ferli karlmanna af
nákvæmni og ég
verð að segja að það kom verulega á
óvart hversu miklar þreifingar virð-
ast vera á klofsvæði karlmanna í dag-
legu lífi þeirra. Tino the tango lover
er frábrugðinn kynbræðrum sínum
að þessu leyti en daðrar og dansar
þeim mun meira við konur.“
Halla ætlar nú að halda námskeið
fyrir allar þær konur sem vilja finna
karlmanninn í sjálfri sér og hafa
gaman af. „Þetta er auðvitað til-
tölulega nýtt í menningunni hér en á
vaxandi vinsældum að fagna erlend-
is. Þetta snýst fyrst og fremst um
leiklist, enda er þetta hálfgert uppi-
stand. Svo er bara eitthvað spreng-
hlægilegt að gera eitthvað öðruvísi
eins og að klóra sér í pungnum.“
Það er Tino the tango lover sem
opnar dyrnar og hvetur allar stelpur
til þess að efla dragkóngamenningu
landsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Suðrænn sjarmör Tino er ættaður frá Argentínu og
elskar konur, tangódans, nautakjöt og eðalvín.
Dragkóngur – námskeið fyrir kon-
ur. Haldið í sal Samtakanna ’78
30. maí og 1. júní. www.kmk.is.
Ég Tino er sannur
herramaður en ef til vill
dálítið sjálfmiðaður
Skartgripasérfræðingurinn Helen Mo-
lesworth hjá uppboðshaldaranum
Christie sýnir hér mikla skartgripi sem
á að selja í Genf nú í þessari viku.
Hringarnir eru afar verðmætir og sá
dýrasti sem er safírhringur er metinn
á annað hundrað milljónir íslenskra
króna.
Eins gott að
týna ekki
þessum
Daðrar djarft og dansar
tangó í karlmannsdragi