Morgunblaðið - 14.05.2007, Síða 20
Á ferðalögum og framandi stöðum er margt öðruvísi
en heima og því mikilvægt að vera með viðeigandi
tryggingar. Óvæntir atburðir gera ekki boð á undan
sér og geta kostað ferðalanga mikil fjárútlát. Unnur
H. Jóhannsdóttir gerði tilraun til að grisja ferða-
tryggingafrumskóginn.
,,Mér líður eins og
strút í frumskógi
(Við morgunverðarborðið)
„Elskan, varstu búin að athuga
með ferðatryggingarnar?“
„Ja, ég var aðeins búin að skoða
þær en þetta er svolítið flókið mál.“
„Flókið? Það er alveg merkilegt
með ykkur karlmenn, þið ráðið nú
ekki við einföldustu hluti. Það er al-
veg stórmerkilegt hvernig maður
eins og þú, sem situr í stjórn fyr-
irtækis sem skráð er í Kauphöll Ís-
lands, getur ekki fundið út úr ein-
földum ferðatryggingum.“
„Ekki æsa þig svona ástin mín,
það getur eyðilagt allan daginn að
byrja hann á svona formælingum,
mundu hvað jóginn sagði.“
„Þú skalt ekki segja mér neitt um
það hvernig ég á að byrja daginn,
hvernig heldurðu að kona verði í
skapinu þegar hún þarf að gera alla
hluti á heimilinu. Ég skil ekki hvern-
ig mér datt í hug að fara með þér í
þessa Amazon-ferð. Það er ekki eins
og þú sért Tarsan.“
„En ég get alveg gert þetta elskan
mín, ég þarf bara aðeins meiri tíma.
Þú verður að læra að treysta mér
eins og jóginn sagði. Mér líður bara
svolítið eins og strút í frumskógi,
þessar ferðatryggingar eru svo
margslungnar.“
(Við kvöldverðarborðið)
„Haraldur, kjörlendi strúta eru
eyðimerkur og þurrar sléttur, vaxn-
ar strjálum runnagróðri og trjám.
Ég held að þér sé ekki treystandi
fyrir þessu, ég sé bara um þetta.“
„Takk Guðrún mín.“
„Guðrún mín, þú ættir ekki að æsa
þig svona, kannski ættirðu að tala
við jógann.“
„Ég er búin að hringja í hann,
Haraldur, SOS-símtal. Hann sagði
mér að ég yrði bara að taka ferða-
trygginga-kerfinu eins og það er,
trúirðu því? Ég sagði honum að
þetta væri ekkert kerfi, þetta væri
frumskógur.“
„Já en Guðrún mín, þetta var ég
búin að segja þér. Mér leið eins og
strúti í frumskógi.“
„Jú en þú varst ekki búin að segja
mér að það væri SVONA. Þið karl-
menn getið aldrei útskýrt hlutina al-
mennilega.“
„Svona, svona, snúllan mín. Við
strútarnir stingum höfðinu ekkert í
sandinn. Við leggjumst bara saman
yfir þetta og leysum. Ég Tarzan, þú
Jane. Sérðu okkur ekki fyrir þér í
Amazon?“
miðann. Og var ekki konan á ferða-
skrifstofunni að bjóða þér einhverja
forfallatryggingu? Áttarðu þig á
þessu? Ha? Við gætum verið búin að
tryggja okkur tvisvar eða þrisvar
fyrir því sama. Og mamma sem
sagði að alltaf ætti að fara vel með
peninga. Það er ekki eins og kona
geti auðveldlega haft yfirsýn yfir
eigin ferðatryggingar. Mér líður
eins og apa í eyðimörk. Það er ekki
nokkurt tré að hanga í!“
„Haraldur! Veistu hver munurinn
er á ferða- og sjúkratryggingu,
ferðarofstryggingu og forfallatrygg-
ingu? Borgaðirðu ferðina með Visa
gullkortinu okkar eða Platinum
MasterCard? Þetta skiptir allt máli!
Ef svo er gætum við þegar verið
tryggð. Ferðatryggingarnar gætu
líka allar saman verið inn í F+
tryggingunni okkar. Svo getur verið
að við höfum óvart keypt forfalla-
tryggingu þegar við bókuðum flug-
fjármál fjölskyldunnar
20 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Algeng tjón á ferðalögum eru á farangri, þegar
honum er stolið eða hann týnist í flugi en einn-
ig reynir oft á ferðasjúkratryggingu, ferða-
slysatryggingu og forfallatryggingu að sögn
Rúriks Vatnarssonar, forstöðumanns vöruþró-
unar hjá Sjóvá. „Skynsamlegast er fyrir fólk að
tryggja sig að lágmarki fyrir slíkum tjónum en
fyrir þann sem vill vera þokkalega vel tryggður
eru fleiri tryggingar í boði eins og farangurs-
tafatrygging, en sá sem hefur hana fær bætur
ef farangri seinkar til komustaðar. Einnig hefur
komið sér vel fyrir fólk að hafa ferðarofstrygg-
ingu ef fólk þarf að stytta dvöl sína vegna
skyndilegra veikinda ættingja eða jafnvel frá-
falls.
Rúrik segir erfitt að bera saman þær ferða-
tryggingar sem innifaldar eru í kreditkortunum
og t.d. Fjölskylduverndina hjá Sjóvá, einkum
vegna þess að verndin sem kreditkortin veita er
mjög mismunandi eftir tegund þeirra. ,,Sú
vernd sem felst í ferðatryggingum í Gull-
kreditkortunum er líkust þeirri sem fæst í Fjöl-
skylduverndinni en þó er sú síðarnefnda betri
að því leyti að engin eigin áhætta er í henni
nema hvað varðar farangur. Í kortatryggingum
er hins vegar eigin áhætta t.d. í forfallatrygg-
ingu og sjúkrakostnaðartryggingu.“
– En er fólk í mörgum tilfellum að vátryggja
sig tvisvar fyrir sama, hugsanlega tjóninu?
Gæti það sparað t.d. ferðatryggingu hjá trygg-
ingafélagi ef það notar að öllu jöfnu kreditkort?
,,Í sumum tilfellum er svarið já en það verður
að skoða hvert tilfelli fyrir sig og mikilvægt að
fólk leiti upplýsinga hjá sínu tryggingafélagi.
Hjá Sjóvá getur fólk valið hvort það tekur
Ferðaverndina inn í Fjölskylduverndina, ein-
mitt vegna þess að sumir hafa ekki þörf fyrir
hana ef þeir eru með fullnægjandi tryggingar á
kreditkortinu sínu, nema það vilji tryggja sig
fyrir hærri fjárhæðum eða losna við eigin
áhættu þannig að það fái allt tjónið bætt. En
það eru jafnframt nokkrir bótaliðir í Fjöl-
skyldutryggingunni sem gilda hvar sem er í
heiminum óháð því hvort sérstök Ferðavernd
er keypt. Það á t.d. við um slysatryggingu og
innbúskaskó.“
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því
að jafnvel þótt fólk sé tvítryggt þá er tjónið
ekki í öllum tilfellum tvíbætt. ,,Það er t.d. mun-
ur á farangurstryggingu og slysatryggingu
hvað þetta varðar. Farangur fær fólk ekki tví-
bættan heldur aðeins einu sinni þótt það hafi
keypt tvær farangurstryggingar. Hafi fólk hins
vegar keypt tvær slysatryggingar þá á það rétt
á bótum úr báðum tryggingum og bótafjárhæð-
irnar leggjast saman, t.d. örorkubætur vegna
slyss.“
Stundum tvítryggt en ekki tvíbætt
Hvert ertu að fara? Hvað ætlarðu
að vera lengi? Hvernig eru að-
stæður í landinu sem þú ert að
fara til? Ertu að ferðast sjálfstætt
eða ferðastu með hópi með reynd-
um fararstjóra frá ferðaskrif-
stofu? Hvernig er almennt heilsu-
farsástand þitt? Allar þessar
spurningar skipta máli þegar tek-
in er ákvörðun um hversu víð-
tæka ferðatryggingu á að kaupa.
Hversu mikla áhættu ertu að taka
og hversu vel þarftu að tryggja
þig?
Greiðirðu ferðina með kred-
itkorti? Ef ferð er greidd fyr-
irfram að ákveðnum hluta með
Visa eða Mastercard kreditkorti
fylgir ferðatrygging yfirleitt
kaupunum. Skilmálar ólíkra teg-
unda kreditkorta eru hins vegar
mjög mismunandi og því nauð-
synlegt að kynna sér skilmála við-
komandi kreditkorts. Það eru ís-
lensk tryggingafélög sem sjá um
þjónustu tjónþola korthafa. Á
heimasíðu Vátryggingafélags Ís-
lands, www.vis.is, er góð yfirlits-
tafla yfir ferðatryggingar mis-
munandi tegunda VISA korta
ferðatryggingar. Á vef Trygg-
ingamiðstöðvarinnar,
www.tmhf.is er önnur góð yf-
irlitstafla yfir ferðatryggingar
mismunandi tegunda Mastercard
korta.
Ertu með fjölskyldutryggingu hjá
tryggingafélagi? Kannaðu hvort í
henni sé ferðatrygging og hvað
hún feli í sér. Hjá tryggingafélög-
unum er einnig hægt að kaupa
stakar tryggingar eða viðbót-
artryggingar ef á þarf að halda.
Þegar flugmiði er bókaður á net-
inu hjá íslensku flugfélögunum
Icelandair og Iceland Express er
hægt að kaupa forfallatryggingu
þar. Þessi trygging er einnig oft
boðin þegar ferð er bókuð hjá
ferðaskrifstofum.
Gátlisti
ferðatryggj-
andans
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Á vefsíðu Icelandair ráðleggur fyr-
irtækið viðskiptavinum sínum að
kaupa forfallagjald þegar þeir bóka
á netinu. Þegar kemur að þessari
spurningu í bókunarkerfinu hefur
þegar verið hakað í já-reitinn og
verður viðskiptavinurinn sér-
staklega að haka í nei-reitinn til þess
að kaupa ekki forfallagjaldið. Sú
spurning, hvort ekki væri eðlilegra
að Icelandair léti viðskiptavininn um
að velja strax í upphafi var borin
undir Guðjón Arngrímsson upplýs-
ingafulltrúa fyrirtækisins. ,,Það var
algengt að viðskiptavinir töldu sig
hafa forfallatryggingu og það kom
þeim á óvart, og kom illa við marga,
að hún var ekki til staðar. Það var
talið heillavænlegra að bjóða fólki
að afþakka hana. Flestir kjósa að
kaupa trygginguna og reynt er að
stilla vefinn þannig að fyrirhöfn
neytenda sé sem minnst.“
Þess ber að geta að sams konar
fyrirkomulag er hjá Iceland Ex-
press, búið að haka fyrirfram í reit-
inn þar sem forfallagjald er boðið til
kaups og þarf viðskiptavinurinn að
taka hakið úr kassanum.
Búið að haka
við forfalla-
tryggingu hjá
flugfélögunum