Morgunblaðið - 14.05.2007, Page 21
gæludýr
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 21
Yamaha píanó.
Yamaha píanó og flyglar
með og án SILENT búnaðar.
Veldu gæði – veldu Yamaha!
Samick píanó.
Mest seldu píanó á Íslandi!
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 357.000 kr.
Goodway píanó.
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 238.000 kr.
15 mán. Vaxtalausar greiðslur.
Estonia flyglar.
Handsmíðuð gæðahljóðfæri.
Steinway & Sons
Fyrir þá sem vilja aðeins það besta.
Til sýnis í verslun okkar.
H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð
Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350
!!"! #$%&' () (
*+,&'
-.' /0 1(( 222"34,33"'
5
5
6
verið eitthvað erfiðir í skapinu, því
veiðimenn vita það mætavel að á
veiðum þýðir ekkert að vera með
marga hunda saman sem eru stans-
laust til vandræða,“ segir Oddur
Örvar.
Bráðinni er gefinn „séns“
Óðinn þurfti ekki að fara í neina
sérstaka þjálfun til að verða veiði-
hundur þar sem veiðieðlið er þess-
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Ó
ðinn er enskur setter og
er það sem kallað er
standandi fuglahundur.
Það þýðir að hann leit-
ar uppi bráð og þegar
hann er búinn að finna fugl „tekur
hann stand“ og bendir á fuglinn eða
staðsetningu hans, sé hann í felum,“
segir Oddur Örvar Magnússon um
veiðihundinn sinn sem fengið hefur
viðurnefnið Húsavíkur-Óðinn því
báðir búa þeir félagar á Húsavík og
fara ávallt saman á fuglaveiðar.
Enski setterinn er háfættur, tígu-
legur, tiltölulega grannvaxinn og
ber sig nokkuð tignarlega. Höfuðið
er langt og grannt og hálsinn sterk-
byggður. Enska setterinn er hægt
að þjálfa til að leita með miklum
hraða og áhuga að fuglum, sem
dreifðir eru á víðáttumiklum veiði-
lendum. Enskur setter er í eðli sínu
vingjarnlegur og hentar því vel sem
fjölskylduhundur. Þrátt fyrir það
býr hann yfir villtu eðli. Hann
þarfnast ákveðinnar og yfirvegaðrar
þjálfunar til að verða góður heim-
ilishundur.
Oddur Örvar eignaðist Óðin sum-
arið 2002.
„Vinur minn Guðmundur Borg-
þórsson tilkynnti mér það nokkru
áður að hann hefði pantað fyrir mig
hund frá Noregi þegar í það stefndi
að sá hundur, sem ég átti þá fyrir,
þyrfti að hverfa yfir móðuna miklu
sökum veikinda. Á þeim tímapunkti
var það svo sem ekkert á planinu að
eignast annan hund, en það varð
engu tauti við Guðmund komið því
hundlaus yrði ég ekki. Eftir að hann
hafði sannfært mig endanlega um að
þessi umræddi hundur kæmi úr
allra bestu ræktun í Noregi lét ég
slag standa. Óðinn kom frá rækt-
andanum Kjetil Helden, sem hefur
ræktunarnafnið Kvernmomarka’s, í
Vedalen í Norður-Noregi sem er
hálfgert Mekka norskra hundarækt-
enda.“
Mannblendinn ljúflingur
Þegar spurt er út í lundarfarið
svarar eigandi Óðins því til að fer-
fætlingurinn sé mikill ljúflingur og
einkar mannblendinn. Oftar en ekki
vill hann bara fá að kúra í fanginu á
manni, en það er oftast sammerkt
með veiðihundum, sem koma úr úr-
valsræktun, að skapið er mjög gott.
Veiðimenn, sem hafa ræktað þessar
hundategundir, eru löngu búnir að
vinsa úr þá einstaklinga, sem hafa
um hundum eðlislægt. „Það þarf
ekkert að kenna þeim að leita að
fugli. Þjálfunin fer fram á stöð-
ugleika hundsins þegar hann er bú-
inn að finna fugl, sem þýðir að hund-
urinn sé kyrr og fæli ekki fuglinn
upp fyrr en veiðimaðurinn segir
honum að reka fuglinn í loftið svo
hægt sé að koma skoti á bráðina.
Þjálfunin felst í að halda hundinum
stöðugum svo hann skemmi ekki
veiðitækifærið sem hann var búinn
að skapa veiðimanninum. Í Evrópu
er bráðin aldrei skotin sitjandi held-
ur er henni gefið tækifæri með því
að reka hana upp í loft. Þennan
veiðihátt eru íslenskir veiðimenn
farnir að tileinka sér með tilkomu
sitjandi fuglahunda,“ segir Oddur.
Enskur setter hefur haldið vin-
sældum sínum vegna nytsemi,
gáfna, gæflyndis og fegurðar.
Þessir þrekmiklu útivistarhundar
eru gjarnan í uppáhaldi jafnt hjá
veiðimönnum sem gæludýraeig-
endum. Blítt lunderni enska setters-
ins gerir hann að tryggum félaga en
hann þarfnast mikillar hreyfingar
og líður því betur utan borg-
armarka.
Orðinn „frægur“ í útlöndum
Hundaræktarfélag Íslands er
með deildir, bæði fyrir „sæki“ og
standandi veiðihunda. Þar fara fram
veiðipróf þar sem hundarnir eru
hæfnisprófaðir og dæmdir svo hægt
sé að nota þá í frekara rækt-
unarstarfi. Á sérstökum sýningum
HÍ er svo líkamsbyggingin tekin út.
Óðinn er lifandi dæmi um það þegar
saman fer frábær veiðihundur og
falleg líkamsbygging enda hefur
honum hlotnast fjöldinn allur af
fyrstu einkunnum, bæði á sýningum
og í veiðiprófum, að sögn eigandans.
Húsavíkur-Óðinn er líka eini enski
setterinn á Íslandi sem hlotið hefur
íslenskan veiðimeistaratitil.
Hróður Húsavíkur-Óðins hefur
farið víða því birst hafa m.a. myndir
af honum á netsíðum, í veiðiblöðum
og dagatölum norskra og ítalskra
ræktenda auk þess sem Húsavíkur-
Óðin er að finna í hundabók sem út
kom í Bandaríkjunum fyrr á þessu
ári. Það má því segja að Óðinn sé
orðin „frægur“ í útlandinu.
Á standi Óðinn finnur fugl og bendir svo á staðsetningu hans.
Veiðifélagarnir Oddur Örvar Magnússon ásamt hinum norsk-ættaða Húsavíkur-Óðni.
Trygga veiðifélaganum
finnst gott að kúra í kjöltu
TENGLAR
.....................................................
www.simnet.is/flatey/odinn
www.nesk.no