Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í UMFJÖLLUN um ákvarð- anatöku og þá sérstaklega íbúa- lýðræði hefur mikilvægu atriði verið lítill gaumur gefinn. Um er að ræða mismunandi vægi atkvæða þegar fengist er við sérstaka og sértæka ákvarð- anatöku. Það er ekki efni þessarar greinar að ræða hvenær sér- stakar og sértækar aðstæður eru fyrir hendi enda þótt not- ast sé við dæmi úr umræðu líðandi stundar. Það liggur í hlut- arins eðli að ákvarð- anir hafa mismunandi áhrif og ekki er alltaf jafn auðvelt að snúa af markaðri braut. Málum er þannig farið að eina tegund af niðurstöðu má endurskoða nánast hvenær sem er án verulegrar fyr- irhafnar eða áhættu á meðan end- urskoðun annars konar niðurstöðu getur kallað, að minnsta kosti, á veruleg fjárútlát. Umræða um virkjanaframkvæmdir og rekstur orkufreks iðnaðar hefur dregið at- hyglina sérstaklega að þessu atriði þótt grundvallaratriðin einskorðist engan veginn við slík viðfangsefni. Umfjöllun um grundvallaratriði lýðræðislegrar ákvarðanatöku hef- ur verið fátækleg og mikil þörf á að auðga hana. Til þess að skýra hvað við er átt ætla ég að taka dæmi sem á sér hliðstæður í at- burðum og umræðu síðustu mán- aða. Lagt er fyrir ákveðinn hóp (íbúa eða fulltrúa þeirra) að taka ákvörðun um hvort virkja skuli á tilteknum stað eða ekki. Eins og þekkt er fylgir virkjanafram- kvæmdum, auk félagslegra og efnahagslegra áhrifa, landrask og aðrar breytingar á umhverfi og náttúru. Hafa ber í huga að í þess- ari grein er ekki lagt mat á það hvort kostir sem fyrir liggja séu góðir eða vondir, eingöngu skiptir máli að um þá eru deildar mein- ingar. Sé tekin ákvörðun um að virkja, hefur verið tekin ákvörðun um umhverfisbreytingar, sem vara munu í 100 – 200 ár eða lengur, hver veit? Í reynd má heita úti- lokað að snúa ákvörðun um virkj- un við eftir að framkvæmdir eru hafnar vegna óheyrilegs kostn- aðar, sem því fylgdi, þ.e. vegna hugsanlegra skaða- bóta til hags- munaaðila og kostn- aðar við að færa umhverfið til fyrra horfs. Því er hér um óumbreytanlega ákvörðun að ræða í almennum skilningi. Sé hins vegar tek- in ákvörðun um að virkja ekki og eiga ósnortna náttúru og verða þannig af hugsanlegum tekjum eða jafnvel að sleppa við tap af framkvæmdinni er engin fyrirstaða gegn því að end- urskoða þá ákvörðun innan skamms tíma. Sá tími getur þess vegna verið eitt ár eða við upp- haf nýs kjörtímabils stjórnar eða þegar vindar eru taldir blása með virkjun. Í reynd er trúnaður við þá sem standa að ósk um breyt- ingu (virkjun) meiri en við þá sem vilja óbreytt ástand (ekki virkja). Eins mætti orða það þannig að meirihlutavægi at- kvæða þeirra sem vilja virkja er meira en þeirra sem standa gegn virkjun. Hvaða grundvallaratriði er verið að fjalla um hér? Málið snýst um það hvernig hægt er að verja eina niðurstöðu gegn ágangi þegar önnur nið- urstaða um sama mál nýtur verndar fjárhagslegra skuldbind- inga sem í kjölfar hennar fylgja. Fjárhagslegum ávinningi/ skuldbindingum er gefið vægi sem hefur ekkert með hina lýð- ræðislegu hlið málsins að gera, þ.e. jafnræði meðal þegnanna og sjónarmiða þeirra. Einfalt er að segja að þetta liggi allt fyrir þeg- ar kosið er og er það rétt. En þá er einnig rétt að minna á að skoðanir manna eru ekki greypt- ar í stein og eru umbreytanlegar. Engar siðfræðilegar ástæður eru fyrir því að gera fylgjendum ákvörðunar um óbreytt ástand lægra undir höfði en þeim sem styðja breytingar. Grundvallaratriði er einnig að báðir (allir) valkostir séu metnir jafngildir í hagfræðilegum skiln- ingi, vegna þess að hefðbundin hagfræði er ófær um að gera upp á milli þeirra. Fræðileg úttekt sér- greinar sem er háð slíkum tak- mörkunum getur hvorki verið ráð- andi né leiðbeinandi í dæmi sem þessu. Sé þetta uppfyllt þá sitja allir við sama borð. Því er brýnt að setja reglur um ákvarðanatöku af þessu tagi þannig að í reynd sé jafnræði meðal beggja (allra) hópa þegar kosið er milli valkosta. Málið krefst úrlausnar og það fyrr en síðar. Málið er vandasamt. Hvernig verður það gert án þess að á nokkurn sé hallað? Vega þarf á einhvern hátt upp á móti þeirri bindingu sem felst í hinni óum- breytanlegu ákvörðun. Tvennt finnst mér koma til greina. Í fyrsta lagi að setja inn í atkvæða- greiðsluna þann tíma sem þarf að lágmarki að líða þar til kjósa má aftur um virkjanaframkvæmd á svæðinu verði sá kostur ofaná að virkja ekki í dæminu hér að fram- an. Í öðru lagi mætti krefjast auk- ins meirihluta þegar kemur að ákvörðun um aðgerð sem leiðir til varanlegra áhrifa á umhverfi okk- ar og stöðu. Samfélag okkar býður upp á kröftug áhrif á almenningsálitið og með nægilegu fjármagni er hægt að móta það nánast að vild til að ná fram „æskilegri“ niðurstöðu á hverjum tíma. Því þarf að gæta að því að kostir sem settir eru fram séu skýrir og kosið sé um grundvallaratriði þannig að ekki sé endalaust verið að kjósa um örlítið breyttar út- færslur á hugmyndum. Varanleiki ákvarðana – vægi atkvæða Lúðvík Ólafsson skrifar um íbúakosningar og vægi at- kvæða »Umfjöllun umgrundvallaratriði lýðræðislegrar ákvarð- anatöku hefur verið fá- tækleg og mikil þörf á að auðga hana. Lúðvík Ólafsson Höfundur er læknir. ÞAÐ kom allsvakalega í ljós núna nýverið að það eru ýmsir í okkar samfélagi sem eru andvígir giftingu samkynhneigðra. Ef rætt er við þá sem eru á þeirri skoðun eru yf- irleitt gefnar nokkrar aðalástæður fyrir því. Orðið „ónáttúrulegt“ kemur oft upp ein- hversstaðar í þessum sálmum, sem og „ókristilegt“. Ég vil byrja á að taka fyrir orðið „ónáttúrulegt“. Fólki finnst t.d. „ónáttúrulegt“ að sam- kynhneigðir gifti sig vegna þess að þannig hefur það aldrei verið – það hefur aldrei þótt eðlilegt að fólk af sama kyni gifti sig, og þess vegna hlýtur að vera rétt að banna það í dag. Jæja, kannski. Ég verð þá að fara og skipta um föt, því ég er kvenkyns og er í buxum – og áður fyrr þótti fáránlegt að konur gengu í karl- mannsfötum. Það var ónáttúrulegt. Konur eiga auðvitað að vera heima í sínum kvenmannsfötum og sjá um húsverkin, annað er bara ónátt- úrulegt. Semsagt, það er ýmis „ónáttúran“. Það sem ég á við er að sú staðreynd að eitthvað hafi þótt óeðlilegt áður fyrr þarf ekki endi- lega að þýða að það sé óeðlilegt í dag. Við lifum í jafnréttisþjóðfélagi (eða reynum a.m.k. að telja okkur trú um það), og það að banna fólki að gifta sig vegna þess eins að það er ekki hrifið af gagn- stæðu kyni er u.þ.b. eins gáfulegt og að banna fólki að vinna bara vegna þess að það er ekki með Y-litning. Nú, síðan gætu ein- hverjir farið að tala um blessuð börnin. Sam- kynja pör geta (aug- ljóslega) ekki getið börn saman, og geta þess vegna ekki sinnt því hlutverki hjónabandsins að fjölga mannkyninu. Þar sem fólks- fjölgun er heimsvandamál sé ég ekki að þetta ætti að skipta neinu máli – það geta heldur ekki öll gagnkynhneigð pör eignast börn. Er annar aðilinn í sambandinu ófrjór? Á þá að banna þeim að gift- ast, bara vegna þess að þau geta ekki getið barn saman? Það yrði ekki vinsælt. En ekki er öll nótt úti fyrir sam- kynja pör sem langar í börn – það væri hægt að leyfa pörunum að ætt- leiða. Að mér vitandi hefur þeim börnum sem alin eru upp af sam- kynhneigðum ekki orðið meint af því; en sumir myndu kannski segja að það væri ekki gott fyrir barnið að alast upp föður- eða móðurlaust. Að sjálfsögðu er þetta allt annað mál þegar barn elst upp hjá einstæðu foreldri, svo lengi sem það er gagn- kynhneigt. Það er allt í lagi að barn- ið alist upp föðurlaust, svo lengi sem það á bara eina móður. Hvort er í rauninni eðlilegra, að eiga tvo feður (eða tvær mæður) eða eitt for- eldri sem er bæði faðir og móðir? Er ekki betra að alast upp hjá tveimur foreldrum sem þykir vænt um barnið og hvoru um annað? Jæja, nóg af ónáttúrunni (þó það væri vitaskuld hægt að tala lengi enn um hana). Snúum okkur að orð- inu „ókristilegt“. Það eru alls ekkert allir trúaðir í íslensku samfélagi í dag, langt frá því. Hins vegar breytist alveg ótrú- legasta fólk í guðhrædda sunnu- dagaskólaengla þegar umræða um giftingu samkynhneigðra kemur upp, og fer að veifa frösum eins og „ekki skv. Biblíunni“, „Guði óþókn- anlegt“, og hinum klassíska „það er ókristilegt“. Ég vil byrja á að taka fram að Biblían segir margt um sið- samlegan lifnaðarhátt, og er ágæt bók að því leyti. En ég hef hvergi fundið að í henni standi „þú skalt ekki elska manneskju af sama kyni“, eða nokkuð annað sem mætti túlka sem slíkt nema með mestu herkjum og útúrsnúningum. Ég kíkti á kaflana sem eru oftast gefnir sem rök fyrir því að Biblían for- dæmi samkynhneigð, og þeir for- dæma ýmislegt – djöfladýrkun, heiðnar svallathafnir, nauðganir, og margt fleira sem mér finnst í ágætu lagi að fordæma – en ég sé hvergi að þar standi að ekki megi eiga í ástarsambandi við manneskju af sama kyni. En gleymum því smástund að for- dæmingar Biblíunnar á samkyn- hneigð eru vægast sagt mjög vel faldar, ef þær eru þá þar á annað borð, og hugsum aðeins um önnur mál sem tengjast Biblíunni og kirkj- unni gegnum aldirnar. Lögun jarð- arinnar, tilurð og aldur heimsins – þar hafa skoðanir sem betur fer breyst um það hvað talið sé rétt og rangt. Nú er ég ekki að gera lítið úr Biblíunni, það er hin ágætasta bók. En málið er að sumu sem stendur í henni (eða er jafnvel bara túlkað uppúr henni) verður að taka með góðum fyrirvara. Ég trúi á Guð, og að honum þyki vænt um okkur. Og einmitt þess vegna held ég að hann fordæmi ekki giftingar samkynhneigðra, vegna þess að ef tveim manneskjum þykir vænt hvorri um aðra, og vilja játa það fyrir heiminum og fyrir Guði, þá hugsa ég að það ætti að vera í góðu lagi hans vegna, óháð því hvort manneskjurnar tvær eru karl og kona, eða karl og karl, eða kona og kona. Erum við ekki öll jöfn fyrir Guði skv. kristnu trúnni? Af hverju ætti það þá að angra hann hvers kyns fólkið er? Ég styð heilshugar giftingu sam- kynhneigðra. Það er mín skoðun að ef fólk elskar hvort annað á þann hátt ætti það að drífa sig í hnapp- helduna, óháð kyni! Það er fárán- legt að leyfa ekki öllu venjulegu, ástríku fólki að staðfesta ást sína á þann hátt sem það sjálft kýs. Hætt- um þessari vitleysu og leyfum öllum að gifta sig sem það vilja. Um hjónavígslu samkynhneigðra Ég styð heilshugar giftingu samkynhneigðra, segir Þóra Ingvarsdóttir í þessari grein » Það eru engin góðrök gegn hjóna- vígslu samkynhneigðra, kynhneigð breytir engu um rétt para til fullgilds hjónabands. Þóra Ingvarsdóttir Höfundur er framhaldsskólanemi. NÚ í maí er tæpt ár síðan fundur var haldinn á Grensási, gagngert til að sjúkraliðar gætu komið því á framfæri í gegnum fé- lagsleiðina að ekki væru allir ánægðir með brúarnám- ið. Formaður félagsins lét aðra stjórnarmeðlimi ekki vita af þess- um fundi. Sjúkraliðar gátu ekki látið kyrrt liggja og byrjuðu að safna undirskriftum og skrifa í blöðin og vegna þess sáu hinir stjórnarmeðlimir SLFI að eitt- hvað væri að. Formaður reyndi að gera sem minnst úr óánægju okk- ar og talaði um að þarna væru nokkrir nýútskrifaðir sjúkraliðar á ferð, hún hvatti meðstjórnendur sína til að skrifa móti þessum sjúkraliðum. Ekki tóku allir þátt í því að skrifa móti brúarandstæðingum. Helga Dögg Sverrisdóttir lagði til að þar sem fjöldi sjúkraliða sem væri andvígur námsleiðinni er mikill yrði stjórn að SLFI sýna lit, hún lagði til að halda málþing en formaður gerpi ekkert með til- löguna í bili annað en hrósa henni. Áfram hélt leikurinn og þann 19. febrúar skiluðum við inn tæpum 600 undirskriftum móti námsleið- inni þó svo að mikið af listum skil- aði sér ekki inn. Í útvarpsviðtali við formann félagsins sama dag reyndi hann að gera lítið úr undir- skriftasöfnuninni, sagði hana byggða á misskilningi. Við teljum að sökum þrýstings hafi verið skipuð nefnd, nefnd sem átti að vinna úr tillögum sjúkraliða varð- andi þá þætti sem þeir vildu fá að breyta eða lagfæra í brúarnáminu og nú í enda maí á að vera mál- þing, loksins. Samt er ennþá verið að kynna námsleið brúarnámsins í núverandi mynd og ekki minnst einu orði á að breytinga sé að vænta. Kosningar eru í nánd hjá okkur sjúkraliðum og spennandi að sjá hver tekur slaginn. Í framboði eru þær Helga Dögg Sverrisdóttir og Kristín Á. Guð- mundsdóttir, Guðrún Katrín dró sig til baka, þar sem samhljómur er í áherslum og málflutningi hennar og Helgu Daggar um framtíðarsýn SLFI. Framtíðarsýn þeirra felst í því að koma á sáttum innan félagsins eft- ir þessa miklu rimmu sem hefur átt sér stað í kjölfar brúarinnar. Greinarhöfundar eru fullvissir um að Helga Dögg er fullfær um að leiða félagið inn í nýja tíma, hún hefur starfað innan sjúkraliða- félagsins í 15 ár og hefur víðtæka reynslu af þeim fjölmörgu þáttum sem snúa að starfi fyrir félagið. Nú situr hún sem formaður Norð- urlands eystra. Við teljum einnig að ef núverandi formaður sitji áfram muni margur sjúkraliðinn hugsa sér til hreyfings því í öðrum stéttarfélögum geta sjúkraliðar fengið álíka réttindi og þeir hafa öðlast innan SLFI. Formanns- kosningar í sjúkraliðafélaginu Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Elína Elísabet Az- arevich skrifa um væntanlegar kosn- ingar í sjúkraliða- félaginu Dagbjört Ósk Stein- dórsdóttir » Við teljum að ef nú-verandi formaður sitji áfram muni margur sjúkraliðinn hugsa sér til hreyfings. Höfundar eru sjúkraliðar. Elína Elísabet Az- arevich

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.