Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 26

Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 26
26 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ er mikið kvalræði að bera sjúkdóm sem ekki er sýnilegur. Geðhvarfasýki er slíkur sjúkdóm- ur. Sjúklingurinn þjáist bæði af miklu þunglyndi og sveiflast svo upp í oflæti eða maníu. Geð- hvarfasýki er talin einn af alvar- legustu geðsjúkdómunum. Þeir sem fá þennan sjúkdóm vakna ekki skyndilega einn góðan veð- urdag og eru orðnir geðveikir, þannig gerist þetta ekki. Við- komandi einstaklingur hefur fundið fyrir litrófi allra mögu- legra tilfinninga, s.s. kvíða, van- mætti, öryggisleysi og sturlun svo árum skiptir, við verðum veik að öllu leyti. Þunglynd- ishliðin á geðhvarfasýkinni er dekksta mynd af mannlegum til- finningum sem hægt er að hugsa sér. Við sem fyrir því verðum leiðumst inn í veröld þaðan sem engin er útgönguleiðin. Ekkert er lengur áhugavert, skemmti- legt eða þess virði að lifa fyrir það. Myrkrið grúfir yfir öllu og sjálfsvígshugsanir eru ofarlega í huga. Sé ekkert að gert enda því miður margir þunglynd- issjúklingar líf sitt með sjálfsvígi. Maníuástandið er hins vegar mjög ólíkt þunglyndisskeiðinu. Í fyrstu getur flæði örvandi tilfinn- inga á þessu skeiði valdið hræðslu. En þegar frá líður verð- ur þessi nýi en óeðlilegi heimur dásamlegur og eftirsókn- arverður. Lífið tekur á sig allt aðra mynd. Feginleikinn yfir breyttu ástandi er mikill. Ekkert virðist geta stöðvað hug- myndaauðgi, athafnasemi, drauma, þrár og væntingar. Við- komandi hefur litla sem enga þörf fyrir svefn, jafnvel svo vik- um skiptir. Hugsunin verður hraðari, við tölum meira, við komum öllu í verk, líka því sem áður sýndist óvinnandi. En neistaflugið tekur skyndilega nýja stefnu. Þá tekur við ör- mögnun eftir langvarandi flug örlætisins. Það er skoðun geðlækna að stór hópur geðfatlaðra leiti sér aldrei hjálpar, því miður. Það er napur veruleiki að geðfatlaðir skuli enn þann dag í dag þurfa að glíma við heim fordóma og hroka og að það komi jafnvel í veg fyrir að fólk leiti sér sér- fræðihjálpar. Foreldrar sem merkja breytingar á hegð- unarmynstri barna sinna gerðu rétt í því að bregðast strax við og leita hjálpar. Börnin eru jú það dýrmætasta í lífi okkar og því mikilvægt að vel takist til. Afneit- un allra fjölskyldumeðlima á ástandinu er því miður fyrirbæri sem er of algengt og getur orðið til þess að allt verði um seinan. Afneitun er þó skiljanleg, ef haft er í huga að við höfum oft tekið af- stöðu gegn geðfötluðum, án þess að gera okkur grein fyrir því. Ég á bágt með að trúa því að fólk þurfi að reyna geðsjúkdóma á sjálfu sér til þess að átta sig á því að hérna er á ferðinni graf- alvarlegt mál, sem kostar mikla þjáningu og dregur fólk oft til dauða. Opnum hugi okkar og hjörtu og tökum á málunum. Lát- um okkur málið varða, opnum um- ræðuna hvar sem henni verður við komið. Lyftum grettistaki fyrir komandi kynslóðir í meðferð- arúrræðum. Okkur ber skylda til þess. EDDA SIGURÐARDÓTTIR, Hverafold 23, Reykjavík. Geðhvarfasýki Frá Eddu Sigurðardóttur ÞRIÐJUDAGINN 1. maí var ég staddur á miðjum Laugavegi að fylgjast með mannlífinu á verka- lýðsdeginum. Degi sem helgaður er baráttu vinnandi fólks og er haldinn hátíðlegur um allan heim. Gangan lagði af stað frá Hlemmi og mætti mér með þjóðlegum lúðrablæstri ásamt herskara af hugsjónafólki í baráttuhug. Þarna voru ekki bara verkalýðsfélög heldur einnig ýmis önnur samtök sem berjast fyrir bættum heimi. Það má varpa upp þeirri spurn- ingu hvort það sé rétt af mismun- andi samtökum að auglýsa mál- stað sinni á 1. maí. Sennilega finnst flestum það í góðu lagi. Stuttu eftir að ég byrjaði að fylgj- ast með göngunni sá ég nokkuð á Klapparstígnum sem olli mér bæði furðu og miklum vonbrigðum. Við mér blasti hópur ungs fólks með stór skilti og enn stærri borða sem á stóðu ýmis slagorð í þágu frekar ómerkilegs málstaðar. Á þeim voru þekkt slagorð úr bar- ráttu hugsjónafólks notuð til að auglýsa neyslu og vörumerki. Vörumerkið var Tópas sem ruddist inní gönguna ásamt ljós- myndara, hóp af ungmennum og leikara sem öskraði slagorð, af miklum krafti í gegnum gjall- arhorn, eins og „hærri tóp- aslífeyri“ og „jöfn tóp- asréttindi fyrir alla“. Þrátt fyrir harðar mótbárur frá göngu- meðlimum og undirrituðum þá héldu þau áfram rekin fram af manninum með gjallarhornið, nokkur ungmenni með skömm- ustusvip og auglýsingaskilti í miðri kröfugöngu verkafólks. En ekki er við þau að sakast, enda sennilega að þessu fyrir nokkra þúsundkalla, heldur fyr- irtækið sem stendur á bak við Tópas, Nóa Síríus. En hvað geta neytendur gert? Við neytendur getum spornað við svona lágmenningu í auglýs- ingamennsku með því að snið- ganga vörumerkið. Allavega mun ég ekki fá mér Tópas á næstunni, ef þá nokkurn tíma. EINAR RAFN ÞÓRHALLSSON, meðeigandi í samvinnurekna kaffihúsinu Kaffi Hljómalind og Proutisti. Vanvirðing við baráttu verkafólks Frá Einari Rafni Þórhallssyni Einar Rafn Þórhallsson Á PRESTASTEFNU 2005 var ég framsögumaður tillögu þar sem kall- að var eftir því að kenningarnefnd tæki að sér að bregðast við óskinni um að þjóðkirkjan komi að hjúskap- arstofnun samkyn- hneigðra para með hliðstæðum hætti og þegar um karl og konu er að ræða. Prestastefna 2007 fjallaði um drög að áliti kenningarnefndar og samþykkti tillögu bisk- ups um að álitið verði búið til flutnings á kirkjuþingi í haust. Með þessu áliti kenn- ingarnefndar og nýju blessunarformi finnst mér að stórum áfanga sé náð fyrir bættri stöðu samkyn- hneigðra innan þjóðkirkjunnar. Í álitinu eru mjög mikilvægar sam- þykktir um málefnið, eins og þær sem snúa að biblíuskilningi og túlk- un ýmissa ritningartexta. Víðtæk samstaða á prestastefnu um sam- þykktina er staðfesting á því að stað- fest samvist er sambúðarform sem er viðurkennt af kirkjunni og að kirkjan vill taka þátt í því með því að blessa samvistina. Samtal og vinna heldur áfram Í orðum sínum á prestastefnu ítrekaði biskup að fyrirliggjandi álit kenningarnefndar er málamiðlun en þó um leið fyrirheiti um að halda þessari samræðu áfram innan þjóð- kirkjunnar. Sumir prestar vilja ekki ganga eins langt og gengið er í þessu áliti, aðrir vilja ganga lengra. Á prestastefnu náðist hins vegar breið samstaða um að samþykkja þetta álit sem þann grundvöll sem lang- flestir prestar þjóðkirkjunnar geta sæst á. Mikilvægt er að það komi fram. Hins vegar er hæpið að viðlíka samstaða náist um frekari skref þótt reynslan sýni að tíminn vinni með okkur. Við sem viljum ganga lengra þurfum áfram að stunda faglega og markvissa umræðu meðal lærðra og leikra innan þjóðkirkjunnar, en þetta málefni er viðfangsefni gjör- vallrar kirkjunnar. Þar sem mörgum þykir miða heldur hægt í þessum málaflokki hér á landi er rétt að geta þess að hvar sem er í heiminum hef- ur þessi umræða tekið mikinn tíma. Eins og staðan er nú kemur íslenska þjóðkirkjan sennilega næst á eftir sænsku kirkjunni hvað varðar til- lögur og samþykktir um að bæta stöðu samkynhneigðra, en sænska kirkjan gengur lengst lútherskra kirkna og kirkna í Evr- ópu. Að prestar staðfesti samvist Á prestastefnunni var einnig samþykkt að beina til biskups tillögu um að þeir prestar sem það kjósi fái heimild til að framkvæma lög- gjörning staðfestrar samvistar. Núverandi lög frá Alþingi heimila ekki slíkt en tillaga um að breyta þeim lögum liggur fyrir Alþingi. Ekki voru greidd atkvæði um þessa tillögu en heyra mátti á máli manna að þó nokkur hljómgrunnur var fyrir henni. Lýsti ég meðal annarra því yfir á prestastefnu að ég styddi þá tillögu. (Sjá grein dr. Péturs Péturs- sonar í Morgunblaðinu 24. apríl sl. bls. 24.) Prestastefnan samþykkti einnig tillögu þess efnis að bisk- upsstofa léti kanna hug presta til slíks fyrirkomulags, enda geti kirkjuþing tekið mið af þeirri könn- un við umfjöllun málsins í haust. Hjónaband eða staðfest samvist? Á prestastefnunni var hins vegar felld tillaga sem um 40 prestar og guðfræðingar lögðu fram þess efnis að Alþingi heimili prestum og for- stöðumönnum trúfélaga að gefa samkynhneigð pör saman í hjóna- band. Þeir sem lögðu þessa tillögu fram hafa komist að þeirri nið- urstöðu að hugtakið hjónaband skuli ekki aðeins ná yfir hjúskap karls og konu heldur einnig yfir hjúskap samkynhneigðra sem nú ber heitið staðfest samvist. Þó svo að sumum finnist þetta næsta lítið mál þá kallar þessi um- ræða á margvíslegar vangaveltur um inntak hjónabandsins. Sú um- ræða á sér stað um þessar mundir en henni er þó hvergi nærri lokið og gögn um málið eru takmörkuð að mínu mati. Málið þarf að vinna betur og með svipuðum hætti og unnið hef- ur verið með biblíuskilning og túlkun ýmissa ritningartexta er snerta þetta málefni. Því taldi ég framlagn- ingu þessarar tillögu til atkvæða- greiðslu ekki tímabæra og vildi að hún yrði send biskupi og kenning- arnefnd sem yfirlýsing ofangreindra presta með þeirri ósk að tillit yrði tekið til þeirra sjónarmiða þegar kenningarnefnd býr málið í hendur kirkjuþings í haust. Þetta töldu ýms- ir flutningsmanna ekki ásættanlegt og því fór sem fór og þykir mér mjög miður að greiða hafi þurft atkvæði um svo veigamikið mál sem að mínu mati hefur alls ekki hlotið næga um- fjöllun innan kirkjunnar. Kirkjuþing Kenningarnefnd tekur við at- hugasemdum um álit sitt til 1. júní og býr það síðan til flutnings á kirkjuþingi í haust. Kirkjuþings- menn geta þar borið fram tillögur um ofangreint málefni og verður að teljast líklegt að fram komi tillaga um að þeir prestar sem það kjósi fái heimild til að framkvæma löggjörn- ing staðfestrar samvistar. Sam- kvæmt áliti kenningarnefndar munu prestar blessa staðfesta samvist með svipaðri athöfn og þegar hjón sem gengið hafa í hjónaband borgaralega þiggja blessun prests. Sú athöfn er hins vegar nánast eins og þegar um hefðbundna hjónavígslu er að ræða – aðeins hjónavígsluspurningunum er sleppt. Ef prestar fá heimild til að framkvæma löggjörning staðfestrar samvistar eru slíkar spurningar við- hafðar og þá koma prestar „að hjú- skaparstofnun samkynhneigðra með hliðstæðum hætti og þegar um karl og konu er að ræða“. Mikilsverð samþykkt prestastefnu um málefni samkynhneigðra Jón Helgi Þórarinsson fjallar um heitasta málið á presta- stefnu, þ.e. málefni samkyn- hneigðra » Víðtæk samstaða áprestastefnu um samþykktina sýnir að staðfest samvist er sam- búðarform sem er við- urkennt af kirkjunni og kirkjan vill taka þátt í. Jón Helgi Þórarinsson Höfundur er sóknarprestur í Lang- holtskirkju og kirkjuþingsmaður. CHERCHEZ la femme (leitið konunnar), segir franskt mál- tæki þegar finna þarf orsaka- vald. Frá örófi alda hefur verið reynt að kenna konum um ým- islegt sem miður fer. Eitt kunn- asta dæmið um það leynist í Fyrstu Mósebók þegar Eva er sögð hafa látið ginn- ast til að bragða á aldini af skilningstré góðs og ills og gefa Adam með sér. Fyrir vikið eru þau skötuhjúin rekin út úr Eden. Að hlunnfara konur Það er víst ekki of- sögum sagt að lítt þokist í jafnréttisbar- áttu íslenskra kvenna. Ljósasti votturinn um það er kynbundinn launamunur enda meiri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópu- landi, var 16% árið 1994 og hefur síðan minnkað um hvorki meira né minna en 0,3%! Hvar er rétt- lætið í því að kona fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu og karl þó að engu muni í menntun, reynslu eða afköstum? Ekki verð- ur myndin fegurri þegar kemur að áhrifastöðum: Karlar á hverju strái en konur aðeins á stangli. Að hætta að hlunnfara konur En hvernig má stemma stigu við misréttinu? Sennilega er ein- faldast að aflétta launaleynd þannig að starfsmaður megi hvenær sem er skýra öðrum frá því hvað hann hafi í laun, kjósi hann sjálfur svo. Til viðbótar gæti þurft að heimila Jafnrétt- isstofu eða trúnaðarmönnum stéttarfélaga að kafa ofan í ágreiningsmál. Svo væri kær- komin tilbreyting að stóribróðir hætti að setja upp hundshaus þegar farið er fram á kjarabæt- ur í láglaunastörfum, eins og uppeldi eða umönnun, þar sem karlar eru sjaldséðir hvítir hrafnar. Eins væri ótvíræð framför að stjórnarherrarnir færu sjálfir að lögum og áætl- unum um jafnari hlut kynjanna þegar ráðið er í embætti og skipað í nefndir, ráð og stjórn- ir. Kvenþjóðin þarf að fá sömu færi og karlpeningurinn á að sinna stefnu- mótun og stjórnun. Annars er hætt við að mannauðurinn nýtist ekki sem skyldi og lítið legg- ist fyrir kvenlegt innsæi. Feðraveldið er barn síns tíma. Að hætta að kenna konum um Það er deginum ljósara að slælega gengur að rétta hlut íslenskra kvenna og stundum reynt að afsaka það svo að þær séu hvorki nógu staff- írugar né eft- irgangssamar. En hvað veldur ef nokkuð er hæft í því að sumar konur haldi sig til hlés? Getur ein skýringin verið sú að þær hafi alist upp við misrétti kynjanna? Snemma vanist því að kynsystur í sviðsljósinu og stallsystur á framabraut njóti ekki sannmælis og uppskeri ekki eins og til er sáð? Árþús- unda misrétti hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu. Í kosningunum 12. maí geta fósturlandsins freyjur leyst sjálfar sig og miklu fleiri úr klakaböndum núverandi stjórn- ar. Þá yrði að minnsta kosti ekki reynt að kenna konum um áframhaldandi vetrarríki við ysta haf. Kalt er konulausum Einar Sigmarsson skrifar um misjafna stöðu kynjanna Einar Sigmarsson » Frá örófialda hefur verið reynt að kenna konum um ýmislegt sem miður fer. Eitt kunnasta dæmið um það leynist í Fyrstu Mósebók. Höfundur er íslenskufræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.