Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 39
www.haskolabio.is Sími - 530 1919
Condemned kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 16 ára
Lives of Others kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára
Next kl. 8 - 10 B.i. 14 ára
Mýrin 2 fyrir 1 kl. 5.40 - 8 B.i. 12 ára
Köld slóð 2 fyrir 1 kl. 5.50 B.i. 12 ára
Hot Fuzz kl. 10.10 B.i. 16 ára
Stærsta
kvikmyndahús
landsins
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
Heimavöllur íslenskra kvikmyndagerðar
eeeee
S.V., MBL
eeee
K. H. H., FBL
eeee
KVIKMYNDIR.COM
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
2 fyr
ir 1
V.I.J. Blaðið
NICOLAS CAGE
JULIANNE MOORE
JESSICA BIEL
SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI
EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER
Sýnd kl. 7 og 10 B.i. 10 ára
-bara lúxus
Sími 553 2075
eee
L.I.B, Topp5.is
eee
FGG - FBL
eee
T.V. - kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6
eee
S.V. - MBL
Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20
B.i. 16 ára
TÍU MUNU BERJAST, NÍU MUNU DEYJA,
BLÓÐUGASTI BARDAGI ÁRSINS ER HAFINN.
SVAKALEG HASARMYND MEÐ TÖFFARANUM VINNIE JONESSýnd kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára
eee
MMJ, Kvikmyndir.com
eeee
SV, MBL
eee
LIB Topp5.is
www.laugarasbio.is
DAS LEBEN DER ANDERN / LÍF ANNARRA
SVAKALEG HASARMYND MEÐ
TÖFFARANUM VINNIE JONES.
2 fyr
ir 1
25.000 MANNS
Á AÐEINS 10 DÖGUM!
Fyrsta framlag Serbíu semsjálfstæðs ríkis, lagið Mo-litva í flutningi Mariju Šerif-
ovic, sigraði í Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva á
laugardaginn. Laginu hafði verið
spáð góðu gengi fyrir keppnina, fal-
leg ballaða og Marija einstaklega
hæfileikarík söngkona. Enginn pú-
aði í salnum þegar Serbía fékk 12
stig hvað eftir annað og í lokin brut-
ust út gífurleg fagnaðarlæti. Marija
sagði að sigri loknum að sér þætti
mikilvægt að keppnin snerist fyrst
og fremst um góð lög. Svo mikið er
víst að nákvæmlega það skilaði
henni sigrinum, því atriðið þótti
ekki upp á marga fiska. Marija
Šerifovic er 23 ára gömul og hefur
gefið út tvær sólóbreiðskífur auk
þess að hafa unnið til fjölda verð-
launa fyrir söng sinn.
Mörgum þótti súrt í broti að hinúkraínska Verka Serduchka
skyldi ekki sigra með lagi sínu
Dancing lasha tumbai. Þetta að-
alstuðlag keppninnar í Helsinki
verður þó án efa ofarlega í huga
Evróvisjón-aðdáenda um heim allan
þegar fram líða stundir. Draga má
lærdóm af samanburði á gengi
Verku annars vegar og gengi fram-
laga Breta og Frakka hins vegar.
Öll þrjú framlögin áttu það sameig-
inlegt að taka keppnina ekki mjög
hátíðlega. Þótt allir flytjendurnir
hafi vísast lagt sig alla fram virðist
reginmunur á viðhorfi þeirra til
keppninnar. Ætla hefði mátt að
breska flugteymið stæði í öðru eins í
hverri viku og sjálfsháð Frakka
krafðist að vissu leyti sérstaks
áhuga á Frakklandi og menningu
þess. Verka Serduchka gekk hins
vegar alla leið í sirkuslátum sínum á
sviðinu. Í stað þess að hverfast um
menningu eigin heimalands samein-
aði hún áhorfendur í að hlæja að
þýskri tungu ofan á afkáralegum
dansi við grípandi stef.
Ljóskan Krisse Salminen hefuröðlast miklar vinsældir í Finn-
landi á svipuðum forsendum. Áhorf-
endur keppninnar sáu henni bregða
fyrir í miðborg Helsinki, þar sem 45
þúsund manns voru samankomnir,
og í græna herberginu baksviðs í
bleikum prinsessukjól. Krisse er að
mörgu leyti sambærileg Silvíu Nótt,
sjálfhverf prímadonna sem spilar út
á öfgar í samfélaginu. Finnska ljósk-
an sleppir þó beinum svívirðingum
en lætur sér nægja að hæðast að al-
þekktum stereótýpum. Krisse verð-
ur tíðrætt um eigin fegurð og hefur
notfært sér hana og fávíslegt viðmót
sitt til að narra hrausta karlmenn í
barbídúkkuleik í sjónvarpsþáttum
sínum.
Sjálfsháðs varð einnig vart í
finnsku póstkortunum sem sýnd
voru milli atriða keppninnar. Eft-
irminnilegir voru tveir karlmenn í
sundskýlu og pels sem dembdu sér
ofan í ísvatn við seiðandi harm-
onikkuleik. Farsímavæðingin sást
þegar fjögurra manna fjölskylda
talaði í símann við morgunverð-
arborðið og þegar mynd af gifting-
arhringnum var send í síma tilvon-
andi brúðar sem bónorð.
Svartklæddir og svarthærðir
þungarokkarar voru sýndir á tón-
leikum og loks með lítið barn með
húfu skreytta hauskúpumynstri.
Einna mikilfenglegust á sviðinu í
Helsinki voru þó atriði Lordi í upp-
hafi og Apocalyptica áður en kosn-
ingaúrslitin voru kunngjörð. Leik-
stjóri Lordi-myndbandsins, Antti
Jokisen, hefur fengið mikið hrós
fyrir verk sitt. Við eldinn á sviðinu
sögðu nærstaddir hitastigið hafa
rokið upp um nokkrar gráður.
Drungalegt rokk sellótríósins
Apocalyptica var stórbrotið. Op-
inmynntir gestirnir vissu ekki hvort
skyldi horfa á dansarana á sviðinu,
draugalegar hvítar verur í loftinu,
fimleikastúlku sveiflandi sér í rólu
eða hringsnúandi hár sellistanna.
Helsinki hefur kvatt með stæl, næst
verður haldið til Belgrad þar sem
Serbar sýna hvað í þeim býr.
halldt@hi.is
FRÁ HELSINKI
Eftir Halldóru Þórsdóttur
Reuters
Einfaldleikinn
sigraði að lokum
»Marija sagði að sigriloknum að sér þætti
mikilvægt að keppnin
snerist fyrst og fremst
um góð lög.
Tilfinningaþrungið Marija Serifovic syngur sigurlagið „Molitva“ eða Bæn, fyrir hönd Serbíu ásamt alvörugefnum bakraddarsöngkonum.