Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 41 GOAL 2 kl. 8 - 10 B.i. 7 ára BLADES OF GLORY kl. 8 - 10 B.i. 12 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK SPIDER MAN 3 kl. 8 - 10 B.i. 10 ára NEXT kl. 8 B.i. 16 ára NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN! eee S.V. - MBL A.F.B - Blaðið eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS WWW.SAMBIO.IS eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is eeee S.V. eeee V.J.V. TOPP5.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA 25.000 MANNS Á AÐEINS 10 DÖGUM! Íslandsvinurinn Roni Horn kom fyrst til landsins fyrir rúmum 30 ár- um, hreifst af því og hefur notað landið „sem útivinnustofu af ótak- markaðri stærð og með óteljandi möguleika“ eins og hún segir í texta sýningarskrár. Landið hefur þannig haft mikil áhrif á listsköpun hennar. Jafn- framt hefur hún opnað Íslendingum og umheiminum ferska sýn á landið með augum aðkomumannsins – í fyrstu með ljósmyndum af sambýli manns og náttúru svo sem í mynd- um af réttum og sundlaugum víðs vegar um landið – sem smám saman verður heimavanur (að eigin sögn „varanlegur túristi“) og skynjar mótandi afl veðursins sem virðist renna saman við sjálfsvitund Ís- lendinga líkt og Horn gefur til kynna í ljósmyndaröð af heillandi ásjónu ungrar konu, You are the Weather (Þú ert veðrið). Horn hefur orðið vitni að sífellt umfangsmeiri umbreytingu lands- ins af mannavöldum og þeirri ógn sem steðjar þess vegna að ósnort- inni náttúru þess. Í því samhengi má túlka fyrsta verkið sem blasir við gestum sýningarinnar „My Oz“ sem er nýopnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sem við- burð á Listahátíð í Reykjavík. Við innganginn er ljósmynd á standi – sem minnir á skilti – þar sem sést dulúðugt jökullón. Sé litið til hægri sjást fleiri slík „skilti“, m.a. af and- liti manns á táningsaldri, snæuglu, fleiri myndir af fljótandi jökulís og dökkleitt vatnsyfirborð. Hið síðast- nefnda sést einnig aftan á mörgum myndanna. Áþekk „skilti“ eru víðar í safninu og þau líkt og varða veg- inn á ferð sýningargesta, nánast eins og viðvörunarskilti. Ómótuð framtíð unglings og lands (á norð- urslóðum) – ósnortin fegurð – verð- ur hún aurugum lónum að bráð? Unglingurinn horfir spyrjandi í augu okkar og ekki er laust við ásökun undir hvössum brúnum ugl- unnar. Ljósmyndirnar eru allar af ein- hvers konar yfirborði, sem jafn- framt er breytingum háð á einn eða annan hátt. Augu táningsins og ugl- unnar vísa til óræðra djúpa undir niðri. Í undurfallegu verki sem sam- anstendur af tveimur stórum stykkjum af heilsteyptu rafi með „ómeðhöndluðu yfirborði og eldslíp- uðum toppi“ fullkomnast spennan milli yfirborðs og dýpis. Í tærleika sínum og innri glóanda minnir það á augasteina og er að mörgu leyti táknrænt fyrir listsköpun Horn – hvernig augu hennar nema um- hverfið einbeitt og opin í senn, draga það í innri heim, og end- urvarpa á dularfullan og seiðandi hátt í hinni „innri“ mynd. Listfræðingurinn og sýning- arstjóri sýningarinnar, Linda No- ren, ræddi í fyrirlestri um hvernig Horn lætur áhorfandann samsama sig sjónarhorni hennar, líkt og horft sé yfir öxl hennar. Hún benti á að á kápu (glæsilegrar) sýningarskrár sé óvenjuleg mynd af Horn þar sem hún horfi sjálf til okkar íhugul og rannsakandi, jafnvel dæmandi augnaráði, en segja má að það sé þó í hæfilegri fjarlægð á bakvið hina opinberu sýningarframsetningu. Hún virðist fela sig að hluta á bak við stafina sem mynda titil sýning- arinnar en þeir skilja jafnframt eft- ir óræðar eyður í ásjónu hennar. Líkt og Noren bendir á byggir ímyndun (nánar tiltekið svonefnt „hvergi“) Horn á raunverulegum og ósnortnum stöðum – sem vissulega eiga á hættu að hverfa, þ.e. yfirborð þeirra að mást út en jafnframt hverfa þeir inn í aðra veröld minn- inga og ímyndunar. Áhorfandanum er haldið í vissri fjarlægð í verkum Horn en þau búa yfir fagurfræðilegu seiðmagni og ágengum krafti. Þessir eiginleikar birtast einkar skýrt í sal F á efri hæð safnsins þar sem gengið er líkt og inn í helgidóm eða miðalda- kirkju. Hvítir veggir skera sig úr dökkgráu gólfi, lofti og súlum. Á þeim hanga myndraðir sem sýna sérstæða fegurð íslensks konuand- lits – sem jafnframt mætti sjá sem táknmynd norrænnar fegurðar eða sem ásjónu Íslands – í mismunandi veðri, birtu og vatnsumhverfi. Svip- brigði konunnar haldast nánast óbreytt og augu hennar þrengja sér inn í skynjun sýningargesta án þess að láta neitt uppi. Síendurtekið and- litið endurspeglar óseðjandi þrá Horn eftir fegurð sem er síbreytileg og rennur sífellt úr greipum. Ljósmyndir af yfirborði Thames- árinnar í Englandi í næsta sal birta enn „lokaðra“ yfirborð en þar býður Horn upp á brotakenndan neð- anmálslestur. Þau verk kallast á við samsett yfirborð teikninga á neðri hæð safnsins sem og textaverk í öðrum sal sem kveikja rým- isskynjun og hugrenningatengsl og skírskota til mikilvægs áhrifavalds í listsköpun Horn, bandarísku skáld- konunnar Emily Dickinson. Í enn öðru verki er raðað saman ljós- myndum af búningsklefum Sund- hallar Reykjavíkur og þar birtist á táknrænan hátt leikur Horn með yfirborð og dýpi: þar virðast rými opnast inn á við, gægjugöt og aðrar gáttir vísa til annarra rýma en lokast jafnharðan aftur með múr- steinshleðslu sem hefur spegilslétt, lakkað yfirborð og er síbreytileg eftir sjónarhorni. „Oz“ Roni Horn er völundarhús þar sem vert er að týna sér. Fjarlægð „Áhorfandanum er haldið í vissri fjarlægð í verkum Horn en þau búa yfir fagurfræðilegu seiðmagni.“ Ásjónur og djúp Myndlist Listahátíð í Reykjavík Roni Horn – My Oz Til 19. ágúst. Opið alla daga kl. 10–17. Aðgangur kr. 500. Eldri borgarar og ör- yrkjar kr. 250. Hópar (10+) kr. 250. Yngri en 18 ára: ókeypis. Ókeypis á fimmtu- dögum. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Anna Jóa Á MEÐAN nýjabrumið var á mynd- diskunum, þótti aukaefnið sem gjarn- an fylgir, kærkominn bónus. Maður byrjaði að skoða aukaefnið, góndi á gömlu sýnishornin eins og naut á ný- virki, viðtöl við stjörnurnar og kvik- myndagerðarmennina. Þau höfðu fátt nýtt til málanna að leggja, en það tók nokkur ár að ná því á hreint. Nýjasta dótið sem skeytt er á mynddiskana, eru atriði sem hafa annaðhvort lent viljandi í ruslakörf- unni eða mislukkast af einhverjum ástæðum. Hvort sem er mega þau oftast nær missa sig. Þegar um veigamiklar myndir er að ræða er jafnan fengur í hluta auka- efnisins, t.d. er minnisstæð heimild- armynd Christiane Kubrick um gerð The Shining og sú sem fylgdi hátíða- útgáfu Gladiator og fjallaði á upplýs- andi hátt um stafræna brellusmíði og nútímalega stórmyndgerð. Fyrir nokkru setti Sony nýja DVD-útgáfu af Spider-Man 2 á mark- aðinn, vitandi að beðið er með mikilli eftirvæntingu Spider-Man 3 (eins og kom á daginn.) Útgáfan hefur af litlu nýju efni að státa öðru en nokkrum atriðum sem höfðu verið klippt, en geymd til betri tíma (þessara hluta?). Eins er rætt við kvikmyndagerð- armennina og sýnishornið úr S-M 3., fylgir með, en stór spurning hvort hægt er með fullri sanngirni að kalla aukaefnið kaupbæti. Reuters Spiderman 2 „Útgáfan hefur af litlu nýju efni að státa öðru en nokkrum atriðum sem höfðu verið klippt, en geymd til betri tíma.“ Aukaefnið er upp og ofan Sæbjörn Valdimarsson MYNDDISKAR DANSKI kvikmyndaleik- stjórinn Lars von Trier segist hafa þjáðst svo mjög af þunglyndi að hann hafi ekki getað sinnt starfi sínu. Hann segir í samtali við danska dagblaðið Politiken að óvíst sé hvort hann leik- stýri aftur kvikmynd, hann hafi glatað einbeitingunni þegar hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun árs. „Maður getur ekki búið til kvikmyndir þeg- ar maður er þunglyndur,“ segir Trier. Það geti tekið tvö ár að ná sér af alvarlegu þunglyndi. „En sjáum til,“ segir Trier. Sér hafi fundist þetta ein- kennilegt ástand, hann sé iðulega með þrjú verkefni í huga í einu en sér hafi liðið eins og auðu blaði. Hann telur óljóst hvort hann geti hafið forvinnu að kvikmyndinni Antichrist, eða Antikristur, sem hann hugðist hefja tökur á um mitt ár. Þar segir af því að Satan hafi skapað himin og jörð, ekki Guð. „Ég geri ráð fyrir því að Antikristur verði mín næsta kvikmynd, en ég er ekki viss.“ Trier er þekktastur fyrir svokallaða Dogma-nálgun í kvikmyndagerð, reglur sem hann setti og fékk fleiri leikstjóra til liðs við sig. Reglurnar fólust í því að banna alla sviðsmyndagerð, lýs- ingu, hljóðklippingar o.fl, í raun að vinna kvikmyndir eins hrátt og eins mikið af fingrum fram og kostur væri. Trier sendi seinast frá sér kvik- myndina Direktören for det hele, eða Forstjóri heila klabbsins. Ekki viss um að hann leik- stýri sökum þunglyndis Lars von Trier

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.