Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 26
|laugardagur|9. 6. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Dramatísk augnförðun með
silfurlitum tónum í anda sjö-
unda áratugarins er áberandi í
sumar. » 28
tíska
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Þeir brostu vantrúaðir bankamenn-irnir þegar ég, litla og mjóa kerl-ingin, fór fram á það að fá lán tilað setja upp glerblástursverkstæði
hérna. Allir tengdu hina ævafornu hefð, að
blása gler, við stóra og stæðilega karl-
menn,“ segir Sigrún Einarsdóttir gler-
listakona þegar hún rifjar upp fyrstu árin í
glerlistinni. Á morgun verður hún með opið
hús á glerblástursverkstæðinu sínu Gleri í
Bergvík á Kjalarnesinu í tilefni af 25 ára af-
mæli þess.
„Við Sören maðurinn minn sem dó fyrir
fjórum árum, stofnuðum þetta verkstæði ár-
ið 1982 og leigðum undir það fjárhús af
hreppnum. Það var svakalega mikið verk að
breyta fjárhúsinu í verkstæði, við byrjuðum
á að rífa allt út og moka út öllum skít. Síðan
byggðum við þetta upp frá grunni og þá
kom sér vel hvað hann Sören var handlag-
inn og mikill verkmaður. Hann var lærður
múrari og keramiker en glerlistina nam
hann svo hér heima. Fyrsti ofninn okkar var
olíuofn vegna þess að á þessum tíma var gas
mjög dýrt og talsverð vankunnátta í kring-
um það. Við bjuggum með tvö af börnum
okkar í fjárhúsinu fyrstu mánuðina. Þá voru
mýsnar stundum hoppandi yfir hjónasæng-
ina. Og við þurftum að færa rúmið reglulega
til á gólfinu til að forðast dropa úr loftinu.“
Finnur enn samhug hjá fólki
Gler í Bergvík var og er fyrsta verkstæði
sinnar tegundar hér á landi en tvær gler-
verksmiðjur höfðu verið starfræktar á Ís-
landi áður en þau Sigrún og Sören fóru af
stað með sitt verkstæði.
„Önnur glerverksmiðjan var sett á laggir
rétt fyrir stríð og var flöskuverksmiðja. Þar
voru framleiddar flöskur undir gos og
mjólk. Hin var stofnsett upp úr miðri tutt-
ugustu öld og var rúðuglersverksmiðja í
Súðarvoginum. Það voru bræður sem stofn-
uðu hana og þeir voru áhugamenn um gler-
gerð, höfðu listrænan metnað og gerðu til-
raunir í þá áttina. En starfsemin lagðist af
vegna ýmissa erfileika.“
Sigrún segir að hún og Sören hafi mætt
miklum áhuga og góðvild þegar þau fóru af
stað með verkstæðið. „Ég finn enn mikinn
samhug hjá fólki. Og þegar Sören dó þá
komu margir gömlu viðskiptavina minna til
mín og föðmuðu mig. Þetta þótti mér sér-
staklega vænt um.“
Það er dýrt að halda svona verksmiðju
gangandi og ofninn hennar Sigrúnar er raf-
magnsknúinn og hún segist ekki hafa efni á
því að hafa hann mikið í gangi. „Ég hef
hann í gangi í fimm til sex mánuði á ári, en
því ætla ég að breyta núna. Ég ætla að
minnka blásturinn mikið og breyta
áherslum. Ég ætla að færa áhersluna hjá
mér af nytjalistinni yfir í myndlistina. Sören
kenndi keramik í nokkur ár í Myndlista- og
handíðaskólanum og þá blés ég ein en hann
kom heim á kvöldin og tók fullan þátt í öll-
um rekstri.“
Sigrún fær gestalistamenn til sín tvisvar á
hverju ári erlendis frá til að blása með sér.
„Núna eru hjá mér tveir bandarískir
strákar, þeir Ryan Staub og Justin Brown,
sem ætla að sýna blástur og mótun á heitu
gleri á morgun á opna húsinu hérna hjá
okkur. Þeir segjast vera þrælarnir mínir en
tilfellið er að þeir gegna mér ekki mjög vel
enda eru þeir gestalistamenn.“
Sigrún slasaðist talsvert fyrir fjórum ár-
um. Í sama slysi lést Sören. „Allir héldu að
þá væri þetta búið með glerverkstæðið,
bæði vegna þess að það er mikið verk og
dýrt að halda þessu gangandi en líka vegna
þess að við Sören höfðum alltaf blásið sam-
an, hann blés fyrir mig og ég fyrir hann. Við
vorum eins og hægri og vinstri höndin á
einni manneskju. En ég fór á hnefann og
hef keyrt þetta áfram og unnið rosalega
mikið. Ég fór meira að segja til Bandaríkj-
anna í hjólastól og hélt fyrirlestur um Sören
því honum hafði verið boðið að sýna gler í
galleríi þar.“
Skiptir máli að kynnast
barnabörnunum
„Ég breyttist óneitanlega sem manneskja
við það að missa maka minn. Núna gerir ég
mér betur grein fyrir hverfulleikanum og
hversu stutt er á milli lífs og dauða. Og ég
hef ákveðið að drepa mig ekki á vinnu. Það
skiptir mig miklu meira máli að kynnast
barnabörnunum mínum vel heldur en að
verða fræg fyrir glerverkin mín. Ég var al-
gjör vinnualki og mér finnst ég hafa misst
allt of mikið af börnunum mínum. Núna
finnst mér að ég eigi það skilið sem mann-
eskja að geta umgengist þá sem eru mér
kærastir. Ég ætla ekki að brenna mig upp
með vinnu og ég ætla ekki að láta dauða
hluti binda mig. Núna er ég ekki eins hrædd
við breytingar og ég var. Einn ömmustrák-
urinn minn spurði mig að því um daginn
hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór
og hann bætti strax við spurningunni hvort
ég vildi kannski verða ballerína. Ég hugsaði
mig um og sagði honum síðan að ég ætlaði
að verða ballerína. Núna ætla ég nefnilega
að fara að dansa í glerinu.“
Morgunblaðið/Kristinn
Heitt og vandasamt Sigrún hefur 25 ára reynslu í því að blása og móta gler og segir hinn mikla hita venjast með árunum.
Þræll Justin frá Seattle var nokkuð hlýðinn þennan dag.
Heillandi Glóandi gler er töfrandi efni.
Ballerína sem
dansar í gleri
Ólgur Eru skálar sem eru ný verk eftir Sigrúnu.
Opið hús hjá Gleri í Bergvík á morgun
sunnudag kl. 10-17.
Víkurgrund 10, Kjalarnesi.
www.gleribergvik.is
Ég ætla að færa áhersluna
hjá mér af nytjalistinni
yfir í myndlistina.
Margrét Kjartansdóttir, sem
kennd hefur verið við Míru, er
umkringd listaverkum og fal-
legri hönnun. » 30
innlit