Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 55
Kórastefna við Mývatn 2007
í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Hátíðartónleikar í Íþróttahúsinu Reykjahlíð
sunnudaginn 10. júní kl. 15:00
John Rutter: Mass of the Children
og heimstónlist frá ýmsum löndum
Einsöngvarar:
Halla Dröfn Jónsdóttir og Ásgeir Páll Ágústsson
Stjórnendur:
Lynnel Joy Jenkins og Guðmundur Óli Gunnarsson
Forsala aðgöngumiða:
Penninn Hafnarstræti, Akureyri
Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsavík
Upplýsingamiðstöðin Reykjahlíð við Mývatn
ÍS
L
E
N
S
K
A
/
S
IA
.I
S
/
L
B
I
37
99
9
06
/2
00
7
LANDSBANKADEILD KARLA
5. UMFERÐ
fös. 8. júní kl. 19:15 Víkingur – Breiðablik
lau. 9. júní kl. 17:00 Valur – Keflavík
sun. 10. júní kl. 19:15 FH – Fylkir
sun. 10. júní kl. 19:15 HK – Fram
sun. 10. júní kl. 20:00 ÍA – KR
Skorað fyrir gott málefni
Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark
sem leikmenn skora í 5. umferð karla og 4. umferð
kvenna. Áheitin renna til góðra málefna sem liðin
velja sjálf.
Sjá nánar á www.landsbanki.is
Matthías A. Ingimarsson
mai@centrum.is
TÓNLISTARKONAN Lay Low lék á
fernum tónleikum í Los Angeles fyrr í
mánuðinum og kom hún þar af tvíveg-
is fram á hinum merka tónleikastað
Silverlake Lounge, en staðurinn er í
seinni tíð eflaust þekktastur fyrir það
að Elliot Smith heitinn átti það til að
mæta þangað óforvarandis með gít-
arinn og leika fyrir gesti. Meðal áhorf-
enda á fyrri tónleikum Lay Low á Sil-
verlake Lounge var söngkonan
Lucinda Williams sem mætti gagngert
til að berja Lay Low augum. Ekki
var annað að sjá en að Williams
væri hrifin enda ræddu þær söng-
systur saman í drjúga stund eftir
tónleikana.
Lay Low dvaldi ásamt föruneyti í
rúma viku í Englaborginni og nýttu
þau tímann til að skoða sig um, svo
sem á Venice Beach og í Universal
Studios, auk þess sem þau gerðu
sér ferð í Magic Mountain-
skemmtigarðinn.
Frá Los Angeles var haldið til
New York þar sem Lay Low lék á
fernum tónleikum.
Lay Low í Vesturheimi
Tónlistarkonan kom fram á tónleikum í
Los Angeles og New York fyrr í mánuðinum
Ljósmynd/Matthías Árni Ingimarsson
Á fljúgandi ferð Lay Low kom fram ásamt hljómsveit í Tangiers-klúbbnum í Los Angeles
Virt Lucinda Williams var á tón-
leikum Lay Low í Los Angeles.
SUMARSMELLIRNIR ryðja sér
nú til rúms hver af öðrum og um
miðjan júní er von á safndisknum
Gleðilegt sumar! 16 frábær ný
sumarlög, þar sem kemur fyrir
fjölbreyttur hópur tónlistarmanna
og nokkur lög sem eru nú þegar
farin að heyrast í útvarpinu.
Á diskinum eru m.a. Páll Óskar
með lagið „Allt fyrir ástina“,
Todmobile með nýtt lag sem nefn-
ist „Gjöfin“, Sigrún Vala með
„Ekki gera neitt“ og Kántrísveitin
Klaufar með stuðmolann „Bú-
kalú“. Aðrir listamenn eru: Líza,
Hreimur, Silvía Nótt, Raflost,
Tommi rótari, Frummenn, Mánar,
Jóhanna Wiklund, Oxford, Ingó
Idolstjarna og Vinir vors og
blóma.
Heyrst hefur að Eyþór Arnalds,
stjórnmála- og tónlistarmaður, sé
einn af þeim sem standa að baki
diskinum en ágóði af sölu hans á
að renna til æskulýðsstarfs.
Ást Páll Óskar á eitt lag á disknum.
Von á
Gleðilegu
sumri