Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 20
Lánið
Leikur
við þig
Ef þú tekur nýtt bílalán hjá Avant í júní færðu 10.000 kr. Innkort frá N1.
Innkortið getur þú notað til að kaupa vörur eða þjónustu á öllum
afgreiðslustöðum N1, til dæmis eitthvað fyrir bílinn eða grillið.
TakTu Lánið hjá avanT og njóTTu sumarsins!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
7
9
5
6
20 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
UM 30 mönnum hefur verið bjargað
úr múrsteinaverksmiðju í Shanxi-
héraði í Kína þar sem þeir höfðu
verið hnepptir í þrældóm. Menn-
irnir voru mjög illa á sig komnir
líkamlega og andlega eftir vinnu-
þrælkunina. Þeir unnu launalaust í
20 klukkustundir í senn og fengu
aðeins brauð og vatn. Verksmiðjan
er í eigu sonar leiðtoga komm-
únistaflokksins í héraðinu og feðg-
arnir hafa verið handteknir.
Reuters
Þrælar frelsaðir í Kína
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@mbl.is
GEORGE W. Bush var eflaust ekki
sá eini sem var með í maganum þeg-
ar niðurstöður G8-fundarins voru
kynntar.
Það var samþykkt að minnka „um-
talsvert“ útblástur kolefna, og að
„íhuga alvarlega“ það markmið sem
Evrópa hefur sett sér, að hafa náð að
minnka útblástur um helming árið
2050. Þykir sumum það gagnrýni-
vert hve óljós þessi takmörk eru.
Angela Merkel, Þýskalandskansl-
ari, viðurkenndi fyrir fjölmiðlamönn-
um að samþykkt fundarins hefði
ekki verið jafnvíðtæk og hún hefði
óskað, en engu að síður liti hún á
hana sem stórsigur. Merkel hefur
barist fyrir samþykkt þess efnis að
hækkun hitastigs yrði ekki meiri en
tvær gráður, og að sett yrðu skýr
markmið í útblástursmálum.
En aðrir voru kátari. Yvo de Boer,
framkvæmdastjóri Rammasamn-
ings Sameinuðu þjóðanna um loft-
lagsbreytingar, sagði að hann hefði
ekki getað óskað sér betri niður-
stöðu. „Í yfirlýsingunni er þess kraf-
ist að viðræður hefjist í Balí í desem-
ber og hún krefst þess að þeim
viðræðum ljúki á næsta ári, svo að
loftslagsstjórn á vegum Sameinuðu
þjóðanna eftir 2012 verði komið á.“
Boer bætti við að það væri mjög
skammt síðan stjórnvöld í Wash-
ington héldu því fram að það væri
alltof snemmt að huga að því hvað
tæki við eftir árið 2012, en þá rennur
Kyoto-samningurinn úr gildi. Þetta
væri því skýr hugarfarsbreyting hjá
Bandaríkjastjórn.
Bush hélt fast við fyrri yfirlýsing-
ar um að Bandaríkin krefðust þess
að nýhagkerfi eins og Indland og
Kína kæmu að samningaborðinu.
Hann segist ekki undir nokkrum
kringumstæðum fallast á að gefa
þessum löndum markaðslegt forskot
með því að gera þau undanþegin
loftslagssamkomulögum.
Hundruð milljarða
í þróunarhjálp
Leiðtogarnir samþykktu að veita
60 milljörðum bandaríkjadala, eða
3.880 milljörðum íslenskra króna, til
þess að berjast gegn eyðni, malaríu
og berklum í Afríku. Fyrir tveimur
árum samþykktu leiðtogarnir að
auka framlög til Afríku um 50 millj-
arða bandaríkjadala, en lítið hefur
orðið um efndir, eins og góðgerða-
samtök hafa ekki þreyst á að minna
á. Þetta samkomulag var ítrekað á
fundinum nú í ár.
Muhammad Yunus, sem hlaut
friðarverðlaun Nóbels í fyrra, gagn-
rýndi ákvörðun leiðtoganna, og sagði
að nær væri að hjálpa Afríkuríkjum
að berjast gegn fátækt og bæta heil-
brigðiskerfi sín. Það væri alls óvíst
hvort fjármunir af þessum toga skil-
uðu sér þangað sem þörfin væri
mest.
Aðstoðin við
Afríku aukin
G8-ráðstefnunni lýkur með samþykkt-
um um umhverfis- og þróunarmál
París. AFP. | Bandaríska leyniþjón-
ustan CIA starfrækti leynileg fang-
elsi í Póllandi og Rúmeníu á ára-
bilinu 2003-2005, ef marka má nýja
skýrslu sem Evrópuráðið birti í gær.
Höfundur skýrslunnar, Dick Marty,
svissneskur þingmaður, kveðst hafa
gögn sem sanni þetta og fullyrðir að
æðstu embættismenn landanna
tveggja hafi vitað af fangelsunum.
Marty segir m.a. í skýrslunni að
Atlantshafsbandalagið (NATO) og
Bandaríkjastjórn hafi gert leynileg-
an samning sem hafi gert CIA kleift
að starfrækja fangelsin. Talsmaður
NATO neitaði þessu í gær og sagði
að bandalagið skipti sér ekki af eft-
irliti með flugi milli landa. Stjórnvöld
í Póllandi og Rúmeníu neituðu einnig
staðhæfingu skýrsluhöfundarins.
ESB vill hlutlausa rannsókn
Vart má á milli sjá hvort löndin
sem um ræðir eða CIA taka þessum
tíðindum verr. Fyrrum varnarmála-
ráðherra Póllands, Jerzy Szmajdz-
inski, sagðist ekki svara pólitískum
skáldskap og talsmaður CIA sagði
að skýrslan væri dæmigerð fyrir
þann „sora“ sem Evrópumenn væru
linnulítið „að reyna að klína á leyni-
þjónustuna“.
Helst þykir vanta að heimildar-
manna sé getið í skýrslunni, en
Marty fullyrðir að hann hafi átt þá
marga, og beitt sínum eigin rann-
sóknaraðferðum til að fletta ofan af
hneykslinu.
Talsmaður framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins hvatti Pólland
og Rúmeníu til að hefja hlutlausa
rannsókn á málinu eins fljótt og auð-
ið væri.
Sannanir
fyrir leyni-
fangelsum?
BRESKA heilbrigðisráðuneytið
fullyrðir að að minnsta kosti tvær
milljónir Breta séu vannærðar, en
margir næringarfræðingar segja
að fjöldinn sé líklega tvöfalt meiri,
eða 6% bresku þjóðarinnar.
Samkvæmt gögnum sem ráðu-
neytið hefur safnað síðastliðinn
áratug er helmingur allra sjúklinga
sem lagðir eru inn á sjúkrahús með
einkenni vannæringar, og fjórð-
ungur er greindur sem vannærður.
Þessar tölur fara undarlega sam-
an við þá staðreynd að 75% bresku
þjóðarinnar eru yfir kjörþyngd, og
22% hennar þjást af offitu.
Það er algengur misskilningur að
ekki sé hægt að vera of feitur og
vannærður um leið. Margir borða
of mikið, en fá engu að síður ekki
nóg af þeim næringarefnum sem
líkaminn þarfnast.
Dr. Colin Waine, formaður Nat-
ional Obesity Forum, segir að það
sé undarlegt til þess að hugsa að
þjóðin hafi verið betur nærð meðan
á skömmtun síðari heimsstyrjald-
arinnar stóð. Þrátt fyrir að mörg-
um fyndist naumt skammtað var
magn næringarefna í skömmtunum
hámarkað. Á dögum skyndibita og
tilbúinna máltíða er ekkert sem
tryggir að Bretar fái þau næring-
arefni sem þeir þurfa.
Bretar borða almennt mat sem er
of feitur, of saltur og of fitandi, en
næringarsnauður. Einungis 20%
Breta borða ráðlagðan dagskammt
af grænmeti og ávöxtum.
Ástand almennings er svo slæmt
að fyrr í mánuðinum mæltist Mat-
vælaráð Bretlands til þess að fól-
ínsýru yrði bætt í allt hveiti í land-
inu, til þess að lauma góðmetinu að
borgurunum, sem fá það ekki með
öðrum leiðum.
Vannærðar fitu-
bollur í Bretlandi
Lélegt mataræði veldur því að breska
þjóðin er bæði feit og vannærð
Jerúsalem. AP. | Stjórn Ísraels hefur
skýrt sýrlenskum stjórnvöldum frá
því að hún sé tilbúin að hefja við-
ræður um friðarsamning sem fæli í
sér að Gólan-hæðirnar yrðu aftur
hluti af Sýrlandi gegn því að Sýr-
lendingar slitu samskiptum við
stjórnvöld í Íran.
Ísraelska dagblaðið Yediot Ahro-
not hafði þetta eftir embættismönn-
um sem starfa með Ehud Olmert,
forsætisráðherra Ísraels. Þeir sögðu
að Olmert hefði sent Bashar Assad,
forseta Sýrlands, skilaboð um þetta
fyrir milligöngu
þýskra og tyrk-
neskra stjórnar-
erindreka. Assad
hefur ekki enn
svarað tilboðinu,
að sögn Yediot
Ahronot.
Blaðið sagði að
George W. Bush
Bandaríkjafor-
seti hefði lagt blessun sína yfir til-
boðið í símasamtali við Olmert í síð-
asta mánuði.
Olmert vill semja við Sýr-
land um Gólan-hæðirnar
Ehud Olmert