Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 25
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Jón H. Sigurmundsson
Þorlákshöfn – Það dylst engum sem
sér Barböru Helgu Guðnadóttur,
menningarfulltrúa sveitarfélagsins
Ölfuss, að þar er á ferð kraftmikil
og dugleg kona sem virkilega nýt-
ur þess sem hún er að gera. Þessi
dugnaður og óbilandi atorka hefur
líka sýnt sig í stórauknu menning-
arlífi í sveitarfélaginu síðan hún
tók við starfinu.
Spennandi verkefni
„Þegar ég sá stöðu menningar-
fulltrúa í sveitarfélaginu Ölfusi
auglýsta hugsaði ég að þarna væri
spennandi verkefni sem myndi
henta mér, ég hafði nokkra teng-
ingu við Þorlákshöfn þar sem föð-
urbróðir minn, Ingimundur Guð-
jónsson, var organisti og
söngstjóri í mörg ár,“ segir Bar-
bara Helga. „Á ferðum mínum til
Þorlákshafnar hafði ég tekið eftir
að bærinn var snyrtilegur og ótrú-
lega vel upp gróinn og bar vott
um dugnað og atorku íbúanna. Ég
er menntaður bókmenntafræð-
ingur frá HÍ og lauk meistara-
gráðu frá háskóla í München í
Þýskalandi. Pabbi minn er ætt-
aður úr Austur- Landeyjunum en
mamma erfrá Þýskalandi. Sjálf er
ég alin upp í stórum systkinahópi í
Garðabæ og er gift Viggó Dýr-
fjörð Birgissyni. Við eigum tvo
drengi, 5 og 7 ára. Það voru engin
vandræði að telja þá feðga á að
flytjast til Þorlákshafnar fyrir
rúmum tveimur árum og ég get
fullyrt að ekkert okkar sér eftir
því. Það eru forréttindi að búa í
sveitarfélagi af þessari stærð-
argráðu þar sem er mikið framboð
af íþróttalífi, tónlistarlífi og hvers
konar menningar- og félagsstarfi
og þar að auki allt við dyrnar hjá
manni þannig að ekki þarf að
keyra börnin langar leiðir. Skóli,
leikskóli og íþróttahús og vellir
eru á svipuðu svæði og nemendur
stunda tónlistarnám innan veggja
skólans og á skólatíma. Allt er
þetta mögulegt vegna góðrar sam-
vinnu og áhuga þeirra sem stjórna
þessum málum. Það er í raun
sama hvort aldursárin eru 5 eða
70, tækifærin til tómstundaiðk-
unar eru óteljandi hér á svæðinu.“
Barbara sagði að nú væri verið
að vinna við stefnumótun í ferða-
og menningarmálum sveitarfé-
lagsins og vissulega væru tæki-
færin næg.
Ströndin hefur aðdráttarafl
„Það sýnir sig bæði á Eyr-
arbakka og Stokkseyri að ströndin
hefur aðdráttarafl, það er veruleg-
ur munur á dreifbýlinu og þéttbýl-
inu, í þéttbýlinu vantar vissulega
að auka afþreyingu fyrir aðkomu-
fólk en því er öðruvísi farið í dreif-
býlinu. Til stendur að halda íbúa-
fund 14. júní þar sem lagðar verða
fram niðurstöður úr könnun sem
gerð var meðal íbúanna varðandi
þessi mál og leitað verður eftir
hugmyndum bæjarbúa að frekari
uppbyggingu ferða- og menningar-
mála og þeim tækifærum sem
sveitarfélagið býður upp á.“
Menningarfulltrúi af lífi og sál
Moorgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Menning Barbara Helga Guðnadóttir er menningarfulltrúi Árborgar.
Í HNOTSKURN
» „Á ferðum mínum til Þor-lákshafnar hafði ég tekið eft-
ir að bærinn var snyrtilegur og
vel gróinn og bar vott um dugnað
og atorku íbúanna.“
» Það er sama hvort aldurs-árin eru 5 eða 70, tækifærin
til tómstundaiðkunar eru ótelj-
andi hér á svæðinu.
» Leitað verður eftir hug-myndum bæjarbúa að frekari
uppbyggingu ferða- og menning-
armála og þeim tækifærum sem
sveitarfélagið býður upp á.
Barbara Helga Guðnadóttir vinnur
nú að stefnumótun í ferða- og menn-
ingarmálum sveitarfélagsins Árborgar
og vissulega eru tækifærin þar næg
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardaga og sunnudaga 11-18Opið
Gríptu tækifærið!
sumarútsala á hágæða postulíngólfvösum
Fjölbreytt úrval
Feng-Shui vörum
30-70%
afsláttur
• Vasar
• Diskar
• Lampar
• Pottar
• Myndir
• Gosbrunnar
o.m.fl.