Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Henning EmilFrederiksen fæddist í Søvang í Køge í Danmörku 2. desember 1939. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jacob Emil Vilhelm Frederik- sen, f. 27. júlí 1902, d. 5. september 1994, og Alda Valdimarsdóttir, f. 1. júlí 1911, d. 2. febrúar 1970. Systkini Hennings eru Kristján Frederiksen, f. 3. nóvember 1931, Inga Frederik- sen, f. 5. október 1934, og Gréta Frederiksen, f. 28. júlí 1938, systkini Hennings sammæðra eru Hilmar Bjarnason, f. 23. ágúst 1930, Ingibergur Magnússon, f. 25. júlí 1950 og Kristín Magnús- dóttir, f. 26. nóvember 1951. Henning kvæntist 23. desem- ber 1968 Ingibjörgu Jónasdóttur, f. 23. ágúst 1943. Foreldrar henn- ar eru Jónas Larsson, f. 26. ágúst 1907, d. 18. apríl 2002, og Aðal- björg Oddgeirsdóttir, f. 13. ágúst 1918. Synir þeirra Hennings og Ingibjargar eru: 1) Jónas Henn- ingsson, f. 1. september 1963, Tómasi á Hólmsteini, reri frá Sand- gerði og stundaði sjómennsku á tog- urum. Henning festi kaup á Hásteini gamla af Hraðfrystihúsi Stokks- eyrar árið 1963 ásamt Grétari Zóp- haníassyni og Einari Steindórssyni, þeir áttu þann bát til ársloka 1968. Í millitíðinni fór Henning í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og tók þaðan Fiskimannapróf árið 1965. Í framhaldi af því gerðist Henning skipstjóri á Bjarna Ólafssyni sum- arið 1966. Í janúar 1968 var nýr Há- steinn smíðaður og var Henning með þann bát fram á árið 1972. Hraðfrystihús Stokkseyrar keypti nýjan bát árið 1972, Geir Jónasson, þar sem Henning var skipstjóri. Hraðfrystihús Stokkseyrar keypti svo Lárus Sveinsson haustið 1973, báturinn var síðan skírður Njörður og var Henning með hann til 1976. Henning keypti þá með Hraðfrysti- húsi Stokkseyrar Árna Magnússon, og var með hann til ársins 1980. Í maí það sama ár festi hann kaup á Vísi með Baldri Birgissyni og Þórði Guðmundssyni. Í september sama ár keyptu þeir félagar Hástein af Hraðfrystihúsinu á Stokkseyri. Henning eignaðist svo útgerðina einn árið 1987. Hann keypti Örn VE haustið 1990 sem fékk svo nafnið Hásteinn Ár 8. Henning var feng- sæll mjög og lánsamur á sínum sjó- mennskuferli. Útför Hennings verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. kvæntur Katrínu Jónsdóttur, f. 3. maí 1963, börn þeirra eru Númi Snær, f. 20. jan- úar 1980, Henning Eyþór, f. 24. júní 1983, Ingibjörg Ösp, f. 29. apríl 1985, Ásta Erla, f. 11. ágúst 1988, Eygerður, f. 1. apríl 1995, og Vanda, f. 23. nóvember 2001. 2) Vilhelm Hennings- son, f. 6. júní 1966, kvæntur Önnu Krist- ínu Ingvarsdóttur, f. 22. júlí 1971. Börn þeirra eru Tara Rögn, f. 19. janúar 1993, og Elmar Darri, f. 24. maí 2000. Henning var fæddur í Køge á Sjálandi í Danmörku. Hann bjó þar með fjölskyldu sinni til níu ára ald- urs. Eftir skilnað foreldra sinna flutti hann með móður sinni og systkinum til Íslands. Þau settust að á Stokkseyri þar sem Alda stofnaði heimili ásamt seinni eigin- manni sínum, Magnúsi Bjarnasyni, f. 6. ágúst 1914, d. 16. ágúst 1995. Sem unglingur var Henning í sveit á sumrin. Hann byrjaði sína sjó- mennsku á fimmtánda ári, fór þá með Helga Sigurðssyni á Hásteini II. Henning vann á mörgum bát- um, var t.d. eitt sumar kokkur hjá Í dag kveðjum við mág minn, vin okkar og tengdason Henning Fre- deriksen hinstu kveðju. Margs er að minnast á slíkri stundu. Þar sem Henning kom var jafnan slegið á létta strengi og ekki verið að gera of mikið úr hlutunum. Henning var myndar maður, harðduglegur og fylginn sér. Ævistarf hans var sjó- mennska og var fast sótt á sjóinn. Hann var ætíð á meðal aflahæstu skipstjóra. Með dugnaði og elju- semi tókst honum að eignast eigin skip. Fyrstu skipin eignaðist Henn- ing ásamt félögum sínum. 1987 kaupir hann ásamt eiginkonu sinni Hástein Ár. 8 og stofnaði í fram- haldi af því útgerðarfélagið Hástein ehf. Henning var skipstjóri á skipi sínu en um borð voru einnig synir hans, Vilhelm sem stýrimaður og Jónas sem vélstjóri. Þeir feðgar hafa verið samhentir mjög um allan rekstur fyrirtækisins sem hefur vaxið og dafnað í höndum þeirra. Henning hélst alltaf vel á mann- skap enda hugsaði hann um hag allra, bæði áhafnar og útgerðar. Það ber því vel við að í vor fetuðu synir Hennings, sem nú stjórna um borð í Hásteini, í fótspor föður síns og urðu aflahæstir dragnótabáta á landinu. Henning kvaddi á tákn- rænan hátt sem sjómaður en hann lést á sjómannadaginn sl. Að leiðarlokum viljum við þakka Henning fyrir hlýhug og vináttu á liðnum árum. Blessuð sé minning Hennings. Elsku Imba, Jónas, Vilhelm og fjölskyldur, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Anný, Björgvin og dætur. Aðalbjörg Oddgeirsdóttir. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Við kveðjum þig með söknuði en minnumst þín í gleði um ókomna tíð. Þú varst okkur góður faðir og afi. Mikið dáður af okkur og þá sér- staklega barnabörnunum sem þú snerist í kringum og hafðir einstakt lag á. Þegar til baka er litið þá var hlát- ur og fjör það sem einkenndi þig og einnig eftir að þú veiktist var stutt í þinn yndislega hlátur. Þú sást spaugilegu hliðina á öllu og nenntir ekki að vera með neitt volæði ef eitthvað bjátaði á. Þú varst hetja í starfi. Byggðir upp stönduga útgerð ásamt þinni konu. Vannst við hana af alúð og natni sem skilaði sér á marga staði sem njóta góðs af. Sjómennskan var þitt líf og erum við viss um það að þú hafir valið þér sjálfan hvíld- ardaginn samkvæmt því, já þú vald- ir sjómannadaginn til að kveðja þetta líf … Henning afi, það kemst enginn með tærnar þar sem þú hafðir hæl- ana, það er öllum ljóst sem þig þekktu. Við erum þakklát fyrir að hafa haft þig og þekkt þennan tíma sem að þú varst hér hjá okkur en við eigum sjálfsagt eftir að hitta þig annars staðar síðar, þangað til þá segjum við hafðu þökk fyrir allt. Vilhelm, Anna Kristín, Tara Rögn og Elmar Darri. Mig langar til að koma að nokkr- um orðum í minningu um hann afa. Afi var alltaf léttur í lundu og í góðu skapi, sífellt brosandi. Ég man svo vel þegar við systkinin vorum yngri, þá kom hann á hverj- um laugardegi og gaf okkur fimm- tíu krónur fyrir blandi í poka en á þeim tíma var það hellingur. Hann keyrði mig oft á sundæfingar til Þorlákshafnar og þar var okkar mesti spjalltími. Hann beið eftir mér í einn og hálfan til tvo tíma á meðan ég synti og svo brunuðum við heim. Hann vildi allt fyrir mann gera. Það var alltaf stutt í grínið hjá honum afa Henning og oft þegar hann kom í heimsókn þá var það eingöngu til að leika við okkur systkinin og til að sníkja smá kaffi hjá henni mömmu því það fannst honum gott. Kæri afi, það eiga allir sem þekktu þig eftir að sakna þín í framtíðinni og við eigum líka öll eft- ir að hugsa um þig og tala um þig við hvert tækifæri sem gefst. Takk fyrir allt. Númi Snær. Elsku besti afi minn. Þó að ég hafi reynt að undirbúa mig undir fráfall þitt þá er mikið sárt að missa jafn góðan, skemmti- legan og lífsglaðan afa eins og þig. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig, allt frá því þegar þú varst að reykja pípuna úti í Miðtúni talandi um sjómennskuna við pabba og frá því fyrir stuttu að ég spilaði fótbolta við þig á göngunum úti á Kumbaravogi. Mér fannst alltaf gaman að koma út í Miðtún og ófá skiptin sast þú við eldhúsborið og lagðir kapal. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil, þá skildi ég aldrei neitt í því hvernig þú gast verið svona flinkur að stokka og fletja út kapalinn að- eins með níu putta. Það var alltaf nóg um kræsingarnar þegar maður kom til ykkar ömmu og alltaf áttuð þið til nóg af ís, þú varst nú mjög duglegur að stelast í þær líka þó svo að þú mættir það alls ekki. Henning bróðir var líka vanur að koma til þín alltaf þegar Manchest- er United var að spila og fékk ég oft að fljóta með. Þið sátuð þarna saman í stofunni, Henningarnir, stundum alveg öskuvondir, enda mjög tapsárir báðir tveir, en oftast voruð þið nú glaðir í bragði. Ég man eftir því þegar við krakkarnir gáfum þér United-búninginn í jóla- gjöf og betri gjöf hefðirðu varla getað fengið. Fyrir hvern leik þar eftir komstu þér vel fyrir í stólnum þínum, með kaffið þitt, og þú varst alltaf í búningnum, það klikkaði aldrei. Aldrei gleymi ég því heldur þeg- ar ég og Henning Eyþór vorum að spila skák við eldhúsborðið hérna heima og þú komst í heimsókn, ég heimtaði að þú myndir tefla við mig. Ég man svo vel að ég vann þig, gamla skólaskákmeistarann sjálfan. Mikið var ég stolt, en þú botnaðir eitthvað lítið í því. Þú vandir líka komur þínar til okkar hvern einasta laugardag, á sjálfan nammidaginn, og alltaf komstu með pening til okkar og oft var það fullur vasi af klinki sem þú sturtaðir í litlu lófana okkar. Ég man vel eftir því hvað við urðum spennt á hverjum laugardegi, því þá vissum við að þú kæmir pottþétt í heimsókn. Þú varst alltaf svo góður við okk- ur, til í að gantast og alltaf svo létt- ur í lund. Aldrei nokkurn tímann man ég eftir þér í vondu skapi og aldrei skammaðirðu okkur. Elsku afi ég kveð þig langt fyrir aldur fram með miklum söknuði. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér, ljóma í sálu minni. (Gísli frá Uppsölum) Guð geymi þig. Ösp. Hann afi, hann var svo skemmti- legur. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur krakkana. Hann var alltaf að smástríða okkur og það var svo gaman. Afi gaf okkur alltaf laug- ardagspening og ég man þegar ég beið óþolinmóð á morgnana, „er afi ekki að fara að koma“? Kom þá afi arkandi inn í hús með falinn pening í einhverjum vasa. Hann afi, hann var svo góður afi, hann var besti afi í heimi. Bless, bless, kær kveðja, þín Erla. Elsku afi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Guð geymi þig Eygerður og Vanda. Ég mun aldrei gleyma þeim góðu stundum sem ég eyddi með afa mínum og nafna í Miðtúni. Frá tveggja ára aldri átti ég það til að stinga af að heiman hjólandi og lá þá leiðin beint til afa og ömmu í Miðtúni. Þar beið mín ávallt ís, nammi og allt það sem krakka á mínum aldri dreymdi um. Afa þótti svo gaman að stjana við litla dekr- aða strákinn sinn og auðvitað leidd- ist mér það ekki heldur. Það er mér enn í fersku minni þegar ég reyndi að pína afa og enduðu mínar fjöl- mörgu tilraunir til þess ávallt í hlát- urskasti okkar beggja við uppgjöf mína. Það þýddi lítið fyrir mig að eiga við kallinn þar sem afi var með hraustari mönnum sem fyrirfund- ust. Um tíu ára aldurinn fékk ég fyrst að fara á sjó með afa, pabba og Villa. Eftir þá upplifun var sjó- mennskan það skemmtilegasta sem ég hafði nokkurn tímann gert. Það skemmdi heldur ekki fyrir að afi reddaði mér ávallt smáís þrátt fyrir að hann ætti aðeins að vera til há- tíðarbrigða á sunnudögum. Á þessum aldri var ég mikið byrjaður að fylgjast með enska fót- boltanum, og eins og afi hélt ég með Man. United. Það leið svo ekki sá laugardagur í sjö ár þar sem við afi sátum ekki saman og horfðum á United-leik á meðan amma bar í okkur kræsingar, kvartandi yfir há- vaðanum í okkur, því báðir lifðum við okkur af alhug inn í leikinn. Lengi töluðum við um það að gam- an væri að fara á völlinn, og láta draum okkar rætast, að sjá United spila á Old Trafford. Sá draumur rættist loksins haustið 2001 en þá fórum við tveir saman og sáum United spila við Leeds í ógleym- anlegri ferð. Afi var mér alltaf svo góður og ég mun aldrei gleyma öllum þeim skiptum sem hann keyrði mig á æf- ingar út um allar trissur og beið svo rólegur eftir mér. Hann var alltaf til staðar og það var ekkert sem hann afi minn gerði ekki fyrir mig. Þú munt ávallt skipa stóran sess í hjarta mínu og ég get lifað sáttur ef ég kemst í hálfkvisti við þann mann sem þú varst. Þinn Henning. Elsku Henning. Þá er þínu langa veikindastríði lokið, en það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Við höfum átt margar góðar stundir saman í gegnum árin, bæði hér heima og erlendis. Manstu þegar við fluttum til Ís- lands frá Danmörku? Við ætluðum sko ekki að vera á Íslandi og stung- um af niður í skip aftur og mamma fann okkur þar. En þrátt fyrir allt Henning minn, þá var Stokkseyri þér eitt og allt, þar eignaðist þú þína konu og drengina þína. Þú byrjaðir snemma að vinna og varst farsæll í starfi, sinntir þinni sjómennsku vel og þú varst stoltur af strákunum þínum sem tóku við af þér á sjónum, eftir að þú veiktist, og ekki varstu minna stoltur af afa- börnunum þínum sem þú vildir allt fyrir gera. Þú og Imba hafið alltaf reynst okkur vel í okkar raunum og verð- um við alltaf þakklát fyrir það. Takk fyrir allt elsku bróðir. Guð geymi þig. Elsku Imba, Jónas, Villi, Katrín, Anna Kristín og barnabörn, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, Gréta og Karl. Elsku bróðir. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Ég var svo stolt að eiga þig sem stóra bróður og ógleymanlegar eru allar þær gleðistundir, þegar þú komst heim úr siglingum og færðir okkur Inga, litlu systkinum þínum, alltaf stórar og fallegar gjafir, þótt við færum oft í taugarnar á þér þegar við eltum þig niður eftir á kvöldin. Það var ósjaldan að þú tókst í hnakkann á okkur og rakst okkur heim. Við litum alltaf upp til þín enda annað ekki hægt því þú varst sterkastur og mesti gæinn í plássinu. Eftir að ég fór að búa komstu oft í heimsókn og þótti mér alltaf vænt um það. Elsku Henning, nú ert þú búinn að fá lausnina frá veikindum þínum, horfinn yfir móðuna miklu og kominn þangað sem engin veik- indi eru til. Ég er viss um að mamma hefur tekið vel á móti þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elskur Imba, Jónas, Villi og fjöl- skyldur, ég bið Guð að styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Þín systir, Kristín María. Þar sem englarnir syngja sefur þú. Sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú. Að ljósið bjarta skæra. Veki þig með sól að morgni. Veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós. Lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós. Tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta. Vekja hann með sól að morgni. Vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál. Svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál. Slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíldu í friði elsku frændi, minn- ing þín er ljós í lífi okkar. Elsku Imba, Jónas, Kata, Villi, Anna og börn, Guð styrki ykkur öll. Elsku mamma mín, missir þinn er líka mikill, þér þótti svo und- urvænt um elskulegan bróður þinn og það sáu og vissu allir. Guð gefi þér allan þann styrk sem hann get- ur. Kær kveðja, Alda Karlsdóttir. Henning Frederiksen Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.