Morgunblaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnar HjörturHalldórsson fædd-
ist í Bolungarvík 30.
maí 1924. Hann lést á
Sjúkraskýli Bolung-
arvíkur 28. maí 2007.
Foreldrar hans voru
Halldór Þorgeir Jón-
asson, f. 22. 5. 1877, d.
16.9. 1956 og Agnes
Verónika Guðmunds-
dóttir, f. 3.5. 1889, d.
21.3. 1976.
Systkini Gunnars
eru: Jónas, f. 28.7.
1912, d. 1.2. 1995. Mar-
grét Rannveig, f. 29.5.
1914, d. 21.8. 1915. Óskar, f. 9.9.
1916, d. 31.3. 1941. Halldór, f. 20.12.
1917, d. 30.11. 1970. Margrét, f.
15.4. 1932 búsett í Bolungarvík.
Eiginmaður Margrétar er Jónatan
Sveinbjörnsson. Sonur þeirra er
Halldór Þorgeir rafvirki, f. 25.3.
1959.
Gunnar kvæntist 16.9. 1953
Helgu Guðmundsdóttur, ættaðri frá
Blesastöðum á Skeiðum, f. 17.5.
1917. Foreldrar Helgu voru Guð-
mundur Magnússon, f. 11.5. 1878, d.
Reykjavík. Börn þeirra eru Gabríel
Heiðberg, f. 18.1. 2003 og Eydís
Ósk, f. 22.4. 2004. Fyrir átti Kristján
soninn Benedikt, f. 1.3. 2002. c) Ar-
on Ívar, f. 2.1. 1997. 3) Ósk grunn-
skólakennari, f. 26.12. 1956. Dóttir
hennar og Hauks Þorvaldssonar, f.
15.9. 1958, er Agnes Björk, f. 17.3.
1981. Ósk er búsett í Kópavogi.
Börn hennar og Axels K. Bald-
urssonar eru: a) Eiður Atli, f. 23.8.
2004. b) Bríet Sjöfn, f. 31.5. 2006.
Gunnar var fæddur og uppalinn í
Bolungarvík og bjó þar alla sína tíð.
Á sínum yngri árum stundaði hann
sjómennsku frá Bolungarvík, Akra-
nesi, Reykjavík og var á síld á Siglu-
firði. Hann stundaði um tíma eigin
útgerð á eigin bátum, lengst af á
Álftinni ÍS og síðar á Dóra Gutt ÍS.
Gunnar stundaði verslunarstörf í
verslun Bjarna Eiríkssonar í mörg
ár. Hann vann einnig við fram-
leiðsluvélar í rækjuvinnslu og við
beitningu. Hann sat í hreppsnefnd
Hólshrepps um tíma og var félagi í
Lionsklúbbi Bolungarvíkur.
Útför Gunnars fer fram frá Hóls-
kirkju í Bolungarvík í dag og hefst
athöfnin kl. 14.
20.10. 1972, og
Kristín Jónsdóttir,
f. 16.5. 1886, d. 2.9.
1971. Börn Gunnars
og Helgu eru: 1)
Agnar Halldór guð-
fræðingur og bóndi,
f. 23.1. 1953, kvænt-
ur séra Döllu
Þórðardóttur, f.
21.3. 1958. Þau eru
búsett á Miklabæ í
Skagafirði. Synir
þeirra eru: a) Trost-
an, f. 25.11. 1981. b)
Vilhjálmur, f. 15.5.
1985.
2) Kristín grunnskólakennari, f.
12.8. 1954, maki Benedikt K. Krist-
jánsson rekstrarstjóri, f. 19.9. 1952.
Þau eru búsett í Keflavík. Börn
þeirra eru: a) Ragnhildur Helga, f.
27.2. 1973, í sambúð með Hagbarði
Marinóssyni, f. 4.8. 1973. Þau eru
búsett í Bolungarvík. Börn þeirra
eru Gunnar Hjörtur, f. 12.10. 1995
og Kristín Helga, f. 15.3. 1999. b)
Kristján Heiðberg, f. 11.8. 1977, í
sambúð með Ásdísi Ósk Viggósdótt-
ur, f. 10.9. 1980. Þau eru búsett í
Hann gengur á undan mér niður
brekkuna, við erum báðir í klofstíg-
vélum, svörtum með rauðu að ofan.
Þau eru tvíbrotin neðan við hné en
menn í svona stígvélum eru sjómenn,
oft trillukarlar. Það er kyrrt, klukkan
er fimm að morgni ég finn ilminn af
sjónum og sjófuglinn lætur í sér
heyra. Við göngum inn með íshúsinu
framhjá Bjarnabúð og niður á Brjót.
Pabbi fer inn í stýrishús á Álftinni og
kveikir á gasinu til að hita vélina, á
meðan vélin er að hitna förum við að
ná Álftinni út úr röðinni. Það eru
margir bátar við Brjótinn.
Vélin er sett í gang og við siglum út
Víkina undir taktföstu slagi glóðar-
hausvélarinnar. Dagurinn bíður.
Minningar hrannast upp. Dagurinn
sem pabbi kom heim af sjónum með
saumavél undir hendinni og sagði
mömmu að hann hefði fengið þetta á
færið í dag. Ég var hissa hvað pabbi
var fiskinn, var líka undrandi á því
hvað vélin leit vel út eftir veruna í
sjónum. Þetta var á þeim dögum þeg-
ar karlar gáfu konum sínum sauma-
vélar og ekki mátti á milli sjá hvort
væri hamingjusamara.
Ég var að keyra norður Strandir
þegar ég frétti lát pabba. Það var gott
að frétta það á vestfirsku landi. Þegar
ég steig út úr bílnum við sjúkraskýlið
var logn, víkin slétt sem spegill og ég
fann ilminn úr fjörunni.
Minningar æskunnar eru að hluta
til tengdar lykt úr fjöru. Pabbi var
skemmtilegur maður, sagði sögur og
lifði sig inn í sögur af Manga Halla,
Jónsa Ella, Kitta sala og mörgum
fleirum. Sögurnar hans pabba voru
sagðar til að skemmta, hann sagði
aldrei sögur til að gera lítið úr ein-
hverjum. Sögupersónur urðu oftast
enn þá merkilegri og skemmtilegri
eftir að hafa lent í sögu hjá pabba.
Sjórinn var hálfa lífið hans. Að veiða
og vera á Brjótnum það var lífið sjálft.
Ég sé hann sitja við eldhúsborðið ný-
kominn af sjó. Það er kvöld, mamma
að gefa honum heitan mat, við systk-
inin að fá að skoða í kassann og fá að
borða það sem hann hafði ekki klárað.
Ekkert var eins spennandi eða gott
og fá að borða bita úr kassanum og
alltaf hafði hist svo á að hann hafði
ekki alveg klárað úr kassanum.
Þegar pabbi var í Bjarnabúð kom
hann heim í hádeginu á drynjandi dí-
sel Land-Rover. Við hlustuðum á
fréttirnar, ekkert mátti tala meðan
þær voru. Pabbi lagði sig eftir mat-
inn, fékk sér svo kaffi og eina Camel
með áður en hann fór aftur til vinnu.
Dagur er kominn að kvöldi.
Það er erfitt að kveðja föður sinn.
Ég sé hann fyrir mér aftan við stýr-
ishúsið á Álftinni. Stefnið snýr til
hafs, að baki honum blasa við hin
vestfirsku fjöll og sér inn Djúpið.
Álftin veltur á báru, pabbi lyftir
hægri hendinni hátt upp og heldur í
færið, það færist bros yfir andlitið,
hann kallar til okkar Dóra: Drengir,
ég held ég sé búinn að ná honum und-
ir, ég held þið ættuð að renna aftur.
Agnar H. Gunnarsson.
Að eiga ljúfar minningar um föður
sem manni þykir vænt um er það
besta sem hægt er að eiga. Þegar litið
er yfir liðna tíð flýgur margt í gegn-
um hugann.
Í félagsskap var pabbi hrókur alls
fagnaðar og alltaf tilbúinn með gam-
anyrði og sá lífið oft í spaugilegu ljósi.
Það er mikil gæfa að vera þeim kost-
um búinn að sjá það skemmtilega í líf-
inu og pabbi átti auðvelt með að koma
fólki til að hlæja. Hann kunni ógrynni
af sögum af samferðafólki sínu lífs og
liðnu og glæddi þær lífi og færði í stíl-
inn svo unun var á að hlusta.
Pabbi var mjög hagmæltur og orti
mikið af tækifærisvísum. Í þessum
vísum kom glettni hans glögglega
fram og sá hann oft skondnar hliðar á
hversdagslegum atburðum. Hann
hélt þessum vísum til haga og hafði
gaman af að lesa þær fyrir fólk sem
kom í heimsókn til hans.
Pabbi var vinmargur og fannst
mikilvægt að gefa sér tíma í amstri
dagsins til að staldra við og segja eina
og eina sögu til að gleðja samferða-
fólk sitt.
Pabbi hafði mikið yndi af lestri og
bar þar hæst þjóðlegan fróðleik, ljóð
og ævisögur. Hann talaði fallegt og
rétt mál og notaði gjarnan orð sem
eru að hverfa úr okkar máli s.s. að
brúka, forakta, t.d. þegar við vorum
að koma með tillögur sem honum leist
ekkert á, og sagði stundum: ég for-
akta ykkur. Pabbi var mjög fastheld-
inn og ekki mikið fyrir nýjungar og
lífsgæðakapphlaupið alls ekki að
trufla hann. Hann var mjög nýtinn og
óþarfa bruðl var ekki í hans anda og
hann taldi óþarfa að skipta út hlutum
sem voru fullbrúklegir, eins og hann
sagði svo oft.
Í minningunni er gott að hugsa til
þeirra góðu hefða sem hann hélt í
heiðri. Fastar hefðir voru á heimilinu,
og við lærðum fljótt að ekki þýddi að
annað en að taka ábyrgð á því sem við
tókum að okkur, að standa sína
„pligt“ svo notuð séu hans orð. Fyrir
þetta erum við þakklátar, því þetta er
gott veganesti út í lífið og verður bor-
ið áfram til næstu kynslóða.
Pabbi var einstaklega heppinn með
lífsförunaut, hana móður okkar sem
settist að á milli fjallanna úr víðfeðmri
sveit að sunnan.
Mamma var kjölfestan hans pabba
og hafði góð áhrif á hann með létt-
leika sínum og jákvæðni. Það hefur
sýnt sig síðustu ár, eftir að heilsu
pabba fór að hraka, hvað mamma hef-
ur stutt hann og verið honum mikill
styrkur.
Blessuð sé minning ástkærs föður
okkar.
Þínar dætur
Kristín og Ósk.
Þá er komið að hinstu kveðjustund.
Hugljúfar myndir og minningar
streyma fram í hugann, sem gott er
að ylja sér við. Við vorum sex systk-
inin, fjórir bræður, systir sem lést á
öðru aldursári og ég sem var yngst. Í
huga þeirra var ég ávallt litla systir
þótt árin færðust yfir, sem var góð til-
finning. Nú eru þessi góðu bræður
mínir horfnir yfir móðuna miklu. Bol-
ungarvík er bærinn okkar og mátti
með sanni segja um þig Gunnar minn
að þú sást ekkert nema Bolungarvík
þar sem þú vildir lifa og starfa. Þótt
þú færir í ferðalag sem þér fannst
gaman að var ávallt best að koma
heim aftur:
Því útnesin binda og binda fast
þau börn sem þau að sér draga.
En oftlega næðir hvasst og kalt,
um hvern þann sem býr úti á skaga.
(Jónas Halldórsson)
Milli heimila okkar var mikill sam-
gangur. Á jólum og öllum viðburðum í
fjölskyldunni var fagnað í samein-
ingu. Á hverjum degi eftir að þú hætt-
ir að vinna, meðan þú gast keyrt bíl-
inn þinn, komst þú í heimsókn. Þá
settumst við niður með kaffibolla, töl-
uðum um lífið og tilveruna, höfðum
útsýni yfir hafið í öllum sínum breyti-
leika.
Sólarlagið var líka heillandi
í nóttlausri vík móti norðurpól,
er náð tekur sólin að kveldi.
Við fylgdumst líka með bátunum
fara og koma af sjónum, þú þekktir þá
alla með nafni, varst líka búinn að
vera sjómaður og kunnir þar vel til
verka. Marga ferðina áttir þú á
bryggjuna til að vita hvað væri að
fiska og á hvaða miðum var verið.
Sjálfur hafðir þú átt trillu, lengst af
Álftina sem var hvítmáluð. Á henni
var sjórinn sóttur, mest þó yfir sum-
arið, og líkaði þér það vel. Lestur
góðra bóka var þér ánægjuefni. Til
var í fórum þínum ýmislegt sem þú
hafðir sett á blað og var í formi sögu-
ljóða, var það flest á léttari nótunum
því þú varst næmur á spaugilegu hlið-
ina í tilverunni og einstaklega orð-
heppinn enda vildu margir hlusta á
frásagnir þínar.
Elsku Helga mágkona, Agnar,
Kristín, Ósk og fjölskyldur ykkar, það
er gott að eiga minningu um góðan
fjölskylduföður. Guð veri með ykkur
öllum.
Ég og mín fjölskylda þakkar þér
samfylgdina gegnum árin.
Dagsverki er lokið,
dvöl minni hér út við sæinn.
En komið að kveldi
míns síðasta ævidags.
(Jónas Halldórsson)
Hvíl í friði elsku bróðir.
Margrét systir.
Gunnar Halldórsson tengdafaðir er
nú allur. Hann hafði dvalið á Sjúkra-
húsinu í Bolungarvík frá því sumarið
2005. Gunnar hafði oft á orði hvað vel
væri um sig séð á skýlinu. Hann gerði
sér grein fyrir því að heim á Hlíðaveg
færi hann ekki aftur til að búa þar.
Hann var ekki í rónni fyrr en búið var
að tryggja Helgu íbúð í Árborg. Þeg-
ar það gekk eftir, þá var eins og búið
væri að hnýta ákveðna enda áður en
hann kveddi.
Ég kom í fjölskylduna fyrir 35 ár-
um þegar ég kynntist Kristínu dóttur
hans. Gunnar tók mér alltaf vel frá
fyrsta degi. Aldrei bar skugga á vin-
skap okkar.
Það voru forréttindi að ala upp
börnin í Bolungarvík. Kosturinn að
vera í nálægð við afa og ömmu var
einstakur. Samgangurinn var mikill á
milli okkar.
Á fyrstu árum búskapar okkar var
á sunnudögum farið í heimsókn á
Hlíðarveginn. Gunnar og Helga áttu
litasjónavarp, en við ekki, og það
mátti ekki missa af Húsinu á slétt-
unni, né Stundinni okkar. Þau voru
líka ófá handtökin sem Gunnar lagði
okkur til þegar við hófum að byggja
okkar hús í Bolungarvík. Gunnar
hafði einstakt lag á að segja sögur um
samferðamenn sína og færa þær í
þann búning að unun var á að hlýða.
Gunnar hafði þá eiginleika að gera að
gamni sínu um menn og málefni líð-
andi stundar auk þess að rifja upp
skemmtileg atvik lífsleiðarinnar.
Eftir að Gunnar fór á skýlið reynd-
um við að fara eins oft vestur til að
heimsækja hann og við gátum, ýmist
saman eða ég fór það skiptið og Stína
fór þá seinna. Við vildum ekki að hann
upplifði það, þótt við hefðum flutt bú-
ferlum, að fjölskyldan í Bolungarvík
gleymdist eða yrði ekki sinnt. Þegar
að því kom að við urðum að gera það
upp við okkur hvort við ætluðum að
vera í Bolungarvík eða flytja búferl-
um þá ræddi ég það við Gunnar og
Helgu, en þar kom að mér bauðst að
starfa á öðrum vettvangi, en það kost-
aði okkur að flytja búferlum. Þegar
ég sagði þeim frá þessu var afstaða
þeirra hjóna alveg skýr. Tækifærið
skyldum við grípa. „Þú ert alveg með
á það,“ sagði Gunnar, „að það er jafn-
langt hingað og héðan,“ og hafði ekki
áhyggjur af að við myndum ekki
rækta tengslin við þau þótt við fær-
um.
Við fluttum til Keflavíkur fyrir
fimm árum og þangað heimsóttu þau
okkur og síðast Gunnar þegar við
héldum upp á áttræðisafmæli hans
30. maí 2004. Við Gunnar töluðum oft
saman í síma, stundum daglega og
ekki sjaldnar en vikulega. Það var
misjafnt hvernig heilsa hans var, það
komu lægðir og hæðir og líðan hans
var oft eftir því hvernig veðrið var.
Gunnar gerði mér boð í byrjun maí.
Hann hringdi og spurði mig hvort ég
væri að koma vestur. Viltu að ég
komi? Já ég þarf að tala við þig. Þegar
Gunnar þurfti að ræða eitthvað sér-
stakt þá var það ekki gert í síma, enda
umræðuefni hans málefni sem hann
trúði mér fyrir. Ég á Gunnari margt
að þakka. Ég kveð hann með mikilli
virðingu fyrir það sem hann var mér,
þann trúnað og traust sem var á milli
okkar. Þakklæti til allra er gerðu hon-
umm lífið bærilegra síðustu árin.
Guðmundi Hafsteini Kristjánssyni
fyrir tryggðina og starfsfólki Sjúkra-
skýlisins sérstaklega.
Benedikt Kristjánsson.
Elsku afi.
Þó ég hafi ekki alist upp í Bolung-
arvík þá hef ég alltaf litið á Hlíðarveg-
inn sem mitt annað heimili. Ég dvaldi
oft hjá ykkur langdvölum á sumrin og
á hátíðisdögum, ýmist ein eða með
fjölskyldu minni. Mér er minnisstætt
hvað var gott að koma í kyrrðina til
ykkar ömmu og þar þurfti sko ekkert
að flýta sér, alltaf nógur tími fyrir
spjall og notalegheit.
Það eru forréttindi að hafa átt
ömmu og afa sem alltaf var hægt að
leita til og hægt að treysta því að ein-
hver væri heima. Ég fylgdist spennt
með þegar afi kom af sjónum og var
tilbúin að fara niður á brjót til að fá að
vera með þegar hann færði bátinn frá
brjótnum yfir á Lækjarbryggju. Afi
kenndi mér að veiða og áttum við afa-
börnin skemmtilegar stundir saman
að veiða úti á Víkinni á litla horninu
hans Rjúpunni.
Ég minnist líka allra góðu stund-
anna þegar við vorum að fá okkur
kaffi og með því, því hann afi var nú
heilmikill sælkeri og fannst fátt betra
en vínarbrauð og jólakaka með kvöld-
kaffinu.
Hvíl í friði elsku afi minn.
Kveðja,
Agnes Björk Hauksdóttir.
Mig langar að kveðja afa minn sem
var mér svo kær. Ég átti því láni að
fagna að fá að alast upp í návist þeirra
afa og ömmu. Það eru margar minn-
ingar frá uppvaxtarárunum í Bolung-
arvík. Afi kenndi mér að hnýta hnúta,
veiða og ganga frá veiðinni. Afi gaf
mér ýmislegt gamalt dót sem hann
vildi ekki henda en gæti komið mér að
gagni.
Ég átti þess kost að fara oft út á
Holt í hádegismat. Ég fylgdist með
honum koma upp brekkuna, haldandi
á leðurtöskunni sem innihélt nestis-
boxið. Amma var alltaf tilbúin með
matinn kl. 12 en þá kom afi í mat. Á
borðum á virkum dögum var oft fisk-
ur. Afi vissi að mér þótti hann góður
og þá sérstaklega það sem ungt fólk
borðar kannski ekki í dag eins og bút-
ungur og siginn fiskur. Minnisstæður
er mér stóllinn sem afi hafði í eldhús-
inu þar sem hann sat stundum og
borðaði eða drakk kaffi. Afi átti hjall
sem hann herti sjálfur fisk í og þær
voru ófáar ferðirnar sem við fórum
þangað. Það var verið að snúa við á
ránum, hengja upp eða taka niður.
Heima áttum við hund, Tinnu.
Tinna hændist mikið að afa. Stundum
var hún horfin að heiman, en ekki
þurftum við að hafa áhyggjur af því,
því hún fór rakleiðis á Hlíðarveginn
og gerði þar vart við sig. Afa þótti
ekki tiltökumál að fara með Tinnu á
rúntinn eða hafa hana, enda hændist
hún að honum.
Afi var einstakur áhugamaður um
bíla og átti nokkra á lífsleiðinni. Hann
var duglegur að koma og sækja mig
og bjóða mér á rúntinn, fara niður á
bryggju eða í hjallinn eða bara að
keyra í bænum. Ég hafði það áhuga-
mál að eiga flugmódel. Nokkur slík
átti ég og fórum við oft inn á sand til
þess að fljúga þeim. Oftar en ekki
vorum við saman við það, ég, afi og að
sjálfsögðu Tinna með. Afi hafði á orði
við mig að þegar ég yrði sjálfur búinn
að læra flug þá ætlaði hann að fljúga
með mér. Ég hóf flugnám og lauk
einkaflugmannsprófi á sínum tíma.
Þegar afi lagði land undir fót og kom
suður fórum við saman í flugferð. Sat
hann frammi í og fylgdist með öllu
sem fram fór af miklum áhuga og
þurfti eðlilega að vita hverig allt virk-
aði. Afi fylgdist vel með því sem ég
tók mér fyrir hendur og varð að vita
hvernig mér gengi. Hann gekk eftir
því að ég svaraði öllum spurningum
hans um bílaeign mína. Ef honum
fannst eitthvað vanta upp á þá ítrek-
aði hann það sem hann hafði spurt
um.
Fjölskyldan hittist um páska fyrir
vestan, þá var afi mjög hress og hafði
mestar áhyggjur af því að hann yrði
útskrifaður af Skýlinu, en þar leið
honum vel. Ég átti erindi vestur viku
áður en afi kvaddi þennan heim. Þá
áttum við saman góða stund. Hann
vildi alltaf að ég gisti á Hlíðarveginum
þegar ég kom vestur og gladdi það
hann að vita af mér þar. Umræðuefn-
ið var sem oftar það sem ég var að
sýsla við hverju sinni. Hann vildi vita
hvort ekki gengi allt vel hjá mér. Ég
fullvissaði hann um það. Síðan kvödd-
umst við.
Ég þakka afa mínum fyrir allt sem
hann gerði fyrir mig á lífsleiðinni og
allar stundirnar sem ég naut með
honum. Af honum lærði ég mikið. Nú
veit ég að honum líður vel, er laus við
þjáningarnar.
Blessuð sé minnig hans.
Kveðja,
Kristján Heiðberg
Benediktsson.
Elsku afi.
Þú varst eini afinn sem ég þekkti
því Kristján afi minn dó sama ár og ég
fæddist. Ég var svo lánsöm að búa í
Bolungarvíkinni þannig að ég naut
mikilla samskipta við þig. Ég og
Kristján bróðir vorum mikið hjá ykk-
ur ömmu í mat og kaffi og gistum oft
hjá ykkur. Alltaf komum við í heim-
sókn á sunnudögum til þess að horfa á
„Húsið á sléttunni“ því þið voruð með
litasjónvarp en við bara með svart-
hvítt.
Ég man svo vel eftir bláa ameríska
kagganum þínum og okkur Kristjáni
fannst mikið sport þegar þú tókst
okkur á bryggjurúnt. Afi naut þess að
fylgjast með langafabörnunum og
kíkti oft í heimsókn. Seinni árin var
fyrsta dagsverkið hans að fá sér rúnt
Gunnar Hjörtur Halldórsson