Morgunblaðið - 11.06.2007, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÝTT TÖLUBLAÐ KOMIÐ ÚT!
FULLT AF
SPENNANDI EFNI:
• Gestur Jónsson
lögmaður.
• Á að bjarga Flateyri?
• Þekktustu kóngarnir
í stjórnun.
• Laxinn er 15 milljarða
atvinnugrein.
• Áhugamál
20 forstjóra.
Áskriftarsími 512 7575
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„ÞEGAR svona ósigrar skella á er
það innri samstaða flokksmanna
sem hefur brostið,“ sagði Guðni
Ágústsson á vorfundi miðstjórnar
Framsóknarflokksins í gær og átti
þar við niðurstöður kosninganna
hinn 12. maí. Formaðurinn sagði
einungis við framsóknarmenn sjálfa
að sakast í þeim efnum en tengdi
sundurlyndi þeirra við langt sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það
er vegna þess að okkar innri sam-
staða brotnar, og jafnvel vegna þess
að við látum ekki reyna á með
ágreiningi ef brýtur á stórum mál-
um í samstarfi þessara flokka.“
Framsóknarflokkurinn hafði
fimmtán þingmenn þegar samstarf
við Sjálfstæðisflokkinn hófst en sjö
þegar því lauk. Þetta sagði Guðni að
mætti aldrei gerast aftur.
Blásið til sóknar
Það ætlar hann sér líka að
tryggja. Í ræðu sinni sagði hann
Framsókn eiga að vera eina af
þremur sterkum súlum í íslenskum
stjórnmálum. Þar tilgreindi hann
Sjálfstæðisflokkinn til hægri en
nefndi engan ákveðinn flokk til
vinstri í því samhengi.
Hann telur flokkinn geta sótt sér
fylgi hratt og rifjaði upp sigurinn í
haustkosningunum 1979, eftir slæm-
an ósigur 1978. „Ég tel að okkur
beri að stefna að því að verða 25%
flokkur, eiga fylgi hér á höfuðborg-
arsvæðinu upp á 15-20% og 25-35% í
landsbyggðarkjördæmunum.“
Skuggaráðuneyti
Guðni fór yfir helstu atriðin í ís-
lenskum stjórnmálum í dag og sagði
það helsta verkefni ríkisstjórnarinn-
ar að hemja verðbólguna. Þá kynnti
hann meðal annars áætlanir um að
setja á fót skuggaráðuneyti, líkt
þeim sem tíðkast í Bretlandi og
Ástralíu þar sem ráðherraefni fylgj-
ast með sínu málefnasviði hver og
móta stefnu flokksins. Hann vill
ekki hentistefnu þar sem viðkvæði
framsóknarmanna er „nei“ í öllum
málum og benti á VG til samanburð-
ar. Í umhverfismálum telur hann
Framsókn þurfa að skýra stefnu
sína fyrir kjósendum. „Við elskum
okkar land og viljum alls ekki fórna
hverju sem er,“ sagði hann.
Miðjan er Framsóknar
Valgerður sagðist hrærð yfir hin-
um afgerandi stuðningi sem hún
fékk til embættis varaformanns. Í
þakkarræðu sinni sagði hún flokk-
inn hafa verk að vinna. „Ný forysta
mun standa vel saman í þeirri bar-
áttu sem framundan er. Við erum á
miðjunni og við eigum miðjuna, við
hleypum engum öðrum þar að.“
Aðspurð vildi hún ekki taka undir
að hin nýja sókn yrði einungis sókn
til vinstri. „Við vitum líka að það eru
ýmsir sem sækja inn á miðjuna. En
ég segi, vinstrimenn geta aldrei orð-
ið miðjumenn því þeir hugsa fyrst
og fremst um að eyða en minna um
að afla, og hægrimenn hafa alltaf
dregið lappirnar í sambandi við jöfn-
uð. Þannig að miðjan er okkar, við
þurfum bara að láta hana blómstra.“
Hrærð Valgerður Sverrisdóttir tekur við hamingjuóskum frá Sæunni Stefánsdóttur, ritara Framsóknarflokksins.
Valgerður segir mikið verk framundan, en að Framsóknarflokkurinn eigi miðjuna í íslenskum stjórnmálum.
Morgunblaðið/Sverrir
Þjóðlegur „Í öllu hinu þjóðlega er ekkert til sem er hallærislegt – það er í
tísku í dag að vera bóndi og róa til fiskjar,“ sagði Guðni.
Í HNOTSKURN
»Valgerður var ein í kjöriog hlaut 89,5% atkvæða.
Finnur Ingólfsson og Siv Frið-
leifsdóttir fengu 5 atkv. hvort.
» Í ávarpi sínu sagði Guðniverðtrygginguna vera
kerfi sem þyrfti að komast út
úr á næstu árum. Sagði hann
ofurlaunamenn eiga að leggja
meira til samfélagsins en þeir
gera nú.
»Þá sagði hann það einföld-un að kenna kvótakerfinu
alfarið um ástand þorskstofns-
ins nú og telur stóra ógn í því
að þorskveiðar falli í þann far-
veg sem Hafró leggur til.
Valgerður Sverrisdóttir er nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins
Framsókn líti í eigin barm
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu þurfti að brjóta hliðarrúðu bif-
reiðar til að komast að ökumanni
hennar sem læsti sig inni eftir að
hafa verið neyddur til að stöðva bíl-
inn aðfaranótt sunnudags. Maður-
inn, sem er 25 ára, sveiflaði klauf-
hamri en var yfirbugaður og færður
á lögreglustöð. Að sögn lögreglu
hefur hann komið við sögu lögregl-
unnar áður.
Um klukkan 1.20 kom beiðni frá
lögreglumönnum um aðstoð vegna
ökumanns sem ók norður Vestur-
landsveg og sinnti ekki stöðvunar-
merkjum. Bifreið mannsins hafði
mælst á 120 km hraða þar sem
leyfilegur hraði er 80 km á klukku-
stund. Þrátt fyrir ljós og hljóðmerki
lögreglunnar lét maðurinn sér ekki
segjast og jók hraðann. Þótti akstur
hans glæfralegur og virtist ökumað-
ur ekki vera með fulla stjórn á bif-
reiðinni.
Lögreglubifreiðar voru sendar
bæði frá Reykjavík og Akranesi.
Ökumaður hélt akstri áfram í gegn-
um Mosfellsbæ og síðan inn á Hval-
fjarðarveg. Ók hann á allt að 200
km hraða og í raun var mildi að ekki
skyldu verða slys á fólki. Skammt
frá botni Hvalfjarðar, norðan við
Brynjudalsá, þvingaði lögregla
manninn til að stöðva bílinn með því
að keyra utan í hann. Þá hafði elt-
ingarleikurinn tekið um hálfa
klukkustund.
Neitaði að yfirgefa bílinn
Hins vegar tók ekki betra við eft-
ir að bifreiðin var stöðvuð því að
ökumaðurinn læsti bílnum, neitaði
að opna og sveiflaði klaufhamri.
Greip lögreglumaður því til þess
ráðs að brjóta hliðarrúðu og var
maðurinn í kjölfarið handtekinn.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni leikur grunur á um að
maðurinn hafi bæði ekið undir áhrif-
um áfengis og lyfja. Honum var
sleppt að loknum yfirheyrslum í
gærdag.
Þurftu að brjóta
rúðu til að ná
ökumanninum
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu lýsir eftir vitnum að tilraun til
nauðgunar snemma á laugardags-
morgun. Tilraunin átti sér stað á
Hverfisgötu, á móts við Þjóðleik-
húsið, um sexleytið. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu er talið
að maður um þrítugt hafi dregið
konu á tvítugsaldri inn í Trað-
arkotssund og reynt að koma fram
vilja sínum. Konunni tókst með
miklu harðfylgi að komast undan.
Í kjölfar þess að tilkynna árásina
til lögreglu var hún flutt á neyð-
armóttöku fyrir þolendur kynferð-
isbrota á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi.
Lögregla vinnur úr
upplýsingum vitna
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu hafa nokkur vitni gefið sig
fram og er verið að vinna úr upp-
lýsingum frá þeim. Einnig hafa
upptökur úr eftirlitsmyndavélum
verið skoðaðar en að sögn lög-
reglu hefur það ekki leitt neitt
nýtt í ljós.
Árásarmaðurinn er talinn vera
um 185-190 cm á hæð, með stutt
mjög dökkt eða svart hár, svarta
skeggbrodda eða svart skegg.
Hann er grannvaxinn og sterkar
líkur er á því að hann sé af er-
lendu bergi brotinn. Hann var
klæddur í rauða og vínrauða
peysu eða jakka og svartar buxur.
Þeir sem kunna að hafa upplýs-
ingar um árásarmanninn eru vin-
samlegast beðnir um að hafa sam-
band við lögreglu, í síma 444 1100
eða 444 1000.
Tilraun til
nauðgunar á
Hverfisgötu
KARLMAÐURINN sem grunaður
er um að hafa skotið af haglabyssu í
átt að eiginkonu sinni á föstudags-
kvöld hefur verið úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 15. júní nk. vegna
rannsóknarhagsmuna. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni á Ísa-
firði miðar rannsókn vel en ekki
fékkst upp gefin ástæða þess að
maðurinn mundaði skotvopn sitt á
umræddum tíma.
Gæsluvarð-
hald vegna
skotárásar
KONA á þrítugsaldri slapp ómeidd
þegar hún ók utan í vegg í Hval-
fjarðargöngunum í gærkvöldi.
Loka þurfti göngunum í um
klukkustund og skapaðist mikið
umferðaröngþveiti norðan þeirra
enda margir á leið til höfuðborg-
arinnar eftir helgina.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Akranesi varð slysið á
áttunda tímanum. Bifreið konunnar
valt þegar hún keyrði utan í vegg
nærri syðri munna ganganna. Telja
má víst að öryggisbelti hafi bjargað
henni frá meiðslum en bifreiðin er
ónýt.
Að sögn lögreglu var konan ekki
undir áhrifum áfengis og alls óvíst
er enn hvort um hraðakstur var að
ræða. Rannsókn lögreglu heldur
áfram.
Umferðartafir
vegna bílveltu
UM klukkan tíu í gærkvöldi lagði
Fimm tinda-hópurinn af stað á síð-
asta tindinn af fimm en það var
Hekla sem var síðust í röðinni. Hóp-
urinn var nokkuð á eftir áætlun en
lengri tíma hafði tekið að komast
niður af Snæfelli en ráðgert hafði
verið.
Hópurinn ákvað að ganga á
hæsta fjall í hverjum landshluta yf-
ir helgina, alls fimm fjöll, í því skyni
að afla Sjónarhóli, sem er ráðgjaf-
armiðstöð fyrir aðstandendur
barna með fötlun og langveikra
barna, stuðnings. Er hægt að
styrkja málefnið á heimasíðu hóps-
ins, www.5tindar.is. Hópurinn
hafði þegar gengið á Heiðarhorn,
Kaldbak, Kerlingu og Snæfell þeg-
ar lagt var á Heklu í gærkvöldi en
meiningin var að koma aftur niður
af fjallinu nú í morgunsárið.
Klífa fimm hæstu tindana
til styrktar góðu málefni