Morgunblaðið - 11.06.2007, Side 13

Morgunblaðið - 11.06.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 13 Snerpa HEKLA, Laugavegi 172-174, sími 590 5000, www.hekla.is, hekla@hekla.is Vorsprung durch Technik www.audi.com H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 4 1 2 A3 Sportback 1,8 TFSI® · 5 dyra · 160 hestöfl · Sjálfskiptur S-tronic Líttu inn hjá okkur og fáðu að reynsluaka Audi A3 SAMFARA breytingum á Baugi Group var tilkynnt um stofnun nýs félags, Stoðir Group, sem Skarp- héðinn Berg Steinarsson verður forstjóri fyrir. Fyrirhugað er að innan þess félags verði stærstu eignir Baugs á sviði fasteignarekst- urs, svo sem Fasteignafélagið Stoð- ir og eignarhluti félagsins í Keops og Nordicom í Danmörku. Samfara þessu hefur verið ákveðið að auka eigið fé Stoða Group um 40 millj- arða króna frá því sem nú er og stefnt er að skráningu félagsins á kauphöll OMX á Íslandi á næstu tólf mánuðum. Kristín Jóhannesdóttir verður stjórnarformaður Stoða Group. Á aðalfundi Baugs Group fyrir helgi voru auk Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar eftirtaldir kjörnir í stjórn: Don McCarthy, Kristín Jó- hannesdóttir, Jóhannes Jónsson, Ingibjörg S. Pálmadóttir, Hans Kristian Hustad og Hreinn Lofts- son. Einar Þór Sverrisson og Guð- rún S. Pétursdóttir voru kjörin í varastjórn félagsins. Stoðir Group fara á hlutabréfamarkað Stoðir Meðal eigna fasteignafélagsins Stoða Group er Keops í Danmörku, sem á margar af helstu og frægustu fasteignum Kaupmannahafnar. SAMKVÆMT frétt á vef Bloom- berg um helgina var Exista meðal kaupenda á 29% hlut í bresku íþróttavörukeðjunni JJB Sports, sem er næststærsta keðja Bret- lands á því sviði. Andvirði hlutarins mun vera 190 milljónir sterlings- punda, jafnvirði um 24 milljarða króna. Seljandi er stofnandi keðj- unnar, David Whelan, sem mun víkja sæti úr stjórn fyrirtækisins. Kaupandi með Exista er Chris Ronnie, sem einnig stundar íþrótta- vörusölu. Mun Ronnie taka sæti sem framkvæmdastjóri en David Whelan var skipaður heiðursforseti félagsins, en hann opnaði fyrstu verslun sína árið 1971. Í frétt Bloomberg segir að hagn- aður JJB Sports hafi dregist saman um 15% á síðasta ári. Varð keðjan að grípa til verðlækkana í harðri samkeppni við stórar keðjur á borð við Tesco og Sports World Int- ernational. Um síðustu áramót var JJB Sports með 416 verslanir í rekstri og 39 líkamsræktarstöðvar. Exista kaupir í Bretlandi SAMSKIP hafa fest kaup á hluta af flutningaþjón- ustu belgíska flutningafyrir- tækisins Delphis Team Lines (DTL). Um er að ræða sérhæfða gámaflutninga- þjónustu frá dyr- um seljenda að dyrum kaupenda í yfir tíu Evrópulöndum og taka Samskip formlega við rekstrinum 1. júlí nk. Kaupverðið er ekki gefið upp. Að sögn Jens Holger Nielsen, framkvæmdastjóra gámaflutninga- þjónustu Samskipa í Evrópu, styrkja þessi kaup enn frekar leið- andi markaðsstöðu félagsins í gámaflutningum innan Evrópu, einkum í Eystrasaltslöndunum og Rússlandi, og á Spáni og í Portúgal. Munu flutningar félagsins til og frá Eystrasaltslöndunum og Rússlandi nema samtals um 100 þúsund gámaeiningum á ári með tilkomu flutningaþjónustu DTL. Eftir kaupin munu eigendur DTL einbeita sér að frekari upp- byggingu á sjóflutningum félagsins en samningurinn við Samskip felur m.a. í sér áframhaldandi samstarf félaganna á þeim vettvangi. Yfir- taka Samskipa á þessari flutninga- þjónustu DTL hefur hins vegar engar breytingar í för með sér fyrir viðskiptavini, segir í fréttatilkynn- ingu. Yfir 20 gámaflutningaskip eru nú í föstum áætlunarsiglingum á veg- um Samskipa í Evrópu. Fjárfesta í Belgíu Kaup Enn bæta Samskip við sig. SENDINEFND Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, undir forystu Benjam- ins Hunt, hefur undanfarna daga kynnt sér íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda og atvinnulífsins. Hliðstæðar við- ræður fara fram árlega við flest 184 aðildarríki sjóðsins. Í sam- ræmi við áherslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins á gagnsæi og greitt upp- lýsingaflæði heldur sendinefndin fréttamannafund í dag til að kynna niðurstöður sínar um íslenskt efnahagslíf. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn í heimsókn ♦♦♦ ♦♦♦ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.