Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Orkuveitan efnir til göngu- og
fræðsluferðar í Elliðaárdal
undir leiðsögn Guðmundar
Halldórssonar, skordýrafræð-
ings þriðjudagskvöldið 12.
júní kl. 19.30. Gengið verður
um dalinn og hugað að þeim smádýrum sem þar búa. Þátttakendur eru hvatt-
ir til að hafa með sér stækkunargler.
Gangan hefst við Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal.
• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
Skordýr í
Elliðaárdal
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
80
05
0
6.
2
0
0
7
GULLHÚÐAÐ riddarasverð sem
Napóleon bar í orrustunni í Mar-
engo í júní árið 1800 var selt á upp-
boði í París í gær fyrir 4,8 milljónir
evra, rúmar 400 milljónir króna.
„Þetta er metverð fyrir grip sem
var í eigu Napóleons, fyrir sverð og
fyrir vopn almennt,“ sagði Bernard
Croissy, talsmaður uppboðsfyr-
irtækisins Osenat.
Afkomendur bróður Napóleons,
Jerome, seldu sverðið. Ekki var
greint frá nafni kaupandans, aðeins
sagt að hann væri einn af afkom-
endum Napóleons.
Sverðið var sett á lista yfir þjóð-
argersemar árið 1978 og fylgja söl-
unni því þær kvaðir að nýr eigandi
verður að hafa franskt heim-
ilisfang, þótt hann megi vera er-
lendur, en sverðið verður að vera í
Frakklandi a.m.k. sex mánuði á ári.
Fyrir uppboðið var gert ráð fyrir
því að sverðið yrði slegið á 1,5 millj-
ónir evra, eða um það bil 130 millj-
ónir króna.
Sverð Napóleons selt fyrir
metverð á uppboði í París
AP
Þjóðargersemi Sverð Napóleons
sýnt á uppboði í París.
FLÓÐ og aurskriður hafa orðið að minnsta kosti 66
manns að bana í suðurhluta Kína og tólf annarra er
saknað. Nær 600.000 manns hafa orðið að flýja heimili
sín, að sögn kínverskra fjölmiðla.
Steypirigning hefur verið í fjóra daga í héruðunum
Guangdong, Guangxi, Guizhou, Hunan, Fujian og Ji-
angxi. Nær níu milljónir manna hafa orðið illa úti í
óveðrinu, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua.
Fréttastofan hafði eftir embættismönnum að efnahags-
lega tjónið af völdum flóða og skriðufalla næmi rúmum
2,9 milljörðum júana, nær 25 milljörðum króna. Um
48.000 hús hafa gereyðilagst og nær 100.000 skemmst.
Alls hafa um 300.000 hektarar af akurlendi orðið fyrir flóðum eða aur-
skriðum og um sjötti hluti uppskerunnar hefur gereyðilagst, að sögn Xin-
hua.
Ráðuneyti almannavarna í Peking hefur sent björgunarsveitir á flóða-
svæðin til að aðstoða heimamenn.
Tugir fórust í flóðum í Kína og
hundruð þúsunda eru á flótta
Umflotnum lög-
reglubíl ýtt í Kína.
SEX manns biðu bana og ungt barn
særðist lífshættulega í skotárás í
Delavan, litlum bæ í Wisconsin.
Bandarískir fjölmiðlar sögðu að
lögreglan teldi líklegt að árás-
armaðurinn hefði fyrirfarið sér eft-
ir skotárásina í íbúðarhúsi í bæn-
um, sem er um 80 kílómetra frá
Milwaukee.
Tveggja ára stúlka fannst í bíl við
húsið og hafði fengið byssukúlu í
bringuna.
Sex myrtir
YFIR 26 milljónir manna eru með
Alzheimer-sjúkdóminn í heiminum
og ný rannsókn bendir til þess að
talan fjórfaldist á næstu 40 árum,
verði 106 milljónir fyrir árið 2050.
Alzheimer magnast
HAMID Karzai, forseti Afganist-
ans, slapp ómeiddur þegar talib-
anar skutu flugskeytum á byggingu
í Ghazni-héraði þegar hann flutti
þar ávarp.
Karzai slapp
Brussel. AP. | Guy
Verhofstadt, for-
sætisráðherra
Belgíu, viður-
kenndi í gær-
kvöldi að stjórn
Frjálslyndra
demókrata og
sósíalista hefði
fallið í þingkosn-
ingum sem fram
fóru í gær.
Líklegt er að Yves Leterme, leið-
togi flæmska flokksins Kristilegra
demókrata, verði næsti forsætisráð-
herra eftir átta ár í stjórnarand-
stöðu. Viðbúið er þó að stjórnar-
myndunin verði flókin og tímafrek
vegna þess að enginn flokkanna býð-
ur fram í báðum aðalstjórnsýslu-
svæðunum, Flandri og Vallóníu.
Ríkis-
stjórnin í
Belgíu féll
Yves Leterme
Líklegt að Leterme
myndi nýja stjórn
París. AFP. | Hægriflokki Nicolas
Sarkozy Frakklandsforseta var spáð
miklum sigri í þingkosningum eftir
að fyrri umferð þeirra lauk í gær-
kvöldi.
Einum mánuði eftir að Sarkozy
var kjörinn forseti var útlit fyrir að
flokkur hans, UMP, fengi skýrt um-
boð til að koma á þeim umbótum sem
hann hefur lofað. UMP og banda-
mönnum flokksins var spáð 383-500
þingsætum af 577 í neðri deildinni.
UMP er nú með 359 sæti.
Mikil ringulreið er í röðum sósíal-
ista eftir ósigur Segolene Royal,
frambjóðanda þeirra í forsetakosn-
ingunum. Sósíalistar eru með 149
þingsæti og líkur eru jafnvel á að
þeir tapi allt að helmingi þeirra.
Kjörsóknin var aðeins 63% og
minni en nokkru sinni fyrr.
Sósíalistar vöruðu við því í gær-
kvöldi að völd forsetans gætu orðið
hættulega mikil fengi flokkur hans
of stóran meirihluta á þinginu. Þeir
hvöttu Frakka til að sjá til þess í síð-
ari umferð kosninganna á sunnudag-
inn kemur að forsetinn fengi hæfi-
legt mótvægi á þinginu.
Flokkur Sark-
ozys með 40%
Vinstrimenn óttast að völd Sarkozy
verði hættulega mikil eftir kosningar
Í HNOTSKURN
» Flokkur Sarkozy fékk um40% atkvæða í fyrri umferð
kosninganna í gær. Sósíalistar
fengu 25%.
» Í síðari umferðinni verðurkosið í kjördæmum þar sem
enginn fékk meira en 50% fylgi
eða atkvæði minnst 25% þeirra
sem eru á kjörskrá.
ÞAÐ lýsti af gulli og demöntum í höll soldánsins af Brú-
nei í gær þegar dóttir hans giftist embættismanni í for-
sætisráðuneyti soldánsdæmisins. Þúsundir manna
fögnuðu brúðhjónunum þegar þeim var ekið um nálæg-
ar götur í gylltum Rolls-Royce eftir hjónavígsluna í
glæsihöllinni sem er risastór, með 1.700 herbergi. Brú-
nei, sem er á Borneo-eyju, er þriðji mesti olíu-
framleiðandi Suðaustur-Asíu og soldáninn var eitt sinn
auðugasti maður heims. Hann leiðir hér brúðgumann
til prinsessunnar.
AP
Gullið glóði í höll soldánsins
Tírana. AFP. | George W. Bush
Bandaríkjaforseti hvatti til þess í
gær að Kosovo-hérað fengi sjálf-
stæði frá Serbíu, þrátt fyrir harða
andstöðu Rússa, og sagði að tími
„látlausrar umræðu“ væri liðinn.
Bush lét þessi orð falla í opinberri
heimsókn í Albaníu og lagði áherslu
á að flýta þyrfti áætlun Marttis Aht-
issaaris, sendimanns Sameinuðu
þjóðanna, um „sjálfstæði Kosovo
undir alþjóðlegu eftirliti“. Áætlunin
nýtur stuðnings leiðtoga Albana,
sem eru í meirihluta í Kosovo,
Bandaríkjastjórnar og Evrópusam-
bandsins. Hún hefur hins vegar
mætt andstöðu Rússa, bandamanna
Serba, og rússnesk stjórnvöld hafa
hótað að hindra áætlunina með því
að beita neitunarvaldi sínu í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna.
Bush sagði að Condoleezza Rice,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
myndi beita sér fyrir því að örygg-
isráðið næði samkomulagi um álykt-
un sem kvæði á um sjálfstæði Kos-
ovo. Eftir Albaníuheimsóknina fór
Bush til Búlgaríu, sem er síðasti við-
komustaðurinn í ferð hans um Evr-
ópu. Áður fór hann til Tékklands,
Póllands og Ítalíu, auk þess sem
hann sat leiðtogafund í Þýskalandi.
Kosovo fái sjálfstæði
Bush segir tíma „látlausrar umræðu“ um deiluna liðinn
Reuters
Hlýjar móttökur George W. Bush Bandaríkjaforseta var fagnað sem hetju
þegar hann kom til Tirana, höfuðborgar Albaníu, í gær.