Morgunblaðið - 11.06.2007, Page 17

Morgunblaðið - 11.06.2007, Page 17
daglegtlíf Krónan er að veikjast segja hagfræðingar nú eða styrkjast. Hvað þýðir það? Unnur H. Jó- hannsdóttir skoðar málið. »18 fjármál Manon Anna Victoria Robertet, sem verður tíu ára í sumar, fékk Astró í átta ára afmælisgjöf fyrir tæpum tveimur árum. »19 gæludýr Harpa og Ágúst hittastsamt oft í kirkju því þautaka bæði virkan þátt ístarfi eldri borgara við Fella- og Hólakirkju ,,Við erum nú rétt í æsku ellinnar, skal ég segja þér,“ segir Harpa Jónsdóttir stríðn- isleg á svip þegar blaðakona spyr þau um aldur og fyrri störf. ,,Ég er nú bara í sandkassanum ef við för- um að skilgreina aldur út frá því,“ segir Ágúst glaðlega en hann er 82 ára og alveg sáttur við að hafa skyndilega verið gerður að upplýs- ingafulltrúa félagsstarfsins í kirkj- unni. ,,Hér er sko unnið gott starf, skal ég segja þér og svo hef ég hana Hörpu mér til halds og trausts. Það er nú ekki verra. Hún veit svo margt.“ Í ljós kemur að Harpa hefur tengst Fella- og Hólakirkju frá upp- hafi eða frá því að fyrsta skóflu- stungan að kirkjunni var tekin árið 1982. „Ég var í kvenfélaginu Fjall- konunum sem voru á fyrstu árum kirkjunnar með mjög öflugt starf hér og hér er ég enn, nú með eldri borgurum,“ segir Harpa. Ágúst segir að það hafi einmitt verið systir sín, sem líka starfaði með kvenfélaginu, sem hafi dregið sig í starfið þegar hann varð ekkju- maður. ,,Ég kom fyrst í kyrrð- arstundirnar en þær eru alla þriðju- daga klukkan 12. Djákninn okkar, hún Ragnhildur Ásgeirsdóttir er með þær núna og hún er afskaplega indæl manneskja. Eftir kyrrð- arstundirnar er boðið upp á súpu og brauð og síðan, á milli kl. 13 og 16, er opið hús eldri borgara og þá er oft fjölbreytt dagskrá. Stundum koma fyrirlesarar og eru með fræðslu, stundum spilum við og stundum förum við í stuttar skoð- unarferðir,“ segja þau Ágúst og Harpa sem hrósa starfinu út í eitt. Jónsmessuferðalag til Svíþjóðar ,,Ég er búinn að vera hér í þrjú ár og síðan er hópurinn þrisvar búinn að leggja land undir fót. Nú um Jónsmessuna ætlum við að fjöl- menna til Svíþjóðar, í lítinn bæ sem heitir Rättvik og er víst svipaður Skálholti. ,,Það verður sko gaman, þetta verður stíf dagskrá,“ segir Ágúst sem er lítið hrifinn af ferðum til Kanaríeyja. Hörpu finnst hins vegar ágætt að fara til Kanaríeyja. Þetta segja þau bara dæmi um hvað ólíkir einstaklingar með ólíkar skoð- anir séu undir þessu heildarheiti eldri borgarar. ,,En hér er alls kon- ar fólk og allir velkomnir,“ segja þau aðspurð. En hvaða hlutverki gegnir trúin í þessum félagsskap? ,,Hún gegnir töluverðu hlutverki, þótt maður sé ekki æpandi og vein- andi um hana á hverju götuhorni. Það sést kannski best í kyrrð- arstundunum,“ segir Ágúst. Hörpu finnst trúin sameina hópinn og halda saman. ,,Hún styrkir líka og ef fólk á erfitt þá finnur það oft mikla samúð og stuðning í kyrrð- arstundunum. Það er oft erfitt að útskýra trúna en mér finnst mjög gott og mikilvægt að rækta hana,“ segir Harpa. Þau eru sammála um að starfið gefi sér óskaplega mikið. ,,Á föstu- dögum er maður farinn að bíða eftir þriðjudeginum,“ segir Ágúst og Harpa tekur undir það. Þau brosa nú bara eins og lífsreynd aðspurð hvort einhver rómans blómstri í fé- lagsskap eins og þessum ,,Hér sýnir fólk kærleik og vináttu og réttir hvað öðru hjálparhönd ef á þarf að halda. Það þurfa allir á því að halda,“ segir hún og hann tekur undir að það sé félagsskapurinn sem skipti mestu máli og það sem fólk sé að sækjast eftir. ,,Súpurnar hjá matseljunum hérna eru líka af- bragð. Það er nánast aldrei sama súpan en allar eru þær góðar,“ segir upplýsingafulltrúinn nýbakaði bros- andi og ítrekar að eldri borgurum sé velkomið að koma og kynna sér starfið. Morgunblaðið/ÞÖK Ferðahugur Hópur eldri borgara úr félagsstarfinu ætlar að fara til Rättvik í Svíþjóð um Jónsmessuna og ekki var laust við að komin væri ferðahugur í marga, jafnvel galsi. Morgunblaðið/ÞÖK Vinátta Ágúst og Harpa segja starfið með eldri borgurum gefa sér mikið. Ekki rómans en kærleikur og vinátta Harpa Jónsdóttir og Ágúst Ísfeld eru sko ekkert sest í helgan stein, þennan sem svo oft er verið að vísa til þegar eldri borgarar hætta að vinna. Þau eru heldur ekki gengin í klaustur eins og orðasambandið vísaði til í fornu máli. Unnur H. Jóhannsdóttir komst að því hvað þau hafa fyrir stafni. ÞEGAR börnin á heimilinu eru hætt að leika sér með litlu tuskudýrin borgar sig að taka þau til hliðar og geyma þau vel. Á tískusýningu í Rio de Janeiro í Brasilíu nú um síð- ustu helgi var m.a. vörumerkið Alessa að kynna línuna næsta sumars. Þar var meðal annars þessi fyrirsæta í bol þar sem tuskudýrin hafa auðsjáanlega fengið nýtt hlut- verk. Semsagt safnið birgðum af litlum krúttlegum tusku- dýrum fyrir næsta sumar til að tolla nú almennilega í tískunni. Tuskudýrin í aðalhlutverki |mánudagur|11. 6. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.