Morgunblaðið - 11.06.2007, Side 18

Morgunblaðið - 11.06.2007, Side 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ                      !!"! #$%&' ()  ( *+,&' -.' /0 1((  222"34,33"'  5 5 6 Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is H ræðilegt hvað hún er búin að vera veik í vetur,“ sagði hús- freyjan um leið og hún hellti kaffi í bolla nágrannakonu sinnar ,,Hver?“ spurði gamla konan, nágranninn, næstum áfergjulega um leið og hún saug sykurmolann sem fylgdi kaffinu. Hún hafði einlægan áhuga á veik- indum annarra. ,,Nú, krónan auðvitað,“ sagði húsfreyjan. ,,Fylgist þú ekkert með fréttum, eða hvað?“ ,,Já, hún,“ svaraði gamla konan og þurfti ekkert að gera sér upp áhugaleysi. Það var viðvarandi enda skildi hún ekkert í þessum veikindum krónunnar. ,,Hún er nú alltaf svo veik. Þetta virðist nú ekki vera nein venjuleg flensa sem hrjáir hana, hlýtur að vera einhver svakaleg veirusýking. Öðru hverju berst manni til eyrna að hún sé að styrkjast en varla er maður búin að snúa sér við en að í hitt eyr- að er hvíslað hún sé að veikjast aftur. Þess á milli er talað um flökt á krónunni. Ég er bara orðin svo gömul að ég skil ekki svona, ég verð bara að segja það. Svona lagað þekktist ekki í mínu ungdæmi. Og hvaða máli skipta þessi veikindi krónunnar mig svo sem?“ dæsti gamla konan og veiddi annan mola upp úr sykurkari húsfreyjunnar sem var svo al- mennileg að bjóða henni öðru hvoru í kaffi. Það voru nú ekki allir sem mundu eftir gamla fólkinu. Húsfreyjan fékk sér bita af rúsínu- og hnetublandaðri súkkulaðimúffunni og horfði skilningsrík á nágrannakonu sína en jafn- framt með svip þess sem ætlar að leysa vandamál. Hún endurtók spurninguna og velti orðunum næstum jafnlengi fyrir sér og súkku- laðimúffunni í munninum. ,,Hvaða máli skiptir þetta fyrir þig?“ Gamla konan sá samstundis eftir því að hafa lagt svona opna spurningu fyrir húsfreyjuna. Hún ætti að vita betur, nú kæmi sko fyrirlestur. Henni leiddust þeir svo- lítið. Hún sankaði að sér nokkrum syk- urmolum og vonaði bara að fyrirlesturinn yrði ekki mjög langur. Kvartað undan verkjum ,,Sko, þessir sykurmolar sem þú ert að hakka í þig, heldurðu að þeir séu íslenskir?“ ,,Nei, nei. Er þetta ekki Dansukker?“ spurði gamla konan sem reyndi af veikum mætti að halda uppi samræðum, vitandi samt að hér eftir yrði hún bara spurð – og svara óskað, þegar hentaði fyrirlesaranum beturvit- andi. ,,Tja, reyndar er þetta franskur sykur en meiri hluti Evrópusambandslandanna fram- leiðir sykur í einhverju magni en ekki við Ís- lendingar. Við flytjum hann inn. Þú kaupir sykurinn úti í búð fyrir íslenskar krónur en heildsalinn sem selur búðinni sykurinn greiðir fyrir hann í evrum. Gefum okkur að í heildsölu kosti 1 kg af sykri 1 evru. Um jólin kostaði 1 evra um 90 kr. en nú í sumarbyrjun fæst 1 evra á 84 krónur. Gengi evrunnar hefur sem sagt lækkað í íslenskum krónum, eða með öðr- um orðum þá hefur krónan styrkst frá áramót- um. Fyrir þá sem eru að flytja inn vörur til landsins eru það góð tíðindi, sem og fyrir neyt- endur því innfluttar vörur ættu því að lækka í samræmi við það,“ sagði húsfreyjan og hellti mjólk í kaffi sitt og spurði svo óvænt hvað gamla konan ætlaði að hafa í matinn í kvöld. ,,Ég var að hugsa um að hafa fisk, soðinn og sjóða kannski eins og eina kartöflu,“ svaraði hún, en áður en hún náði að snúa talinu að hollustu fisksins var húsfreyjan aftur komin í ham. ,,Sjáðu nú til,“ sagði hún og notaði nú báðar hendur til þess að leggja áherslu á mál sitt. ,,Íslenskir útflytjendur hagnast ekki að sama skapi á hækkun krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og innflytjendur. Segjum að 1 kg af útfluttum fiski kosti 1 evru. Um jólin hefði útflytjandinn fengið 90 kr. íslenskar fyrir hvert kíló en sex mánuðum seinna fær hann aðeins fengið 84 kr. vegna þess að gengi evr- unnar hefur lækkað og krónan styrkst. En það er sem sagt við slíkar aðstæður sem talað er um flökt krónunnar. Síðustu daga hefur hún aftur veikst og það kemur útflytjendum vel en hækkar verðið á innfluttri vöru. Skilurðu nú af hverju veikindi krónunnar skipta þig máli?“ Kvartað undan verkjum ,,Jamm,“ sagði gamla konan uppljómuð sem hafði pikkað upp dálítið af talmáli barna- barnanna. ,,Á ég sem sagt að hamstra sykur á sumrin fyrir jólabaksturinn því þá er hann á besta verðinu og kaupa mikið af fiski um jólin til þess að styrkja íslenskan sjávarútveg, frysta og sjóða hann á sumrin svo útgerðareig- endur þurfi ekki kljást við alla veikindaverk- ina sem þeir og fleiri eru alltaf að kvarta und- an. Er það ekki bara góð lausn? Það er kannski miklu betra en magnýl?“ Húsfreyjan horfði um stund á nágranna sinn og flaug í hug að kannski væri þetta gamla fólk ekki svo galið, en upphátt sagði hún: „Æ, það er svolítið flókið þetta samspil á milli framboðs og eftirspurnar. Þetta er kannski ekki alveg svona einfalt, það er held ég oft erfitt að segja hvernig sé heilbrigðast að haga sér í efnahagslífinu. Svo segðu mér bara, hvers konar fisk ætlaðirðu að sjóða í kvöld?“ ,,Hefurðu heyrt af þessum veikindum krónunnar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.