Morgunblaðið - 11.06.2007, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VERÐSKULDUÐ
VIÐURKENNING
Vladimír Pútín, forseti Rúss-lands, afhenti Þorsteini I. Sig-fússyni prófessor Alheims-
orkuverðlaunin í Pétursborg á
laugardag. Þetta er sennilega ein-
hver mesta viðurkenning, sem ís-
lenskur vísindamaður hefur fengið.
146 verkefni voru tilnefnd til verð-
launanna. Þrír vísindamenn fengu
verðlaunin, Vladimír Jeliferjevitsj
Nakorjakov frá Rússlandi og Jeffrey
Hewitt frá Bretlandi fyrir rannsóknir
sínar á sviði tækni til að nýta jarð-
varma til orkuframleiðslu og Þor-
steinn fyrir rannsóknir á notkun
vetnis sem orkugjafa.
„Þróun í orkumálum er í auknum
máli að verða trygging stöðugleika og
framfara í heiminum,“ sagði Pútín við
afhendinguna. „Áreiðanlegar orku-
lindir ákvarða beint efnahagslegan
árangur ríkja og lífsgæði milljóna
manna um allan heim.“
Pútín óskaði verðlaunahöfunum til
hamingju með verðlaunin og tók sér-
staklega fram að dómnefndin hefði
hrósað Þorsteini mjög fyrir rann-
sóknir hans.
Pútín tók aftur til máls þegar verð-
launaafhendingunni lauk og fjallaði
þá aftur um orkuvandann: „Ein af
helstu áskorununum, sem blasa við í
heiminum, er að óendurnýjanlegar
orkulindir eru að minnka á sama tíma
og eftirspurnin eftir orku heldur
áfram að vaxa og gáleysisleg notkun
hefðbundinna orkulinda getur, svo
ekki sé meira sagt, haft alvarlegar og
óafturkræfar afleiðingar fyrir um-
hverfið.“ Síðar bætti Pútín við: „Ólík-
ir hagsmunir gera erfitt fyrir að leysa
þessi vandamál á pólitíska sviðinu, en
án hjálpar vísindamanna yrði með
öllu ógerlegt að leysa þau. Án lausn-
anna, sem vísindin geta boðið, yrði
enginn grundvöllur til að takast á við
þessar áskoranir.“
Rússar eru stórtækir í framleiðslu
á gasi og olíu og standa framarlega í
orkutækni. Þrjú af stærstu orkufyr-
irtækjum Rússlands eru á bak við
orkuverðlaunin, þeirra á meðal Gazp-
rom. Þorsteinn Sigfússon sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að hann
vonaði að þessi verðlaun yrðu til að
styrkja útrás Íslendinga á sviði orku-
tækni. Orð Pútíns bera því vitni að
Rússar eru farnir að hugsa til þess að
sá tími muni renna upp að þær auð-
lindir, sem nú bera uppi rússneskan
efnahag, muni þverra. Rússar standa
tæknilega framarlega í orkumálum í
heiminum og sú staðreynd að verð-
launin voru í ár veitt íslenskum vís-
indamanni opna ýmsa möguleika á
samskiptum og samvinnu við Rússa í
orkumálum, ekki síst í ljósi þess
hverjir eru bakhjarlar þessarar við-
urkenningar.
Þorsteinn I. Sigfússon er vel að
verðlaununum kominn. Hann hefur
unnið ötullega að sínum rannsóknum
um árabil og verið ákafur stuðnings-
maður vetnisverkefnisins hér á landi.
Niðurstaða dómnefndarinnar sýnir
hversu langt hann hefur náð.
NÝ STAÐA Í HVALVEIÐUM
Það er komin upp ný staða í hval-veiðum innan ríkisstjórnarinnar.
Í samtali við Morgunblaðið í gær tók
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverf-
isráðherra, afdráttarlausa afstöðu
gegn hvalveiðum.
Umhverfisráðherra sagði:
„Ég er andvíg hvalveiðum í atvinnu-
skyni. Sú afstaða breyttist ekki við að
verða umhverfisráðherra. Auðvitað er
það skýr réttur hverrar þjóðar að nýta
auðlindir sínar með sjálfbærum hætti.
Um það er ekki deilt. Hins vegar snú-
ast hvalveiðar um ímynd Íslands á al-
þjóðavettvangi. Ef við lítum á þær út
frá efnahagslegu hliðinni þá hefur
engum tekizt að sannfæra mig um það
enn þá að hvalveiðar í atvinnuskyni
borgi sig. Við getum verið ósammála
fólki, sem hefur mjög sterkar tilfinn-
ingar til hvala og lítur á þá sem tákn
fyrir náttúruvernd í heiminum. En við
verðum að vera raunsæ, þegar við
horfum til þess hvernig þær geta skað-
að orðstír okkar í alþjóðlegu sam-
hengi. Við erum ekki frumbyggjar
eins og inúítar í Alaska, sem hafa alltaf
veitt hval. Mér finnst sjálfsagt að veita
þeim hvalveiðikvóta á menningarleg-
um rökum en þau rök eiga ekki við um
okkur.“
Þetta er skýr og klár afstaða hjá
umhverfisráðherra.
Þeim mun athyglisverðara er að sjá
viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar,
sjávarútvegsráðherra, í Morgun-
blaðinu í dag vegna ummæla umhverf-
isráðherra. Sjávarútvegsráðherra
segir, eins og ekkert sé sjálfsagðara,
að hvalveiðar haldi áfram í samræmi
við reglugerð, sem gildi til loka þessa
fiskveiðiárs.
Hefur það farið fram hjá sjávarút-
vegsráðherra, að ný ríkisstjórn hefur
tekið við völdum og að hún er skipuð
með öðrum hætti en hin fyrri? Nýr
flokkur er orðinn samstarfsflokkur
Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og
nýr umhverfisráðherra, sem er
fulltrúi Samfylkingar, hefur lýst sig
andvígan hvalveiðum. Einar K. Guð-
finnsson getur ekki látið eins og ekk-
ert hafi breytzt. Reglugerðum er hægt
að breyta með einföldum hætti. Sam-
fylkingin hlýtur að taka þetta mál upp
á vettvangi ríkisstjórnarinnar og gera
kröfu til þess að þegar í stað verði tek-
ið fyrir frekari hvalveiðar. Hvalbát-
arnir eru að vísu ekki lagðir af stað og
sjálfsagt erfitt fyrir Kristján Loftsson
að selja hvalkjötið frá sl. hausti til Jap-
an vegna þess að Japanir hafa ekki
lengur áhuga á hvalkjöti.
Einar K. Guðfinnsson verður að
horfast í augu við að hann hefur fengið
nýja samstarfsmenn í ríkisstjórn, sem
eru einfaldlega ekki sammála honum
um hvalveiðar og umhverfisráðherra
getur ekki látið þá félaga Einar og
Kristján Loftsson bruna áfram eftir
skýrar yfirlýsingar hennar um and-
stöðu við hvalveiðar.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Starfið í Hrafnagilsskóla erfjölbreytt og á ýmsanhátt hefur áherslum veriðbreytt þar á undanförn-
um árum. Vandi sem kom upp í
skólanum varpar ljósi á hvernig
nú er tekið á málum innan skól-
ans.
Þannig er að færa þarf 7. og 8.
bekki skólans nær hvor öðrum en
þeir eru, sem hefur valdið tauga-
titringi meðal einhverra nemenda,
og spilar þar inn í að bekkirnir
eru hvor á sínu stigi grunnskól-
ans: mið- og unglingastiginu.
Til að jafna ágreininginn hefur
málið verið rökrætt innan bekkj-
anna og með skólastjórnendum:
„Þau sáu til að mynda ýmsa ókosti
við þetta fyrirkomulag sem við
höfðum ekki tekið eftir,“ segir
Karl.
Anna: „Það var til dæmis hita-
mál fyrir verðandi áttunda bekk
að sjöundi bekkur skyldi færast
upp á unglingastigið á sama tíma
og þau. Að sjöundi bekkur skyldi
hljóta sömu réttindi og þau, og
fannst erfitt að una því. En við
hlustuðum á þau og ræddum mál-
in af alvöru.“
Karl: „Núverandi níundi bekkur
og verðandi tíundi bekkur höfðu
líka mikið til málanna að leggja og
þurftu að sjá fyrir sér kosti og
galla og taka afstöðu út frá þeim.“
Og Anna bætir við: „Það þarf að
hlusta á sjónarmið nemenda því
oft kemur eitthvað upp sem mað-
ur hafði ekki hugsað út í, það þarf
að taka tillit til og rökstyðja gagn-
vart nemendum ef ekki er hægt
að verða við. En ekki taka ákvarð-
anir „af því bara“.“
Þið takið semsagt mark á því
sem nemendur hafa um málin að
segja?
Karl: „Já við gerum það. Sam-
ræðan er lykill að okkar skóla-
starfi.“
Unnið með dygðir og Mozart
á samverustundum
Auk samræðunnar er í starfi
Hrafnagilsskóla lagt út af fjórum
meginstoðum til að efla þá sýn
sem skólinn stendur fyrir: Að allir
hafi það góða í sér og mögu-
leikann til að verða betri mann-
eskjur. Í fyrsta lagi eru það dygð-
ir; og er lögð sérstök áhersla á
þrjár „kjarnadygðir“, virðingu,
ábyrgð og góðvild. Auk þess er
tvisvar á ári lagt út af vináttu á
samverustundum nemenda.
Þegar hin nýja stefna skólans
var tekin upp voru fleiri dygðir til
umræðu, en þeim var fækkað til
að hafa samræðurnar skýrari, auk
þess sem hægt er að leggja út af
kjarnadygðunum þremur á marga
vegu.
Samverustundirnar fara fram
að morgni hvers dags í sérrými,
þar sem nemendur fyrsta til sjö-
unda bekkjar koma öll saman og
sitja á gólfinu. Í upphafi er farið
með skólaheitið: „Ég kem í skól-
ann til að læra og nýta hæfileika
mína til fulls.“
Í kjölfarið tekur einhver stjórn-
anda mál til umræðu við nem-
endur, gjarnan sem tengist skóla-
stefnunni eða annað sem
mikilvægt er að fjalla um. Næst
flytja nemendur úr einum bekkn-
um eitthvað sem þeir hafa und-
irbúið með sínum umsjónarkenn-
ara. Síðan er sungið sam
lög. Að lokum er sérstö
arstund og er þá hlusta
mínútna brot úr klassísk
gjarnan úr verkum Mozar
Á unglingastiginu eru s
stundirnar ekki daglegar
haldnar vikulega. Auk s
stundanna er farið í svo
gæðahring með neme
hverjum bekk, vikulega.
þeirra er að efla samr
skoðanaskipti meðal neme
þeim er einnig oft hægt
ágreining og finna leiðir
sem allir geta sætt sig vi
hvað fer úrskeiðis.
Að gera allt
Mikill metnaður „Við ætl
mannsson skólastjóri og A
Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit hlaut Íslensku
menntaverðlaunin árið 2007 í flokki skóla. Af því til-
efni heimsótti Hjálmar Stefán Brynjólfsson skólann
og tók þau Karl Frímannsson skólastjóra og Önnu
Guðmundsdóttur aðstoðarskólastjóra tali.
Eitt af því sem einkennirskólastarfið í Hrafna-gilsskóla er fjölbreytnií þeim aðferðum sem
notaðar eru í náminu. Meðal þess
sem skólinn hefur unnið að er að
auka samvinnu milli bekkja skóla-
stigsins, oft á milli nærliggjandi
árganga. Auk þess hefur verið
brugðið á það ráð að skipa kenn-
arateymi sem kenna nemendum
sameiginlega. Einnig hefur verið
notast við samþættingu milli
greina, jafnvel svo ólíkra sem út-
saumi og stærðfræði.
Áherslan í einstökum viðfangs-
efnum og verkefnum er að auka
ábyrgð nemenda og val þeirra.
Þannig útbúa flestir nemendur
sérstakar sýnismöppur þar sem
þeir safna sjálfir saman því sem
þeir hafa unnið best á árinu. Í lok
ársins komu foreldrarnir í
Hrafnagilsskóla og fengu að
heyra og sjá hvað nemendur
völdu í sínar möppur og hvers
vegna.
Vægi skriflegra
prófa minnkað
Skólinn hefur sett sér það sem
sérstakt markmið að minnka vægi
skriflegra prófa til að auka fjöl-
breytnina í námsmati. Til dæmis
hafa verið tekin upp munnleg próf
í stærðfræði sem hefur skilað sér í
því að margir nemendur, sem áð-
ur höfðu ekki tækifæri til þess, ná
nú að láta ljós sitt skína.
Anna Guðmundsdóttir aðstoð-
arskólastjóri nefnir einnig
„svindlpróf“ og „samvinnupróf“
sem dæmi um óhefðbundnar leiðir
til að auka fjölbreytnina í próf-
aflórunni. Síðarnefndu prófraun-
ina þreyta nemendur í samein-
ingu. En svindlprófin eru
allnýstárleg að sögn Önnu:
„Nemendur mega koma með
svindlmiða í prófið, sem á að vera
eitt handskrifað A4-blað. Þau eiga
sjálf að vega og meta efni
til umfjöllunar og velja þa
þau telja að muni koma þe
gagni á prófinu. Svo er bæ
og gæði svindlmiðans met
Karl Frímannsson skóla
bendir á að þessar nýstárl
leiðir séu hluti þróunarve
sem skólinn tekur þátt í ti
minnka vægi skriflegra pr
auka fjölbreytnina: „Þega
Fjölbreyttar námsaðfer
til að auka ábyrgð neme
Útskýrt Einn af nemendunum sýnir móður sinni efni úr sýnismöp