Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.06.2007, Qupperneq 24
✝ Ásta Lovísa Vil-hjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1976. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi miðvikudaginn 30. maí síðastliðinn. Foreldrar henn- ar eru Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og Ásta Lovísa Leifsdóttir, f. 15.5. 1951, d. 24.6. 1984. Önnur börn Vil- hjálms Þórs og Ástu Lovísu eru 1) Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, f. 14.8. 1970, d. 2.12. 2000. Eig- inmaður hennar var Þórsteinn þeirra er Axel Úlfur, f. 2002. Yngsti bróðir Ástu Lovísu, sam- feðra, er Vilhjálmur Þór, f. 1994. Ásta Lovísa ólst að mestum hluta upp í Kópavogi og lauk þar grunnskólagöngu sinni. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Eft- ir stúdentspróf nam hún nudd- fræði, en lauk ekki verklegum hluta þess náms sökum veikinda sinna. Ásta Lovísa lætur eftir sig þrjú börn. Tvö eldri börn sín, þau Kristófer Daða, f. 1995, og Emblu Eiri, f. 1998, eignaðist hún með Kristjáni Haraldssyni. Yngstu dóttur sína, Írenu Rut, f. 2003, eignaðist hún með Sum- arliða Dagbjarti Gústafssyni. Unnusti Ástu Lovísu er Krist- ján Bjarnason. Börn hans eru Kristján Högni, f. 1993, og Lena Rut, f. 2002. Útför Ástu Lovísu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, mánu- daginn 11. júní, klukkan 11.00. Pálsson. 2) Daði Þór Vilhjálmsson. Eig- inkona hans er Elva Björg Jónasdóttir. Börn þeirra eru Sara Margrét, f. 1998, og Brynjar og Valur, f. 2003. Árið 1980 hófu Vil- hjálmur Þór og Guðríður Ólafsdóttir sambúð. Barn þeirra er Hödd Vilhjálms- dóttir. Eiginmaður hennar er Haraldur Bergsson. Barn þeirra er Tinna, f. 2004. Sonur Guðríðar af fyrra sambandi er Aron Hjartarson. Eiginkona hans er Noemi Anaya. Barn Mikið óskaplega þarf Guð að hrista mann til svo maður vakni. Það er ekki alltaf auðvelt að skilja hvað hann er að meina en trúlega gengur honum gott til. Í dag komum við saman til að kveðja og minnast Ástu Lovísu Vil- hjálmsdóttur, móður þriggja ungra barna. Ungrar konu sem með ein- lægni sinni og óbilandi kjarki allt fram á síðustu stundu trúði okkur öllum fyr- ir tilfinningum sínum, óskum og þrám. Lífið hefur sannarlega ekki alltaf leik- ið við Ástu mína en hún kunni að búa til glitrandi perlur úr lífreynslu sinni. Hún var þakklát, einlæg, hlédræg, hafði hjarta úr gulli, var góður vinur, haldin sterkri réttlætiskennd og mikill húmoristi. Síðustu 10 mánuðir hafa verið erfiður tími en svo sannarlega lærdómsríkur. Með prófgráðu sem sá einn fær sem tyftur er til í gegnum líf- ið æ ofan æ settist hún í stól kenn- arans. Kennslutækið var Netið, nem- endurnir ótrúlega stór hluti íslensku þjóðarinnar. Kennsluefnið lífið sjálft. Á námsskránni var kennsla í þakklæti, umburðarlyndi, kærleika og fyrirgefn- ingu. Það var seigt í Ástu minni og hún var alls ekki sammála Guði um að nú væri tíminn kominn. Í banalegunni sem var stutt en snörp flengdumst við, sem næst henni stóðum, með henni um allan tilfinningaskalann fram og aftur. Ásta mín missti nefnilega aldrei húmorinn. Hún fékk aðstoð englanna til að stríða bróður sínum rétt fyrir andlátið með því að láta símann hans hringja, þó hann væri á hljóðlausri stillingu, og síðan setti hún græjurnar í gang og spilaði fyrir okkur lag númer 3 af diski Friðriks Karlssonar, Móðir og barn. Síðan kyssti hún í átt til okkar og kvaddi. En Guð ræður og nú er komið að kveðjustund. Ég er þakklát Drottni mínum fyrir að hafa fengið þennan gullmola í hendurnar. Þakklát fyrir að fá að snerta líf barnanna henn- ar. Þakklát fyrir þá lífsreynslu sem okkur var gefin í gegnum Ástu mína. Þakklát öllum þeim sem studdu við og styrktu Ástu Lovísu og börnin hennar á einn eða annan hátt. Drottinn styrki og verndi litlu gullmolana hennar, Kristófer Daða, Emblu Eir og Írenu Rut. Drottinn verndi Didda minn, Höddina mína, Aron minn, Daða minn, Villana mína, fjölskyldur okkar allra og alla sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Ástu Lovísu. Að lokum langar mig til að kveðja Ástu mína með fallegu ljóði sem góður vinur minn, Hörður Smári Hákonarson, samdi fyrir mig til hennar. Móðurkveðja Ég man hvað þú brostir blítt til mín er bar ég þig fyrst í fangi. Þá leiftraði um hug minn hugljúf sýn er horfði á mig lítill angi. Þú léttir mér lífsvegar sporin með lund þinni ástríki og gleði. Þú söngst hér inn sólina og vorin nú sængarðu á lífstíðarbeði. Nú ást mína alla og blíðu átt þú í ströngu og stríðu. Þú slítur nú lífs héðan strenginn í sælu Guðs andi þinn genginn. Nú bið ég um blessun og vona þú bíðir mín hugljúfa kona. Og bjóðir mér inn í þá heima sem að endingu mun’ okkur geyma. Hvíl í friði. Mamma. Hjartans elsku engillinn minn. Nú ertu farin og aldrei fæ ég að sjá þig aftur, finna snertingu þína eða heyra hlátur þinn aftur. Guð, hvað ég sakna þín, elsku Ásta mín. Ég man eins og í gær þegar ég sá þig fyrst og þú bræddir mig með þessum ótrúlega fallegu augum um leið. Okkur leiddist aldrei að rifja það upp. Við sátum ásamt fullt af fólki á útikaffihúsi í mið- borginni þegar fór að kólna. Teppum var útdeilt og við enduðum á að deila sama teppinu og eftir það urðum við perluvinir sem þróaðist svo upp í það sem við eigum í dag. Hvílíkur engill sem þú varst, ástin mín. Gleymi því heldur aldrei þegar þú bauðst mér fyrst heim til þín. Ég kom inn og ekk- ert nema englar alls staðar í íbúðinni, englastyttur, englamálverk, enda kall- aði ég þig aldrei annað en engilinn minn eftir það. Og það nafn barst þú svo sannarlega með rentu. Eins og þú varst heiðarleg, einlæg, falleg, sterk og gefandi þá var það líka allt hitt sem ég elskaði hvað mest við þig – stríðnispúkinn í þér, húmorinn, þegar ég þurfti ekki annað en að lyfta puttunum upp í loft, þá var þig farið að kitla og öll fáránlegu áhugamálin sem ég hélt að engin ætti sameiginleg með mér – öll kvöldin og allar næturnar sem við lágum saman og hlustuðum á öll væmnu ástarlögin sem ég þorði ekki að segja vinum mínum frá fyrir mitt litla líf og þú stríddir mér svo sannarlega á því. Manstu hvað við vorum ástfangin af New York og öllu sem við gerðum þar. Þyrluflugið, Empire State, Frels- istyttan og ekki síst Rainbow room á 86. hæð í Rockefeller Center þar sem við ákváðum að einhvern tímann myndum við koma þangað aftur og trúlofa okkur – sem við svo gerðum – og við vorum að drukkna úr hamingju og bjartsýni, alveg klár á því að gæfan í sambandi við sjúkdóminn myndi fara að snúast okkur í vil. Það sem þú hefur gefið mér, engillinn minn, verður seint skrifað með orðum, styrkurinn, lífs- viljinn og æðruleysið hjá þér í gegnum allar þessar hörmungar lét mig stund- um gapa af undrun. Alltaf hugsaðir þú fyrst og fremst um aðra. Saga sem mér finnst lýsa Ástu minni einna best og hvernig engill hún var er að þegar hún lá á líknardeild- inni, tveimur nóttum fyrir andlátið og var orðin mjög veik, sat ég hjá henni þar sem hún lá sofandi. Ég hélt í hönd- ina á henni og grét, þá reis þessi engill upp, tók utan um mig og sagði: „Diddi minn, þú verður að fara vel með þig og tala við einhvern. Hringdu í strákana og hafið þið strákakvöld í kvöld!“ Svona var hún Ásta mín. Elsku Kristófer Daði, Embla Eir, Írena Rut, Villi, Guja, Daði, Hödd, Ar- on og fjölskyldur ykkar, megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Ásta var svo sannarlega heppin að eiga svona yndislega fjölskyldu að. Og elsku Ásta mín, takk fyrir að gera mig að betri manni, leyfa mér að elska þig, kenna mér svo margt um líf- ið og tilveruna og umfram allt – takk fyrir að elska mig. Góða nótt, elsku engillinn minn og fallega drauma, ég bið að heilsa mömmu þinni og systur sem ég veit að hafa tekið þér opnum örmum. P.S.: þú manst dílinn okkar. Að lokum eins og við sögðum svo oft: Já. Tjá. Knús og klemm. Ég elska þig. Þinn að eilífu, Kristján (Diddi þinn.) Elsku yndið mitt. Nú er víst komið að kveðjustund, þótt ég óski þess svo heitt að vera frekar að halda þér fast að mér og kyssa þig hæ. Þú varst stórkostleg kona – heillandi, hjartahlý, gefandi, glaðlynd, ákveðin, en þó svo hógvær – sem gerði þig fyrir vikið enn meira sjarmerandi. Ég er þakklát fyrir það að hafa verið hluti af þínu lífi. Tími þinn hér á jörðu hefði samt mátt vera svo miklu miklu lengri. Eftir erfiða baráttu, baráttu sem þú barðist í af hörku, kvaddirðu þennan heim. Þú barðist með reisn og þú kvaddir með reisn. Eftir þig skilurðu stolta foreldra, systkini, ættingja, vini, unnusta og svo það sem mestu máli skiptir – þrjá yndislega einstaklinga sem þú fæddir í þennan heim og ætl- aðir þér að fylgja mun lengur. Þessir litlu einstaklingar voru stoltið þitt og munum við, fjölskylda ykkar, ávallt vera til staðar fyrir þau. Við munum saman komast í gegnum þá erfiðu lífs- raun að missa þig, með væntumþykju hvert fyrir öðru og þér að vopni. Þú munt aldrei gleymast, því þú ert jú ógleymanleg. Ég á eftir að sakna þín afskaplega mikið elsku systir, en hef í hjartanu mínu allar dýrmætu minningarnar um þig. Þessar minningar kalla sannar- lega fram mörg tár, svo miklu fleiri en mér datt í hug að tárakirtlarnir mínir Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir gætu framleitt. Það er gott að geta grátið, en sem betur fer á ég líka svo margar minningar um þig sem fá mig til að brosa og skella upp úr. Þú varst nefnilega meinfyndin, meira að segja þegar þú ætlaðir þér bara alls ekkert að vera það. Ég man til dæmis þegar við mæðgur – þú, ég og mamma – sát- um á veitingastað eitt kvöld fyrir nokkrum árum. Þú varðst ákaflega hissa yfir einhverju málefni sem kom til umræðu. Þú leist á mig og mömmu með fallegu bláu augunum þínum og undrunin leyndi sér ekki. Gullkornið kom svo, gullkorn sem að mínu mati er mun betri útgáfa af gömlu orðatiltæki sem við Íslendingar eigum. Þú sagðir hátt og snjallt: „Detti mér allar dauðar flís.“ Við mamma kunnum okkur ekki frekar en fyrri daginn og hlógum okk- ur hásar. Þú skildir ekki alveg hvað olli þessari miklu kátínu fyrr en við sögð- um þér gömlu útgáfuna með lúsunum og höfðinu. Þú hlóst dátt með okkur, enda var einn af þínum fjölmörgu kostum sá að þú hafðir húmor fyrir sjálfri þér. Takk fyrir að hafa leyft mér að þykja vænt um þig og hafa þótt vænt um mig á móti. Takk fyrir öll skiptin sem þú passaðir mig þegar ég var lítil frekjudós, ótrúlegt hvað þú nenntir að hafa mig í eftirdragi alltaf hreint. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, bæði þær yndislegu og þær erfiðu. Takk fyrir að leyfa mér að hafa verið til staðar fyrir þig og takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig. Takk fyrir að treysta mér fyrir leyndarmálunum þínum og takk fyrir að hafa haldið mínum leyndarmálum hjá þér. Takk fyrir að hafa verið mér góð fyrirmynd og svo loks takk fyrir það einfaldlega að hafa verið þú, elsku hjartans Ásta mín. Þín litla systir og vinur, Hödd. Elsku Ásta mín! Ég skrifa þessi fá- tæklegu orð af miklu stolti. Við kveðj- um þig nú í dag með miklum trega. Líf okkar hefur ekki alltaf verið dans á rósum en einhvern vegin tókst þér alltaf að nýta aðstæðurnar til að gera þig að betri manneskju. Í hvert skipti sem áföll dundu yfir varst þú slípuð til. Að lokum stóðstu uppi sem fallega skorinn demantur sem á sér enga hlið- stæðu. Dugnaðurinn, æðruleysið, góð- mennskan, lífsviskan, heiðarleikinn og síðast en ekki síst örlætið. Hver maður yrði sannarlega blessaður ef hann öðl- aðist aðeins hluta af persónutöfrum þínum. Slípun þín hófst strax við fæðingu. Móðir okkar fékk heilablæðingu á fimmta mánuði meðgöngunnar. Þrátt fyrir meðvitundarleysi mömmu tókst að viðhalda meðgöngunni í tvo mánuði til. Þá heimtaðir þú að fæðast og þar sem mamma var of veikburða var ákveðið að sækja þig með hnífnum. Fyrirburar á þessum tíma áttu ekki mikla möguleika en þú sýndir það og sannaðir strax að baráttujaxl var í þennan heim fæddur. Ég man þegar mér, þá læknanema á 5. ári á barna- deild, var sýnd mynd af fyrsta fyrir- buranum sem hafði það af svona snemma fæddur. Á myndinni var eng- in önnur en Ásta Lovísa og var ég ekki lengi að benda hinum á skyldleikann. Á yngri árum reyndist þú bróður þínum vel. Þú varst þremur árum yngri en ég en sagt er að lífaldur segi ekki alla söguna og gilti það svo sann- arlega í þínu tilviki. Með umburðar- lyndi, visku, skilyrðislausri ást og um- hyggju tókst þér að leiða mig í gegnum æsku okkar. Ég hélt í hönd þína fullur trausts. Aðlögun í nýjum húsum, hverfum eða skólum, alltaf varst þú til staðar. Þú þráðir snemma að eignast þína eigin fjölskyldu. Fyrsti gullmoli þinn leit dagsins ljós og móðirin aðeins 19 ára. Ég var svo stoltur af þér þegar ég heimsótti þig á fæðingardeildina og sá prinsinn í fyrsta skipti. Ég sé það fyrir mér í huganum eins og það hafi gerst í gær. Ekki minnkaði hrifningin þegar drengurinn var skírður Kristófer Daði, seinni hlutinn í höfuðið á mér. Ég man hvað þú brostir fallega til mín með augunum þegar nafnið var til- kynnt. Seinna fylgdu prinsessurnar tvær, Embla Eir og Írena Rut. Það gleður mig mikið að sjá andlitssvipi þína og persónutöfra í börnunum þín- um, ekki slæm vöggugjöf það Ásta mín. Þrátt fyrir veikindi þín frá unga aldri lést þú aldrei bugast. Dugnaður- inn og ákveðnin skinu af þér og snertu alla sem þér voru nálægir. Uppgjöf fannst ekki í þinni orðabók. Það var mikið reiðarslag þegar þú greindist með krabbamein. Ljóst var að sjúk- dómurinn var ólæknandi. Ég dáist að þér og virði hvernig þú gast alltaf séð ljósið í myrkrinu, haldið bjartsýninni þrátt fyrir slæmar fréttir og hvernig þú gast miðlað af reynslu þinni, sann- færingu og opnað augu heillar þjóðar. Himnaríki hefur núna kallað eftir sínum fegursta engli. Gangi þér vel í nýjum heimkynnum og kysstu mömmu og Nínu systur frá mér og restinni af fjölskyldunni. Ég hlakka til að hitta ykkur og faðma þegar minn tími rennur upp. Vona að þú lítir til okkar af og til. Hafðu ekki áhyggjur af börnunum Ásta mín, þau eru hluti af þér og hafa því fengið gott veganesti. Við hugsum um þau og látum þau aldrei gleyma. Minning þín lifir að ei- lífu. Með saknaðarkveðju. Þinn bróðir, Daði. 24 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ásta mín, ég elska þig og ég sakna þín. Pabbi. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Gunnar Þor-móðsson fæddist í Reykjavík 7. júní 1944. Hann lést á líknardeild LSH 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þormóður Pálsson, frá Njálsstöðum í Húnavatnssýslu, fv. aðalbókari ÁTVR í Reykjavík, f. 10. apríl 1914, og Guð- finna Kristín Guð- mundsdóttir, frá Lambadal í Dýra- firði, f. 18. maí 1910, d. 26. apríl 2003. Bræður Gunnars eru Árni, f. 17. júní 1941, og Viðar, f. 27. ágúst 1945. Gunnar kvæntist Ingibjörgu F. Strandberg, f. 21. nóvember 1945, þau skildu 1986. Dóttir þeirra er Berglind, f. 17. maí 1966, gift Jóni Bjarka Gunn- arssyni, f. 3. nóv- ember 1967. Börn þeirra eru Hlynur Hugi, f. 6. desember 1989, Dagbjört Rós, f. 16. júní 1994, og Sólrún Snót, f. 31. janúar 1997. Gunn- ar stundaði fyrst sjómennsku á far- skipum og togurum en nam síðar pípulagnir og starf- aði sem pípulagningameistari upp frá því. Gunnar verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Kveðja frá Hrafnistuheimilunum Góður starfsmaður er gulls ígildi. Gunnar hóf störf á Hrafnistu í byrj- un árs 2005. Hann átti því ekki langan starfsaldur að baki. Það sannaðist þó á honum að gæði markast ekki af magni. Á sínum stutta starfstíma sýndi Gunnar að hann hafði allt sem til þurfti í starf sem byggir á nánu samstarfi við marga og ólíka aðila. Samskipta- hæfnin og viljinn til að þjóna fljótt og vel var til staðar í ríkum mæli. Gunnar hafði einnig góða yfirsýn og góða skipulagshæfileika. Á þessa hæfileika reynir mjög á stórum vinnustað þar sem margir kalla eft- ir þjónustu, oft á sama tíma, og flestir telja að þeir og þeirra vandi eigi að hafa forgang. Allt þetta áreiti höndlaði Gunnar á sinn ljúfa og rólega máta. Því var hann mjög vel liðinn og allir vissu að ef hann sagði eitthvað, þá stóðst það. Gunnar hafði rólega og trausta nærveru. Hann bar hag Hrafnistu- heimilanna mjög fyrir brjósti og var sífellt að velta fyrir sér lausn- um sem bæta máttu hag eigenda og heimilismanna. Það sannaðist vel á Gunnari að það þarf ekki að berja sér á brjóst og dásama eigið ágæti til að ná tökum á sínu nánasta um- hverfi. Menn með sterkan persónu- leika og trausta manngerð ná því með því að vera alltaf til staðar þegar á þarf að halda. Fyrir hönd Hrafnistuheimilanna þakka ég Gunnari frábær störf og fyrir það sem hann var okkur stjórnendum og heimilismönnum. Sveinn H. Skúlason forstjóri. Gunnar Þormóðsson  Fleiri minningargreinar um Gunn- ar Þormóðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.