Morgunblaðið - 11.06.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 11.06.2007, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand FLUGELDAR... KOMIÐ. SKRÍTNIR HATTAR... KOMIÐ. FLAUTUR... KOMIÐ... LAMPASKERMUR... LAMPASKERMUR? KOMIÐ SNOOPY! MATUR! EF ÞÚ VILT EKKI MATINN ÞINN ÞÁ GEF ÉG KETTINUM HANN! ÞETTA DUGAR ALLTAF STOPP ! SVONA (MMF) Á ÞESSI LEIKUR EKKI AÐ VERA! ÞÚ ERT SAMT EKKI BÚINN AÐ NÁ MÉR HELGA VAR AÐ VÆLA Í MÉR VEGNA ÞESS AÐ HENNI FINNST ÉG DREKKA OF MIKIÐ! FÓR ÞAÐ Í TAUGARNAR Á ÞÉR? ERTU EKKI AÐ GRÍNAST ?! ÉG ER SVO PIRRAÐUR AÐ ÉG ÆTLA AÐ VERA HÉRNA Í ALLAN DAG AÐ NÖLDRA YFIR ÞVÍ! GÓÐU FRÉTTIRNAR ERU ÞÆR AÐ ÞAÐ ER HÆTT AÐ RIGNA... SLÆMU FRÉTTIRNAR ERU HIINS VEGAR ÞÆR AÐ ÞETTA TJÓN FELLUR EKKI UNDIR FLÓÐTRYGGINGUNA ÞÍNA... NÁGRANNI OKKAR VAR AÐ SEGJA SATT... ÞAÐ ER FYRIRTÆKI SEM GERIR HEIMAVERKEFNI FYRIR BÖRN ÞEIR SENDA VINNUNA Á INNAN VIÐ TVEIMUR SÓLARHRINGUM OG VERÐIN ERU GÓÐ. VIÐ ÆTTUM AÐ HRINGJA EN KLUKKAN ER AÐ VERÐA TÓLF... FYRIRTÆKIÐ ER Á INDLANDI ÉG ER EKKI VISS UM AÐ MÉR FINNIST ÞETTA VERA Í LAGI ÞAÐ ER GOTT AÐ HAFA ÞIG HÉRNA HJÁ MÉR Í L.A. JÁ, ÉG ÆTTI AÐ KOMA OFTAR Í HEIMSÓKN TIL ÞÍN HINGAÐ Á VESTURSTRÖNDINA KANNSKI ÆTTIR ÞÚ BARA AÐ VERA HÉRNA ÁFRAM NEI, MÉR MUNDI BARA LEIÐAST... ÉG HEFÐI EKKERT AÐ GERA Æ, NEI! dagbók|velvakandi Ringulreið í sjúkrahúsmálum Við hjónin erum komin hátt á áttræð- isaldur og erum bæði orðin þreytt og hvorugt okkar heilt heilsu. Við erum hrædd við ring- ulreiðina sem ríkir í sjúkra- húsmálum, þar á meðal af- skiptaleysi hvað varðar okkur aldr- aða. Þegar ég tal- aði við ykkur í fyrra skiptið var maðurinn minn komin með lungnabólgu í fjórða skipti og var hann náðarsam- legast lagður inn. Á þriðja degi var hann spurður af lækni hvort hann ætti ekki konu heima. Hann sagði að svo væri. „Þá ferð þú heim,“ sagði læknirinn. Hann var ekki spurður hvort kona hans væri hraust og væri þess megnug að hugsa um hann. Ég er ekki hjúkrunarfræðingur og er m.a. haldinn geðsjúkdómi, er mani depri. Ég er orðinn 77 ára og lang- þreytt á sjúkdómi mannsins míns. Nú er hann aftur kominn á sjúkrahús, hann datt innanhúss. Kraftar mínir og heilsa þola ekki meira þessa óvissu. Verður hann kannski sendur heim á morgun? Spyr sá sem ekki veit. Sigurlaug Sveinsdóttir. Óánægja með Ríkisútvarpið Ég vil koma á framfæri óánægju minni með að Ríkissjónvarpið skyldi ekki sýna leik Íslands og Svíþjóðar. Furðulegt er að RÚV skuli láta Sýn yfirbjóða sig. Ég geri þá kröfu til Sjónvarpsins að sýna helstu íþrótta- viðburði því það dugir mér ekki að hlusta á lýsingu í útvarpi. Ég slökkti á útvarpinu. Það versta er að þrátt fyrir óánægju mína með þjónustu RÚV er ekki hægt að segja því upp. Gunnar Örn Gunnarsson. Bágborin aðstaða í Hátúni Í Hátúni 10A og 10B búa ein- staklingar sem eiga mjög erfitt og geta ekki bjargað sér sjálfir. Nýlega voru stofnuð félagasamtökin Vænt- umþykja sem eiga m.a. að vinna að bættri aðstöðu íbúa húsanna. Ým- islegt er þó bágborið við félagið, skortur á fjármagni og annað því um líkt svo ekki sé talað um stjórn fé- lagsins. Svo illa hefur gengið að halda samtökunum saman að á síðastliðnu ári hefur fjórum sinnum verið skipt um stjórn. Svo virðist sem yfirmenn Öryrkjabandalagsins og formaður hússjóðsins, Brynja vilji ekkert koma þar nærri og skipta sér af hvernig staðan er í Væntumþykju. Þó voru það einmitt þau sem hvöttu íbúana til að stofna félagasamtökin. Íbúi. Furðulegt menntakerfi Enska er kennd á enskri tungu í ís- lenska skólakerfinu. Nú ætlar Menntaráð Reykjavíkur að kenna Pólverjum íslensku á pólsku. Í Kali- forníu er hins vegar spænskumæl- andi fólki kennd enska á ensku. Hvað vita Kaliforníubúar sem Menntaráð Reykjavíkur veit ekki? Bjarni Kristjánsson. Sigurlaug Sveinsdóttir Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is EF ófærðin er ekki vegna óveðurs þá er hún vegna vegaframkvæmda. Verið var að tvöfalda hringtorg á Selfossi á dögunum. Þeir eru án efa fleiri vegirnir sem verið er að laga í sumar. Morgunblaðið/Eyþór Tvöföld ófærð FÖSTUDAGINN 1. júní 2007 fór fram afhending verðlauna í Nor- ræna húsinu fyrir bestu lausnir í verkefninu Unglingar, lýðræði og heimabyggð, síðara hluta, hópvinn- unni, en verðlaun fyrir fyrri hlutann, ritgerðavinnuna, hafði farið fram 3. mars sl. Verkefnið er rekið á vegum samtakanna Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni. Í vetur tóku um 200 nemendur í efstu bekkjum 8 grunnskóla víðs vegar um landið þátt í verkefni, sem fjallaði um það hvernig unglingarnir teldu sig geta stuðlað að betri heimabyggð. Athygli vekur að í þessu verkefni geta jafnvel krakkar, sem eiga við lesblindu að stríða eða hafa aðeins búið í nokkur ár á Íslandi, verið full- gildir þátttakendur vegna þess, að við mat á verkefnum var lögð aðal- áhersla á góða hugmynd, skýra út- færslu og hvort hugmyndin stuðlaði að betri byggð, en minni á formið, umbúðirnar. Fyrstu verðlaun hlaut Grunnskól- inn Hellu, 13 nemendur, 8. bekkur. Verðlaunin voru ferð til einhvers hinna þátttökuskólanna, sem Spari- sjóðirnir á Íslandi munu standa straum af í samvinnu við LBVRN. Önnur verðlaun hlaut Öxarfjarð- arskóli en þau þriðju Grunnskóli Drangsness. Önnur og þriðju verð- laun voru í formi vandaðra bóka frá Eddu-útgáfu fyrir hvern verðlauna- hafann. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, verndari verkefn- isins og fv. alheimsfegurðardrottn- ing, afhentu verðlaunin. Grunnskólinn Hellu fékk 1. verðlaun Sigurvegarar Frá verðlaunaaf- hendingunni í Norræna húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.