Morgunblaðið - 11.06.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 11.06.2007, Síða 32
Við fyrstu sýn er eins og þetta sé minn- ismerki um hryðjuverk … 37 » reykjavíkreykjavík Þ að bregst ekki, þegar flugur fá sér kaffi eða örlítið í aðra tána á 101 hóteli að þekktir einstaklingar séu þar á sveimi. Rétt fyrir helgi var þar ELM-teymið og hönnuðirnir Lísbet Sveinsdóttir og Erna Steina Guðmunds- dóttir, sérlega glæsilega klæddar; önnur í öllu hvítu en hin í svörtu frá toppi til táar. Auðvitað sást líka til ljósmyndarans Ara Magg þarna á hóteli höfðingjanna. Flugan er svolítið forvitin um dulúðina sem umleikur tattúkúltúrinn og stóðst því ekki þá freistingu að mæta á Íslensku húðflúrhátíðina sem haldin var heilög á Grand Rokk um helgina – fórnaði m.a.s. verslunarleiðangri í Smáralind með stelpunum til að skoða fyrirbærið með strákunum á laugardaginn. Nokkur voru von- brigðin yfir smæð staðarins en fluga hefur ekki áður drepið fínu fótunum sínum inn á þessa erkibúllu, sem gárungar kalla glæpaknæpu. Kös af gljáfægðum mótorfákum var fyrir utan staðinn og fastagestir Grand Rokks, eins og fjölmiðlamaðurinn (og trúbadorinn) Kristján Þorvaldsson, létu sér lynda að sitja með kolluna sína í tjaldi fyrir utan. Holdmiklir menn með tóbaksklúta og sítt hár höfðu hertekið efri hæð- ina og í svitastækjunni sátu hálfnaktir gaurar með karlmennskubros og upprúllaðar ermar og létu húðflúra sig. Þótt rakvélar og önnur skað- ræðistól væru á lofti fór allt ósköp friðsamlega fram. Undir kvöld voru svo miðaldra mót- orhjólagæjarnir mættir á Ingólfstorg með upp- stillt hjólin í ímyndarbaráttu við brettabörnin, sem réttilega ættu að hafa torgið í friði. Und- arleg borgarspeki að mega ekki ganga með hundspott um miðbæinn en svona tryllitækjum er velkomið að menga andrúmsloftið með út- blæstri og óþolandi hávaða. … Hvað slær klukkan í Reykjavík…? Á föstudagsmorguninn stormaði veiðiklóin Bubbi Morthens ábúðarfullur út úr Veiðihorn- inu í Hafnarstræti og vippaði sér upp í jeppann, örugglega á leiðinni í veiði. Þá fyrst er nú veiði- sumarið ,,offisíallí“ hafið, þegar Bubbi kíkir í veiðibúðina; alla vega dauðlangaði flugu skyndilega að skoða og bera sig saman við allar marglitu og skvísulegu veiðiflugurnar sem á boðstólum eru. En tíminn stendur ekki lengur í stað í Reykjavík. Klukkan á Torginu er loksins orðin rétt, sjálfsagt í kjölfar ábendingar, eftir að hafa verið kolvitlaus í marga mánuði. Túrist- arnir klóruðu sér í kollinum og horfðu spurn- araugum á steindauða klukkuna. Nú getur flugan hætt að syngja: Meistari Villi, meistari Villi, Sefur þú? Hvað slær klukkan…? Morgunblaðið/Golli SSSól Stefán Már Magnússon, Hafþór Guð- mundsson, Jakob Smári Magnússon, Helgi Björnsson og Stefán Már Magnússon. Eva Eiríksdóttir og Sigurður Mikael Jónsson. Pétur Blöndal og Halldóra Þórsdóttir. Sigmar Vilhjálmsson, Heiðar Sigurðsson og Jóhann Sigurðsson. Víðir Ólafsson, Guðmundur Jónsson og Bjarki Gunnarsson. Morgunblaðið/Golli Nadia Katrín Banine og Ingibjörg Lár- usdóttir með börnin sín, Alexöndru Sól And- erson, Ágúst Leó Björnsson , Önnu Maríu Björnsdóttur, Nínu Katrínu Anderson og Lárus Björnsson. Mekkín Ragnarsdóttir, Jón Gunnar Þórðarson, Magnús Geir Þórðarson og Árni Oddur Þórðarson. Embla Eggertsdóttir, Sigurður Pálsson og Líneik Jakobsdóttir. Ása Richardsdóttir og Hjálmar Ragnarsson. Sveinbjörg og Diljá Þórhallsdætur. Flugan … Höfðingjahótel og heilagt húðflúr… ... í svitastækjunni sátu hálfnaktir gaurar með karlmennskubros ... Sólveig Pálsdóttir og Björk Þórðardóttir. Erna Sigurðardóttir, Birkir Kristján Guðmundsson og Katrín Viðarsdóttir. Elísa Mjöll Guðsteinsdóttir og Elín Helga Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Golli Aldís Arna Pálsdóttir og Ragnhildur Þóra Reynisdóttir. »Dansleikhús / samkeppni2007 var haldin í Borg- arleikhúsinu föstudagskvöldið var og var hún vel sótt. »Hljómsveitin SSSól hélttónleika á NASA með stór- söngvarann Helga Björnsson í brjósti fylkingar. »Mikið fjör var á fjörutónleikum Menningarhátíðar Seltjarn-arness sem voru haldnir fyrir utan Gaujabúð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.